Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 1966
TÍMIMM
Þorpsbúarnir voru sífellt að
mæta honum á götum og í trjá-
göngum þar sem hann gekk með
hendur í vösum, stanzaði endrum
og eins og starði á hús og veg-
farendur.
Hann gat ekki neitað sér um
annað vínglas áður en hann fór
til ráðhússins. Mennirnir fjórir
sátu enn að spilum og Louis sat
klofvega á stól og horfði á.
Sólin skedn á tröppur ráðhúss-
ins og þegar hann leit inn gang-
inn sá hann húfur tveggja lög-
regluiþjóna í bakgarðinum, þeir
hiutu að vera að leita að skothylk
inu.
Gduggar skólastjórabústaðarins
voru lokaðir. Hann ^á raðir af
barnahöfðum í gegnum gluggana
á kennslustofunni.
Hann kom að lögreglustjóran-
um þar sem hann var að gera at-
hugasemdir með rauðum blýanti
á skýrslu einhvers vitnisins.
— Komið inn, lögregluforingi.
Ég er búinn að tala við rannsókn-
ardómarann. Hann yfirheyrði Gast
in í morgun.
— Hvernig liður honum?
— Eins og manni, sem hefur
eytt fyrstu nóttinni í fangelsL
Honum var mjög annt um að vita,
hvort þér væruð hér enmþá.
—■ Hann heldur fast við neit-
un sína, býzt ég við?
— Fastar en nokkru sinmi fyrr.
— Hefur hann komið fram með
nokkra kenningu?
— Hann heldur ekki að neinn
hafi ætlað sér að drepa gömlu kon
una. Hann telur líklegra að um
greeskulaust gaman hafi verið að
ræða, gaman sem varð alvara.
Fóikið gerði oft svona grikk.
— Léonie Birard?
— Já. Ekki bara börnin, held-
ur líka hinir fullorðnu. Þér vitið
hvernig það $r þegar öllum þorps
búum verður illa við einhvern.
Hvenær sem köttur drapst heniti
einhver honum inn í garðinn hjá
henni, jafnvel inn um gluggann.
Fyrir nokkrum vikum síðan klíndi
einhver mykju á dyrnar hjá henni.
Skólastjórinn heldur að einhver
hafi hleypt af skotinu til að hræða
hana, eða gera hana reiða.
— Hvað um verkfæraskýlið?
— Hann heldur ennþá fast við
það, að hann hafi ekki stigið fæti
þar inn fyrir dyr á þriðjudag-
inn.
— Hann hefur ekki farið að
hlúa að gróðrinum í garðinum sín
um á þriðjudagsmorgun, áður en
skólinn byrjaði?
— Ekki á þriðjudaginn, en
hann gerði það á mámudaginn.
Hann fer á fætur klukkan sex á
hverjum morgni, það er eini tím-
inn sem hann hefur fyrir sjálfan
sig. Fóruð þér að hitta Sellier
drenginn? Hivað haldið þér um
'hann?
— Hann svaraði spumingum
mínum án þess að hika.
— Minum líka, án þess að verða í
mótsögn við sjálfan sig svo mikið
sem einu sinni. Ég yfirheyrði hina
drengina, þeir segja allir að hann
hafi ekki farið út úr stofunni eftir
hléið. Ef þetta hefði verið lýgi,
býzt ég við að einhver þeirra
hefði komið upp um það.
— Það er líklegt. Er vitað hver
erfir hana?
— Erfðaskráin hefur enn ekki
fundizt. Allar líkur benda til, að
frú Sellier munu hljóta hnossið.
— Genguð þér úr skugga um
hvar maður hennar var á þriðju-
dagsmorgun?
— Hann var önnum kafinn við
vinnu sína.
— Eru einhver vitni að þvi?
— Konan hans, til að byrja með
(Svo er það Mardhandon, járn-
smiðurinn, hann fór yfir um til að
tala við hann.
— Klukkan hvað var það?
— Hann veit það ekki nákvæm-
lega. Fyrir klukkan ellefu, segir
hann. Eftir því sem hann segir,
töluðu þeir saman í a.m.k. fimm-
tán mínútur. En það sannar auð-
vitað ekki neitt
Hann blaðaði í skjölum sínum.
— Einkum þar sem Sellier
drengurinn segir að smiðjuaflinn
hafi verið í gangi þegar skólastjór
inn fór út úr stofunni.
— Svo að faðir hans hefði 0et-
að farið í burtu?
— Já, en gleymið ekki að allir
þekkja hann. Hann hefði orðið
að fara yfir torgið og inn í garð-
ana. Ef hann hefði haldið á riffli
hefðu allir tekið enn betur eftir
honum.
— En það er ekki víst að þeir
myndu segja frá því.
f raun og veru var ekki hægt
að reiða sig á neitt, það var engin
traust undirstaða, nema tveir and-
stæðir vitnisburðir: annar frá Mar
œl Sellier, sem sagði að hann
hefði séð Gastin koma út úr verk-
færageymslunni, og hinn frá Gast-
in sjálfum, sem sór og sárt við
lagði að hann hefði ekki stigið
íæti sínum inn í geymsluna þenn
an dag.
Allir þessir atburðir höfðu gerzt
nýlega. Allir íbúamir höfðu verið
yfirheyrðir að kvöldi sama dags
þriðjudags, og yfirtoeyrslan hafði
haldið áfram á miðvikudeginum.
Þedr höfðu ekki haft neinn tíma til
að gleyma.
Hvers vegna ætti skólastjórinn
áð ljúga, ef hann hefði hleypt af
skotinu? Og umfram allt, hvaða
ástæðu hafði hann til að drepa
Léonie Birard?
Marcel Sellier hafði heldur enga
ástæðu til að spinna upp söguna
um verkfærageymsluna.
Hvað Théo leið, hélt hann því
fram, á sinn spottandi hátt, að
hann hefði heyrt skot, en ekki
séð neitt.
Hafði hann verið í garðinum
sínum? Hafði hann verið í vínkjall
aranum. Það var ómögulegt að
reiða sig á tímasetningu nokkurs
þeirra, því að tíminn hefur ekki
mikið að segja í sveitinni, nema
þegar um máltíðir er að ræða. Mai
gret var heldur ekki trúaður á
fullyrðingar um að þessi og þessi
maður hefði gengið eftir göt-
unni á þessum og þessum tíma.
Þegar maður er vanur að sjá fólk
mörgum sinnum á dag á sömu
kunnuglegu stöðunum, hættir mað
ur að taka eftir því og á það til
að rugla saman tveim fundum og
segja, að eimhver sérstakur at-
burður hafi átt sér stað á þriðju-
dag, þegar hann gerðist raunveru-
lega á mánudag.
Honum varð heitt af víninu.
— Hvenær verður jarðarförin?
—íKlukkan níu. Allir verða þar.
Það er ekki á hverjum degi, sem
fólkið hefur þá ánægju að jarða
nöldurskjóðu þorpsins. Hefur yð
ur dottið nokkuð í hug?
Maigret hristi höfuðið, hélt
áfram að ráfa um herbergið og
fikta við rifflana og kúlumar.
— Sögðuð þér ekki, að læknir
inn væri ekki viss um á hvaða
táma hún var drepin?
— Hann segir, að það hafi ver-
ið eimhvern tíma millld klukkan
táu og ellefu um morgurinn.
— Svo að ef Sellier drengurinn
hefði ekki komið með vitnisburð
sinn...
Þeir rákust alltaf á þetta sama.
Og í hvert sinn hafði Maigret það
á tilfinningunni, að sannle;kurinn
hefði svikið hann aftur, að hann
hefði andartak verið kominn á
fremsta Munn með að uppgötva
hann.
Hann hafði engan áhuga á Léon
ie Birard. Hvað kom það honum
við, hvort einhver hafði ætlað að
drepa hana, eða aðeins hræða hana
eða hvort það var slys að kúlan
fór í gegnum vinstra auga hennar?
Það var Gastin, sem kom hon-
um í uppnám, og þar af leiðandi
framburður Sellierdrengsins.
Hann gekk út á skólalóðina og
var kominn hálfa leið, þegar börn
in fóru að ryðjast út úr skólanum
af meiri rósemd en í hléinu, og
lögðu af stað að hliðinu í litlum
hópum. Það var hægt að greina
bræður og systur meðai þeirra.
Stóru stúlkurnar leiddu yngri börn
in við hönd sér, og sum þeirra
áttu nær tveggja mílna leið fyrir
höndum.
Aðeins einn drengur heilsaði
honum, fyrir utan Marcei Sellier,
sem bar höndina kurteislega upp
að húfunni. Hin börnin gengu
kurteislega fram hjá honum og
horfðu á hann forvitnum augum.
Kennarinn stóð í dyrunum. Mai-
gret gekk til hans, ungi maður-
inn vék til hliðar, svo að hann
kæmist inn og stamaði:
— Vilduð þér tala við mig?
Auglýsið í TIIVlA^NljlV!
DOROTHY GRAY
SNYRTIVÖRUR
TIL
JÓLAGJAFA
INGÓLFSAPÓTEK
PIERPOINT
Kven og karlmannsúr
í miklu úrvali.
Nýjustu gerðir.
Ársábyrgð.
Magnús E. Baldvinsson
úrsmiður Laugaveg 12 — Sími 22804.
Hafnargötu 49, Keflavík.
— Kaupið úrin hjá úrsmið
Miðvikudagur 21. desember.
7-00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp. 13 1R '"""""r
Tónleikar.
14.40 Við,
sem heima
sitjum. H. Kalman les söguua
,,Upp við fossa eftir Þorgils
gjallanda (26) 1500 Miðiegis
útv. 16-00 Síðdegisútvarp 16
40 Sögur og söngur 17 00 Frétt
ir. 17.20 Tilkynningar. 18 55
Dagskrá kvöldsins og veðyr-
fregnir. 19.00 Fréttir 19.20 Til
kynningar 19.30 Daalegt mál.
Árni Böðvarsson flytur þáttinn.
19.35 Tækni og vísindi. Páll
Theódórsson eðlisfræðingur tal
ar. 19.50 Einsöngur Norska
söngkonan Aase Nordmo Löv-
berg syn»ur 20.15 Undur lífs
ins í ríki dauðans Erindi þýtt
og endursagt af Jóni H Guð-
mundssyni skólastjóra. 21 30
Einsöngur: Boris Gmyra syngur.
22.00 Kvöldsagan: .Jólastjarn-
an“ eftir P S. Buck Amheiður
Sigurðardóttir magister les
fyrsta lestur af þremur í eigin
þýðingu. 22.20 Harmonikuþátt
ur. Pétur Jónsson kynnir 22.50
Frétttr í stuttu máii íslenzk tón
list. 23.25 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 22. des
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.15 Á frívokt-
inhi 14.40
Við, sem
heima sitjum
15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Sið
degisútvarp 16-40 Tónlistar-
tími barnanna 17.00 Fréttir 17.
20 Tilkynningar 18.55 Dagskrá
kvöldsins og veðurf egiúr. 19.
00 Fréttir 19.20 Tilkvnnin"ar.
19.30 Daglegt mál. 19.35 Efst
á baugi 20.05 E öngur i út-
varpssal: Ólafur Þ. Jónsson
syngur. 20.30 Útvarpssavan:
„Trýðárnir“ Magnús Kiartans
sno ritstj. les (5) 21.00 Fréttir
Og veðurfregnir. 21 30 Strengja
kvartett i g-motl eftir Galu-pi
21.45 Lestur úr nýjum bókum
'1? 25 Pósthólf 120 Guðmundur
Jónsson les bréf frá hlusr°nd
um og svarar þeim. 22.45 Tón
list eftir G. Gersbwin. 22.55
Fréttir í stuttu máli. Að tafli.
23.35 Dagskrárlok.
Kl