Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 15. janúar 1967 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þðrarinn Þórarinsson Cáb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang- Iýsingastj.: Steingrimur Gíalason. Ritstj .skrifstof ur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af. greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. A5rar skrlfstofur, síml 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán Innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiöjan EDDA h. t. Verðbólgan og útlánin í útvarpsþættinum „Á rökstólum“ um daginn, er þeir Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, og Einar Ágústsson, bankastjóri og alþingismaður, deildu um banka- og peningamál, komst Einar Ágústsson m.a. að orði eitthvað á þessa leið: „Háir vextir hafa ekki reynzt virkt tæki í baráttunni við verðbólguna hér á landi. Þeir geta vel átt við ann- ars staðar, þar sem öðruvísi stendur á, en hér hefur reynslan sannað fánýti þeirra- Hér hafa þeir beinlínis orsakað aukna verðbólgu. Atvinnulífið hér hefur svo lítið eigið fjármagn að lánsféð og lánakjörin ráða mestu um afkomuna. Byrðar vaxtanna torvelda samkeppnisað- stöðu atvinnuveganna. Þeir þurfa annars vegar að keppa á erlendum mörkuðum og hins vegar að stand- ast verðlag innfluttra vara. Því er haldið fram af ríkisstjórninni, að öll útlán séu verðbólguaukandi. En ég vil spyrja: Eykur það verð bólguna að lána fé til þess að kaupa til landsins t.d. vél- ar, sem spara vinnuafl? Oft heyrist, að vinnuaflsskortur sé ein meginástæðan fyrir því, hver þensla sé hér í öllum hlutum. Sé það rétt, ætti innflutningur slíkra tækja að hafa áhrif í þá átt að draga úr þenslunni. Mér sýnist, að með því að halda vel og skynsamlega á þessum málum mætti stórlega auka möguleikana á öflun gjaldeyris t.d. með því að auka hagræðinguna í atvinnuvegunum og búa þá á þann hátt betur undir samkeppnina við aðrar þjóðir- Þeir fjármunir, sem þannig er varið, mynda að mín- um dómi ekki síðri varasjóð en þann, sem stendur óarðbær í erlendum bönkum, og þeir myndu skapa betri möguleika til blómlegs efnahagslífs hér á landi. En þá þarf umfram allt að gæta þess að velja rétt, beina fjármagninu inn á heppilegar brautir, stjórna mætti kannski segja. Það er auðvitað vandasamt verk en verður að takast, ef vel á að fara. Áður fyrr var þeirri stefnu fylgt, að svo til allt spariféð var lánað út. Þó var verðbólguvöxturinn ekki meiri þá en hann er nú. Hann var í flestum tilfellum minni. Háu vextirnir og sparifjárbindingin hafa ekki læknað verðbólguna. Það var öðru nær. Eg heyrði ráðherrann sjálfan segja á Alþingi í fyrra, að verðbólguvöxtur, sem væri meiri en 10% á ári væri hvarvetna í heiminum talinn bera vott um óstjórn .Verð- bólgan hefur flest undanfarin ár vaxið um meira en 10% milli ára, sum árin miklu meira. Þess vegna má segja, að árangur stefnunnar undanfarin ár hafi verið sá, að við sitjum uppi með alla þrenninguna: Háa vexti, lánsfjár- kreppu og óðaverðbólgu. Um þetta mál sem önnur gildir hið fornkveðna, að reynslan er ólygnust- Reynslan sýnir ekki, að baráttan við verobólguna hafi tekizt, hún sýnir þvert á móti, að verðbólguvöxtur hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Reynslan sýnir ekki, að eðlilegt samræmi sé milli fram- boðs og eftirspurnar á fjármagni. Hún sýnir þvert á móti að lánsfjárskortur hefur um langa hríð aldrei verið meiri. Reynslan sýnir ekki, að árferði eða utan að komandi erf- iðleikar hafi torveldað þjóðarbúskapinn. Hún sýnir þvert á móti, að allar aðstæður hafa verið sérstaklega hagstæð- ar nú um langt skeið. Stefnan í efnahagsmálum hefur mistekizt". JAMES RESTON: Hvað ber seinasti þriöjungur aldarinnar í skauti sínu? Átokin milli norðurs og suðurs verða sennilega mesta vandamálið Verður eftirmaður Mao Tse Tungs hófsamur? ÞESSI áramót eru engan veg in hversdagsleg. Við erum runnir yfir á síðasta þriðjung ■fcuttaigustu aldarinnar. Megi nokkra laerdóma draga af fyrri al d arþrið j u n gu n u m tveimur eru allar horfur á heilli skriðu óvæntra afcvika og uppgöfcvana, sem gjönbreyta allri tilverunni. Á fyrsta þriðjungi aldarinnar voru Bandaríkjamenn hrifnir út úr stjórnmólaeinangrun sinni og á öðrum þriðjungn- um var þeim fengin forusta hins vestræna heimsihluta. Á síðasfca þriðjungi aidarinnar verður svo úr því skorið, hvort þeim auðnast að hafa 'hemil á þeim blindu öflum, sem nú ógna mannkyni öllu. Fyrsti þriðjungur aldarinnar færði okkur bílinn, flugvélina, fyrri heimstyrjöldina, rúss- nesku byitinguna og kreppuna miklu. Annar aldarþriðjungur- inn eyddi gömlu heimsveldun- um og sundraði gömlu stjórn- mála- og trúarkerfunum í enn grimmilegri heimsstyrjöld en hjnni fyrri. Þá eignuðumst við kjarnorkuna og eldfiaugarnar, sem draga miili meginlanda, byltingin í Kina var gerð og okkur var fengið í hendur nýtt landabréf, sem greinir á milli landsvæða ótrúlega auðugra og örsnauðra þjóða. SPÁDÓMA'R eru hættuspil að vísu, en við vitum eigi að síð- ur ýmislegt. Hver svo sem kann að eiga fyrsta barnið á árinu 1967, þá munu allir eða nálega allir einstaklingar hinn- ar nýju kynslóðar, sem fæðist hér eftir á þessari öld, njrjta meginhluta lífdaga sinna á hinni 21. Árið 1970 verður meira en helmingur banda- rísku þjóðarinnar tuttugu og fimm ára að aldri eða yngri. Mikill meirihluti mannkynsins verður ekki hvítur og hann verður soltinn. Þrátt fyrir her- stjórnina okkar verður þriðj ungur þessara mergðar kín- verskur. Mati maður rafmagns heiiann sinn á þessu öllu hlýt- ur útkoman óhjákvæmilega að verða öngþveiti. Við lok aldarinear hljóta við fangsefni okkar nú og álykt- anir að virðast lítils háttar og jafnvel heimskuleg. Vefjist nú fyrir okkur að útskýra Viet- nam fyrir börnunum okkar, hvernig haldið þið að verði að reyna það að tuttugu árum liðnum? Mikilvægustu átökin í heim- inum nú og á miðþriðjungi aldarinnar eru rödrædd hug- sjónlega, ef ekki guðfræði lega. Við segjumst vera að stemma stigu við „útbreiðslu kommúnismans" í Asíu. Við erum að berjast gegn kenning- um Marx og Lenins um eignar- aðild og ríki. Þrátt fyrir þess- ar hugsjónalegu staðhæfingar göngum við út frá því sem gefnu, að deilurnar milli Sóvét manna og Kínverja séu „ósætt- anlegar.“ Þrátt fyrir ailt getur þó svo farið, að eins mikil skipti verði á samherjum og andstæðingum á síðasta þriðjungi aldarinnar eins og r-aunin varð á mið- þriðjungnum. Oharles de Gaulle forseti Frakklands sagði einu sinni við þann, sem þetta ritar, að við lok aldarinnar snérust átökin ekki um hug- sjónaleg atriði, heldur stæðu „milii kynþátta." Þá yrði aðal deilurnar ekki milli lýðræðis Vesturlanda og kommúnista Austurlanda, heldur milli snauðu, lituðu, vanþróuðu land búnaðarþjóðanna á suðurhluta jarðar og auðugu, ofþróuðu, hvítu iðnaðarþjóðanna í norðri. HUGSJÓNALEGA deilan milli valdhafanna í Moskvu og Wasihington hefur þegar tekið verulegum stakkaskiptum síð- ustu árin. Deilunni er að vísu 'haldið áfram í bandarískum hlöðum og almennri stjórn- málabaráttu, en ríkisstjórn Bandarí'kjanna er horfin frá hinni heitu krossfaraákefð í baráttunni gegn kommúnism- anum, sem ríkti á dögum John Foster Duiles. Meðal valdhafanna í Wash- ington er gert ráð fyrir, að deilan mi'lli forustumannanna í Moskvu og Peking sé „ósætt- anleg.“ En hver getur verið alveg handviss um, að þessi deila haldist þegar litið er til hinna miklu og örlagaþrungnu 'breytinga á afstöðu milli stór þjóðanna í miðþriðjungi aldar- innar? Úr því að hinn hófsami Krust joff tók við af Stalín í Ráð- stjórnarríkjunum, hver getur þá verið handviss um, að hóf- samur maður tt-ki ekki við af Mao Tse-tung í Kína? Getur ekki einnig verið, að við taki kínverskur leiðtogi, sem end- urnýji bandalagið milli Moskvu manna og Kínverja og stofni til enn ægilegri samtaka en áður gegn þjóðum Vestur- landa? Við upphaf ársins 1967 veit enginn hér hvernig beri að svara þessum spurningum. Fyr- irmenn hafa þá einu skynsam- legu ætlan að byggja á, að breytingarnar á síðasta þriðj- ungi aldarinnar verði senni- 'lega eins örlagaríkar og breyt inganar á fyrri þriðjungunum tveimur. Valdhafamir í Wash- ington vildu gjarna hefja við- ræður við bandamenn sína, leiðtogana í Moskvu og jaín- vel einnig við foEUstumennina í Peking um síðasta þriðjung aldarinnar, en Vietnam-stríðið kemur í veg fyrir að úi\ þessu geti orðið að svo stöddu. SÚ skoðun ryður sér meira og meira til rúms, að minnsta kosti meðal þeirra fáu forus.tu- manna, sem hafa tíma ■ till að hugsa, að deilan um Vietnam og verzlunarviðskipti sé auka- atriði, en hin mikilvægu mál um fæðu og þjóðir, takmörk un vígbúnaðar og sérstaklega eftirlit með kjarnorkuvopnum, og sefun átaka milli auðugra þjóða og hungraðra verði _ð sitja í fyrirrúmi á alþjóða vett M vangi, ef hinir ókomnu áratug- g ir aldarinnar eiga ekki að verða skelfilegir. Þarna er hörmulegasta hlið Vietnam-styrjaldarinnar. Með henni er verið að flytja hug- sjónalegar deilur miðþriðjungs aldarinnar yfir á síðasta þriðj- unginn. Það hindrar allan ár- angur í takmörkun vígbúnaðar og eftirliti með kjarnorkuvopn um og kemur í veg fyrir, að vandi hinns fjölmennu, svelt- andi nýfrjálsu þjóða sé tekinn til meðferðar. Miðhluti aldarinnar er að baki, en úrlausnarefni þess timaskeiðs eru enn til með- ferðar. Verkefni nýja ársins og ókominna ára er að útkljá gömlu málin og taka til við þau nýju. Þar er ekki átt við deilur Austurs og Vesturs, held ur árekstra hins auðuga Norð- urs og hins örsnauða Suðurs, ekki stríðið í Vietnam, heldur örbirgðarstyrjöldina, ekki land búnaðarvanda liðins tíma, held ur þétfcbýlisvanda nútíðar og framfcíðar, ekki hugsjónamál' miðþriðjungs aldarinnar, held- ur hagnýt mál síðasfca þriðj- ungsins, ekki spurningarnar, sem enn vaka í huga gamalla manna, heldur hinar, sem tekn ar eru að leita á unga hugi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.