Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. desemb er 1966 3 TÍMINN kaupsdögum sínum í borg í £..S ur-Englandi. Einnig kom fram í þættinum 33 ára gömul kona sem komið hafði til Bretlands frá Ástraliu til þess að deyja og móðir tvíbura nokkurra, sem læknar hafa sagt um, að muni deyja 16 ára að aldri, en þeir eru nú 15 ára. Stjórnandi þátt arins sagði, að hann hefði talað við um það bil 40 persónur sem biðu eftir dauðanum, og það hefði verið samdóma álit þeirra allra, að þau væru ánægð með að læknarnir hefðu sagt þeim sannleikann í málinu. Einnig sagðist hann hafa komiat að því að þvert á móti því, sem oft kemur fyrir í skáldsögum. þá þyti fólkið ekki upp til handa og fóta og tæki allt sparifé sitt og eyddi því á skömmum tíma. Fólk það, sem kom fram í þætt inum, þjáðist af krabbameini, alvarlegum blóðsjúkdómi og fleiri sjúkdómum. Eftir að hafa gengið hlið við hlið allan daginn, fær hundur inn sér blund á baki vinar síns. ★ Viðvaranir hafa birzt í enskum blöðum um hættuleik Karate íþróttarinnar, þar segir: „Viðvaningar í íþróttinni geta orsakað stórslys og jafnvel bana andstæðings síns, en þjálfun í þessari íþrótt krefst mjög góðra líkamlegra hæfileika, og áherzlu ber að leggja á, að iðk endur hennar temji sér kurt eisi, virðingu og skilning. Flest slys, sem hafa orðið í þessari íþrótt hafa verið af völdum fólks, sem ekki hefur verið með lirnir í þekktum og viðurkennd um Karate íþróttafélögum. Kar ate klúbbar verða að vanda val sitt á iðkendum iþróttar innar og ættu að hafa það sem inntökuskilyrði, að um- sækjapdinn hafi náð vissri gráðu í Judo og sé gæddur sæmilegum gáfum. Karate er sjálfsvamaríþrótt en sú hætta er stöðugt fyrir hendi að mis- indismenn geti notað hana til árásar." Þessi skrif hafa or- sakazt af því, að fyrir nokkru lézt einn maður í Englandi af völdum Karate. ★ Réttur í Mlanó hefur kveðið upp þann dóm að neyði eigin kona eiginmann sinn til þess að sjá um uppvaskið eða að þurrka rykið af húsgögnunum þá teljist það vera „frekleg móðgun“ og sé jafnvel skiín- aðarorsök. Rétturinn veitti Salvino di Feo 45 ára að aldri skilnað frá konu sinni af þess um sökum. ★ Bankarán var framið í Erig- landi fyrir skömmu. Fjórir vopnaðir menn réðust inn í eitt útibú Barclay‘s bankans og höfðu á brott með sér milli 200 og 300 pund. ___ ★ Tveir menn urðu að leggjast á spítala vegna þess, að átrún- aðargoðið og dægurlagasöngv arinn Johnny Holliday fór úr skyrtunni sinni. Þetta byrjaði allt saman á gríðarstórum í- þróttaleikvangi í Toulouse í Frakklandi, en þar voru saman Jafnvel eftir að hinn frægi nautabani Santiago Martin hafði veitt bolanum banastunguna tókst hinum síðarnefnda að reka horn sín í kvið nautaban- ans. Martin hlaut mikil innvort is meiðsli, en fékk samt tvö' eyru fyrir frammistöðuna. ntínaMí.'omstí komin 5000 ungmenni til þess að hlusta á hann syngja. Þeir æptu og öskruðu og báðu um meiri söng, en Johnny var gjör samlega útkeyrður um miðnætt ið og tók því það ráð að taka af sér skyrtuna og fleygja henni út í miðjan sal til þess að sleppa út. Tveir ungir herrar náðu taki á skyrtunni eftir harða baráttu og hlupu með hana á milli sin, alla í tætlum út úr byggingunni með allan lýðinn öskrandi og æpandi á hælum sér. Þeir gátu síðan forð að sér inn á lögreglustöð eina og sluppu svo þaðan nokkru seinna út um bakdyr. Þe{,ta allt saman gerði hina táningana svo æsta og ergilega, að þeir réðust á vegfarendur. Tveir Alsírbúar urðu svo illa úti af þessum sök. um, að fara varð með þá í sjúkrahús. \ ★ Einn allra. stærsti eiturlyfja- hringur í heimi, sem hóf feril sinn fyrir 22 árum leið undir lok fyrir skömmu á Ítalíu. Fjór ir höfuðpaura"nir eru í fangelsi og á meðal þeira eru bræður tveir, Salvatore og Ugo Can- ebba, 65 og 66 ára að aldri, en lögeglan leitar nú ákaft, að 43 undirmönnum þeirra, sem flest ir eru sagðir vera meðlimir Maf íunnar. Bræðurnir byrjuðu starfsemi sína árið 1944 á Pal- ermo á Sikiley með því að stela stórum farmi af eiturlyfjum frá bandaríska hernum, sem ætlað ur var ítölskum spítölum. Lög- reglan komst á sporið 1,954 og allan þann !tíma síðan unnið að málinu. ★ Brezka sjónvarpið bauð upp á mjög sérstakan þátt á dög- unum. Nýgiftur rnaður, sem hafði verið tilkynnt af læknum, að hann ætti aðeins eftir þrjá mánuði ólifað, kom fram í sjónvarpinu. Hin 30 ára maður. en nafn hans var gefið upp í þættinum, eyðir nú brúð Tveir enskir læknar hafa fundið aðferð til þess að vinna á mígrænu, og er þetta talið vera mikilvægt skref í barátt- unni gegn þessum algenga sjúk dómi. Við rannsókn á spítala einum í London komust þeir að því, að 6 manneskjur af hverjum 12, sem voru án fæðu í 19 klst. fengu snert af mí- grænu. Þrír aðrir fengu höfuð- verki nokkru seinna. Læknarn- ir halda þvi fram, að í þessu tilfelli hafi migrænan stafað af lágu blóðsykur^nagni, sem varð vegna hungursins. ★ Bráðlega verður haldið frí- merkjauppboð í Frankfurt, þar sem upp verður boðin örk af hinu fræga „Sachsen Dreier“ merki. Þetta er eina örkin. sem til er af þessu merki og er hún metin á rúmar 6 milljónir króna. Ef örkin verður seld á þessu verði, þá er það hæsta verð, sem gefið hefur verið fyr ir frímerki í heiminum fyrr og síðar. Ri Á VlÐAVANGI I Þá urðu þeir sammála f Bæði Staksteinahöfundur f Morgunblaðsins og Austri Þjóð J viljans gera að umtalsefni l grein þá. er Tómas Karlsson skrifaði í Tímann í tilefni af 50 ára afmæli Framsóknar- flokksins. Báðir eru sammála um að skoðanir Tómasar Karls sonar eigi ekki erindi til ungs fólks en eins og vænta mátti rökstyðja þeir það hvor með sínum hætti. f grein sinni komst Tómas m. a. svo að orði: „Það er allt annað og óskylt að eiga eðlileg og náin sam- skipti og samvinnu við aðrar þjóðir og þá innan þeirra marka, að það þjóni hagsmun I' um okkar í hvívetna sem sjálf- stæðrar þjóðar, en gefast upp | og leggja okkar ráð öll í hend | ur hinni alþjóðiegu auðhyggju * — því ef við missum úrslita- tökin á atvinnumáium okkar er nær víst, að menningarlegt- sjálfstæði fer forgörðum líka. Þeir menn eru æði grunnhyggn ir, sem halda, að um hina fá- mennu íslenzku þjóð og henn ar atvinnuvegi gUdi að öllu leyti sömu lögmál í þessu sam bandi og hjá þjóð, sem telja tugi og hundruð milljóna manna.“ Aukin áhrif ungs fólks Ennfremur sagði Tómas; „Til að bæta farsællega úr þeim ágöllum, sem eru á ísl. þjóðfélagi ungu fólki í hag jafnframt því, að staðinn er ár- vakur vörður um þjóðerni 0g sjálfstæði, þarf ekki aðeins ný viðhorf heldur einnig aukin áhrif ungs fólks í æðstu stjórn þjóðfélagsins. Þetta skilur ungt Ifólk og veit að það er mikið í húfi og það verða teknar örlaga ríkar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar á næstu misserum. Vandamálin verða ekki leyst eftir leiðum núverandi stjórnar flokka og ekki heldur eftir leið um kreddu og bókstafstrúar- flokka. Þar þarf einmitt sú þekking, sem unga fólkið ræð ur nú yfir í vaxandi mæli að fá að njóta sín til fulls. Unga fólkið þarf að fá meiri áhrif 5 um mótun þcirra úrræða. sem beitt verður — og slík áhrif getur það fengið innan Fram- sóknarflokksins.“ Bjargið heiminum Mbl. segir, að þessar skoðan ir Tómasar Karlssonar séu fjarri hugsunarhætti Ungs fólks á fslandi og segir m. a.: í breyttum heimi þurfa 1 íslendingar alveg eins og aðrir að hafa djörfung og kjark til þess að feta nýjar slóðir og að- , laga sig breyttum aðstæðum. Við lifum í hcimi sívaxandi samskipta þjóða á öllum sviðum, alþjóðahyggjan er ríkj andi og mennirnir hafa komizt að raun um að einmitt nánari samskipti á öllum hugsanlcgum sviðum eru líklegust til þess að forða því að aftur komi til styrjalda á borð við þær, sem hrjáð hafa heiminn og þá sér staklega Evrópuríkin tvisvar sinnum á þessari öld.“ Eins og tilvitnanir í grein Tómasar Karlssonar hér að framan sýna er liann síður svo að amast við þátttöku íslands í alþjóðlegu samstarfi en bend ir á, að sérstaka varfærni þurfi að sýna á næstu árum vcgna Framhald á bls. 15. ————

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.