Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 30. desemb’er 1966 TÍIWINW 17. des. voru gefin saman i hjóna band í Nesklrkju af séra Jóni Thor arensen ungfrú Hanna S. Fredrek sen og Alfreð M. Alfreðsson. Heimili þeirra er að Nausthvémml 12, Nes- kaupstað. (Studio Guðmundar, Garðastr. 8, siml 20900). 17. des. voru gefin saman f hiona- band af séra Frank M. Halldórssyni f Árbæjarkirkju, ungfrú Margrét ís aksen, Ásvallagötu 55, og Pétur S. Gunnarsson, Sörlaskjóli 22. Heimili þeirra er að Hraunbæ 142. (Studio Guðmundar, Garðastræti 8, simi 20900). 17. des voru gefin saman i hjóna band í Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðssynl, ungfrú Inga Sigurgeirs dóttir, Skaftahlíð 9, og Þorsteinn Eggertsson, Sörtaskjóli 36. Heim ili þeirar er í Bergen. (Studio Guð- mundar). Orðsending Dr. Jakob Jónsson verður frá störf um næstu vlkur. í hans stað þjónar sr. Jón Ilnefill Aðalstelnsson simi 60237.' ar þú komst í læknisskoðun til mín? t — Ef þú heldur svona áfram, verður það þú, sem við jörðum næst. — Ég vil ekki láta njósna um mig. Ég er frjáls maður. Það fór honum ekki vel að vera drukkinn. Andlit hans var fölt, en roði í vöngum og augnalokum. Hann var að missa vald á hreyf- ingum sínum og var orðinn (þvoglumæltur. — Heyrirðu það, læknir? Eg hef aldrei getað þolað njósnara, og hvað er hann að gera hér nema.... Það var Maigret, sem hann horfði á úr fjarlægð, hann barð- ist um til að komast til hans og hella sér yfir hann, Nokkrir mannanna stóðu hlæjandi og horfðu á hann. Einhver rétti fram glas, læknirinn greip það og hellti úr þvi á gólfið. — Sérðu ekki, að hann er bú- inn að fá nóg, Firmin. Fram að þessu höfðu ekki orð- ið neinar deiluy, engar stimp- ingar. Þeir þekktu hvern ann- an of vel til að fara að slást, og allir vissu, nákvæmlega, hver var ! sterkastur. i Maigret kom' ekki nær, hann vildi forðast að æsa slátrarann og lét því sem hann hefði ekki tek- ið eftir því, sem var að gerast. En hann hafði auga með hópn- um og varð vitni að dálitlum at- burði, sem gerði hann undrandi. Stórvaxinn líkami Théos, bæjar stjórans, kom vaggandi með hæðn isglampa í augum og slóst í hóp- inn með hinum. Hann hélt á glasi af Pernod, en ekki vlni, og eftir litnum að dæma var þetta sterkur skammtur. Hann sagði eitíhvað við lækn- inn í hálfum hljóðum, rétti slátr anum glasið og lagði höndina á öxl hans. Hann sagði líka eitthvað við hann og Marcellin virtist í fyrstu ætla að brjótast um, ýta honum frá sér. Að lokum hrifsaði hann glasið, tæmdi það í einni svipan og í sömu andrá dofnuðu augu hans og urðu svipbrigðalaus. Hann gerði enn eina tilraun til að ota fingr- inum ógnandi að lögreglufor- ingjanum, en handleggur hans var orðinn svo þungur, að hann gat ekki lyft honum. Það var eins og Théo hefði fellt hann með einu höggi, hann ýtti honum að stiganum og upp, eftir nokkur skref varð hann að taka hann upp og bera hann. — Þér hafið ekki gleymt boði mínu? Læknirinn, sem hafði gengið yf ir til Maigrets varp öndinni léttar um leið og hann sagði, næstum með sömu orðum og gamli maður- inn í horninu: — Það er búið að koma henni ofan í jörðina. Eigum við að fara? Þeir smeygðu sér í gegnum þröngina og út á gangstéttina þar sem þeir töltu um dálitla stund. — Áður en þrír mánuðir eru liðnir, verður röðin komin að Marcellin. Ég er alltaf að segja við haiin: — Marcellin, ef þú hættir ekki að drekka, áttu ekki langt eftir! Hann er kominn á það stig, að hann borðar sama og ekkert. — Er han . veikur? — Það éru allir veikur í hans fjölskyldu. Hann er átakanlegt til felll — Er Théo að koma honum í rúmið uppi. — Við urðum einhvern veginn að losa okkur við hann. Hann opnaði dyrnar. Það var dásamlegur matarilmur í húsinu. — Viljið þér glas fyrir matinn? — Þakka yður fyrir, ég held ekki. Vínlyktin hafði verið svo sterk í kránni, að maður hefði getað orðið drukkinn af þvi einu að anda henni að sér. — Sáuð þér jarðarförina? — Aðeins úr fjarlægð. — Ég svipaðist um eftir yður, þegar ég fór frá kirkjugarðinum, en sá yður ekki. Er maturinn til- búin, Armande? — Eftir fimm mínútur. Það var aðeins langt á borð fyrir tvo. Systir læknisins vildi helzt borða í eldhúsinu, alveg eins og ráðskona á preshssetri. — Fáið yður sæti. Hvað finnst yður um þetta? — Um hvað? — Um ekkert. Um allt. Hún fékk stórkostlega útför! — Skólastjórinn er enn þá í fang elsi, rumdi Maigret. — Einlhver varð að fara þang- að. — Mig langar að spyrja yður að dálitlu, læknir. Haldið þér að það hafi verið margir í hópnum sem var við jarðarförina, sem trúa að Gastin hafi drepið Léonie Bir- ard? ' — Það hljóta að hafa verið jnokkrir. Sumt fólk trúir hverju j sem er. — Og hvað með hina? í fyrstu gat læknirinn ekki skil- ið hvers vegna hann var að spyrja að þessu. Maigret útskýrði: j — Við sfculum segja, að einn af táu trúi að Gastin hafi hleypt af skotinu. — Það er um það bil rétt. — Þá hafa hinir níu sína eigin kenningu. — Vafalaust. — Hvern hafa þeir grunaðan? — Það er misjafnt. Ég held, að hver þeirra gruni þann mann, sem hann vildi helzt að væri sekur. — Og enginn segir neitt um það? , — Ég býst við að þeir geri það sín á milli. — Hafið þér heyrt einhvem, hafa orð á grun sínum? — Þeir tala ekki um þannig hluti við mig. A- En hafa þeir engar álhyggjur af því að skólastjórinn er í fang- elsi ef þeir trúa, eða halda að hann sé saklaus? — Þeir hafa svo sannarlega eng ar áhyggjur af því. Gastin er ekki einn af þorpsbúunum. Þeirra skoð un er sú, að ef lögreglustjórinn og rannsóknardómarinn hafa vilj- að taka hann fastan, þá er það þeirra mál. Það er það sem þeir tveir fá borgað fyrir. — Mundu þeir láta dæma hann saklausan? — Án þess að depla auga. Það hefði auðvitað verið öðruvísi, ef1 það hefði verið einn af þeirra mönnum. Eruð þér farnir að skilja? Ef það verður að ákæraj einhvern, vilja þeir heldur að það sé einhver utanaðkomandi. — Trúa þeir Sellier l.’.rengnum? — Marcel er góður diongur. — Hann hefur logið. — Mér þætti gaman að vita hvers vegna. — Hann hefur kannski haidið að faðir hans mundi verða ákærð- ur. Gleymið ek.ki, að móðir hans er systurdóttir Léonie gömlu og erfir allar eigur hennar. — Ég hélt að gamla konan hefði alltaf sagt, að systurdóttir hennar myndi ekki fá eyri. Læknirinn varð dálítið vand- ræðalegur. Systir hans kom inn með forréttinn. — Voruð þér við jarðarförina? spurði Maigret hana. — Armande fer aldrei í jarðar- farir. Þeir fóku þegjandi til matar síns. Maigret varð fyrstur til að rjúfa þögnina méð þvl að segja eins og við sjálfan sig: — Það var ekki á þriðjudaginn sem Marcel sá Gastin koma út úr verkfærageymslunni, það var á mánudaginn. — Hefur hann viðurkennt það? — Ég hef ekki spurt hann að því ennþá, en ég er næstum viss um það. Þegar skólastjórinn var að ganga yfir skólalóðina um morg uninn sá hann hlújárn liggja á jörðinni og fór með það í verk- færageymsluna. Marcel sagði ekkert á þriðjudagskvöldið eftir að líkið hafði fundizt, og honum datt ekki í hug að ásaka kennara sinn þá. Hann fékk hugmyndina ekki fyrr en seinna, kannski varð hann! vitni að einhverjum samræðum og ákvað þá að gera þetta. Hann sagði ekki beinlínis ósatt, Eonur og börn eru sérfræðingar í svona hátfgerðum lygum. Hann spann ekki neitt upp, hann flutti einfaldlega atfburðinn yfir á ann- an dag. — Það er fremur hlálegt! Ég er viss um, að hann er núna að reyna að teíja sjálfum sér trú um, að það hafi raunverulega ver- ið á þriðjudaginn sem hann sá skólastjórann koma út úr geymsl- unni. Hann getur það auðvitað ekki og hann hlýtur að vera bú- inn að skrifta. — Hvers vegna spyrjið þér ekki prestinn. Vegna þess, að ef hann segði mér það mundi hann verða að af- hjúpa leyndarmál skriftarbarna sinna. Presturinn gerir það ekki. Ég var að hugsa um að spyrja nágrannana, fólkið í kaupfélaginu til dæmis, hvort þeir hefð séð Marcel fara inn í kirkjuna þegar engin messa var, en núna veit ég að hann fer þangað yfir skólalóð- ina. Kalfasteikin var alveg mátulega steikt og baunirnar bráðnuðu í munninum. Læknirinn hafði töfr- að fram flösku af gömlu- víni. Daufur kliður heyrðist að utan frá fólkinu sem stóð og talaði sam- an á torginu og garðinum við krána. Gérði læknirinn sér grein fyrir því, að Maigret var eingöngu að tala til að reyna hugmyndir sínar á áheyranda sínum? Hann fór í marga hringi í kringum sama mál- efnið, en kom aldrei að kjarnan- um. — Satt að segja held ég að það hafi ekki verið til að bjarga föður sínum, sem Marcel spann upp þessa | sögu. Hann fékk skyndilega þá til- finningu, að Bresselles vissi meira um þetta má'. en hann vildi viður- kenna. — Jæja? — Sjáið þér, ég er að reyna að líta á málið frá sjónarhóli barns. Ég hef haft það á tilfinningunni alveg frá byrjun að þetta sé barna mál, sem hinir fullorðnu hafa blandazt 1 fyrir slysnL Hann horfði beint framan í lækninn og bætti við festulega: — Og ég verð stöðugt sannfærð ari um, að hitt fólkið viti það líka. — Ef því er þannig varið getið þér kannski fengið þ-ð til að tala? — Ef til vill. Þetta er erfitt, ekki satt? — Ákaflega erfitt. ÚTVARPIÐ Föstudagur 30. des. 7.00 Morgunútvarn 19 nn degisútvarp 13.15 Við sem heima sitjum. Hersteinn Pálsson les söguna „Logann dýra“ eftir Selmu Lagerlöf (2). 15.00 Miðdegisút- varp. 16.00 Siðdeglsútvarp. 16. 40 Útvarpssaga barnanna: „Hvíti steinninn" eftir Gunnel Linde Katrín Fjeldsted les söguna í eigin þýðingu (2) 17. 00 Fréttir Miðaftanstónleikar. 18.00 Tiikynningar 18 55 Dag- skrá kvöidsins og veðnrfreg-ir. 19.00 Fréttir. 19-30 Kvöldvaka a. Lestur fornrita: Völsunga saga. Andrés Björnsson >es '9) b Þjóðhættir og þjóðsögur Þór Magnússon safnvörður talar um þjóðhætti c. „Góða veizlu gjöra skal“ Jón Ásgeirsson kynnir ís lenzk þjóðlög með aðstoð söng fólks. d Hvers virði er dag- bókin? Þorsteinn Matthíasson skólastjóri flytur frásöguþótt. e. „Mundi vit að heyja hildi“ Þorsteinn Ö Stephensen les kvæði eftir Vtktor Rydberg í þýðingu Jakobs Jóh Smára 21. 00 Fréttir og veðurfregnir 21. 30 Viðsjá. 21.45 Kórsöngur: Norski sólistakórinn syngur þar lend lög: Knut Nvstedt s’ióm ar. 2200 Kvöldsagan: „Jóla- stjarnan" eftir Pearl S Buck. Amheiður Sigurðardóttir mag ister lýkur lestri þvðingar sinn ar (3) 22.20 Frá Mozart-tónleik um Sinfóniuhljómsveitar ís- lands i Háskóiahiói kvöldið J5- ur Stjórnandi’ Ragnar Björns son. 23.10 Fréttir i stuttu máli- Dagskrárlok. Laugardagur 31. desember Gamlársdagur 7.00 korgunútv. 12-00 Hádeg isútv. 13.00 Óskal- sjúkl. Sigr. Sigurðard. kyn-^i'- ia?o wv3n framundan Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri og Þorkell Sig urbj’órnsson tónlisiarf-r'trúi kynna útvarpsefni. 15.00 Frétt ir 15.10 Veðrið í vikunni Páll Bergþórsson veðurfræðingur skýrir frá. 15.20 Einn á ferð Gísli J. Ástþórsson flytur þátt i tali og tónum. 1600 Veður- fregnir. 18.00 Aftansöngur í Fríkirkjunni 19.00 Fréttir 19. 30 Alþýðulög og álfalög. 20.00 Ávarp forsætisráðherra /20,30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur 21.00 Á síðasta snúningi skemmtiþáttur. 2300 Göm'u dansarnir 23.30 Annáll ársins Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps stjóri talar 23-55 Sá'mur Klukknahringing. Áramóta- kveðja.Þjóðsöi.tfurinn (H!ó) 0. 10 Dansinn dunar. 02.00 Dag- skrárlok. morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.