Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 12
12 TfMINN FÖSTUDAGUR 30. desember 1966 Sjötugur í dag: GREiAR FELLS Ungur varstu forðum er þig gisti dís g'offborin frá dularströndum, kom þér í hendur kyndli björtum, vígði þig andans vökustarfi. Hélztu snemiha á hulduslóðir, raktir bláskóga heiðmnar háu, undrastigu austurfjalla, sást af sóltindi sumarheima. Gekkstu fram, á götur út, leiðsögn að veita, Ijósi að kasta yfir skuggasund skapaferla; vissir þú mörgum myrkt fyrir augum mitt í veraldar vizkuljóma, margan einmana í iðu fjöldans, yndissnauðan í allsnægtum, fanga í eigin frelsis viðjum. En lengst inni í leynum hjartans andvaka starir innsta þráin út í tóm tilgangslaust. Gekkstu á veg, varpaðir Ijósi inn á hugskots huldar lendur. Birtir fyrir sjónum, 'bresta f jötrar, leysir klaka af lindum hjartans. Gekkstu á veg, gafst þína fylgd. Fagurt reis fjallið eina. Beið þar útsýn undursamleg yfir álfur lífs endalausar. Lof ber þeim, er á logskæru ljósi andans halda, meira virði er það manna börnum en rúmsins regindjúp. J. Þ. Gretar Fells er einn beztí sonur íslands, gáfumaður og göfugmenni, skáld og rithöfundur. / f 32 ár hefur hann unnið sem ritari landlæknis af skyldurœkni og dugnaði. En jafnframt hefur hann unnið margra manna verk að áhugamálum sínum, þeim menning armálum, sem flesta skiptir mest, skilning á lífinu og dauðanum og hinni eilífu framþróun lífsins. Mun hann hafa haldið fleiri fyr irlestra um þessi áhugamál sín, bæði í útvarpi og ýmsum félögum en nokkur annar íslendingur. Hef ur fjöldi manna sótt til hans nýj- an skilning á lífinu og nýja lífs- hamingju. Aðallega hefur starf hans verið innan vébanda Guðspekifélagsins. Gretar hefur oft bent á það, að fé lagið er ekki trúfélag, heldur menningarfélag, sem stefnir að allsherjar bræðralagi mannkyns- ins. Það vill hvetja menn til að hugsa um andleg mál, með því að leggja stund á samanburð trúar- bragða, heimspeki og náttúruvís- indi, eins og segir í stefnuskrá þess. — að skilja speki Guðs, en hefur engar kennisetningar af neinu tagi. Slík félög vilja oft verða nokkuð þokukennd í starfi sínu. Svo er þó elfki um Guðspekifélag íslands, og mun mega þakka Gretari það. Jafn framt mun mega þakka starfi hans það, að íslendingar eru umburð- arlyndari í trúmálum en flestar þjóðir, en þó ekki jafn áhugalaus- ir um að mynda sér lífsskoðun og víðast þar sem er ríkisskirkja. Þess verður þó að geta, að íslenzka kirkjan hefur verið flestum kirkju félögum víðsýnni og frjálslyndari á síðustu áratugum, og var því góður akur hér. Gretar hefur mikinn áhuga á trúarheimspeki og hóf nám í þeirri grein, en af persónulegum ástæð um hvarf hann frá því námi og las lögfræði og tók próf í henni við Háskóla íslands. Lögfræðin hent- aði honum næsta illa, og er þetta eina skipti, sem ég veit hann hafa orðið áttavilltan í lífinu, enda gætti þar annarlegra áhrifa. Má segja, að þrátt fyrir lögfræðinámið hafi hann lagt stund á trúarheim- speki og bókmenntir æ síðan. Mun Gretar fróðari um háspeki, heim- speki og dulspeki en nokkur ís- lendingur fyrr eða síðar. Ekki hentar sú fræðsla öllum. En með sinni miklu yfirsýn hefur Gretar getað dregið út úr þessum fræðum þann kjarna, sem hæfir okkur til skilnings á lögmálum lífsins, og hefur hann því mótað mjög lífs- skoðanir manna og gert þær heil- brigðari og mildari. Þeir séra Har aldur og Einar Kvaran sneru alda gamalli draugatrú okkar til áhuga á andatrú og andlegum efnum. Starf þeirra var þrep í andlegum MINNING þroska íslendinga. Starf Guðspeki félagsins og Gretars var næsta þrepið, en það er eins og stiginn, sem Jakob dreymdi um, sem er ó- endanlega hár. og liggur milli Guðs og manna. Starf þetta liefur Gretar unnið af löngun tií að láta goít af sér leiða, því hvorki hefur hann feng- ið né óskað eftir nokkrum launum eða viðurkenningu. Á það einnig við um það mikla starf, sem hann hefur lagt fram í öðrum félagsskap og má þar minnast á störf hans í þágu náttúrulækninga og dýra- verndunar til þess að vekja skiln- ing á nauðsyn þess að lifa heil brigðu lífi og umgangast okkar ó- málgu bræður með vinsemd. Gretar er skáld gott. Skáldskap ur hans er mótaður ,eins og öll hans framkoma, af Ijóðrænni kyrrð. Það er enginn hávaði eða ofsi í kringum Gretar, og ég man ekki til að hafa heyrt hann nota hástig nokkurs orðs. Hann vill ein göngu tala til vitsmuna manna, jafnvægis og fegurðartilfinningar. Þegar aðrir yrkja um „jólasveina einn og átta“ yrkir hann um hinn tíunda, sem sumir virðast gleyma í ys jólaundirbúningsins. Allt, sem hann yrkir. er með mjúkum hreim létt og liðugt, hvort sem það er í bundnu máli eða óbundnu. Venju lega er lok ljóðsins óvænt, eða bregður birtu á eitthvað gamal- kunnugt atriði, svo að menn sjá það í nýju Ijósi. Mörg Ijóð hans eru gámansöm, því að hann er einn af þeim fáu menningarfröm uðum. sem kann að ‘gera að gamni sínu, og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega. Fáir menn munu tala fegurra mál en Gretar, og hann er svo hag ur nýyrðasmiður, að fæstir munu gera sér grein fyrir þvi, hve mörg nýyrði hann notar í máli sínu. Vinir Gretars hafa fengið hann til að gefa út í bókarformi nokkra af fyrirlestrum sínum. Hafa þegar komið út þrjú bindi með samheit- inu: Það er svo margt . . . En þar mun ekki k'omið nema örlítið brot af fyrirlestrum þeim, sem h*nn á í handriti. Allir eru þeir fægðir að frágangi, en um margs konar efni. Tekur hann oft til meðferðar eitt- hvert atriði úr bókum eða leikrit- um, sem allir þekkja. en fæstir tek ið eftir áður. V Allt, sem hann segir, er spaklegt' og þó gamansemi sé oft undir- straumur, er það, sem hann segir eimhvern veginn svo traustvekj- andi og viturlegt, að þó menn þekki hann ekki nema úr útvarpi koma þeir til hans til að ráðgast við hann um ýmis vandamál lífsins og treysta því, að’ hann muni ráða þeim heilt.. Enda er hann svo gerður. að hann mun alltaf reiðubúinn að leggja öllum góðum málum lið, og jafnt mönnum sem málleys- ingjum. Engán mann þekki ég jafn hirðu lítinn um eigin hag. Eg hygg, að hann hafi aldrei hugsað um að eignast neitt af því, sem hægt er að kaupa fyrir fé. Ekki hefur hann þó. farið var- hluta af þessa heims gæðum, því að hann hefur fengið þau gæði, sem mest er um vert: ágæta konu. Frú Svava Fells hefur allt það, er góða konu má prýða. 'Vinir Gretars þekkja sívakandi umhyggju henn ar fyrir Gretari, fyrir heimili þeirra, sem öllum stendur opið, fyrir öllum hans vinum og áhuga- málum. Alltaf getur hún bætt á sig störfum, þegar liðsafla vantar og_ kemur því í verk, sem enginn má vera að vinna. Hún hefur því ekki ein-göngu verið stþð og stytta Gretars, heldur einnig þeirra mörgu félaga, sem hann stjórnar eða er þátttakandi í. Nú hefur Gretar verið ritstjóri Ganglera í 30 ár, en það merka rit er orðið 40 ára gamalt. Hefur hann þí háett ritstjórn og losað sig undan ýmsum tímafrekum störfum til að geta helgað sig ritstörfum sínum. Hefur hann ritað fyrri hluta sjálfsævisögu sinnar og kom .hún út í þessum mánuði. Hefir hann búið svo vel í haginn, að vin ur hans, Sigvaldi Hjálmarsson hef- ur tekið við ritstjórn Ganglera, og jafnframt er hánn nú forseti ís- landsdeildar Guðspekifélagsins, en Gretar er heiðursforseti. Er þetta óskabam Gretars því í góð- um höndum. Allir vinir Gretars senda honum þakkir fyrir það ómetanlega starf, sem hann hefur unnið fyrir menn ingu þjóðarinnar og óska honum og konu hans -góðs á ókomnum árum. H.P.B. \ SIGRÍDUR ÍINARSDÓTTIR í dag verður gerð friá dómkirkj- unni í Reykjavítk útför frú Sigríð- -ar Einarsdóttur Miðtúni 70. Hún var fædd 19. feb. 1691 að Gröf, Bitmfirði, Strandas. Foreldrar hennar voru Rakel Þorláksdóttir og Einar Einarsson er þar bjuggu. Þegar frú Sigríður var á þriðja ári missti h-ún móður sína og er þá tekin í fóstur af Halldóru Magnúsdóttur og Kristjáni Einars syni í Hvítulhlð, sem er næsti bær í sömu sveit. Fósturmóður sína elskaði hún og virti, sem eigin móðir væri. Enda-mun hún hafa reynst Sigríði mjög vel. Þegar fósturmóðir hennar dó var Sigríð- uriá nítjánda ári. Frá kvenna-sbólanum útskrifað- ist hún 1917, og starfar upp frá því við kennslu, aða-liega barna- kennslu. Á heimilum Thor Jensen og séra Bjarna heitnum Jónssyni fyrrv. vígslubiskupi starfaði hún og mun gagnkvæm vinátta hafa tekizt með því ágœta fólki og henni, sem hélzt ævilangt, enda var hún tryg-g og vinkföst kona. Sdðan starfaði hún í Sjóklæðagerð inni, eða þar til hún giftist Hann- esi Stefánssytni fyrrv. skipstj. frá Stykkis-hólmi. Kynni mín af þessari hug-ljúfu konu verða mér ávalt minnistæð, það stafaði frá henni birta og hlýja, sem finnst hjá einum og e-inum, þegar litið er yfir farinn veg. Man ég vel þegar þessi ís- lenzka heimilis-móðir stóð innan dyra síns heimilis og fagnaði vin- um o-g venzl-afólk, því að g-est- risni var hennar aðalsmerki. Vom þau hjónin samhent nm að láta gestum sínum líða vel meðan á dvöl þeirra stóð. Það fór heldur e-kki fram hjá neinum að þar héldust í hendur mikil reisn og hárnákvæm ráðdeildarsemi. Allt bar vitnd um góða um-gengni úti og inni. Vel var mér kunnugt um, að Sigríður vildi bæta úr eða gleðja þá, er hún hélt að bágt ættu. Á hún þar í sjóði það, sem mölur og ryð fær ekki grardað. Fiú Sigríður bar gæfu til þess að varðveita sína barnsiegu ein- lægni til hinztu stundar. Hún vissi að hverju fór og minnist síðustu stundimar sinnar trúuðu fósturmóður, sem hafði kennt henni svo margt fagurt, enda fól hún sig sínum trúa skapara og frelsara. Og koma í huga minn úr kvæði Matt. Jonh. Frá því barnið biður fyrsta sinn svo blítt og rótt við sinnar móður kinn, tií þess gamall sofnar síðstu stund, svala ljóð þau hverri hjartans und. Ég votta eftiriitandi maínni Sig- ríðar samúð mína svo og öðr-um vandamönnum og bið guð að blessa minningu hennar. Á.E. MINNING . . . Framhald af bls. 7. var ekki að undra, því að hvort tveggja var, að séra Eiríkur var frjálslyndur í' því efni sem öðr- um, og leyfði öðrum, sem leiddu söng í kirkjum hans, að ráða sálm- um, ef þeir óskuðu, og svo hitt, -að ekki brást konu hans smekkví-sin á því sviði frekar en annars stað- ar. Að sjálfsögðu lét hún ekki höf-undanöfn ein ráða um sálma- va-1, þótt hún ætti sín uppáhalds sálmaskáld. Aðalatriðið var, að fegurð himinsins ljómaði í orðs- ins list. Einn sálm lét hún syngja.oftar en nokburn annan sálm. Matthías- ar, sem er í 18. sæti í sálmabók- inni okk-ar: „í gegn um lífsins æðar allar, fer ástargei-sli Brott- inn þinn.“ Mér fannst alltaf, að þessi sálmur væri trúarjátning, ejki sízt þetta síða-sta vers: ■C* Lát undur þinnar ástar vekja upp elsku hrein-a í hverri sál og öfund burt ag hatur hrekja og heiftrækninnar slökkva bál. Lát börn þín verða í el-sku eitt og elska þig sinn föður heitt. Þetta var hennar hj-artans bæn. Slík skyldi vena bæn allra mann- anna barn-a. Það lætur að lík-um að frú Sigurlaug Eriendsdóttir naut mikilla vinsælda og virðing- ar hér í sveit, jafnt yngra sem eldra fólks. Framan af ævinni átti hún mikl-a og góða sam-l-eið og samstarf með æsku sveitarinnar. Hún kom hingað um það bil, er æskuárum hennar var að ljúka, en hún framlengdi æsku sína í samfylgd æskunnar, sem hún starf aði með. Þess vegna var hún 1-engi í vitund unga fólksins, alltaf sama unga prestskónan á Torf-astöðum, eins og þegar hún kom þangað fyrst. Það var ein-s og hún, að þessu leyti, stöðvaði tímans hjól. Það spáði henni langlífis, sem og varð. Og nú er 1-angri lífsferð lok- ið. Hamingjusöm ævileið að baki, þótt harmaskúrir byrgðu stund og stund sólarsýn. En svo mun mörg- um finnast, að aldrei sé sólin jafn heit og björ-t, eins og þegar hún kemur fram úr skýjarofi. Og nú lýkur f-erð þeirra prests- hjónanna á Torfastöðum eftir full 60 ár, frá því, að þau ung og von- g-löð riðu þar fyrst í hiað. Með mikilli virðing-u og þökk er frú Sigurlaug Erlendsdóttir kvödd o-g lögð til -hinstu hvíldar í þeim reit, þar sem hún átti fleiri spor og fleiri handtök en nokkur nú- lifandi maður. Trjágróðurinn í Torf-astaðakirkjugarði er hennar verk. Hún plantaði út þessum trjám, annaðist þa-u í uppvextin- um og var óþreytandi að fylla í sbörðin, þegar harka lífsins hafði l-a-gt einhvern litla angann af velli. Hún 2©kk um milli leiða sveitunga sinna og vina, hlúði að gróðrin- um af nærfærni og smekkvísi, reyndi að bæta vaxtarskilyrðin eins og hún reyndi að bæta mann- -lífið. Má ég svo h-afa yfir sömu orð um legstað hennar og mannsins hennar í haust: „Hann liggur þar sem víðsýnið skín til sólaráttar". Megi hinn heilagi jólafriður fylgja henni á leið til ljóss og lífsins — land-a eilífðarinnar. Þorsteinn Sigurðsson. TRÉSMIÐJAIsl, HOLTSGÖTU 37, framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréftingnr i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.