Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.01.1967, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 15. janúar 1967 TÍMINN Hjónabðnd NotiS tækifærið og gerið góð kaup. þessa viku. Veitum mikinn afslátt af margs Konar fatnaði. Föstudaginn 31. des. voru gefin saman í hjónaband i Hallgrímskirkju af séra Jóni Aðalsteinssyni, ungfrú 51 ín Guðmundsdóttir og Ásgeir M. Þorbjörnsson. Heimili þeirra verð ur að Njálsgötu 30. 'Ljósmyndastofa Sig. Guðm. Skóla- vörðustíg 30). Annan joladag voru gefm saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Gunnari Árnasyni, ungfrú Sig- rún Erla Kristinsdóttir og Reynir Jónsson. Heimil þeirra er að Kópa vogsbraut 83, Kópavogi. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugav. 20b sími 13602) Þann 25. des. voru gefin saman í Hjónaband ungfrú Steinunn Vil- hjálmsdóttir og Guðmundur Svein björnsson. Heimill þelrra er að Skipasundi 76. (Studio Guðm. Garðarstræti 8. Rvik simi 20900). liti föður hennar. Pazanna var búlduleitari, andlitsdrættirnir stór gerðari og nefið breiðara. Ennið var svipað, en lægra og þrjózku- legra. En hakan var ólík hans. Hún bar vott um skapfestu. Pazanna hefði þótt ófríð, ef ekki hefði ver ið vegna hinna stóru, dökku augna þar sem sterkar tiifinningar spegl uðust. Þó að augnaráðið væri oft strangt og skipandi, var það opið og stundum fuHt af blíðu. Það voru augu föðurins, en báru hvorki vott um hið heillandi ljúf- lyndi hans né léttúð. Fólk sagði, að það væru augu bóndakonunnar, langömmu hennar. Og þegar hið hikandi bros hennar lék um var irnar, varð ólaglega andlitið henn- ar fagurt. Pazanna átti sínar gleði stundir. Hún var enn að hlusta á storm- inn o,g kenndi ekki vitund í brjósti um móður sína né systur, sem þjáðust af völdum hans. Hún var harðgerð sjálf og hafði enga þolinmæði með veikgeðja fólki. Hún mundi hafa elskað föður sinn ef hann hefði ekki verið auðnu- leysingi, sem taldi auðnuleysi sitt merki um styrkleika. Hún þráði þann tíma, þegar hún yrði frjáls. Úti tísti fuglinn, órólegri, titrandi röddu. Enginn þekkti leyndarmál hans. Hún heyrði lágt þrusk frammi á ganginum og settist upp. Var Biglotte tekin að ráfa um rétt einu sinni? Aldrei var hægt að treysta á svefnfrið í þessu gamla húsi, því að þegar karlmennirnir *elfur Laugavegi 38. ÚTSALA á Laugaveginum voru loks gengnir til hvilu, fóru, vofur á kreik, sveipaðar glugga- ' tjöldum, eða vældu og blóruðu í 1 irðina. Einlhver læddist hægt upp, nam staðar og blés mæðinni íyi-, ir utan dyrnar á herberginu henn- ar. Þá þekkti Pazanna að það var Ohrétien, fábjáninn, sem var að snuðra um. Hann var næstum aflt- af á ferli um nætur. Hún brosti dapurtega, þegar hún hugsaði um veslings piltinn, sem skildi ekki nema fátt af því, sem fram fór í kringum hann. Það voru nokkrir eins og hann í héraðinu Marais, og stonminum var kennt um það. Ekki þurfti annað en að vindurinn hvini og ýlfraði kringum barnsvöggu, og ef barnið hafði ekki nógu sterk- byggt höfuð, sturlaðist það. Big- lotte hafði alið Ohrétien upp, en ekki tekizt að koma honum tU þroska, hann var fáviti eftir sem áður. Pazanna var sú eina í Alte- fersfjölskyldunni, sem bar um- hyggju fyrir honum, bæði vegna þess að henni þótti vænt um Ohristophere frænda sinn og var hlýtt til Chrétiens sjélfs. Fjöl- skylda hennar henti gaman að þessari vináttu. — Langar þig til þess að hafa hann í eftirdragi aUa ævi? kveinaði móðir Pazönnu, ef hún á annað borð gaf sér tíma til að hugsa um framtíð hennar. Hve- nær sem Christophe sá Ohrétien, reiddi hann upp hnefann, því' að honum þótti gaman, að einhver væri hræddur við hann. — Hann er bjáni eins og faðir hans, var viðkvæðið hjá honum. Þó að Lucie hefði áhyggjur út af framtíð Ohristjönu, kveið Paz- anna engu vegna Chrétiens. Hún sætti sig við, að það vært hlut- skipti hans í lífinu að vera svona, og hann yrði þess vegna alltaf að hafa einhvern hjá sér. Hann hafði, sem stóð, bæði Pazönnu og föður sinn, og Pazanna ætlaði að ganga honum bæði í móður og systur stað, þegar faðir hans væri dáinn. Hún hafði tekið þessa ákvörðun án þess að hugsa um sína eigin framtíð, því að henni fannst það •eðlilegt. Hún fyrirleit skoðun fjölskyldunnar. Henni kom þetta ekki við. En þegar hún tók að velta þessu fyrir sér, varð henni órótt. Hún þekkti mann, sem var þetta ekki óviðkomandi. Það var Sylvain PréfaiUes. Hann var tal- inn unnusti Pazönnu. Hún lét það gott heita, enda hafði fjölskyldan ákveðið ráðahaginn fyrir löngu. Þau voru bernskuvinir, svo að lik legt var, að vel færi á með þeim. Silvain vissi um ákvörðun henn- ar, en henni var ekki alveg ljóst, hvernig hann leit á málið. Paz- anna flýtti sér að hrinda frá sér hugsuninni um Sylvain. Hún rifj- aði upp fyrir sér í huganum það, sem hún ætlaði að gera daginn eftir. Hún ætlaði að fara niður á láglendið, sem hafði verið hrifsað úr greipum hafsins. Þetta merski land fannst henni fegursti staður í heimi. Blóðið var farið að ólga í æð- um hennar. Það krafðist þess að brími þess yrði slökktur. Hún hafði eitt sinn haldið, að landið, sem hún hafði heimt úr greip- um hafsins, mundi fullnægja starfslönkun hennar og frelsisþrá. Hún sökkti sér niður í þessar hugsanir, og á meðan hélt storm- urinn áfram að hvina, og tístið veitingahú s i ð ASKUR jiV'DUK YÐUR SMURT BRAUÐ & SNITTUR ASICUR suðurlandshrawt 14 sími 38550 pauKi/ kjtíkkcn P SIGURÐSSON S/f SKÚLAGÓTU 63 Simi 19133 u í fuglinum þagnaði. Frammi á ganginum skreið Ohrétien og gelti eins og hundur. 3. Á heimili Altefers var m’ðdeg- isverður klukkan eitt. Christophe fannst þetta ágætur siður, enda var þá morgundrykkjunni á vín- kránum lokið. Honum þótti ÚTVARPIÐ , Sunnudagur 15. janúar 8,30 Létt morgunlög 8,55 Fré*t ir 9,10 Veðurfregnir. 9,25 Morg untónleikar. 11.00 Messa í Nes- kirkju. Prest- ur: Séra Jón Thorarensen. 12.15 Hádegisútvarp 13.05 Úr sögu 19. aldar Haraldur Sigurðs son bókavörður talar um rann sóknir á íslandi. 14.00 Miðdegis tónleikar og erindi: „Ödipus konungur í Þebu“ Kristján Árnason flytur erindi. 15.20 Endurtekið efni. a- Ófeigur J. Ófeigssoi. læknir flytur er- indi um vatnskælingu vuf bruna. b. Ruth Little Magnús son, Liljukórinn og Sinfóníuhlj. ísl. flytja kantötuna „Gleðileg ||| jól!“ eftir Kari O. Runólfsson. 16.00 Veðurfregnir. Guðsþjón usta í Aðventkirkjunni í Reykja vík 17.00 Barnatími: Anna Snorradóttír kynnir. 18.00 Lög eftir Fritz Kreisler. 18.20 Veð urfregnir. 18.30 Tilkynningar 18.55 Dagskrá kvöldsins og veð urfr. 19.00 Fréttir 19.30 Ljóð- skáldið Stefán Hörður Gríms- son les úr ljóðum sinum. 19 45 Svipmyndir fyrir píanó eftir Pál íslólfsson. Jómnn Viðar leikur. 20.15 „Systir Helena“, smásaga eftír séra Sigurð Einarsson. Höf flytur. 20-45 Einsöngur Joan Baez syngur þjóðlög frá Ameríku. 2100 Fréttir, íþrótta S spjall og veðurfregnir. 21.30 i Söngur og sunnudagsgrín. Þátt P ur undir stjórn Magnúsar Ingi '4 marssonar. 22.20 Danslög. 23- ; 25 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok. Á morgun Mánudagur 16. janar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.15 Bún- aðarþáttur. Sveinn Einarsson veiðistj. tal ar um eyðingu refa og minka- 13.35 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Edda Kvaran les framhalds- söguna „Fortíðin gengur aftur“ eftir Margot Bennett í þýðingu Kristjáns Bersa Ólafssonar (4). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð degisútvarp. 17.00 Fréttir. I!ið aftanstónleikar. 17.40 Börnin skrifa. Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli les bréf xrá ungum hlustendum. 17.00 Fréttir. 18. 00 Tilkynningar. 18.55 Dag- skrá kvöldsins og veðurfregnir 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynn- ingar. 19.30 Um daginn og veginn. Séra_ Gunar Árnason talar. 19.50 íþróttir. Sigurður Sigurðsson segir frá. 20.00 „Heiðbláa fjólan mín fríða“. 20.20 Athafnamenn. Magnús Þórðarson blaðamaður ræðir við Axel Kristjánsson forstj. 21.00 Fréttir og veðurfregnir. 21.30 íslenzkt mál. Jón Að- alsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 21.45 Sónata fyrir fjögur hljóðfæri eftir Tartini. 22.00 ,Jlemingway“ ævisögukaflar eftir Hotrtienar. Þórður Örn Sigurðsson mennta skólakennari les þýðingu sína. 22.20 Hljómplötusafnið. 23.10 Fréttir í stuttu máli. Bridge þáttur. Hallur Símonars. 23.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.