Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 16
150-300 tú- kallar ofþykkir Fjármálaráðuneytinu hafa borizt kvartanir um, að í umferð séu 2 kr. peningar af annarri þykkt en reglur mæla fyrir um og að eigi sé unnt að nota þeissa peninga í bifeiðasitöðumæla . Þegar eftir að kvartanir þessar bárust, var sendiráð fstands í Lon- don beðið að ræða málið við Royal Mint í London sem annast mynt- sláttu fyrir íslendinga. og upplýsti myntsláttan, að vegna mistaka myndu nokkrir 2 kr .peningar í síðustu sendingu hafa orðið of þykkir. Vart gæti þó hér verið um að ræða meira en 150-300 peninga en samtals var ein milljón 2 kr. peninga í umræddri sendingu. Að fengnum upplýsimgum og skýringum myntsláttunnar á þess um mistökum, hefur ríkisféhirði verið falið að reyna að sjá til þess að fleiri gallaðir peningar fari fari ekki í umferð. Ráðuneytið biður þá, sem varir verða við 'hina gölluðu 2 kr. pen- ingá- að fá þeim skipt hjá ríkisfé hirði fyrir ógallaða mynt. Síðbúnir KJ-Reykjavík, laugardag. Þetta er nú kanmski dá- tlítið síðbúnir jólasveinar jólasveinar sem Tíminn birtir hér mynd af, en við fengum blaðið King sent frá vini okkar í London og í desemiber hefti þess eru átta myndasíður ff þessum stúlkum, sem blað- ir segír að séu íslenzkar frænkur og heiti Heidi og Sigrún Pálsdóttir (eða Pails tottir eins og það er skrif- að í King). Á tveim fyrstu síðunum eru þær í þessuin jólasveinalbúningum þá koma tvær síður þar sem þær eru umkringdar alls- konar hlutum t0. jólagjafa úr verzlunum í London og að lokum fjórar síður þar sem stúlkurnar eru sýndar „léttklæddar.“ Hvort sem þær eru nú miklar skyttur eða ekki, þá eru þær með byssur á næstum öllum myndunum, og inn á milli myndanna af stúlkunum tveim eru byssukyming- ar og uppskriftir að drykkj um og dægradvalir. Uppselt í Leikhús- ferðina Uppselt er í Leikhúsferð FUF á miðvikudaginn, en þeir sem pant- að hafa miða, eru beðnir að ná í þá á mánudaginn. Kaffiklúbburinn Kaffiklúbbsfundur Framsóknar- félags Reykjavíkur og FUF verður næstkomandi laugardag í Tjarnar götu 26 og hefst kl. 3 síðdegis. Er lendur Einarsson, framkvæmda. spjallar um samvinnumál og svar ar fyrirspurnum. Keflvíkingar Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna í Keflavík boðar til almenns fundar Framsóknarmanna í Aðal- veri, Keflavík, þriðjudaginn 17. jan. n. k. og hefst kl. 20.30. Jón Skaftason alþingismaður og aðr ir frambjóðendur á lista Fram- sóknarmanna í Reykjaneskjördæmi mæta á fundinum. Fulltrúaráðið. Framsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna held ur fund þriðjudaginn 17. janúar að Tjarnargötu 26 kl. 8.30. Dag- skrá: Félagsmál, Einar Ágústsson borgarfulltrúi flytur erindi um borgai'málefni, Sigriður Thorlae ius segir frá Noregsferð, Stjómin í gær kl. 14 var afmælissýning LR „Saga 70 ára" opnuð í Unuhúsi. Myndin er af Magnúsi Pálssyni, leik- myndateiknara, sem séS hefur um uppsetningu sýningarinnar, og er hann hér a3 hengja upp myndir frá leiksýningum árið 1959—60. (Tímamyndir GE) Frá framkvæmdastjórafundi frystihúsa SÍS HITTAST AFTUR INN- AN ÞRIGGJA VIKNA EJ-Reykjavík, laugardag. Á fundi framkyæmdastjóra frystihúsa á vegum SÍS, sem hald inn var 9. og 12. janúar, var ákveð ið að nýr fundur skyldi lialdinn innan þriggja vikna, og skyldu liann taka afstöðu um, hvort mögu leiki væri á að halda rekstrinum áfram eða eigi. Á frundinum 9. janúar voru fyrst og fremst rædd afkoma hús- anna árið 1966 ug rekstursmögu- leikar 1967. Heildaruppgjör á rekstri frystihúsanna 1966 benti til þess að um alvarlegt tap hefði verið að ræða hjá iðnaðinum það ár. Með hliðsjón af þessu og vegna stórhækkaðs verðlags inn- anlands og mjög alvarlegar verð- lækkunar á erlendum mörkuðum, samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu: „Fundur framkvæmdastjóra frystihúsa á vegum SÍiS, haldinn í Reykjavík 9. janúar, ályktar eft- irfarandi: Þar sem mikið verðfall hefur orðið á erlendum mör>kuðum á frystum afurðum, samhliða aukn- um kostnaði innanlands og með hliðsjón af rekstrarerfiðleikum árs ins 1966, telur fundurinn að stöðv un á rekstri frystihúsanna sé ó- hjákvæmileg, nema til komi veru- legar breytingar á rekstrargrund- velli nú þegar.“ Ennfremur var samþykkt að kjósa fulltrúa til þess að fara á fund ríkisstjórnarinnar og ræða framtíðarmöguleika iðnaðarins. Á fundinum 12. janúar voru rædd ýmis önnur mál, meðal ann- ars greiðslufyrirkomuleg uppbóta ríkissjóðs til útvegsins og með- ferð hagræðingarfjárs og sam- þykkti fundurinn eftirfarandi á- lyktanir: 1. Gneiðslufyrirkomulag upp- Vélarhúsið við Skíðaskál- ann í Hveradölum brann KJ—Reykjavík, laugardag. f morgun klukkan hálf-ellefu varð fólkíð í Skíðaskálanum í Hveradölum vart við, að eldur var iaus í vélarhúsinu, sem stendur j skammt frá skálanum á hlaðinu. j Var strax kallað á aðstoð frá I Slökkviliðinu í Reykjavík. sem brá ! skjótt við, þótt austur í Árnessýslu ; væri að fara, ©n er á staðinn var I komið, var allt brunnið, sem brtmn ið gat, og slökkviliðið gerði ekki annað en slökkva í glæðum. fjar- lægja olíutunnur og ganga þannig frá brunastaðnum, að ekki stafaði hætta af. f vélarhúsinu voru ljósavélar, eða vél fyrir Skíðaskálann og hafa þær sjálfsagt gjöreyðilagzt. Þrátt fyrir brunann verður hægt að fá veitingar í skálanum um helgina. þar sem gas er notað til eldunar. bóta ríkissjóðs til útvegsins. „Fundur framkvæmdastjóra frystihúsa á vegum SÍS, haldinn í Reykjavík 12. janúar 1967, lítur svo á að greiðslur uppbóta þeirra Framhald á bis. 15. U Nemendum vísað úr skóla um stundar- sakir til að uppræta „sjoppugang EJ—Reykjavák. laugardag. Það hefur lengi reynzt vanda- mál að halda skólanemendum frá „sjoppunum“ svokölhiðu í frímín- útum. Sumir sfcólar hafa ákveönar reglur í þessu siambandi, eins og t.d. Vogaskóli, sem er í næsta ná grenni við eina ,,sjoppuna“. Er nemendum þar bannað að fara út fyrtr skólalóðina. Stundum brjóta nemendur þó þessa reglu, og til þess að uppræta þann ósið var hópi nemenda, sem slíkt gerði í vikunni, vísað úr skólanum fram að helgi. Fá þeir að koma í skól- ann á mánudegi. Margs konar erfiðleikar eru sam fara því að nemendiur farl í „sjopp ur“ í frímínútum. m.a. koma þeir þá oft of seint í tírna einkum þeir sem lengi eru að fá afgreiðslu í ,,sjoppu” þeirri, sem um ræðir hverju sinni. EGILSSTAÐASJÚKRASNJÓ- BÍLLINN REYNIST VEL IIA-iEgilsstöðum, laugardag. Síðast liðinn sunnudag fór Iæknirinn á Egilsstöðum í sjúkrávitjun á Borgarfjörð eystri. Vaf til farinnar notað- ur snjóbíll sá, er keyptur var til héraðsins fyrir lækna og til sjúkraflutninga, þegar öðr- um tækjum er ekki fært vegna snjóa. var farið í svokölluð Sandaskörð ok komið niður að Ilólalandi, sem er innsti bær í Borgarfirði, að vestan verðu. Ferðin gekk mjög vel og tók 2 klst. og 45 mín., frá Egils- stöðum og að Hólalandi. Eins og víðar er læknislaust á Borg- arfirði eystra og þarf að sækja lækni til Egilsstaða, ef veik- indi ber að höndum. Það er því mikið öryggi fyrir Borg- firðinga, að greið leið skuli vera fyrir snjóbíl, þegar aðrir bílar komast ekki vegna snjóa. Vegurinn til Borgarfjarðar liggur um Vatnsskarð, sem teppist venjulega snemma vetr ar vegna snjóa, og um Njarð- víkurskriður, sem geta orðið Framhald á bls 15 r isé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.