Alþýðublaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 2
2
RITSTJÓRN ARGREIN-------------------
„Dauð atkvæði”
á Ö-lista?
Morgunblaðið segir í leiðara að borgarstjórnarkosn-
ingarnar snúist um það, hvort Reykvíkingar vilji
endurreisa flokkseinræði Siálfstæðisflokksins í
borgarstjórn. Það er rétt. Kosningarnar snúast m.a.
um það. Um fyrirætlanir flokkseigendafélags Sjálf-
stæðisflokksins í borgarmálum veit hins vegar eng-
inn. Flokkeigendafélagið hefur ekki virt kjósendur
svo mikils að birta þeim stefnuskrá i borgarmálum. í
staðinn er bara boðið upp á pólitíska jarðfræði um
,,vindrassa og veðravíti".
En hvað gerist, ef Reykvíkingar hafna flokksein-
ræðinu? Hvaðætla Sjálfstæðismenn að gera þá? Mar-
kús örn Antonsson lýsti því yfir í Sjónvarpi, f.h.
þeirra Sjálfstæðismanna, að fái flokkurinn ekki al-
ræðisvald, verði hann ekki til viðtals við aðra flokka
eða borgarfulltrúa um stjórn borgarinnar. Það
jafngildir yfirlýsingu um, að nái Sjálfstæðismenn
ekki hreinum meirihluta, muni öll atkvæði greidd
Sjálfstæðisflokknum „falla dauð" i kosningunum.
Þannig virðist takmarkalaus valdahroki flokkseig-
endafélagsins ætla að bera alla pólitíska ábyrgðartil-
finningu gagnvart kjósendum flokksins ofurliði.
Morgunblaðið segir líka, ranglega, að hvert atkvæði
greitt Alþýðuf lokknum sé atkvæði greitt nýrri vinstri
stjórn í Reykjavík. Þetta er rangt. I stefnuskrá Al-
þýðuflokksins — því Alþýðuf lokkurinn hefur stefnu-
skrá, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga — segir
orðrétt: „Alþýðuflokkurinn er reiðubúinn til sam-
starfs á jafnréttisgrundvelli við aðra stjórnmála-
flokka og stjórnmálahreyfingar um stjórn borgar-
innar á næsta kjörtímabili". Þessi upphafsorð stefnu-
skrár Alþýðuf lokksins, ásamt með endurteknum um-
mælum frambjóðenda flokksins, taka af tvfmæli um
það, að Alþýðuf lokkurinn gengur til kosninga, óbund-
inn um samstarf við aðra flokka. Ölíkt Sjálfstæðis-
flokknum er Alþýðuf lokkurinn hins vegar reiðubúinn
til samstarfs við aðra, ef samkomulag tekst um mál-
efnin. Ölíkt Sjálfstæðisf lokknum hafa frambjóðendur
Alþýðuflokksins ekki lýst atkvæði greidd Alþýðu-
flokknum fyrir fram dauð, ef flokknum fellur ekki
við kosningaúrslitin — við dóm kjósenda.
Sannleikurinn er sá, að líkurnar á óbreyttu borgar-
málasamstarfi eftir kosningar verða að teljast harla
litlar. Ástæðurnar eru margar. í kosningunum 1978
vann Alþýðubandalagið stórsigur. Það hlaut tæplega
þriðjung atkvæða og f imm borgarf ulltrúa.
Nú benda f lest sólarmerki til þess, að Alþýðubanda-
lagið verði fyrir fylgishruni. Það er ekki vegna þess
að samstarfið i meirihluta borgarstjórnar hafi gefizt
svo illa. Ástæðan er sú, að Alþýðubandalagið geldur
nú þátttöku sinnar í misheppnaðri rikisstjórn. Það
geldur líka ráðvilltrar og úrræðalausrar verkalýðs-
forystu sinnar, sem þorri launþega ber ekki lengur
neitt traust til. Kosningabaráttan núna er nefnilega
öðrum þræði kjarabarátta gegn ríkisstjórninni og ráð-
herrum Alþýðubandalagsins sérstaklega, en fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins kallar um-
mæli þeirra um kjaramál nú „eins og töluð út úr sínu
hjarta". Það er m.a. kosið gegn þessu nýja Fóst-
bræðralagi ráðherra AB og Vinnuveitendasambands-
ins.
Auk þess er nýtt afl komið til sögunnar, þar sem
Kvennaframboðið er. Kvennaframboðið er Alþýðu-
bandalaginu einkum sár þyrnir í holdi. í f yrstu reyndu
kommar að eigna sér það. Þeir töluðu um „gamal-
kunnug andlit" á kvennalistanum og stolnar f jaðrir í
stefnuskrá. Nú hafa kommarnir snúizt af þvílíkri
heiftgegn Kvennaf ramboðinu, aðekki dugir minna en
f jórar níðgreinar í einu og sama tbl. Þjóðviljans því til
höf uðs. Vera má, að þar grói seint um heilt.
Bjarni P. Magnússon, frambjóðandi Alþýðuflokks-
ins, hefur hins vegar lýst hrifningu sinni yfir hug-
sjónagrundvelli Kvennaframboðsins og sagt að jafn-
aðarmenn geti vel hugsað sé samstarf við fulltrúa
kvenna í borgarstjórn. Það verða því fyrirfram að
teljast litlar líkur á óbreyttu meirihlutasamstarfi
eftir kosningar. Kosningaúrslitin sjálf skera fyrst og
fremst úr um samstarfsgrundvöll að kosningum
loknum. Nái enginn einn flokkur hreinum meirihluta
hljóta því næst að koma til hleypidómalausar samn-
ingaviðræður um málefnagrundvöll.
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn vilji í valdahroka sínum
dæma atkvæði greidd D-listanum dauð fyrirfram,
hef ur slík fásinna aldrei hvarf lað að f rambjóðendum
A-listans. Hins vegar leggja jafnaðarmenn áherzlu á,
að þeir séu reiðubúnir til forystu í nýjum meirihluta,
þar sem efnt er til heiðarlegs samstarfs á jafnréttis-
grundvelli. __
Kosningahátíðin í Reykjavik — Sjá einnig bls. 8
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir ávarpar
fundarmenn.
Kosningastjórinn i Reykjavik,
Höskuldur I)ungal„ ræftir viö þá
Gunnar Eyjólfsson og Geir A.
Gunnlaugsson.
Fjölmenni var á samkomunni.
tjj ÚTBOÐ
Tilboð óskast i múrviðgerð og málun á
Laugardalshöll að utan.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
að Frikirkjuvegi 3.Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginnl. júnin.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirl«iuv«gi 3 — Sirm 2S800
Aldarafmæli Flensborgarskóla
Flensborgarskóla verður slitið i íþrótta-
húsinu i Hafnarfirði fimmtudaginn 20. mai
kl. 13.30.
Að skólaslitum loknum verður afmælis-
kaffi og afmælissýning i skólahúsinu.
Sunnudaginn 23. mai kl. 14 verður hátiðar-
messa i Garðakirkju þar sem heiðruð
verður minning stofnenda skólans, pró-
fastshjónanna séra Þórarins Böðvars-
sonar og Þórunnar Jónsdóttur.
Allir velunnarar skólans eru hjartanlega
velkomnir.
Skólameistari
Kosninga-
skrifstofa
Alþýðuflokksins
í Reykjavik
Bankastræti 11
2. hæð
er opin alla daga frá
klukkan 9 — 22.
Simar skrifstofunnar
eru: 27846 — 27860.
Simi utankjörstaða-
kosningar er 29583.
Hafið samband við
kosningaskrifstof-
una sem allra fyrst.
Komið eða hringið.
Munið, að margar
hendur vinna létt
verk.
Kosningastjórn