Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaöiö / • -> Þriðjudagur 1. maí 1984 83. tbl. 65. árg Allir á baráttufundina Alþýðublaðið minnir launafólk á baráttufund Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavík, BSRB og Iðnnemasambandsins að Lækartorgi í dag. Safnast verður saman að Hlemmi kl. 13.30 og þaðan lagt af stað kl. 14. Á Lækjartorgi verða ræður og ávörp flutt, Bergþóra Árnadóttir flytur lög og sýndur verður leikþátturinn „Ódýrt vinnuafl á upp- boði“. Því miður verður ekkert úr því að Oscar Villegas verkalýðsforingi frá E1 Salvador komist til Is- lands. Áætlanir stóðust ekki með flug frá Evrópu og þegar hann ætlaði að koma frá Bandaríkjunum stóð á vegabréfsáritun. Við minnum einnig á aðra baráttufundi um land allt. Fylkjum liði og sýnum styrk! - A Iþýðuflokkurinn sendir verkalýðs- hreyfingunni baráttukveðjur L maí l.maí ávarp — frá1936 „í dag vill Alþýðuflokkurinn með þessu litla riti ná til vina sinna og velunnara um allt land. Tilgangurinn er sá, að alþýöan sameinist um allt land, minnist og fagni yfir unn- um sigrum, dragi lærdóma af reynzlunni og safni kröftum til nýrra átaka. Þennan hátíðisdag erskorin upp herör um allt land, meðal alþýðufólksins, ekki til þess að óeirðir eða bardagar hljót- ist af heldurtil að eflasamhug og einingu meirihluta þjóðar- innar, samhug um dægurkröf- urnar og einingu í baráttunni fyrir velferðarmálunum. Við minnumst sigra alþýðu- samtakanna, ekki sem loka- sigra, heldur sem nýrra áfanga á leið þeirra að settu marki. Við lítum á það sem mistekist hefir, ekki til að láta hugfallast, eða til að viðurkenna vopna- burð andstæðinganna, heldur til að brýna okkar eigin vopn og mæta allri andstöðu með styrku skipulögðu starfi. Alþýðuflokkurinn óskar allri alþýðu til hamingju með bar- áttu- og hátíðisdag hennar 1. maí. Hann er þess fullviss, að beri alþýðan gæfu til að standa saman í einni órofinni, skipulagðri fylkingu, Alþýðu- sambandi íslands, þá muni al- þýðunni vel farnast.“ Þetta ávarp er í fullu gildi, og hvert orð getur átt við daginn í dag. Þó eru liðin tæplega 50 ár frá því það var birt í myndarlegu riti, sem Alþýðuflokkurinn gaf út 1. maí árið 1936. Öryggi og friður Karl Steinar Guðnason skrifar: Bls. 12 • „Að halda niðri kaupinu og jafnvel lækka þacf“ punktar úr sögu alþýðunnar og verkalýðs- hreyfingarinnar Bls. 6—8. • Sameinaðir stöndum vér — sundraðir föllum vér sjá ritstjórnargrein Bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.