Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 5
5 MIBVIKUDAííUR 21. desember 1966 TÍMINN Otgefandl: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkviæimdastjdrl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur ' Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastraeti ?. Af- greiðsiusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, s6ni 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. f. Nýju fjárlögin t Eitt af seinustu verkum Alþingis fyrir þingfrestunina, var að afgreiða fjárlögin fyrir næsta ár. Sú afgreiðsla varð söguleg vegna þess, að aldrei áður hefur venð gert ráð fyrir jafn mikilli árlegri hækkun á álögum og út- gjöldum. . Það þótti sennilegt, að Gunnar Thoroddsen myndi um langan aldur verða methafinn í þessum efnum. f sein- ustu fjárlögum, sem voru afgreidd undir stjórn hans, fjárlögunum fyrir árið 1965, var gert ráð fyrir að rekstr- artekjurnar eða álögurnar hækkuðu um 833 millj. kr. frá því. sem var áætlað árið áður. Til þess að ná þessu marki var söluskatturinn stórhækkaður og margar álögur aðrar. Þrátt fyrir þetta varð tekjuhalli hjá ríkinu á árinu. þótt útflutningurinn yrði miklu meiri en nokkru sinni fyrr, og kauphækkanir og verðhækkanir miklar og það yki stórlega tekjur ríkisins af innflutningstollum, sölu- skatti og mörgu öðru. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1967 er gert ráð fyrir að rekstrartekjurnar eða álögunar verði 911 millj. kr. hærri en þær voru áætlaðar á þessu ári og má sú hækkun ekki minni vera ef mæta á ráðgerðum gjöldum á fjár- lögunum. Sagt er að þessar tekjur eigi að fást án nokkurra skattahækkana. Jafnframt er svo sagt, að ekki sé horfur á auknum útflutningstekjum, heldur jafnvel haldið fram hinu gagnstæða, þar sem verðlag á útflutn- ingsvörum fari fallandi- Þá er sagt, að verðlag og kaup- gjald eigi að haldast óbreytt og verður því engin aukning á tekjum ríkissjóðs af þessari ástæðu. Þegar þetta er athugað, hlýtur hverjum og einum að verða ljóst, að þessi tekjuáætlun fæst engan veginn stað- izt. Þes,si áætlun getur því aðeins staðizt, að síðar á árinu sé reiknað með gengisfellingu sem eykur tekjur ríkis- sjóðs, eða nýjum stórfelldum álögum. Þess er svo að gæta, að útilokað er að ráða fram úr vandamálum þorskveiðibátanna, togarþnna og frystihús- anna nema sérstakar fjáröflunarráðstafanir verði gerðar. Ekki er nema lítillega gert ráð fyrir þessu í fjárlögunum- Afgreiðsla fjárlaganna er þannig alveg út í hött. Hún er gerð í sama anda og verðstöðvunarlöggjöfin. Það er reynt að láta líta svo ut fyrir kosningar, að allt sé í stak asta lagi. Eftir kosningar kemur syndaflóðið. Það, sem nú þurfti að gera, var að leggja sýndar- mennskuna og blekkinguna til hliðar, taka málin föstum tökum og sýna fólki, hvert ástandið er. í staðinn er sýnd- armennskan og blekkingarstarfsemin aukin um allan helming. Fullkomnasta dæmið um það eru nýj fjárlögin. Yfirklór og veruleiki Menn veiítu því athygli, að í seinasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins andaði heldur köldu til Einars Olgeirs- sonar. Þ^eim, sem fylgzt hafa með málum seinustu árin, kom þetta hinsvegar ekki á óvart. Daginn áður hafði það x komið fyrir á Alþingi, að kommúnistar fengu eitt auka- atkvæði, þegar kosið var í nýbýlastjórn. Það bregzt ekki, að þegar makk forustumanna Sjálfstæðisflokksins og kommúnista stendur hæst, koma jafnan slíkar greinar um kommúnista 1 Mbl. Þeir, sem dæma meira eftir verkum en blaðaskrifum, eru löngu hættir að taka mark á skömmum Mbl. um kommúnista. Þeim er ekki ætlað annað en að breiða yfir makkið að tjaldabaki. ERLENT YFIRLIT Úttast Hanoi-stjðrnin Kínverja meira en Bandarikjamenn? Hindrar sá ótti hennar friðarsamninga í Vietnam? MÖRG áhrifamestu blöð Bandaríkjanna, eins og The New York Times og The Christ ian Science Monitor, hafa ein- dregið tekið undir það, að Bandaríkin noti vopnahléið, sem verður í Vietnam um jól- in, til þess að hætta loftárás- um á Norður-Vietnam, a. m. k. um nokkurra vikna skeið- Það hlé eigi svo ag nota til að vinna að friðarsamningum. í ritstjórnargrein, sem The Ihristian Science Monitor birti nýlega um þetta efni, var m. a. vikið að mótmælum þeirra, sem xæru andvígir þesesari til lögu. Þeir bentu m. a. á að Bandaríkin hefðu gert fimm vikna hlé á loftárásum síðastl. vetur, án þess, að það hefði haft nokkur áhrif á Hanoistjórn ina. Blaðið viðurkennir, að þetta sé rétt, en segir jafn- framt, að þetta hlé hafi ekki verið gagnslaust fyrir Banda ríkin. Það hafi sannfært fjölda manna víða um,heim um friðar vilja og friðarviðleitni Banda- -íkjanna. M. a. sé það samhljóða Uit kunnugra, að það hafi haft nikii áhrif á afstöðu Japana. ' Japan hafi áður ríkt mjög vax andi andúð gegn styrjaldar- rekstri Bandaríkjanna í Viet nam, en mikil breyting hafi orð ið á því eftir að Bandaríkin hættu loftárásum. f framhaldi af þessu bendir The Christian Science Monitor á, að stöðvun loftárásanna gætu haft svipuð áhrif nú á almenn ingsálitið. í heiminum. Þá væri það mjög líklegt ti'l að hafa heppileg áhrif á Rússa, ef loft árájunum væri hætt. Blaðið seg ist að vísu ekki vilja fullyrða, að Rússar séu komnir á rað stig, að þeir vilji hvetja Hanoistjórnina til friðarumleit ana. Hins vegar séu Rússar áreiðanlega að nálgast það stig. Það væri áreiða'hlega líklegt til ið flýta fyrir slíkri þróun, ef Bandaríkin hættu loftárásun- um. AF HALFU Bándaríkjastjórn ar hefur því verig haldið fram, að vegna hinnar neikvæðu und irtekta Hanoistjórnarinnar í fyrra, sé erfitt fyrir Bandarík- in ag hætta loftárásum að nýju, nema þau hafi tryggingu Eyrir því fyrirfram, að Hanoi- stjórnin endurgjaldi þetta á einhvern hátt með jákvæðum aðgerðum. Að öðrum kosti, kunni hún ag telja þetta veik leikamerki hjá Bandaríkjunum. Einn af kunnustu blaðamönn um Ba'ndaríkjanna, Josepto C. Harsch, hefur nýlega gyft þetta viðhorf Bandaríkjastjórnar að umtalsefni. Harsch segir í grein sinni, að samkvæmt áliti Averell Harri- manns, sem fylgist manna bezt með þessum málum, séu öll kommúnistaríkin í Evrópu þess nú fýsandi, að friður komist á í Vietnam. Bandaríkin geti því treyst á beinan og óbeinan ituðning þessara ríkja í friðar Ho Chi Minh viðleitni sinni. Vegna samkeppn innar við Kína, verði Sovétrík in hins vegar að fara að með mikilli gát og jafnvel að ihalda öðru fram opinberlega en þau meina undir niðri. í FRAMHALDI af þessu, skýrir Harsch frá því, að kom únistaríkin í Evrópu hafi öll sent fleiri sendinefndir til Han- oi að undanfömu til að kynna sér viðhorf stjómarinnar þar. Harsch'segir að niðurstaða þess ara athugana sé sú, að stjórnin í Hanoi sé ekki reiðubúin til samninga að svo stöddu. Það, sem mestu ræður þessari af- stöðu hennar, er óttinn ið Kína. Mestallur herstyrkur Norður-Vietnam er meira og minna tengdur við styrjaldar- átökin í Suður-Vietnam. Norður Vietnam stendur því alveg opið kínverskri árás. Kína hefur mik inn herstyrk við landamærin og Kína getur hernumið Norður- Vietnam á svipstundu hvenær, sem er. Það er óttinn við þetta, sem gerir Hanoistjórnina trega til allra samninga, nema hún hafi fyllztu tryggingu fyrir fram. Harsoh segir, að af þess- um ástæðum sé útilokað fyrir Mao Tse Tung stjórnina í Hanoi að lofa nokkr um tilslökunum fyrirfram gegn því, að Bandaríkin hætti loft- árásum á Norður-Vietnam. Frek ar verði hægt fyrir Hanoistjóm ina að slaka eitthvað til eftir að hlé hefur orðið á loftárás- unum um nokkurí; skeið. NIÐURSTAÐA Harsch er sú að í reyndinni óttist stjómin í Hanoi Kínverja meira en Bandaríkjamenn, þrátt fyrir all ar loftárásir þeirra. Friður ná ist ekki í Vietnam, nema menn geri sér ljósa þessa afstöðu Han oistjórarinnar og hina erfiðu samningsaðstöðu hennar. Hún geti ekki samið eða eigi a. m- k. mjög erfitt með að semja, nema henni takist að vekja ekki ofmikla tortryggni Kínverja. Þegar horft er til reynslu liðinna alda, verður þetta vissu lega skiljanlegt. Vietnamar hafa öldum saman átt meira og minna í höggi við hina fjöl- mennu og voldugu nábúa sína í norðri. Það er úr þeirri átt, sem þeim hefur jafnan verið ógnað, unz Frakkar komu til sögu á síðarihluta 19. aldarinn ar. Af þesum ástæðum stendur tiltrú Vietnama til Kínverja á völtum fótum. Margir þeirra, sem eru taldir þekkja bezt til mála, telja það eindreginn vilja Ho Chi Minh, aðalleiðtoga Norð ur-Vietnams, að Vietnam verði sem minnst háða Kínverjum, en íhlutun Bandaríkjanna í Viet- nam geri honum og stjórn hans hins vegar meira og meira háða Kínverjum. Heppilegasta lausn Vietnamdeilunnar sé þess vegna sú, að Bandarjkin dragi her sinn buríu, en komið verði á stjórn í Vietnam, sem geti orðið álíka óháð Kínverj- um og stjórn Títós í Júgóslavíu er óháð Rúsum. Líklegasti mað urinn til að koma slíkri skipan á sé Ho Chi Minh og því skipti miklu, að þetta komist í fram kvæmd meðan hans nýtur enn við, en hann er nú á áttræðis- aldri. Þ.Þ. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.