Tíminn - 21.12.1966, Page 3

Tíminn - 21.12.1966, Page 3
TIMINN 3 MIÐVIKUDAGITR 21. desember 1966 Orustan um Bretland Margar og afdrifaríkar orustur voru háð- ar í síðari heimsstyrjöldinni, en vart leikui á tveim tungum að það var orustan um Bretland — háð síðsumars 1940 — sem vai afdrifaríkust allra. Þetta verður greinilega ljóst af bók þeirri mn þetba efni — „Orustan um Brctland" — sem kemur út samtímis á íslandi og Bret- landL Höfundur er brezkur blaðamaður Riehard Collier en íslenzku þýðinguna gerði Hereteinn Pálsson. Þegar orustan um Bretland hófst í ágúst 1940 virtust Þjóðverjar ósigrandi og Hitler allir vegir færir. Flugher Þjóðverja átti að- ems eftir að sópa brezka flughemum úr loft inu yfir Ermarsundi og Suður-Bretlandi, og þegar því væri lokið, gæti innrás hafizt og henni mundi ljúka með algerum sigri naz- ista. Að sjálfsögðu töldu Þjóðverjar að þetta mundi verða leikur einn. Slík afrek hafði þýzki flugherinn unnið undanfama mánuði að ekki átti að vera miklum vandkvæðum bundið að ganga á milli bols og höfuðs á þeim litla flugher, sem Bretar áttu eftir. Dag eftir dag sendu Þjóðverjar ótöluleg- an grúa flugvéla af öllu tagi til árása á Bretland, og alltaf var árásunum hagað þannig, að sækjendur höfðu sólina í bakið, en verjendur beint í augun. Slíkt var væn- legt til góðs árangurs. En flugmenn Breta uxu með hverjum vanda. Því fleiri sem árásirnar urðu, þeim mun fleiri ferðir fór hver brezkur flugmað- ur. Þess voru dæmi að einstakir flugmenn færu átta flugferðir á dag, þegar mest gekk á. Það var þess vegna ekki að furða, þótt Churchill kæmist svo að orði um hetjuskap brezkra flugmanna, að ,,aldrei hafa eins margir átt eins fáum eins mikið að þakka“. Þorsteinn E. Jónsson, flugmaður úr 111 flug- sveif Breta stígur út úr Spitfireflugvél sinni eftir loftorustu. f bók þeirri, sem hér er um að ræða, er brugðið upp myndum af óteljandi hetjudáð- um brezkra flugmanna, er þeir vörðust ofur-, eflinu, og hún er merkileg að því leyti, en þó er hún enn eftirtektarverðari fyrir þá sök, að í henni er í fyrsta skipti frá þvi sagt hve nærri Bretar voru algerum ósigri. Það er ekki ofsagt að þessi bók sé merki- legt framlag til veraldarsögu síðustu ára- tuga — mikilla umbrotatíma, sem enn eru í deiglunni, og víst er, að mannkynsagan hefði ekki þróazt eins og raun ber vitni frá 1940 ef Bretar hefðu tapað „orustunni um Bretland”. Aðeins einn íslendingur Þorsteinn Jóns- son, nú flugstjóri hjá Flugfélagi íslands, barðist með RAF, brezka flughernum á stríðsárunum. Hann var með 111. flugsveit- inni sem hafði m a. aðsetur á flugvöllunum í Northweald Kenley og Greavesend. Þekk- ir Þorsteinn marga þá menn, sem um getur í bókinni, og'er án efa sá íslendingur sem er kunnugastur þeim atburðum, sem þar er lýst. Þorsteinn hefur eftirfarandi um bókina að segja: Ég hafði mikla ánægju af því að lesa bók- ina sérstaklega vegna þess að ég þekkti per- sónulega marga af þeim mönnum, sem við sögu koma. Þó að ég sjálfur hafi ekki lokið orustuflugnámi fyrr en um það Ieyti er or- ustunni um Bretland var að ljúka. Flugsveit mín, 111. flugsveitin, kemur einnig víða við sögu. Frásögn bókarinnar er í öllum þeim atriðum, sem mér eru persónuleg^ kunnug, rétt. Það sem gerir bókina fróðlega og skemmt: lega til aflestrar er, að höfundurinn hefur haft aðgang að heimildum frá báðum stríðs- aðilum, og er ekki sízt fróðlegt að kynnast málum frá hlið Þjóðverja, viðbrögðum flug manna þeirra og okkar. Bókaútgáfan FIFILL FULLTRÚI JÓN AGNARS Opinber skrifstofa óskar að ráða fulltrúa til starfa FRÍMERKJAVERZLUN frá næstu áramótum. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri SiMI l/o-ol störf, sendist afgreiðslu blaðsins, fyrir 28. desem- kl. 7.30—8 e.h. ber n. k. merkt ,,fulltrúi 1967“. @níinental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálfvirku neglingarvél, veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nagla, ,undir bílinh nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum völ er á. GUMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innrcttingar bjóða upp á annað hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki.og borðplata sór- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðcinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af cldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerurrt yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn i tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og — — lækkið byggingakostnaðinn. HÚS & SKIP hf. LAUQAVKQI II • SIMI Slllf

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.