Tíminn - 15.01.1967, Side 3

Tíminn - 15.01.1967, Side 3
SUNNUDAGUR 15. janúar 1967 TÍMINN I SPEGLITIMANS ★ Laugardaginn 10. júní verð ur haldið brúðkaup Margrétar Danaprinsessu og Henri hins franska. Mi'kið verður um dýrð ir í Danmörku á þessum tíma og þegar hefur verið ákveðið að hefja gleðskapinn 10 dögum fyr ir brúðkaupig eða 30. maí, en þá verður haldin mikil veizla í ★ Fyrir stuttu varð gerð skoð anakönnun meðal bandarískra þegna, og kom mönnum mjög á óvart hve fólk virtist ótrú- lega illa að sér í heimsmálun- um, þó að sífellt væri verið að hamra á sömu atburðunum í fréttum blaða, útvarps og sjón varps. Þannig áleit meirlhluti þátttakenda að Rauðu varðlið- arnir í Kína væru að berjast Fredensborgarhöll. Þetta verð ur mesta brúðkaup í manna minnum, einhvers konar hátíða höld á tímanum frá 30. maí til 10. júní með frídögum inn á milli svo að hin verðandi brúð hjón hafi einhvern tíma aflögu að búa sig undir brúðkaupsdag gegn Mao (kannski eru þeir að því þegar öllu er á botninn livolft). Fjórðungur hélt að Ohiang Kai-sjek væri forystu- maður kinverskra kommúnista, tveir þriðju hlutar þátttakenda vissu ekki nándar nærri hvað repúblikanar höfðu bætt við sig mörkum þingsætum í kosn- ingunum í nóv. s.l., en mest kom á óvart svör við spurn- Á.brúðkaupsdaginn á vígslan að fara fram í Holmskirkju, en sdðan verður boðið til Fred- ensborgarhallar, þar sem hinir 400 gestir munu snæða í tjald búð á flötunum fyrir framan höllina. ingum um Vietnam. Sjö af tíu héldu að herstyrkur Banda ríkjamanna þar væru 475 þús- und eða yfir (hann er nú 389 þús.) og tveir af hverjum þrem ur trúðu því að Norður-Viet- namar hefðu haldið réttarhöld yfir handteknum bandarískum flugmönnum sem stríðsglæpa- mönnum, í stað þess að þeir höfðu aðeins hótað að gera slíkt. Og sami fjöldi áleit að Ky hershöfðingi ihefði komizt til valda i S-Vietnam í frjáls- ic Frú Ky, kona Ky hershöfð- ingja í S-Vietnam, flaug til Tókíó skömmu fyrir áramótin til að láta skurðlækna breyta augnaumibúnaði sinum og gera hanm dálítið vestrænni. Frú Ky er fögur kona, en heimspress- an hefur ekki látin neinn dóm falla um hvort þetta hafi auk- ið fegurð frúarinnar. f ★ Sovézka tónskáldið Vano Muradeli vinnur nú að samn- ingu geimferðaóperu, sem á að sýna á byltingarafmælinu í ár (50 ára). Aðalsöguhetja verður Teresjkova sú sem fyrst kvenna fór í kynnisför um geiminn. ★ Alþjóðleg fatasýning verð- ur haldin í Moskvu i sumar og eru sovézkir tízkufrömuðir önn um kafnir við undirbúning. Er- lend blöð skýra frá því að Rúss ar ætli sér ekki að verða nein ir eftirbátar á þessari sýningu. ★ Finnska lögreglan handtók nýlega tvo ölvaða menn. Það kom í ljós að þeir höfðu tekið ófrjálsri hendi tiu flöskur af messuvíni úr kirkju, og höfðu drukkið úr átta þegar lögregl an komst í spilið. ★ Robert Oswald, 32 ára, bróð ir Lee Oswalds þess sem talinn er morðingi Kennedys, forseta, hefur í hyggju að skrifa bók um forsetamorðið. Hann er sam mála bandarísku dómurunum um það að Lee hafi myrt for- setann, en telur að dómararnir hafi aldrei vitað hversvegna. Hann ætlar að útskýra ástæð- una að því sagt er. ★ Nýlega var hafin útgáfa á nýju blaði, The Sun, í New York Daginn, sem blaðið kom út, óku margir bílar með blaðið hing að og þangað um borgina og var það skilið eftir á götuihorn um, þar sem að væntanlegir blaðasalar áttu að ná í það samkvæmt umtali- En í millitíð inni komu óþekktir aðilar ak- andi á mörgum bílum og hirtu blaðabunkana, og er tabð að keppinautar hins nýja blaðs hafi verið þar að verki. ic Það gengur á ýmsu með Hollandsprinsessur. Nú er Júlí ana drottning í vandræðum með hina 19 ára gömlu Christinu, sem er sögð ástfangin af vinstrisinnuðum stúdent, Wim Schoo að nafni. Af þessum sök um var prinsessan send til St. Martin eyjarinnar í Karabiska hafinu, þar sem hún á að átta sig á hlutunum. ★ Mireille Darc heitir hún og er sögð arftaki Brigitte Bardot sem mesta kynbomba Frakk- lands. Hún segist álíta að tími „brjóstadrottnimganna“ sé lið inn, og að framvegis verði „sex- ið“ sér í hag, en hún hefur drengjalegan vöxt á borð við Audrey Hepurn. Hjá grænlenzkum fjölskyld- um er yfirleitt gífurleg við- koma og ástandið oft mjög bág borið. Nú er verið að kanna það í Danmörku, hvort ekki sé ráðlegt að danskar fjölskyldur ættleiði börn frá bágstöddum heimilum á Grænlandi. Þessar léttklæddu þjónustu stúlkur ganga um beina á næt orklúbb í París er ber heitið Svarti Jack. Klæðnaður þess ara stúlkna er að verða alþjóðlegur, en það var rit- stjóri herratímaritsins Playboy, sem fann upp á að láta stúlk urnar í Playboy-klúbbunum í Bandaríkjunum ganga svona til fara. ★ Oft er gaman að lesa kvik- myndagagnrýni í eriendum blöðum, og þannig endar einn gagnrýnandinn dóm á lélegri kvikmynd: Þetta er sú tegund myndar, þar sem gagnrýnend- um er boðið ásamt mörgu öðru fólki í stað séstakrar lokaðrar sýningar, í von um að þeirra persónulegu illkvitnu skoðanir drukkni í fagnaðar- látum annarra áhorfenda. Það er því ékki nema sanngjarnt að skýra frá því, að þegar þessi lélega eftirlíking af James Bond myndum loks tók cnda, hvæstu áhorfendur eins og slöngur króaðar af úti í homi! WÆiimaA Hér er nýleg mynd af Roll- ing Stones, tekin rétt áður en þeir stigu um borð í flugvél til Bandaríkjanna, þar sem þeir eiga að koma frani í Ed Sulli- van revíu. Sagt er að síðasta plata þeirra „Við skulum eyða nóttinni saman“ þyki ekki við eigandi að öllu leyti og geta svo farið að hún verði bönnuð, a. m. k. í opinberu útvarpi og sjón varpi. -t

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.