Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 30. desember lOGfi 8 TÍMINN iijHBfflHj; i • - ■ n . : nr aiíiign ■ Hin nýja Keisarakirkja í Berlín og gamli turninn. Steingrímur Hermannsson: Nokkrar hugleiðingar um heimsókn til V.-Þýzkalands og A.-Berlínar í október s. 1. gafst mér tæki færi til þess að heimsækja !Vestur-Þýzk al and í boði þýzbu Iríkisstjórnarinnar. Ég þáði boð þetta með þökkum. Tilgangur inn var að kynnast landi og þjóð og þá sérstaklega menn ingarilífi og vísindum. Öll höf um vjð lesið um hina undra verðu endurreisn Þýzkalands eftir striðið, en sjón er sögu ríkari. Fyrir 20 árum var land ið í rúst og margir menningar- og vísindafrömuðir fallnir eða flúnir. Nú hafa borgirnar verið byggðar upp að nýju og Þjóð- verjar eru aftur á meðal fremstu mehningar- og vísinda þjóða. En þrátt fyrir aukin sam skipti okkar við vísindastofn anir annarra þjóða, hafði mér ekki gefizt tækifæri til að kynn ast vísindastarfsemi Þjóðverja. Þetta tækifæri var mér því kærkomið. Ekki er síður lær dómsríkt að kynnast larj,di og þjóð, lifskjörum fólksins og hugsunarhætti. Við íslending ar getum lært margt af öðrum þjóðum, sem að haldi getur komið í okkar stöðugu efna- hagslegu og þjóðlegu sjálfstæð isbaráttu. Dagblaðið Tíminn fór þess á leit við mig að ég léti blaðinu í té greinar um ferð mina til Vestur-Þýzkalands. Eg tók því segulbandið með og upphaf þessara hugleiðinga tala ég inn á spóluna, þar sem við brunum í lestinni frá Stuttgart til Miinchen. Við vorum að yfir gefa þröngan dal, sem er skógi vaxinn upp allar hlíðar eins langt og augað eygir. Nú ökum við um land, þar sem skiptast á sléttlendi og ásar með bónda bæjum og litlum þorpum á víð og dreif. Á mUli skógar lunda er hver blettur vandlega ræktaður, enda hvergi gróður laust iand sýnilegt. Landslagið minnir Ktið á landið okkar, en þó ef til vill einna helzt á sum svæði Suðurlandsins, nema hvað skógurinn setur sinn sér staka svip á þetta land. Öll er aðstaða hér ólík því sem er hjá okkur. Vestur-Þýzka land er tæplega 250 þús. fer- km að stærð, eða rúmlega tvö- falt ísland, en ibúatalan hins vegar um 54 milljónir, eða u. þ. b. 217 íbúar á hvern ferkíló meter. Það er eðlilegt að ýms um Þjóðverjum þyki orðið þröngt og öfundi okkur, sem höf um að meðaltali ekki tvo íbúa á hvern ferkílómeter lands.* Þótt mikill hluti af okkar ágæta landi sé óbyggilegur, megum við fslendingar vissulega fagna því að eiga svo mikið og gott olnbogarúm. Ég er að velta því fyrir mér á hvem máta ég geti orðið við þeirri ósk Timans að skrifa um þessa ferð, þar sem svo margt ber fyrir augu. ítarleg ferða FYRRI HLUTI skýrsla yrði alltof langt mál og auk þess vafasamt, að slík frá sögn mundi auka nokkuð fróð leik þeirra mörgu hér á landi, sem þekkja Þýzkaland allvel, ánnað hvort af lestri rita og bóka, eða af eigin raun. Mér dettur þvj helzt í hug að lýsa ferðinni aðeins almennt í fá- einum orðum, en hugleiða síð an þau atriði, sem helzt geta átt erindi til okkar íslendinga. Fcrðin. Við komum á flugvöllinn hjá Köln um kvöld. Eiginkona min var með i ferðinni. Það var hlýtt en lítils háttar rigning. Frá flugvellinum var klukku tíma ferð í bifreið að hótelinu í Bad Godesberg. Á móti okkur tók ungur náms maður og var hann leiðbeinandi okkar þann tíma, sem við vor- um á Rínarsvæðinu. Sami hátt ur var alls staðar á hafður og dvölin á hverjum stað vand lega skipulögð. Flestir störfuðu þessir leiðbeinendur hjá sjálfstæðu fyrirtæki, sem er á vegum Utanríkisráðuneyt isins og hefur það verkefni að kynna Þýzkaland út á við. Eitt meginverkefnið er að taka á móti erlendum gestum og leið beina þeim um landið. Auk fastra starfsmanna ræður fyrir tæki þetta nemendur í sumar leyfum þeirra, þegar annir eru mestar. Allir reyndust leiðsögumenn irnir hinir ágætustu. Þeir voru vel að sér, stundvísir og ná- kvæmir, kurteisir og hugulsam ir, ágætir fulltrúar lands síns og þeirrar háttprýði, sem í Þýzkalandi tíðkast. Ferðin hófst með rúmlega dagsdvöl í Bad Godesberg, sem liggur skammt fyrir sunnan Bonn á vestari bökkum Rín aj. Á fyrri öldum var borgin fremur lítil, en vinsæll bað- og hvíldarstaður, en stækkaði mjög ört eftir að Boqn varð / aðsetur vesturJþýzku stjórnar innar. Flest sendiráðin eru í Bad Godesberg. islenzka sendi ráðið og heimili sendiherrans er í ágætri eldri byggingu við eina af hinum mörgu hlýlegu götum borgarinnar. Þarna heim sótti ég visindastofnanir. Frá Bad Godesberg ókum við hina fögru leið upp frá Rín til hinnar gömlu háskólaiborg ar Heideiberg. Næsta morgun fórum við með hraðlestinni frá Heidelberg til Miinchen, sem er höfuð- borg Bæjaralands, Við vorum um helgi í Munehen og skoðuð um þá fögru borg, sem hafði að meira en hálfu leyti verið lögð i rúst í síðasta stríði, en nú endurbyggð að langmestu, og alls staðar í hinum gamla byggingarstíl, þrátt fyrir mik inn kostnað. Sérstaklega minn umst við hinnar fögru óperu Munchenborgar, sem hefur ver ið endurreist með öllum sínum fyrri glæsibrag, skreytt mar mara og gulli og rauðum dúk um á sætum og gólfum. Þarna sáum við hina þekktu óperu Wagners, Tristan og ísold. Einn eftirmiðdag skruppum við um 100 km leið í gegnum landbúnaðanhéruðin til þýzku Alpanna, en flugum síðan á mánudagsmorguninn til Berlín ar. Við skoðuðum bæði Vestur-/ og Austur-Berlín og var þar margt að sjá, sem ég mun ef til vill reyna að greina frá síð ar. Frá Berlín flugum við til Hamborgar. Þar notaði ég tím ann fyrst og fremst til þess að heimsækja fyrirtæki í fisk iðnaði og rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Það eru atriði, sem eiga erindi til okkar í» lendinga. í Hamborg lauk 10 daga mjög ánægjulegri ferð okkar um Þýzkaland, og ætla ég nú hér á eftir að greina frá fáeinum minnisstæðum atriðum úr þeirri ferð. Hervæðíng og varnarmál. t f Bad Godesberg gistum við á hóteli, sem stendur á bökk um Rínar. Þarna hafði Hitler búið, þegar hann heimsótti þetta svæði á sínum velgengn istímum. Okkur var sagt, að þá hefðu allir gestir orðið að yfir gefa hótelið og það allt verið undMagt fyrir „foringjann.“ Á móti hótelinu á eyistri bökk um Rinar blasa við Fjöllin Sjö. Það eru fallegir eldfjallatindar með höllum og hallarrústum í hlíðum og á tindum. í einni af þessum höllum bjó brezki forsætisráðherrann, Chamiber- lain, þegar hann sótti Hitler heim á einni af sínum árangurs lausu sáttarferðúm fyrir sið- ustu heimsstyrjöld. Þá gengu skeytin á milli þessara forustu manna fram og aftur yfir ána Rín. Snemma fyrsta morguninn vöknuðum við við mikinn há- vaða á ánni Rín. Okkur var sagt að þýzki herinn hefði ver ið þarna að æfingum um nótt ina. Þjóðverjar hervæðast að nýjiL Þeir eiga nú öflugan her, þótt ekki sé hann enn nema lítill hluti af her Hitlers. Það er sorglegt, að þjóð, sem goldið hefur öskaplegt afhroð í tveimur heimsstyrjöldum skuli enn hervæðast. Þetta er nauðsynlegt, segja Þjóðverjar. Steinsnar frá landamærum okk ar situr óvigur rússneskur her. Það er aðeins máttur Atlants- hafsbandalagsins, sem haldið hefur þeim í skefjum, segja þeir. Ef til vill er þetta rétt,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.