Vísir


Vísir - 29.05.1975, Qupperneq 1

Vísir - 29.05.1975, Qupperneq 1
65. árg. —Fimmtudagur 29. mai 1975 — 118.tbl. Karl Svíakóngur veitti Yikuritstjóra blaðaviðtal — baksíða ÁBURÐUR TIL BÆNDA - BYGGINGAFRAMKVÆMDIR HEFJAST AFTUR - SIGÖLDUVIRKJUN Á FULLT BRÁÐABIRGÐALÖG í MORGUN Hjólin fara að snúast þar, sem verkföllin i rikisverksmiðjunum hafa stöðvað þau. Fél- agsmálaráðherra setti i morgun bráðabirgðalög. Hæstiréttur skal tilnefna þrjá menn i kjaradóm, sem ákveði kaup og kjör þeirra starfsmanna Á- burðarverksmiðju rikis- ins, Sementsverksmiðju rikisins og Kisiliðjunnar h.f., sem i verkfalli eiga. Ákvarðanir kjaradómsins skulu taka gildi frá deginum i dag, þegar lögin taka gildi. Unz kjaradómur fellur skal fylgt ákvæðum siðustu samninga aðila um kaup og kjör, en launagreiðsl- ur skulu leiðréttar i samræmi við hann. Verði almennar kauphækkanir, meðan bráðabirgðalögin gilda, skulu þessir starfsmenn verða þeirra aðnjótandi, að þvi er kjaradómur segir til um. Verkföll, þar á meðal samúðar- verkföll, i þvi skyni að knýja fram aðra skipan kjaramála, þar á meðal framhald á verkfalli nú i rikisfyrirtækjunum, eru bönnuð. Verkföll þessi hafa staðið frá 12. mai. Sáttatilraunir hafa ekki borið árangur, segir i tilkynningu um bráðabirgðalögin laust fyrir hádegið. Verkföllin hafa valdið mikilli röskun i atvi.nnulifi. Vá væri fyrir dyrum i landbúnaði, ef verkfall i Aburðarverksmiðju héldi áfram, þar sem siðustu for- vöð eru til áburðardreifingar. Se- mentsskorturinn hefur stöðvað byggingarframkvæmdir að mestu og valdið alvarlegum töf- um á framkvæmdum við Sigöldu- virkjun, hafnarframkvæmdum i Þorlákshöfn og viðar. Fram- leiðsla Kisiliðjunnar hefur stöðv- azt og öflun hráefnis til fram- leiðslu á næsta vetri, sem stofnar afurðasölu verksmiðjunnar i tvi- sýnu. Þvi áleit rikisstjörnin, að verkfallið þyrfti aö stöðva með bráðabirgðalögum. Ekki var alveg ljóst i morgun, hvenær kjaradómur yrði felldur. — HH Fargjaldafrum- skógurinn: DÝRARA HÉÐAN TIL AMERÍKU EN FRÁ LUXEMBURG TIL AMERÍKU! — bls. 3 • Deilt um 40 milljónir — bls. 3 • Skrif sjónvarps- manns um Lénharð óstœða fyrir uppsögn hans? — baksíða íslandsmet Ragnhildar í Osló og heimsmet í stangarstökki! — Sjá íþróttir i opnu Spilið sem gaf fimm Lancia-bíla — sjá bridge á bls. 16 Þúsundir jurta í grasgarðinum Hún Helga Lilja Björnsdóttir er afar hress yfir blómunum sinum og að vonum, þvi að það eru ekki margir, sem geta stát- að af að hafa fleiri þúsundir jurta undir höndum. Hún vinnur nefniiega I Gras- garðinum i Laugardalnum, og er raunar nýbyrjuð þar. Hún lærði i Garðyrkjuskólanum og vann áður I Ræktunarstöðinni. Sú stöð er raunar aðeins stein- snar frá, svo að ekki er hægt að segja, aðHelga hafi komið langt að eða hún hafi ekki verið kunnug staðháttum. — EVI — Ljósm. Bj.Bj. SJABLS. 12 „Tilbúnir að byrja ó sama klukkutíma" segja steypustöðvamenn um bráðabirgðalögin ,,Það er ijóst, að þetta verk- fail þarf að lcysa. Þjóðin hefur ekki efni á, að það haldi áfram,” sagði Viglundur Þorsteinsson, forstjóri i Steypustöð BIVI Vallá i inorgun um lausn verkfailsins i Seinentsverksmiðjunni með bráðabirgðalögum. ,,Það hefur verið alger stöðv- un hér siðan 14. mai,” sagði Vfglundur. ,,Ekki er vafi á, að gifurlegt magn af mótum stend- ur tilbúið til steypu. Við erum tilbúnir að hefja starfrækslu á sama klukkuti'manum og við fá- um sement afgreitt.” „Verkfallið skapar óeðlilega spennu,” sagði hann ennfrem- ur. Viglundur benti á, að meðan stöðvunin isé hefði fastur kostnaður safnazt á fyrirtækið og ýmis reksturkostnaður held- ur ekki fengizt greiddur. Hins vegar væri erfitt að reikna tapið nákvæmlega. — HH „FRÁLEIT LAUSN" segir Björn Jónsson um bráðabirgðalög í deilu í ríkisverksmiðjunum „Mér mundi finnast þetta vera fráleit lausn, og hún mundi mælast mjög illa fyrir hjá verkalýðshreyfingunni, nú i upphafi almennra átaka.” Björn sagði, að hann vildi helztekki trúa, að þessi leið yrði farin. Hann kvaðst hafa heyrt sögusagnir um þennan mögu- leika en ekki vilja trúa, fremur en öðrum sögusögnum. í hinni almennu kjaradeilu ASl og vinnuveitenda hefur það helzt gerzt að sáttanefnd verður sennilega skipuð til að auðvelda samningaviðræðurnar. ASl- menn hafa lýst sig andviga hug- myndum um að leysa þá vinnu- deilu, með bráðabirgðalögum. Litið sem ekkert hefur þokazt á samningafundum. — HH UM ANNAÐ GAT EKKI VERIÐ AÐ RÆÐA — segir Hjalti Gestsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands Vísir hafði saniband við verið um annað að ræða.” Hjalta Gestsson, hjá Búnaðar- Eins og fram hefur komið i samhandi Suðurlands, á Sel- fréttum Visis að undanförnu fossi. Ilann sagði: hafa bændur verið mjög ugg- „Þetta var að komast i óefni andi um sinn hag vegna og þótt ég viti að samkomulag áburðarleysis. llafa sumir jafn- sé alltaf betra en dómur, tel ég vel haft á orði að bregða búi, ef að svo nauðsj nlegt hafi verið að verkfallið leystist ekki. koma þessu a f stað að ekki hafi —ÓT — TIL HAFNAR FYRIR FJÓRÐUNG FARGJALDS — Baksíða

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.