Tíminn - 06.01.1967, Page 13

Tíminn - 06.01.1967, Page 13
FÖSTUDAGUR 6. janút« 1967 13 wm Míkíl slysahætta 1 Laugar- dalshöllfnni vegna lekans Eiga íþróttafélögin ekki heimtingu á afslætti þegar æfingatímar koma ekki að notum? Hvað eftir annað skeði það, í Laugardalshöllinni í fyrra- kvöld, að keppendur í fslands- mótinu í handkmattleik, runnu illilega á blautu salargólfinu og skullu í gólfið. Það var vissu- Iega ekki arkitektum íþrótta- hallarinnar að þakka, að ekki urðu slys á mönnum, en hve lengi forsjónin heldur hlifðar- skildi yfir íþróttamönnum, sem er gert að leika undir þessum kringumstæðum, er óvíst. Sann Ieikurinn er sá, að mikil slysa- hætta er. fyrir hendi óhreyttu ástandi. Sá ,sem þessar línur skrifar hafði með höndum æfingatíma í knattspyrau hjá ungum pilt- um í Laugardalshpllinni í fyrra dag, og satt að segja var ill- framkvæmanlegt að halda æf- ingunni gangandi, því að ekki hafði ég mann á launum við að þurrka upp bleytuna, sem safnaðist á gólfinu. Og afleið- ingin varð sú, að piltarnir voru sídettandi, sumir meiddust, en sem betur fer lítillega, og æf- ingin fór að miklu leyti út um þúfur. Og það skal tekið fram, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem slíkt skeður. Fyrir nokkrum vikum voru gerðar fáeinar fyrirspurnir hér á íþóttasíðunni vegna lekans í íþróttahöllinni, og viðkomandi aðilar krafðir skýringar, enda kostar þetta manrwirki tugi milljóna og fjári hart að búa við leka í svo dýru húsi. Þess- um fyrirspurnum hefur ekki verið svarað, og dettur manni í hug, fyrst ábyrgðar- menn íþróttahallarinnar sjá ekki ástæðu til að svara, að lekinn eigi einfaldlega að vera. Ég hygg þó, að íþróttafólk, iðnaðarmenn og borgaryfirvöld hafi ekki búizt við þessum kaup bæti, og satt að segja finnst mér það vera galli við íþrótta- höllina, að það skuli vera leki í henni, sérstaklega vegna slysa hættunnar. Nú er höllin leigð út til íbróttafélaga og íþrótta- samtaka fyrir stórfé. Eiga þess- ir aðilar ekki heimtingu á af- slætti, þegar tímarnir verða ónothæfir vegna lekans? Sem útsvarsgreiðandi í Reykjavík tel ég mig vera einn af eigendum íþróttahallarinn- ar (aðili að 51% eign borgar- innar) og legg til, að íþrótta félögin fái afslátt af gölluðum æfingatímum. Og í öðru lagi vill ég láta borgaryfirvöldin rannsaka möguleika á því, Laugardalshöllin — hvenær verður komizt fyrir lekann í höllinni? hvort að við — eigendurnir getum ekki fengið smáafslátt af verki, sem greinilega er mis- hcppna|f. Og að lokum, hvenær verður reynt að komast fyrir lekann? -alf. Aðalfundur Skotfélags Reykja víkur fyrir áiið 1966 var að þessu sinni haldinn hinn 20. nóv. sl. f húsi Slysavamarfélags fslands. Fundarstjóri var Bjarni R. Jóns- son, forstjóri, en ritari frú Edda Thorlacíus. f skýrslu félagsstjórn- ar kom fram að starfsemi félags- ins hefur verið fjölbreyttari og meíri en nokkru sinni fyrr enda hefur meðlimatala félagsmanna nær tvöfaldast á árinu. Félagið hélt uppi reglubur.dn- um æfingum innan húss að vetr- arlagi eins og að undanförnu. en þar sem þær æfingar voru orðnar svo fjölsóttar að til vandræða horfði var ákveðið að fjölga æf- ingatímum um helming og æfa tvisvar i viku. Eru nú reglulegar æfingar öll miðvikudagskvöid inn á Hálogalandi en auk þass æí- ingar á sunnudagsmorgnum frá kl. 9—12. Tvær innanhúss keppmr foru fram sl. vetur á undan hmum reglulegu vormótum félagsins. Hinn 23. febr. var keppt um styttu sem Axel Sölvason gaf fé- laginu til þess að keppa um í standandi stellingu. Sigurvegari_ í þessari keppni var Ásmundur Ól- afsson og hlaut hann 314 stig af 400 mögulegum. í marz .var keppt um verðlaunabikar sem Leo Sahmidt, formaður félagsms gaf til þess að keppa um i hnestell- ingu. Þá keppni vann óvænt eir.n af yngstu meðlimum félagsins Björgvin Samúelsson og hlaut hann. 91 stig af 100 mögulegurn. Hans C'hristensen-mótið íor fram að venju í marz. Voru þátt- takendur 15 að þessu sinni. Sig- urvegari var hinn þrautreyndi skotsnillingur Valdimar Magnús son. Vormótið fór fram hinn fjórða maí, að loknum vetraræf- ingum og var að venju keppt í öllum flokkum. Þátttakenaur voru að þessu sinni 15. í meistaraflokki vann Ásmundur Ólafsson, i 1. fl. sigraði Egill Jónasson Stardal, en í 2. flokki Aðalsteinn Magaússon. Æfingar á útisvæði félagsins í Leirdal hófust sl. vor iaínskjótt og tíðin leyfði. Var haldið uppi reglubundnum æfingum með haglabytssum á leirdúfur <531 mið- vikudagskvöld fram í sept. Voru þessar æfingar yfirleitt vel sóttar. Æfingar með rifflum hófust ejnn- ig í vorbyrjun 0g 25. júní var háð 50 metra mótið með kal. 22 rifflum. Þátttakendur voru með færra móti eða ekki nema 8. Sig- urvegari mótsins varð Axel Sólva- son. Annan júlí var haldið mót aftur og keppt með stórum veiði- rifflum kal. 243 og stærri. Var með því móti brotið blað í söguj félagsins því slík keppni hefur ekki farið fram fyrr í sögu þess.t Gunnar Sigurgeirsson, kaupmað! ur og eigandi Sportvöruhúss! Reykjavíkur gaf félaginu vandað-j an grip til þessarar keppni. Var' það byssuhylki af dýrustu gerð að verðmæti 3—4 þúsund krónur. Þátttakendur í þessari keppnL voru 8 og sigraði Þröstur óiafsson ; og hlaut hinn góða grip til eignar. Félagið hélt tvö mót í Leirdúfu skotkeppni. Þessi íþrótt er litt kunn hér á landi, en er mjög vinsæl erlendis. Nefnist hún skeet á ensku, en orðið tnun Kom- ið úr skandinaviskum málum og er afbökun úr orðinu að skjóta (skyde). Er hún fólgin í því að Frá æfingu Skotfélagsins á svæSi félagsins viS Leirvog. Fremst á myndinnl sést Eglll Stardal. hæfa moð haglabyssu ieirkrínglu sem varpað er úr tveim turnum á víxl í veg fyrir skotmann. Kást- vélarnar í turnunum varpa þess- um „leirdúfum“ á ýmsa vegu fyr- ir skyttuna eftir því hvar nann er staddur á skotbrautinni. Kepp- endur voru óheppnjr með veður á báðum þessum mótum því a)í- mikill vindur var og mismikill, en j nvassviðri veldur því að skífurnar ■ fljúga óreglulega og misjafnt. Fé- lagið á tvo verðlaunagripi til keppni í þessari íþrótt, er annar þeirra skotmannsstytta, gefin af Niels Jörgensen verzlunarstjóra í Goðaborg, en hinn er mynda- stytta af íslenzkum fálka seni Guð mundur Einarsson frá Miðdal gaf félaginu á sín-um tírna, en Guð- mundur var einn af hvataraönn- um þess að félagsmenn Skotfé- lagsins hæfu æfingar í þessari íþrótt. í fyrra var keppt í fyrsta sinn um fálkastyttuna og vann Karl ísleifsson hana þá en nú var keppt einnig og í fyVsta sinni um styttu þá sem Niels gaf, sem er umferðastytta er ekki verður unn in til eignar. Sigurvegari á þessum mótum í ár varð Egill Jónasson Stardal. í reikningsyfirliti gjaldkera fé- lagsins^kom fram að þó hagur félagsins væri góður fyrir þetta ár þa færu útgjöid félagsins si- fellt vaxandi bæði .ve-gna aukinn- ar dýrti&ar og vax-andi starfsemi. Sagði gjaldkeri það naúðsynlegt. að hækka árgjöld til. félagsinsj verulega eða innbeimta'ké’rstök æf ' ingagjöld. Var ákvéðið af fundar- mönnum að hækka árgjaldið upp í kr. 400. Nokkuð hefur að vanda borið á, spellvirkjum á útiæfingasvæði félagsins í Leirdal, og hafa þar Yerið að verki menn sem svala skemmdarfýsn sinni með skot- vopri í höndum. Þess vegna hefur , Framhald a bls. 15. r Kærubréfið barst á milli jóla og nýárs Helgi V. Jónsson, formaður dónislóls Handknattleiksráðs Reykjavíkur hringdi til blaðs- ins og kvað það ekki rétt með farið, að kærumál Keflvíkinga hefði legið í margar vikur hjá dómstólinum. Keflvíkingar hefðu, skömmu eftir leikinn gegn KR, fyrst í desember, til- kynnt HKRR með símskeyti, að þeir inyndu kæra leikinn. Kærubréf væri á leiðinni. Nokk ur dráttur varð á, að bréfið bærist til Reykjavíkur, og kvað Helgi sig ekki hafa fengið bréf- ið fyrr en milli jóla og nýárs. Loks gat Helgi um það, að mál- ið yrði tekið fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Íþróttasíðunni þykir leitt að hafa haft dómstól HKRR fyrir rangri sök, en sökin á þessuni drætti virðist liggja hjá Kefl- víkingum, sem voru lengi að koma kærubréfinu frá sér. -alf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.