Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 1966 TIMINN MINNING Páll Sigurðsson verkfræðingur Páll Sigurðsson, rafmagns- eftirldtsstjóri rí'kisins, varð bráð- kvaddur á föstudagskvöldið var, 49 ára gamall, þar sem hann var staddur á heimili tengdaforeldra sinna. Ættingjar og vinir eiga á bak að sjá ljiúifu prúðmenni, sem yndi var að umgangasit, og þjóðin öll hæfum og menntuðum starfs- manni á miðjum aldri. Páll var fæddur á Vífilss'tiöðum 24. októher, sonur hinna lands- Jkunnu merlkii'shjóna Sigurðar Magnússonar, yfirlæknis, og pró- fessors og Sigríðar Jónsdóttur, sem lengi var virkur leiðtogi í 'félagsmálum kvenna. Iíann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og tók þaðan stúdentspróf 1935, að- eins 17 ára gamall, enda fróbær námsmaður. Lagði hann síðan stund á rafmagnsverkfræði við tækniháskólaim í Kaupmanna- höfn og lauk prófi þaðan í janú- ar 1943. Heim kominn frá námi starfaði hann um skeið hjá Raf- magnseftirliti ríkisins, en þegar stjórn raiforícumálanna var endur- skipulögð 1947, gerðist hann yfir- verkfræðingur áætilunardeildar Raforkumólasitjórnarinmar og gegndi þeirri stöðu um sjö ára skeið. Á þeim árum voru unnir og undirbúnir ýmsir merkir á- fangar í rafvæðingu landsins. Það var hlutverk Páls að standa fyrir áætlanagerð og undirbúningi að lagningu almenningsveitna og byggingu rafstöðva og einnig hafði hann á hendi umsjón með sumum þessara framkvæmda. Þann, sem þessar linur skrifar, skortir þekkingu í einstökum at- riðum á stönfum Páls á þessu sviði til þess að geta metáð til fulls þátt hans í þeim miklu fram- förum, sem orðið hafa í ■ raforku- málum á undanförnum tveim ára- tugum, en vafalaust hefur hann ekki verið lítill. Þessi störf áttu vel við hæfileika hans og þekk- ingu og tnálega var honum ekki $neð öllu ljúft að láta af þeim, en það gerði hann 1954, þegar stéttarfélag hans átti í deilum vi^ ríkisvaldið, enda hafði það verið ólíkt þonum að skerast úr leik félaga sinna, þó það kostaði nokkra fórn. Síðan starfaði hann um skeið sem verkfræðingur á Keflavíkur- flugvelli, en á árunum 1956—61 var hann aftur hjá Raforkumála- stjórninni, þá sem deildarstjóri innkaupa- og birgðadeildar Raf- magnsveitna ríkisins. í ársbyrjun 1965 fékk Pál'l veit- ingu fyrir embætti rafmagnseftir-; litsstjóra ríkisins og hafði þá aft-| ur fengið starf þar sem hæfileik- ar hans gátu notið sin til fulls. Hann hugði líka gott til þessa mik ilvæga starfs og hefur þau tæp tvö ár, sem hann fékk að sinna því, unnið að miklu kappi að und- 'irbúningi margvíslegra umbóta, 'sem hann hafði á prjónunum. Páll var fjölhæfur gáfumaður. (Hann var allra manna fljótastur >að átta sig, en hafði tamið sér tryfja hvert mál til mergjar •al alúð og vandvirkni. Eftir hann 'liagja nokkrar ritgerðir um fag- 'leg efni. Árið 1948 kvæntist Páil Önnu iSoffíu Steindórsdóttur (Gunnlaugs sonar. lögfræðings). Þau eignuð- ust tvo syni: Sigurð, sem nú er 14 ára og Gunnlaug Þór, 9 ára. Voru þau hjónin samhent um að búa sér og drengjunum faliegt heimili, sem einkenndist af fáguð- um smekk þeirra beggja. Páll Sigurðsson var glæsilegur maður, mikill vexti, fríður og karlmannlegur. Hann var einstakt prúðmenni og ákaflega nærgæt- inn við aMa, sem hann umgekkst, ■hæglátur og laus við framhleypni, en drenglundaður og hjálpfús, þegar á lá, og vildi allra vanda leysa. En undir fáguðu yfirborði átti hahn ríka og viðkvæma lund, sem mótaðist mjög af sterkri réttlætiskennd. Það var helzt, ef henni var misboðið, að hann heyrðist hækka róminn. Hann var heiisteyptur maður, sem mat menn og málefni að verðleikum, en var frábitinn grunnfærni og sýndarmennsku. Póll var glaðlyndur og skemmti legur félagi. Sá, sem þetta skrif- ar, minnist og þakkar nána vin- áttu, sem hófst á námsárunum í Iíöfn og efldist í nábýli undan- farin 15 ár. Á hann hefur engan skugga borið í meir en aidar- fjórðung. Vinálta hans var hávaða laus og traust eins og hann var sjóllfur. í raðhúsunum við litlu götuna við Snekkjuvog býr samvalinn kunningjahópur. Þar hefur oft ríkt glaumur og gleði. Nú ríkir þar hljóðiát sorg í hverju húsi, þegar einn húsbændanna er svo óvænt kvaddur. í vinahópnum er skarð fyrir skildi, sem aldrei verð- ur fyllt, en minningamar um ijúf- an og góðan dreng munu jafnan yija. Með Önnu Soffíu og drengjun- um hemnar tveim er einlæg sam- úð vina og nágranna, sefn óska þeim styrks til að bera mikla sorg sína unz tíminn um síðir græðir hin dýpstu sár. Helgi Bergs. Bótagreiðslur almanna- trygginganna í Reykjavík Bótagreiðslum almannatrygginga í Reykjavík lýk- ur á þessu ári á hádegi á aðfangadag og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiSslutíma bóta í januar. s TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. LOKAÐ Skrifstofur Rafmagnseftirlits ríkisins verða lokað- ar miðvikudaginn 21. þ.m. vegna jarðarfarar Páls Sigurðssonar rafmagnseftirlitsstjóra. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Þórhallur BaUviussou Sólarhóli Seltjarnamesi I dag er gerð frá Fossvogskirkju útför Þórhalls Baldvinssonar fra Sólarhóli á Seltjarnarnesi. áður bónda að Nesi í Aðaldal, er lézt að Hrafnistu miðvikud. 14. desem ber 77 ára að aldri Þegar Þór hallur var sjötugur skrifaði ég grein um hann hér í blaðið og styðst ég við að nokkru. Þórhallur var fæddur 21, maí 1889 að Núpum i Aðaldal. Foreldr ar hans voru hjónin Bjidvin Þor grimsson bóndi þar, síðar lengi bóndi í Nesi og Halldóra Þórarins dóttir. Baldvin var sonur Þorgríms bónda í Nesi, Pétursson-ar bónda á Stórulaugum. Jónssonar bónda á Hólmavaði, Magnússonar bónda þar Jónssonar. Frá Magnúsi er kölluð Hólmavaðsætt. I-Ialidóra kona Baldvins var dóttir Þórarins bónda á Landamóti í Kinn og sið ar á Núpum, Halldórssonar bónda og stúdents á Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði, Sigurðssonar prests á Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar iög. réttumanns í Sigluvík Hallgríms sonar af Svalbarðsætt. Þórhallur fluttist með foreldr- um sinum að Nesi 13 ára og ólst þar upp síðan. Hann íór til náms að Hvanneyri 1911 og útskrifaðist þaðan 1913. Á Hvanneyri kynntist Þórhallur konu sinni Pálínu Steina dóttur frá Narfástöðum í Mela- sveit. Pálína Sigríður var fædö 24. febr. 1891 á Katanesi a Hvalíjaið arströnd. Foreldrar hennar voru Steini Björn bóndi þar og síðar á Narfastöðum í Melasveit Arn-órs son bónda að Þrándarsióðurn i Kjós, Björnssonar bónda á V7alda stöðum Gíslasonar, og kona hans Steinunn Sigurðardóttir oónda að Árdal í Andakíl Sigurðssonar. Þórhallur og Pálína giftust 1. ágúst 1915. Settust þau að í Nesi fyrst í húsmennsku, en íengu síð an þart af jörðinni á mót’ föður hans er Þorgrímui afi hans hætti búskap. Þar bjuggu þau síðan til 1922 að þau urðu að hætta bú- skap sökum vanheilsu Þórhalis. Fluttust þau þá á brott úr ættar sveit hans til Borgarfja-ðar með tvö börn í æsku, Lilju og Halidór en elzta barn sitt höfðu þau misst nýfætt- Þórhallur og Pálína voru fyrstu árin á Narfastöðum hjá fóiki 1 Pálínu, en fluttist til Akraness ár- ið 1925 Þar eignuðust þau fjórða barnið, stúlku er dó á fyrsta áii. Á Akranesi áttu þau siðan huinuli i tæpan aldarfjórðung, eða til 1949 að þau fluttust að Sjonarhóli á Seltjarnarnesi er vai heimili þeirra lengst af síðan. A Akranesi stundaði Þórhallur ýmsa vinnu. eftir því sem heilsa og aðstæður leyfðu og eins fyrstu a. beir a á Sólarhóli. Börn Þórhalls og Pálínu er upp komust voru tvö, bæði fædd í Nesi. Lilja Guðrún, átti Níels B- Finsen bókhaldara á Akranesi, son Ólafs læknis Finsen. Lilja dó 17. sept. 1946 29 ára að Jdri væn kona og vel látin. Einkasonur þeirra er Björn við nám við há- skólann í Edinborg. Annað oarn Þórhalls og Pálínu er Handór strætisvagnstjóri í Reykjavík kvæntur Þórunni Meyvaptsdottu; umsjónarmanns Sigurðssonar Börn þeirra eru fjögur á lífi Þór hallur Páll og Már Elías. báðir kvæntir, Lilja Hjördís og S.igur- björn Frímann. Þórhallur var greindur maður. Iíann var hinn mesti æringi á unga aldri með spaug á reiðum höndum og eftirhermur bar- lengi á því í fari hans þeg- ar bjart var í hugskotinu og var þá fráságnargleði hans rnikil Gaman hafið hann af kveðskap og kastaði oft fram stöku. Pálína var skörp að greind og athöfn allri orðfær vel og létt í lund og vel hagmælt. Var hún manni sinum mikill styrkur í langvinnri og j og erfiðri vanheilsu. Pálína and- j aðist 21 ágúst 1960. Voru þau þá í að mestu flutt til Halídórs sonar I síns að Eiði við Nesveg. Þórhalli | var það mikill missii og fór þá ! að halla undan fæti með heilsu • hans. Var hann ívrst eftir fráfali konu sinnar landdvölum hjá tengda- og kunningjafólki upp í Borgarfirði, en nafði annars at- hvanf og umönnun hjá Halldóri syni sínum og Þórunni k jnu hans á Eiði, þótt lengst af teldi hann heimili sitt að Sólarhóii. sem er þar í næsta nágrenni. Sumarið 1965 fékk Þórhallur snert af heilablæðingu. Fór hann þá á hjúkrunardeild Hrafnistu og dvaldist þar síðan. Hafði hann nokkra heilsu framan af en á síð astliðnu sumri fór heilsu hans hrakandi og lézt hann að kvöldi þess 14. þ. m. eins og áður getur. Lífið á marga tilbrevtni ijós og skugga. eftirlæti og erfiðleika, og er þar mest um vert hvernig við metum það og mætum því. Þór- halli frænda mínum var lífið um margt erfitt. Síðustu árin allmörg á Sólarhóli og Eiði' í námunda og síðar í sambúð vi'ð Ilalldór einka TIL JÓLAGJAFA DÖMU snyrtivörur Dorothy Gray. , HERRAsnyrtivörur Old Spice Ilmvötn í úrvali. INGÓLFS APÓTEK TIL SÖLU Lítil íbúð í timburhúsi í miðbænum. íbúðin er 3 herb. og eldhús, ný stand- j sett og laus strax tii íbúðar. Verð kr. 590.000,00. Sanngjörn útborgun, sem má koma í tvennu eða þrennu lagi. Hér er gott tækifæri til að eignast góða íbúð með hag- stæðum kjörum. Fasteignaskrifstofa Guðm. Þorsteinssonar, Austurstræti 20 sími 19545 HÖGNI JÓNSSON, Lögfræði- og fasteignastofa Skólavörðustig 16, sími 13036 heima 17739. Jón Grétar Siourðsson héraðsdómslögmaður Austurstræti 6- 18783. son sinn og fjölskyldu hans, veitru hpnum marga sólskinsstund og gerðu honum lífið léttara Vertu sæll og blessaður og guð og gæfan fylgi þér á ókunnum leiðum að nýjum Sólarhóii. Indriði Indriðason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.