Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 1. maí 1984 ■RITSTJÓRNARGREIN.......... . ....... Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér Það hefurmikið vatn runnið til sjávarfráþví ís- lenskir launamenn héldu 1. mai hátiðlegan fyr- ir réttu ári. Vafalaust hefur fáa grunað þá, hvað f vændum var fyrir íslenskan verkalýð. í maf- mánuði f fyrrastóöu stjórnarmyndunarviðræð- ur sem hæst og ekkert lá fyrir um niðurstöður þeirra, né heldur hver stef na nýrrar stjórnar yrði f launa- og kjaramálum. En það leið ekki nema mánuöur frá þvf að fslenskir launamenn höfðu undirstrikað hóflegar kröfur sínar þann 1. maí 1983, að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, svipti verkalýðshreyfing- una grundvallarrétti sínum með einu penna- striki; ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar gaf út bráðabirgðalög, þar sem verkalýðshreyf- ingunni var bannað að semja um kaup og kjör. í ofanálag afnam stjómin verðbótakerfi á laun um tveggja ára skeið. Á nokkrum mánuðum s.l. sumar voru kjör fólksins í landinu skert gífur- lega með aðgerðum rfkisstjórnarinnar. Önnur eins árás á Iffskjör í landinu hafði vart þekkst. Launin voru skorin niður á stuttum tfma um heil 30%. Sjaldan fyrr hafði íslensk verkalýðshreyfing orðið fyrir jafn hatrammri og heiftarlegri árás frá stjórnvöldum. í einni svipan var samnings- réttinum kippt af og kjör launafólks skorin nið- ur við trog. Þessar aðgerðir rfkisstjórnarinnar svipaði mjög til „pólsku aðferðarinnar“; ís- lensk launþegahreyfing var ekki lengur frjáls, heldur bandingi Ihaldsstjórnar framsóknar og sjálfstæðismanna. w Islenskt launafólk hefurátt fvökaðverjastsíð- ustu misseri. Láglaunastefna stjórnvalda hef- ur orðið til þess að þúsundir íslendinga hafa ekki neina möguleika á þvi að lifa mannsæm- andi Iffi af launum sfnum. íslensk launþegahreyfing hefureinnig stað- ið f ströngu. Ekki aðeins vegna þess að harka- lega hafi verið gengið á kjör félagsmanna, heldur hafa einnig vaknað áleitnar spurningar um starfsskilyrði og grundvöll frjálsrarog sjálf- stæðrar verkalýðshreyfingar. í þeim kjarasamningum sem gerðirvoru fyrir nokkrum mánuðum tókst að stöðvaenn frekari kjaraskerðingu. Á hinn bóginn skiiuðu þeir samningarengu því til baka, sem frá launafólki hafði verið tekið. Sú barátta er enn f gangi. w Islenskt verkafólk kemur saman til 1. maí há- tfðahalda eftir langan og strangan vetur. Það hefur verið traðkað á grundvallarréttindum þess, gengið á kjör þess. Langlundargeð fólks hefur verið mikiö. En á sama tíma og launa- mönnum hefurverið gert að færafórnir, þáhef- ur sukk og sóun haldið áfram að viðgangast á öðrum sviðum þjóðlffs. Stjórnvöld hafa hvergi sparað né dregið saman, nema þegar launaum- slög fólks hafa verið annars vegar. Þaðan hafa langir fingur ríkisvaldsins hrifsað til sín stórar fjárfúlgur. Hægri öflin hér á landi hafa reynt að drepa aðalatriðum kjaramálanna á dreif með því að blása upp ímyndaðan klofning í ísienskri verka- lýðshreyfingu. Vfst eru skiptar skoðanir innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig er það og þannig á það að vera í lýðræðislegri hreyfingu. Aiþýðublaöið hins vegar trúir því og treystir að samstaðaog einhugur.rfki meðal talsmanna verkalýðshreyfingarinnar, svo og meðal allra félagsmanna hennar, um þau grundvallaratriði sem máli skipta. Og aðalatriðin eru ekki hver heldur ræðu hvar þann 1. maf, heldur hitt að styrkur launþega og samtaka þeirra megi auk- ast og styrkjast, þannig að frekari kraftur fær- ist í verkalýöshreyfinguna í baráttunni fyrir bættum kjörum launafólks og lýðréttindum þess. Samstaðan hefur margan múrinn mölvað. Verkalýðshreyfingin hefur mátt sinn og megin frá fólkinu sem I hreyfingunni er. Sameiginlegt átak fjöldans hefur velt þungum hlössum, þvi sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Með þeim orðum flytur Alþýðublaðið ís- lensku verkafólki baráttukveðjur þann 1. maí 1984. - GÁS KAUPFÉLAG REYKIAVÍKUR OG NÁGRENNIS Sendlr félagsmönnum sínum og allri alþýöu tll lands og sjávar bestu árnaöaróskir í tilefni dagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.