Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 14
JOLAMATUR: Hangikjöt: Frampartar Úrbeinaðar hangirúllur Svínakjöt: Steiknr Kótelettur Hamborgara- hryggur Léttreykt læri. TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 21. desember 1966 Happdrætti Fram- sóknarflokksins Framsóknarfélögin í Kópavogi vilja vinsamlegast minna á Happ- drætti Framsóknarflokksins. Þau hafa tekið að sér dreifingu og inn heimtu í Kópavogskaupstað. Nú eru örfáir dagar þar til dregið verður. Vinsamlegast komið og gerið skil að Neðstutröð 4. Kópavogi. Op ið frá kl. 5—10 dag hvern fram til jóla. Sími 41590. Framsóknarfélögin. JACKIE Framtoalts af bls. 1. kveðinn upp dómur í máli þessu. Reston segir í grein sinni, að Jackie Kennedy hafi einungis eitt í huga með því að reyna að stöðva útgáfu bókarinnar, og það sé að viðhalda „glansmyndinni" af eig- inmanni hennar. — í Washington telja allir nú, ef ti'l vill í fyrsta sinn, að Jackie hafi orðið á mistök, — skrifar Rest on, — en það er einfaldlega eng- inn, sem þorir að segja það, ekki einu sinni Robert Kennedy. sem einnig hefði helzt kosið, að Jackie hefði ekki gert tilraun til þess að reyna að stöðva útgáfu bókarinnar. Robert notar sjálfur Kennedy-goð sögnina. Hann reynir líka að kom ast með aðstoð hennar inn í Hvíta húsið. Kjarni málsins er. að Ro- bert Kennedy horfir fram á við, en Jackie einungis til baka. Reston lýkur grein sinni með því að skrifa, að Jacqueline Kenne- dy þurfi ekki að hafa áhyggjur af því, hvað Johnson forseti hugsi um bókina. Johnson á að hafa les ið þá kafla hennar, sem um hann fjalla, og honum likar ekki vel við þá, en Reston telur, að Johnson geti ekki orðið óvinsælli en hann er nú þegar, og skipti þetta atriði litlu máli. The New York Times birtir á sunnudaginn viðtöl við tvo menn ,.í bókaiðnaðinum", sem hafi lesið bók Manehesters. og hefur eftir þeim, hvemig bókin fjallar bæði um Johnson forseta og frú Kenne dy morðdaginn. Nöfn þeirra eru ekki birt. Er sagt, að bókin lýsi þvi, að fyr irlitningin á Johnson meðan hann var varaforseti, hafi verið svo mik il að vissir menn Kenedys hefðu til og með neitað að aka i sama bíl og hann í bílalestinni í Dallas hinn örlagaríka nóvemberdag. þeg- ar morðið var framið Um frú Kennedy á að vera skrif að, að hún hafi verið utan við sig af sorg, móðursjúk og stundum tryllingsleg. Er sagt, að því sé lýst, að hún hafi barizt við hjúkrun arkonu, sem ekki vildi hleypa henni inn í sjúkraherbergið, þar sem h'k forsetans lá í Dallas, þar til læknir að lokum fyrirskipaði hjúkrunarkonunni að hleypa henni inn. Samkv. heimildarmönnum NYT skýrir bókin frá ýmsum leið- inlegum atvikum ,sem gerðust eft ir morðið í Dallas. Átök á milli Kennedy-liðsins og Johnson-manna áttu sér stað til og með áður en flugvélin fór frá Dallas, þótt Johnsoin reyndi að vera fullur samúðar við frú Kenne dy. Chester B. Clifton, ráðgjafi Kennedys forseta og síðar John- sons, reyndi að gefa flugmannin- um skipun um að hefja sig til flugs. Aðrir voru á móti því. Að lokum sagði einhver við Johnson: — Heyrðu. Kennedy er ekki for- seti lengur. Meðan á fluginu stóð, gekk hátt settur aðstoðanmaðiur Kennedys fraim eftir flugvélinni — en hann hafðist við aftur í vélinni eins og annað KennedyJið — vék sér að blaðamanni þar og sagði: — Gættu þess að skrifa, að við vorum aftur í vélinni við hlið forseta okkar, en ekki hér fram í hjá honum fþ.e. Johnson)). Þó mun bókin skýra frá þvi, að spennan milli hópanna tveggja hafi verið mest, þegar Johnson hafi verið að hringja í allar áttir til þess að fá nákvæmar upplýs- ingar um, hvernig og hvar hann ætti að taka eiðá forseta. íen aðrir jarðskjálftar, sem orð- Einn ofangreindra heimildar-1 ið hafa í Kaliforníu. manna segir: — ,,Maður fær á til Hins vegar væri vitað, að smá- finninguna við lesturinn, að John-! jarðskjálfti getur orsakað eldgos ÞAKKARAVÖRP Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum nær og fjær, sem sýnduð mér vináttu og tryggð með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmælisdegi mínum 19. okt. síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Lilja Jóhannsdóttir, son hafi viljað nota Jackie að vissu leyti, af því að hann vildi hafa hana á myndinni af eiðtökunni. LBJ óttaðist hugsanlegt samsæri og vildi komast út úr Dallas. Hann var hræddur um árás Rússa. Hann var frekar hranalegur. Hann vildi fá það staðfest strax, að hann væri forseti.” Kennedy-liðið mun hafa litið á þetta þannig, að Johnson, sem hafði óskað sér forsetaembættið væri nú að hrifsa það til sín í miklum flýti um leið og tækifæri gafst. Heimildamennirnir herma, að í handritinu sé sagt, að þessi spenna hafi aðallega byggzt á því, að Kennedy-liðið hafi ásakað John- son fyrir að hafa fengið Kennedy forseta til Dallas Töldu þeir, að leiðtogi þeirra, John Kennedy, hefði farið til Texas til þess að hjálpa Johnson við að jafna deil- ur, sem hann hefði sjálfur átt að geta ráðið við. Heimildarmennimir hafa ekki sama álit á bókinni. Annar segir, að hér sé um eina beztu blaða- mennsku að ræða, sem hann viti um, en hinn segir, að hún sé að- eins Kennedy-hlig málsins. KEÐJUSPRENGINGAR Framtoals af bls. 1. á ferðinni keðjuverkun, sem smám saman væri að byggja upp spennuástand, sem gæti orðið hættulegt. Undanfarin 10 ár hefðu orðið óvenjumargir og miklir jarðskjálft ar á Miðjarðarhafssvæðinu. Jarð skorpan væri alltaf á hreyfingu og með þeim hægfara hreyfing um gæti myndast spennuástand, sem orsakaði það að bergið brysti skyndilega á einhverjum stað. Gæti það tekið áratugi fyrir jarð skorpuna að jafna sig eftir það. Slíkt skeði ekki nerna eftir jarð skjálfta með jöfnu tímabili, þann ig að keðja af kjarnorkusprenging um, sem væru þó orðnar þetta sterkar, allt að eitt megatonn, gæti hæglega myndað slíka spennu í jarðskorpunni, ag síðar yrði e.tv. stór jarðskjálfti á þeim slóðum og væri þetta hættulegast í námunda við stórar jarðsprungur, eins og áðumefnda sprungu meðfrem vesturströnd Bandaríkj anna og Atlantshafssprunguna. Ekki sagðist Júlíusi vera kunn ugt um að hægt hefði verig að rekja beint orsakasamband milli einstakrar kjamorkusprengju og jarðskjálfta, en hins vegar væri ekkert því tH fyrirstöðu að þama I ■> e,B verið * mHll. Á J*; ? hvar sem væri á áðurnefndum sprungum og öfugt, þ.e. eldgos valdið jarðskjálfta seinna meir. Hættan væri mest við sprungu- svæðin, sem raunar væru um alla jörðina og væru sprungumar kort lagðar. Væri hættan þvi mest frá kjarn orkusprengingum, sem sprengdar væm í námunda við sprungurnar. Frásögn NTB-Fréttastofunnar af sprengingunni í dag var svo- hljóðandi: Bandaríkjamenn framkvæmdu síðdegis í dag eina kraftmestu kjarnorkusprengingu neðan jarð- ar, sem dæmi em um í Banda- ríkjunum. Var þá sprengd á til- raunasvæðinu í Nevada-eyðimörk inni kjamorkusprengja, sem að styrkleika var milli 10 og 50 sinn- um öflugri en sprengjan, sem varp að var á Hiroshima í Japan árið 1945. Sprengingin var framkvæmd 1230 metra undir yfirborði jarð ar, um 135 km. norð-vestur af Las Vegas. Ekki var nákvæmlega gefið upp hversu öflug sprengjan var, ' en sagt, að hún hefði verið af „með- alstyrkleika," sem svarar til mill 200 þúsund og milljón lestum af TNT-sprengiefni. Hiroshima sprengjan svaraði til um 20 þús- und lestum af TNT. Ekki var gefið upp, hvers kon- ar sprengjuhleðsla var notuð, en í sumum heimildum segir, að um hydrogen-sprengju hafi verið að ræða. Sprengingin átti sér stað um kl. hálf þrjú í dag að íslenzkum tíma og í Las Vegas urðu menn hennar varir um 30 sekúndum síð- ar. Ljósakrónur hristust lítilshátt- ar í spilavítum borgarinnar og meira en ein mínúta leið þangað til áhrifa sprengingarinnar hætti að gæta. Neðanjarðarbyrginu, þar sem sprengingin var framkvæmd, var rambyggilega lokað með fleiri lestum af sandi, möl og stein- steypu, til að koma í veg fyrir, að geislavirk efni síuðust út. Neðanjarðarsprengingar eru einu kjarnorkusprengjutilraun- imar, sem leyfilegar em sam- bvæmt Moskvusáttmálanum frá 1963, um takmarkað bann við kj arnorkutilraunum. Síðdegis í dag var tOkynnt, að umrædd sprenging hafi verið fram fevæmd í hemaðarlegum tilgangi. var hún 34. tilraunin, sem fram fevæmd var á þessu ári, og eins og áður segir sú langöflugasta. Útför eiginmanns míns og föSur okkar Páls Sigurðssonar rafmagnseftirlitsstióra, fer fram frá Dómkirkjunni miSvikudaginn 21. þ. m. kl. 10,30 ár- degis. Anna Soffía Sfeindórsdóttir, Sigurður Pálsson, Gunnlaugur Þór Pálsson. Hjartkær eiginmaður mlnn Jóhann Kristjánsson, húsasmíðameistari, Auðarstræti 17, andaðist á Borgarspítalanum þann 18. þ. m. Fyrir hönd vandamanna Kristrún Guðmundsdóttir Þökkum innilega vinarhug við andlát og útför Kristínar Guðmundsdóttur frá Bildsey Sigríður Eggertsdóttir, Eggert Pétursson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Gunnar Eggertsson, Þuríður Eggertsdóttir, Magnús Frímannsson, Margrét Eggertsdóttir, og barnabörn. sama hátt og smærrf jarðskjálftar gætu orsakað stóran jarðskjálfta selnma meir, gætu margar spreng ingar haft sömu áhrif. Júlíus sagðl, ag sprengja, sem j væri ekki meira en eitt kílótonn J ylH jarðskjálfta, sem á Richter- j skala værl talinn hafa styrkleik! ann 5.4 og væri slíkux styrkleiki j skráður sem jarðskjálfti, og myndu i menn geta skynjað þær jarðhrær ingar. Þegar sprengja væri orð in eitt megatonn myndi hún því valda miklum jarðskjálfta, sem ef mældur væri, myndi reynast lítið eitt minni en jarðskjálftínn í Skagafirði árið 1963. Þá sagði Júlíus, að Surtsey væri of langt í burtu til þess, að bein- línis væri hægt að kenna kjarn orkusprengingum um jarðhrær- ingamar þar. Jarpskjálftar dofnuðu svo fljótt í jarðlögunum, að yfirleitt gætti þeirra ekki nema á svona um 100 ferkílómetra svæði í kringum jarð skjálítamiðjuna. Hæpið taldi hann, að spreng- ingar í Nevadaeyðimörkinni gætu haft áhrif hér á landi, ekki frekar ástæður lægju þar að baki, s.s. að innflytjendur hirtu t.d. ekki um að sœkja varahliuti, sem þeir hafa pantað en verið bún- ir að fá fljótar eftir öðrum leiðum. Sumir hafa hætt verzl- un þegar varan kemur, og enn aðrir fá vöru eftir að sölutími herjnar er útrunninn, svo sem síðbúinn jólavamingur. Varningurinn sem boðinn var upp í dag er allur frá fyrra ári, enda má ekki bjóða varn- ing upp fyrr en að ári liðnu frá hingaðkomu. Vörurnar eru ekki afhentar nema gegn stað- greiðslu, og virtist það ekki hamla þeim kaupendum sem voru á uppboðunum í gær og í dag. Mikil fjölibreytni var í vörutegundum sem boðnar voru upp — bílar, allskyns véla varahlutir, vefnaðarvara,. elda vélar, ísskápar, mláning, lökk, o.fL Ekki var búið að taka sam- an heildarveltuna, en hún hef- ur sennilega skipt milljónum. Áætlað er að halda enn eitt uppboð síðari hluta janúarmán aðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.