Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i síma 12323. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. T2- fW. — Sunnudagur 15. janúar 1967 — 51. árg. MYNT ÍSTAÐ SEDLA EJ-Reykjavík, laugardag. Undanfarin ár hefur oft verið um það rætt, að nauð synlegt væri aS Iáta slá nýja íslenzka mynt, sem væri hærri að verðgildi en tveggja krónu peningarnir, sem nú eru í umferð. Ein hver skriður er nú kominn á þetta mál og farið að ræða við ensku myntsláttuna um gerð nýrrar myntar, en eng in ákvörðun hcfur verið tek in um verðgildi myntarinnar. Má búast við að einhver ný mynt komist í notkun seint á þessu ári eða £ byrjun næsta árs- Svo sem kunnugt er hefur Seðlabankinn undanfarið, og Landsbankinn áður, haft m°ð að gera seðlaútgáfu en ríkissjóður hefur séð um myntina upp í tvær krónur. En í aprílbyrjun tekur Seðla bankinn einnig við myntinni. Blaðið átti tal við Jón Framhald á bls. 2. Mao Tse-tung CSiiang Chicng Lin Piao Liu Shao-chi Róttæk hreinsun boðuð í kínverska hernum NTB—Hongkong og Tókíó, laugardag. Hið opinbera málgagn kín- verska hersins, Blað frelsis- hersins, lagði í dag til, að framkvæmdar yrðu róttækar hreinsanir í forustu hersins. í grein, sem lesin var upp í Peking-útvarpinu, segir m.a., að innan hersins séu nokkrir leiðtogar, sem fylgi kapítal- ískri stefnu í andstöðu við á- ætlun Maos formanns. Ekki hafa verið nefnd nein nöfn í þessu sambandi ennþá, en með þessum boðuðu aðgerðum er talinn hefjast nýr þáttur í menningarbylt ingunni. sá þriðji. Er talið, að Mao formaður hyggist taka öll spil innan hersins á sína hönd og styrkir þá skoðun skipun eigin konu hans, Chiang Ghien, í stöðu ráðgjafa hinnar nýju byltingar- Frumvarp til laga um skipun prestakalla: Heimilar ekki tvo presta í prestakalli EJ—Reykjavík, laugardag. í lagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi um nýskipan prestakalla, er gert ráð fyrir, að einungis einn prestur verði í hverju prestakalli. Hér í Reykja vík eru nokkur tvímenningspresta köll og hefur því vaknað sú spum ing, hvort þeim verði skipt er frum varpið verður aS lögum. Blaðið ræddi í dag við biskupinn yfir ís- landi, hr. Sigurbjöm Einarsson, um málið, og sagði hann, að það væri frekar ólíklegt, að breyting yrði þar á, enda myndi slík breyt ins vafalaust mæta einhverrj and stöðu safnaSa. Biskup sagði, að ákvæði um þe"a atriði væri í annarri grein, fyrsta tölulið lagafrumvarpsins, en þar segði: — Skal skipting mið ug vig það, að einn prestur sé í hverju prestakalli. í gömlu lögunum mun sagt, að skinfingin skulj „að jafnaði" vera þannig, að einn prestur sé í hverju i'-~ 'akalli, og leyfði slíkt fráhvarf f beirri megin reglu. Enda hef i‘ verið svo í framkvæmd í I 'avík, að nokkur tvímennings pre-taköll hafa verig mynduð. Biskup sagði, að Prestastefnan h°fðí samþykkt alveg ákveðið, að tt imenningsprestaköllunum skyldi skipt, og kirkjuþing hafi staðfest þá niðurstöðu, en mildað hana þó ofurlítið til þess að það væru ein hverjar útgöngudyr í sambandi við tvímenningsprestaköll. Enda hefði það verið þannig í fram kvæmd, ag nokkur tvímennings- prestaköll hafi verið mynduð, og „það er hæpið, að það verði veru leg breyting á því. Það er eigin lega frekar ólíklegt“, sagði biskup. Biskup sagði, að það hefði mætt dálítilli andstöðu, að draga úr tví- menningsprestaköllum. Þegar síð Framhald á bls. 2. nefndar, sem mynduð hefur verið innan hersins. Eins og kunnugt er, er Lin Piao, varnarmálaráðherra, einn nánasti samstarfsmaður Maos, for manns og talinn líklegasti eftir- maður hans. Hann er einn af fáum háttsettum mönnum innan her- stjórnarinnar, sem ekki hefur feng ið einhverjar ákúrur frá Rauðu varðliðunum. í áðurnefndri blaðagrein segir, að alvarlegt ástand geti skapazt innan hersins, ef endurskoðunar- sinnarnir þar haldi áfram völdum sínum. Boðar blaðið harðar gagn aðgerðir til þess að uppræta þessi öfl og ekki skirrst við hinar rót- tækustu aðgerðir til að ná tak- markinu. Biður blaðið hinar ýmsu deildir hersins að taka hlýlega áskorunum Maos, um að draga rök réttar ályktanir af reynslunni, sem fékkst í Shanghai, þar sem andstaðan gegn menningarbylting unni kom bezt í Ijós. Fréttastofan Nýja Kína segir í dag, að herinn líti á það sem framtíðarhlutverk sitt að vera uppeldisstofnun til sköpunar nýrr ar manngerðar. Liu Shao-chi, forseti Kína, sem hefur sætt harðri gagnrýni Rauðu varðliðanna, dró í dag til baka fyrri sjálfsgagnrýni sína, að því Framhald á bls. 2. Mótmæla stöðvun dagblaða EJ-Reykjavík, laukardag. Alþjóðasamband blaðaananna hefur sent stjórninni í Saigon, Suður-Vietnam mótmæli vegna þess, að stjórnin liefur, þrótt fyrir yfirlýsingar um afnám ritskoðunar, stöðvað útgáfu tveggja blaða í Saigon, „Viet- nam Guardian“ og „Saigon post“, sem bæði eru prentuð á ensku. Vietnam Gaurdian var bann aður um óákveðinn tíma fyrir að prenta myndir og upplýsing ar í sambandi við fólk, sem varð vitni að, eða flækt í, morð ið á stjórnmálamanni í S- Vietnam, Tran Van Van. Sai- gon Post var bönnuð útgáfa í viku fyrlr að birta í heild for- ystugrein, sem ritskoðendur höfðu tekið kafla úr. í skeyti, sem Alþjóða- sambandið sendi stjórninni í Saigon, segir, að þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnarinnar í S- Vietnam um, að ritskoðun blaða yrði afnumin 26. ágúst 1966, hefðu þessi tvö blöð ver- ið bönnuð. Er þessum aðgerð- Framhald á 2. sfðu. 20 milljóna ára gamall forfaöir manna fundinn NTB-Nairobi ,laugardag. Hinn þekkti mannfræðingur, dr. Louis Leakey fullyrti í dag, að hann hefði fundið leifar elzta forföður mannsins. Telur huim, að steingervingur þessi sé um 20 milljóna ára gamall. Forföðurinn nefnir dr. Lea- key „Kenyapithecus African- ingi eldri en „Kenvapitherus us“ ok telur hann a. m. k. helm inn telur sig áður hafa fundið Wickery“, sem vísindamaður leifar af og hingað til hefur verið álitin elzta vera, sem lík- ist manni. Hinn nýja steingerving fann dr. Leakey við uppgröft á Rus- ingaeyju í Victoriu-vatni skammt frá Kisumu, sem er um 480 km. vestur af Nairobi. Sýndi hann hinar fundnu leif- ar á blaðamannafundi í Nair- obi, en lýsing á fundinum er birt samtímis í brezka vísinda- ritinu Nature. Hér er um að ræða 11 beina- leifar af níu mismunandi ein- staklingum, mönnum, konum og börnum. Aldursákvörðun, framkvæmdu þrír sérfræðing- ar á mannfræðisviðinu, dr. Jack Miller við háskólann í Cam bridge, prófessor Garniss Surt is og dr. Jack Eveinden. Telja þeir beingervinginn 19—20 milljón ára gamlan. Samtímis lakði bandaríski steingervingasérfræðingurinn prófessor Brian Patterson .'. am til sýnis leifar af upphandleggs beini af veru, sem líktist manni. Hafði sá steingerving ur fundizt við fornleifagröft i Kenya, nánar tiltekið í Rud- olf-vatni. Steingervingurinn er talinn 2—3 milljóna ára gam all. Mögulegt er, að leifar þess ar tilheyrí tegundinni ..Austr alopitheeus". æm talinn er milliliður milli mannapa og manna. Patterson er prófessor við Harvard-háskólann í Band? rfkjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.