Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 11
mmmm 10 Visir. Fimmtudagur 29. mai 1975 Visir. Fimmtudagur 29. mai 1975 ■ 3^ 11 Magdeburg sigurvegari Austur-þýzka meistaralibiö Magdeburg, sem fyrra miövikudag sigraöi 11. deildinni þýzku annaö áriö i röö, lauk deildaleikjunum meö jafntefli 1-1 á útivelii gegn Dynamo Dresden. Magdeburg hlaut 41 stig i keppninni — þremur meira en Carl Zeiss Jena, sem varö i ööru sæti. 1 siöasta leik sinum sl. sunnu- dag sigraöi Jena Karl-Marz-Stadt meö 3-0. 1 næstu sætum uröu Dynamo Dresden, meö 32 stig, og Dynamo Austur-Berlin meö 30 stig og komast þvi i UEFA-keppnina næsta leiktimabil. Niöur i 2. deild féllu Vorwaerts Stralsund og Hansa Rostock, en hinn kunni leikmaöur siöar- nefnda liösins, landsiiösmiöherjinn Joachim Streich, var settur úr liöinu i nokkrum leikjum um miöbik keppnistimabilsins vegna deilu viö félags- stjórnina. Rostock náöi stigi á útivelli i siöasta leik sinum gegn Stralsund, sem þegar var falliö, en þaö nægði ekki. Þriöja liöiö i fallbaráttunni, Wismut Aue, sigraöi á sunnudag Rot-Weiss Erfurt 2-1 og bjargaöi sér meö þvi. Ezzard Charles lézt í gœr Ezzard Charles, fyrrum heimsmeistari i þunga- vigt i hnefaleiknum, lézt I gær á sjúkrahúsi i Chi- cago — 53 ára aö aldri. Ilann :iaföi vcriö veikur i mörg ár — lamaöur og var i hjólastúl. Ezzard Charles varö heimsmeistari 1948, þegar hann sigr- aði Joe Wolcott og hélt heimsmeistaratitlinum I tvö ár. Meöal þeirra, sem hann sigraði, var Joe Louis. íslandsmet Ragnhildar Ragnhildur Pálsdóttir Stjörnunni Garöahreppi tók þátt I kvennamóti BUL á Bislett leikvanginum i ósló I gærkvöldi og sigraöi I 3000 m hlaupi á nýju ts- landsmeti, 10.21.8 min. Eldra met hennar á vega- lengdinni var 10.28.2 min. önnur varö Björg Moen BUL á 10.23.6 min og þriöja Berit Hansen á 10.26.2 min. . Ragnhildur var fyrst allan timann en 5 stúlkur tóku þátt I hlaupinu. Dálitiö var fariö aö kólna I gær- kvöldi, þegar hlaupiö fór fram. Þetta islandsmet Ragnhildar er jafnframt nýtt félagsmet i norska félaginu BUL, sem Ragnhildur hefur keppt meö undanfariö. Ragnhildur keppti á mánudaginn 26. mai i 400 m hlaupi I smábæ nálægt Viborg I Danmörku og sigr- aöi á sinum næstbezta tima 61.8 sek. Hlaupabrautir voru þar ekki uppá þaö bezta. Peter Lorimer, lengst til vinstri, sendir knöttinn framhjá George Schwarzenbeck og i markið hjá Sepp Maier Islöari hálfleiknum — en dómarinn dæmdi markiö af vegna rangstööu Billy Bremner, lengst til hægri — og hann er greinilega fyrir innan Franz Beckenbauer — aö falla I völlinn. Simamynd AP I morgun. LEIKAÐFIRÐ BAYERN HEPPNADIST ALVEG Bayern Munchen varð Evrópumeistari félagsliða í Paris i gærkvöldi — annað árið i röð — þegar liðið sigraði Leeds i úrslitaleik Evrópubikarsins 2-0. En þessi 20. úrslitaleikur keppninnar var slakur — einn hinn slakasti sem um getur — og enskir áhorfendur settu svartan blett á knattspyrnuna með framkomu sinni. En fyrir þjálfara Bayern/ Dettmar Cramer, var leikurinn mikill sigur. Hann sannaði svo ekki verður um villzt að í skipulagningu stendur honum enginn framar — leikaðferð Bayern Munch- en heppnaðist fullkomlega. Cramer vissi, að lið hans var lakara en Leeds og hagaði leik- skipulaginu eftirþvi —já, Bayern Munchen er ekki sama lið og hér áður fyrr og þó það léki oft á tið- um eins og 2. deildarlið i gær- kvöldi stóð það uppi sem sigur- vegari i lokin. Bayern lék varnarleik — fyrst og siðast — og treysti á snögg upphlaup, sem gætu komið leikmönnum Leeds úr jafnvægi. Miðjan var algjörlega gefin eftir — og þar gat Leeds leikið sér aö vild, en þegar upp að vitateignum kom rann flest út i sandinn hjá enska liðinu. Þar var til staðar sjö-til átta manna varnarveggur þýzkra, — og fyrir aftan hann lék Franz Beckenbauer sem „sweep- er” ef einhvern leikmaður Leeds skyldi komast i gegn. Þeirri stöðu Ahangendur Leeds urðu sér til mikillar skammar I Paris I gær — settu ljótan blett á knattspyrnuna meö framkomu sinni. Myndin til hliöar var tekin rétt á eftir aö Bayern haföi skoraö annaö mark sitt I leiknum — og öllu lauslegu var þá kastaö niöur á völlinn. gerði Franz „keisari” góð skil — var bezti maður Bayern, þó hann léki mest allan leikinn með djúp- an skurö yfir öðru auganu. Keis- arinn var góður þó hann að áliti Cramers sé orðinn of gamall og hinn gamli maðurinn I liðinu, Sepp Maier, markvörður, stakk ekki rangt niður fæti i leiknum. Að visu þurfti hann ekki að verja mikiö — skot Leeds á markið lentu yfirleitt „hárfint” framhjá eöa yfir. Þessi sterki varnarleik- ur Bayern varð til þess, að leik- menn Leeds reyndu mjög lang- skot i leiknum og þau heppnuöust ekki — þó oft væri flug knattarins iskyggilega nærri marki Maiers. Vegna leikaðferðar Bayern var Leeds miklu meira með knöttinn i leiknum — en tókst illa að nýta það, þó svo i tveimur tilfellum yrðv mistök franska dómarans til að halda Bayern á floti. Hann sleppti augljósri vitaspyrnu — að áliti nær allra fréttamanna á leiknum — þegar Beckenbauer felldi Alan Clarke i lok fyrri hálf- leiks — og dæmdi svo „gott” mark af Leeds, þegar staöan var 0-0 um miðjan siðari hálfleik. Peter Lorimer skoraði — en rang- staöa var dæmd á Billy Bremner. Þessi atvik hleyptu illu blóði i leikmenn Leeds — liðið beinlinis brotnaði niður, þegar mark Lori- mers var dæmt af. Ekki bætti úr skák þá að vart var leikandi á vellinum vegna óláta ensku áhorfendanna, sem misstu alveg stjórn á skapi sinu. Bremner varð meira að segja að fara aftur fyrir mark Maiers og biðja áhorfendur að haga sér eins og manneskjur. Og svo kom að þvi, sem leik- menn Bayern biðu eftir. Vörn skyndilega breytt i sókn — sjálfur Muller, sem oft var varnarhlekk- ur við vitateig Þjóðverja, náði knettinum þar — gaf langt fram til Svians Thorstensson, sem brunaði upp. Hann sendi siðan á Franz Roth, sem skoraöi. Það var á 71. min. og i annað skipti i leiknum, sem leikmenn Bayern komust upp i vitateig Leeds. EÍl- efu min. siðar léku leikmenn Bay- ern sama leikinn og nú var það Muller, sem varla hafði sézt i sóknarleiknum áður, sem skoraöi annað mark Bayern — Leeds var sigrað lið! Já, Leeds er eins og Paul Keres i skákinni —■ alltaf nr. 2! Evrópumeistarar Bayern — myndin var tekin eftir sigur liðs- ins 1974. Efri röö frá vinstri Beck- enbauer, sem tók i gær viö 3ja „stórbikarnum” á einu ári, Zobel, Rorh, Torstensson, Mamajewski, Viggo Jensen, Hoeness, Schwarz- enbeck, Roth, Muller og Breitner (nú Real Madrid). Fremri röö: Hadewicz, Durnburger, Kapell- mann, Wunder, Johnny Hansen, Maier, Robl, Weiss, Rummenigge og Michelberger. Bayern varð fyrir tveimur áföllum i leiknum. A fjórðu min. slasaðist sænski bakvörðurinn Björn Andersson, eftir samstuð við Frank Gray og var borinn af leikvelli. Sepp Weiss, sem leikið hefur 5 leiki i aðalliði Bayern, kom i hans stað — og rétt fyrir hlé varð leikmaðurinn frægi, Uvi Hoeness að yfirgefa völlinn. Hann snérist illa á hné á mjúkum vell- inum i Paris — og Klaus Wunder kom i hans stað. Leeds geröi eina breytingu á liði sinu eftir að Þjóð- verjar höfðu skorað fyrra mark sitt — Eddie Gray kom inn á i stað Terry Yorath. Leikurinn var grófur — Paul Reaney og George Schwarzenbeck voru bókaðir snemma i leiknum — og siðan Norman Hunter. Eftir leikinn sagði sigurvegar- inn mikli, Dettmar Cramer. „Ég er ánægður með sigurinn — en ekki ánægður með frammistöðu liðs mins i leiknum. 1 minum bók- um var Leeds sigurstranglegra liöið — og það sáuð þið greinilega i leiknum. Pressa Leeds var gifurleg og leikmenn liðsins unnu nær hvert einasta einvigi. Vegna meiðsla tveggja leikmanna minna varð ég aðeins að breyta fyrirhugaðri leikaðferð — og ef þessi meiðsli heföu ekki komið til heföi lið mitt áreiðanlega leikið betur.” Aðspurður hvernig hann heföi breytt leikaðferöinni sagði Cram- er. „Ég sá fram á að viö yröum að styrkja vörnina og treysta á skyndisóknir. Mér uíðu aðeins á ein mistök i sambandi viö mat mittá Leeds-liðinu fyrirfram. Ég bjóst ekki við þvi, að Terry Yorath mundi leika eins framar- lega og hann gerði i leiknum — og varð þvi að breyta uppdekkning- unni. Þegar Seipp Weiss kom inn á i stað Anderssons lét ég fara i að elta Bremner. Þeir voru eins og faðir og sonur”. Og Cramer hélt áfram. „Beck- enbauer var bezti leikmaður Bay- ern i leiknum, þrátt fyrir meiðsli,” en áhorfendur voru ekki beint hrifnir að sjá keisarann i al- gjöru varnarhlutverki. Honum lætur bezt aö leika stöðu sóknar- framvarðar. Jimmy Armfield sagði á blaöa- mannafundinum. „Leikmenn minir hafa staðið sig virkilega vel — klifrað af botni 1. deildarinnar ensku og leikið mikiö. Þeir hafa leikiö eins vel og nokkur fram- kvæmdastjóri getur óskað sér”, en Armfield tókst illa að leyna vonbrigðum sinum. — hsim. Þú ert fyrirliði okkar, Bommi, skipaðu fyrir!) Jæja, förum þá að ,V sofa. Sjáum hvað^ ^mæuiumiiii i imin rwnrmr*~*~~~ Heimsmet innanhúss á stðnai Bandarlkjamaöurinn Steve Smith bætti heims- met sitt i stangarstökki innanhúss á miklu móti at- vinnumanna i frjálsum iþróttum seint i gærkvöldi i Madison Square Garden I New York —stökk 5.61 m. Eldra met hans var 5.59 m og þetta er i þriöja sinn á árinu, sem Smith setur heimsmet I stangarstökki. Hann geröist atvinnumaöur fyrir 16 mánuöum. Eft- ir heimsmetiö reyndi Smith næst viö 5.68 m., en mistókst i ölluin þrem tilraununum. Þessi árangur hans er hinn þriöji bezti I stangar- stökki — innan- og utanhúss — frá upphafi. Heims- mctið utanhúss á Dave Roberts, sem I marz stökk 5.65 metra. Hcimsmet áhugamanna innanhúss á Dan Ripley 5,51 m. A mótinu sigraöi Ben Jipcho, Kenýa, i miluhlaupi á 4:02.7 min. og aöeins klukkustund siöar sigraöi hann i 2ja milna hlaupi á 8:40.6. Franski dómarinn óheillamaður hjó leikmönnum Leikmenn Leeds fljúga heim frá Paris siöar I dag — og mjög miður sin vegna þess á hvern hátt þeim mistóks aö ná Evrópumeistaratitlinum frá Bayern Munchen. Leeds átti 80% af leiknum, þar til 19. min. voru til leiksloka, aö Franz Roth skoraöi. Og til aö strá enn meira salti i sárið skoraöi Gerd Muller annaö mark 11 min. fyrir leikslok. „Þaö var aöeins i annaö skiptiö i leiknum, sem þeir komust inn i vltateig okkar, þegar Roth skoraði,” sagöi Jimmy Armfield bitur eftir lcikinn.Leikmenn Leeds voru mjög sárir út i franska dómarann, Michael Kitabdjian. Aö þeirra áliti sleppti hann augljósri vitaspyrnu. þegar Franz Beckenbauer felldi Alan Clarke innan vitateigs siöast i fyrri hálfleik — og tók svo gott mark af þeim, þegar Peter Lorimer sendi knöttinn I markiö hjá Bayern. „Þessi atvik breyttu gangi leiksins,” sagöi Armfield. Þetta er þriöji lcikurinn, sem þessi franski dómari dæmir leik Leeds I Evrópukeppni — og hann viröist færa liöinu allt annaö en heppni. Fyrra skiptiö var I Torino fyrir 10 árum, þegar Leeds tapaöi og fyrirliöi liösins, Bobby Collins, var borinn af velli, fótbrotinn —en siöara skiptiö fimm árum siöar, þegar Celtic sigraöi Leeds I undanúr- slitum keppninnar. Pólverjar unnu Austur-Þjóðverja Pólverjar, sem uröu I 3ja sæti á HM i fyrrasumar i knattspyrnunni, sigruöu Austur-Þjóöverja I lands- leik I Hallc I A-Þýzkalandi i gærkvöldi. Lokatölur 2-1 og öll mörkin voru skoruð siöustu 20 minúturnar. Pólverjar náðu þarna hefndum fyrir tap gegn A-Þjóöverjum i Varsjá skömmu eftir heims- meistarakeppnina, 1-3. Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins I gær á 75. min., þegar Joachim Marx og Grezogorz Lato léku gegnum þýzku vörnina og Lato skoraði. Sjö min. siöar jöfnuðu heimamenn. Eberhard Vogel, sem hafði komið inn sem vara- maður i siðari hálfleik, skallaöi glæsilega framhjá Jan Tomaszewski. Vogel lék þarna sinn 68. lands- leik — met. En þegar þrjár min. voru til leiksloka tryggði Marx sigur Póllands með þrumufleyg af 20 metra færi, sem Jurgen Croy hafði ekki möguleika á að verja. Næsti leikur Austur-Þjóöverja veröur hér á Laugardalsvellinum 5. júni i Evrópukeppni lands- liöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.