Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 1
Hér birtist ein marnra mynda ,sem sovézka tunglflaugin Luna 13. hefur sent til jarðar af yfirborði tunglsins. LAMARALLSHERJAR VERKFALL ALLTA THAFNA LÍF ÍSAIGON? NTB-Saigon, fimtudag Verkalýðssamtökin í Suður- Vietnam gáfu í dag skipun um 12 klukkustunda allsherjar- verkfall í Saigon og nágrenni hennar til stuðnings verkfalli síðan á mánudag til að mót- mæla því, að 600 hundruð úr þeirra hópi var sagt upp störf um og Bandaríkjamenn ráðn ir í staðinn. Alls eru nú um 5000 hafnar- verkamenn í Saigon í verkfalli. en bandarískir hermenn hafa unnið við uppskipun á nauðsynjum úr þeim skipum, sem liggja í höfn. f verkfallstilkynningu verka- lýðshreyfingarinnar segir m. a. að ástandið hafi verið orðið óþolandi. „Við getum ekki látið eins og okk ur komi það ekki við, er félögum okkar ógnar sultur og fátækt. Við verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að verkfall hafnarverkamanna nái tilgangi sínum“. segir í tilkynningunni. |. Bandaríkjamenn reyndu í dag jtil hins ýtrasta að koma í veg fyr ir allsherjarverkfallið. sem á að hefjast kl. 6 á morgun að staðar tíma. Komi verkfallið til fram ,kvæmda nær það til vatnsveitna lóg rafmagnsstöðva og allra sam- jgöngutækja. Alls hafa um 50.000 íverkamenn fengið skipun u-m að leggja niður vinnu en ekki er víst, að allir taki þátt í vgrkfallinu. Talið er, að ef verkfallið skell ur á með fullum þunga geti það haft hinar alvarlegustu afleiðingar og allt borgarlíf í Saigon fari úr : skorðum. I Bandaríkjamenn hafa látið full jtrúa sína eiga viðræður við stjórn | verka’ 1 ’ireyfingarinnar. en er síðast f. éttist var ekki kunnugt um |að neitt samkomulag hafi náðst. í dag skýrði yfirstjórn Banda- ríkjahers í Saigon frá því, að í Vietnam væru nú 376 þúsund bandarískir hermenn. Á siðastliðn u-m fimm árum hefðu 6.516 Banda ríkjamenn fallið. í bardögum í síðustu viku hefðu fallið 109 Bandaríkjamen. TUNGLIÐ: Lífvænleg ur staður NTB-Moskvu. fimmtudag. Yfirmaður geimrannsókna. áætlunar Sovétríkjanna, próf jssor Aleksáj Oparin, sagði í dag, að hann væri sannfærður iim að líf gæti þróast á tungl inu. Prófessorinn sagði, að enda þótt jarðarverur gætu ekki lif að á tnnglingu vegna súrefnis- og vatnsskorts, útilokar það ekki möguleikann á lífi annarra vera. Lifandi verur hafa mikinn hæfileika til að laga sig að mis munandi ytri aðstæðum og miklum erfiðleikum er bundið að setja þessum hæfileika ein- hver ákveðin takmörk, sagði Oparin. Ef líf er á tunglinu hafa þær lífverur vel getað lag að sig að aðstæðum þar með því að grafa sig undir yfirborð tunglsins þar sem hitabreyting ar eru minni. Þar væri einnig ágæt vörn gegn hættulfegri geisl un og vel gæti verið, að þar væri vatn í einhverri mynd. sagði prófessorinn. Samkvæmt þessu er það skoð un mín, að vel gæti verið mögu legt, að líf sé á tunglinu. Það sr aftur önnur spurning hve háþróað þetta líf er og hver þroskaf^rill þess hefur verið, sagði Oparin að lokum. Yfirmaður Jodreli Bank- geimrannsóknarstöðvarinnar i Bretlandi, Sir Bernhard Lovell Framhald á bls. 14. BOMBU-DANS 0G GLEBI- LÆTI Á GÖTUM PEKING NT-eking, fimmtudag. Rauðir varðliðar og aðrir borg- arar eyddu öllum deginum við hátíðahöld i tilefni af fimmtu kjarnorkusprengingu Kínverja. Peking bergmálaði af trumbu- slætti og söng og fólkið fór þús- undum saman um ^öturnar, dans- andi af gleði. ur ávöxtur hinnar miklu menning arbyltingu.“ í frétt útvarpsins í Hanoi í gær- kvöld segir, að sókn Kínverja á Framhald á bls. 14. Konungi Lesotho steypt af stóli NTB-Maseru, fimmtudag. Mikið uppistand er nú í kon- ungsrikinu Lesotho (áður Basuto- land) og allar horfur á, að konung inum verði steypt af stóli. Hann hefur verið í haldi síðan á mið- vikudag, eftir að miklar ócirðir urðu í landmu í fyrri viku. Lögfræðilegur ráðunautur kon- ungs var í dag fluttur til Suður- Afríku, ásamt sex öðrum Suður- Afríkumönnum, sem stjórn Leso- tho taldi hættulega innanlands- friðinum. Samtímis tilkynnti forsætisráð herra landsins, Leabua Jonathan, að hann og aðrir meðlimir höfð- ingjaráðsins ■ myndu eiga viðræðu fund með kónungi um innanlands- ástandið. Konungur landsins er aðeins 29 ára gamall og heitir MoShoeshoo 2. . Eftir þessa tilkynningu forsætis ráðherrans velta landsmenn fyrir sér, hvort konungurinn verði rek- inn frá völdum, en til þess hefur höfðingjaráðið heimild í sérstak- lega alvarlegum tilvikum. Meiri- hluti ráðsins er á band forsætis- ráðherrans í deilu hans við konung inn. Jonathan. forsætisráðherra. styð Framhald á bls. 14. í hinni stuttu opinberu til- kynningu, sem birt var í gær um sprengjutilraunina eru ekki gefn- ar neinar nákvæmar upplýsingar um tegund sprengjunnar eða styrkleika og ekki heldur aðferð- ina við sprengingu hennar. Hins vegar segir í frétt bandarísku kjarnorkumálastofnunarinnar, að hér hafi verið um að ræða lang- stærstu sprengju Kínverja til þessa. í tilkynningu kínverska yfirvalda er lögð áherzla á póli tískt mikilvægi þessarar velgengni kínverskra vísindamanna, sem hafi lvft tæknikunnáttu Kínverja á æðra stig. í kínverskum blöðum og sömu leiðis á spjöldum þeim, sem hengd voru upp um alla veggi í Peking í dag. er sérstök áherzla ilögð á, að sprengjan „sé ríkuleg- PRENTARAR STOPPUÐU THOMSON! NTB.Lundúnum, fimtudag Blaðakóngurinn Thomson, lá varður skýrði frá því í dag, a® hann hefði endanlega hætt v*® þá fyrirætlan s*na að hefja útgáfu á tveim nýjum kvöld- blöðum i norðurhluta Lundúna Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.