Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 5
/ FÖSTUDAGUR 30. desemb er 1966 TÍMINN iwÉía Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar pórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrlfstofur 1 Bddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti ) ,A1- greiöslusimi 12323, Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA H. f. Styrjöldin í Vietnam Seinustu áratugina hefur stjórnmálabarátta þjóðanna í Asíu og Afríku mjög beinzt að því að losna undan ný- lenduoki hvíta kynþáttarins. Þeim hefur orðið svo vel ágengt í þessum efnum, að nýlenduyfirráðin hafa næstum alveg verið brotin á bak aftur í þessum heimsálfum. Þótt hinum nýfrjálsu þjóðum hafi tekizt misjafnlega að hafa stjórn á eigin málum, munu þegnar þeirra þó ekki meira sammála um annað en að aldrei aftur skuli þeir leyfa yf- irdrottnun hvíta kynþáttarins í löndum sínum. í þessu ljósi verður að líta á styrjaldarátökin sem nú eiga sér stað í Vietnam. Hvernig sem stjórn Bandaríkj- anna reynir að útskýra stríðsþátttöku sína þar, dylst það enguni hlutlausum áhorfanda, að Asíuþjóðirnar líta á þessa íhlutun Bandaríkjamanna sem seinustu tilraun hvíta kynþáttarins til yfirráða á meginlandi Asíu. Þess vegna er samúð yfitgnæfandi meirihluta Asíumanna með Viet- cong, þótt þeir séu mótfallnir ýmsum markmiðum þessara samtaka að öðru leyti. Bandaríkjamenn ættu vel að geta gert sér grein fyrir þessu viðhorfi Asíuþjóðanna, ef þeir settu sig í spor þeirra. Segjum, að í Mexico væri ifla liðin einpæðisstjórn kommúnista. Hafin hefði verið uppreisn gegn henni, studd af meginþorr-a alþýðu. Til að kveða þessa uppreisn niður, hefðu Kínverjar sent fjölmennan her til landsins. Hvert mundi vera viðhorf Bandaríkjamanna undir þess- um kringumstæðum? Bandaríkjastjórn hefur margsinnis lýst yfir, að hún vilji vinna að friði í Vietnam. Hún hefur alveg nýlega beð- ið U Thant að gangast fyrir friðarumleitunum. U Thant hefur oft lýst yfir því, að hann telji það frumskilyrði friðarumleitana, að Bandaríkin hætti loftárásum á Norð- ur-Vietnam. Þess vegna bregður mönnum í brún, þegar Bandaríkjastjórn grípur fyrsta tækifæri eftir vopnahléð um jólin til að hefja aftur stórfelldar loftárásir á Norð- ur-Vietnam. Slíkt skapar efa um, að það hafi verið gert af heilindum, er þau báðu U Thant um það nokkrum dögum áður að hafa forustu um friðarur‘*eitanir. Margt bendir líka til þess, að Bandaríkjastjórn geti ekki hugsað sér öðruvísi frið í Víetnam en þann, að tryggð verði stjórn í Suður-Víetnam, sem þau geti sætt sig við. Styrjöldin í Vietnam er mikill harmleikur. Sá þáttur hans er ekki minnst hryggðarefni, að þjóð, sem í reynd ann eins eindregið friði og frelsi og bandaríska þjóðin, skuli hafá dregizt út í styrjaldarþáttöku með slíkum hætti og slíkum afleiðingum og hér hefur raun á orðið- Ekkert væri mörgum vinum Bandaríkjanna meira gleði- efni en að hér yrði á breyting til samræmis við þá friðar- hugsjón sem vissulega vakir fyrir meginþorra bandarísku þjóðarinnar. Fram yfir kosningar Það eru fleiri en ríkisstjórnin, sem semja nú fyrir ára mótin fjárlög, sem ekki er ætlað að duga lengur en fram yfir kosningar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 1967 var afgreidd með þeim fyrirvara borgar- stjóra, að svo gæti farið, að taka þyrfti hana til endur- skoðunar á miðju næsta ári. Ástæðan er sú, að útilokað er að ná þeirri heildarupphæð útsvara, sem í fjárhags- áætluninni er, án verulegrar útsvarshækkunar. Af skilj- anlegum ástæðum viil borgarstjórinn fresta því máli fram yfir þingkosningarnar. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: 1 Styrjöldin i Vietnam snýst um yfirráð hvíta mannsins í Asíu Furðulegt skilningsleysi Rusks á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins JOLIN í fyrra einkenndust af einlhverri hinni áköfustu stjórnmálaherferð, sem sögur fara af. Forseti Bandaríkjanna lét gera hlé á loftárásunum og sendi sérstaka fulltrúa sína í allar áttir til þess að vinna að framgangi hugmyndarinnar um umsaminn frið. Þessi feikna mikli fyrirgangur varð ekki til neins og síðan hefur forsetinn ávallt haldið fram, að orsökin hafi einvorðungu verið árásar- þrái mótherjans, en sínar at- hafnir hafi verið jafn falslaus- ar og hinn hreini tilgangur með þeim. Bftir þetta áminnsta frum- hlaup hafa þess aldrei sézt merki, að forsetinn eða Rusk utanríkisráðherra hafi nokkurn tíma velt þeirri spurningu fyrir sér í alvöru, hvort stjórnmála herferðin í fyrra hafi ekki í raun og veru byggzt á blekk- ingum. Hér er í fyrsta lagi átt við, að mótherjinn gangi inn á samningaviðræður áður en við legðum fram giJdar sannanir fyrir að unnt yrði að lokum að firra meginland Asíu hernaðar legri nálægð Bandaríkjanna. f öðru lagi er átt við þá blekk- ingu, að valdhöfunum í Hanoi beri fremur að taka ákvörðun- ina um samningaviðræður en aðalmótherjanum eða Viet Cong, og í þriðja lagi, að Viet Cong myndi leggja niður vopn §j til þess að koma á vopnahléi. NÚ ER heilt ár liðið síðan að hin mikla stjórnmálaherferð var gerð og ófriðurinn hefur færzt mjög í aukana á þessum tíma og aðgengileg lausn er að minnsta kosti jafn fjarlæg og nokkru sinni fyrr. Sú ein breyt ing hefur í raun og veru á orð- ið, að viðburðarásin á árinu 1966 hefur sjálf afmáð blekk- ingarnar frá árinu 1965. Banda ríska þjóðin er nú að mun daprari en hún var í fyrra. Niðurstöður nýjustu kann- ana Gallup-stofnunarinnar sýna, að allverulegur meirihluti bandarísku þjóðarinnar býst ekki við, að unnt verði að sigra í styrjöldinni eða að Suður- Vietnam yrði lengi andvígt kommúnisma eftir að hersveit- ir okkar hyrfu á burt. Þjóðin gerir því ekki ráð fyrir að við getum unnið styrjöldina ef mið að er við yfirlýst markmið okk ar. En erum við svo að nokkru hyggnari eftir að við erum lausir úr viðjum þessara blekk- inga? Sézt hafa óljós merki þess, að sumir af ráðgjöfum forsetans hafi gert sér ljóst, að ef úr ráð stefnu eigi að verða í alvöru, þá verðum við fyrst að undir- búa hana í samráði við aðal- andstæðinginn á vígvellinum. Að áliti utanríkisráðuneytisins er aðalmótherjinn í Hanoi eða Peking, eða „heimskommúnism inn“. En í veruleikanum er aðalmótherjinn í Suður-Vietnam sjálfu. ÞÁ HEFUR einnig verið lát- in berast óákveðinn orðasveim- DEAN RUSK ur um, að ríkisstjórnin muni 'ekki gangast fyrir vopnahléi í samráði við Viet Cong, en yrði ekki andvíg hugmyndinni eins og nú er komið, ef aðrir gemgj- ust fyrir tilstofnunni. Ennfrem ur sjást þess nokkur merki, að sumum ráðgjöfum forsetans sé nú ljóst, — en sýnilega þó ekki þeim, sem ofan á verða að lokum) — að umsamið vopnahlé hljóti að grundvall- ast á sannfærandi horfum á, að við verðum fáanlegir til að hverf.a á burt frá hinum öflugu hernaðarstöðvum okkar í Suður Vietnam og Thailandi, ef við- hlítandi skilmálar séu í boði. Ég get ekki komið auga á, að neinar horfur séu á sam- drætti stríðsins, viðræðum eða ráðstefnu meðan við látum und ir höfuð leggjast að bera fram eindregnar ákvarðanir og skuld bindingar um tilhögun hernað- arlegrar nærveru okkar i Suð- austur-Asíu í framtíðinni. Við verðum að koma sjálfum okkur í skilning um, að þarna er ekki háð stríð um íugsjónamál og þetta er ekki trúárstyrjöld. Þetta er heldur ekki barátta gegn útfærslu kínverskra landa mæra. Þetta er aðeins liður í stríði Asíubúans við að losna undan drottnun hins hvíta, vest ræna manns. Við verðum að gera okkur grein fyrir, að góð- ur tilgangur hrekkur ekki til að gera drottnun hvíta manns- ins Ijúfa og léttbæra. (Kaflamir hér á undan voru skrifaðir áður en Goldberg að- alfulltrúi okkar hjá Sameinuðu þjóðunum bað U Thant að „neita allra ráða, sem nauðsyn Ieg kynnu að reynast til að koma á viðræðum um vopna- hléi í Vietnam“. Sé þessi beiðni um viðræður í raun og sann- leika skilyrðislaus, er þar um að ræða aý og róttæk stefnu- hvörf í bandarískum utanríkis- málum.) RUSK utanríkisráðherra var á ferðinni í PaUs um daginn og þá kom skýrt fram, hve að- alráðgjafar Johnsons forseta era alls ófærir um að skilja veruleikann í heiminum eins og hann nú er. Ráðherxann minnti fulltrúa bandaþjóða okk ar í Atlantshafsbandalaginu á, að þær væru skuldbundnar til að verja Bandaríkin engu síð- ur en við Bandaríkjamenn vær um skuldbundnir til að verja þær. Síðan benti hann á, að vesturlandamæri Bandaríkj- anna væri nú í fimmtugasta fylkinu, Hawaii, úti í miðju Kyrrahafi, og Kínverjar yrðu innan stundar þess megnugir að ná tS Hawaii með kjarn- orkuskeyti sín. Rusk utanríkisráðherra hefði ekki á neinn annan hátt getað skýrt betur fyrir Evrópumönn- um, hvað fyrdr de Gaulle vak- ir með stefnu hans gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hers- höfðinginn hefur einmitt verið að hamast við að koma Evrópu- mönnum í skilning um, að ef þeir rjúfi ekki hina sameigin- legu stjórn og létti af sjálf- virkni gagnkvæmra skuldbind- inga sé veruleg hætta á að Bandaríkin dragi þá með sér út í kjarnorkustyrjöld í erjun- um við Kína. Rusk utanríkis- ráðherra hefði ekki með nokkm öðru móti getað lagt fram jafn áhrifaríkan skerf til þess að gera Bvrópumenn staðráðnari en nokkru sinni fyrr í að halda sér utan við stríðið í Vietnam og yfirleitt alla stefnu Banda- ríkjamanna gagnvart Asíu.. Þarna eru bandamenn okkar Bretar ekki undan skildir. För Rusks utanríkisráðherra til Parísar hefur því stuðlað eindregnar að því en flest ann að að undanförnu að tryggja að það sem nefnt hefur verið Gaulle-ismi, verði sameiginleg stetfna Evrópumanna í náinni framtíð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.