Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 1. maí 1984 Verkalýð ssamtökin og alþýða þessa lands í þessu blaði birtum við talsvert af efni úr tæplega 50 ára gömlu 1. maí riti Alþýðuflokksins. Eftir- farandi grein vakti athygli okkar. Hún er fróðleg og skemmtileg lesning: Verkalýðsstétt okkar íslend- inga er ennþá ung og óþroskuð, hún á ennþá við ýmsa byrjunar- örðugleika að stríða — örðug- leika, sem að ýmsu leyti eru eðli- legir, þegar litið er á það, hvað til- tölulega er stutt síðan að þessari stétt varð það ljóst, að hún hafði sinna sérhagsmuna að gæta og sérstakt sögulegt hlutverk að inna af hendi. Það er fyrst eftir að bæir og þorp fara að rísa upp hér á landi, að þessi stétt fer að verða áberandi í þjóðlífi okkar íslendinga. Þetta eru mennirnir, sem finnst of þröngt um sig heima í sveitinni; þeir flytja að sjónum, „á mölina“ eins og það er kallað; þeir sækja gullið í greipar Ægis, þeir byggja upp bæina, kauptúnin og sjó- þorpin allt í kringum strendur þessa Iands. í hafinu eru auðæfin fólgin, sem veita þeim björg og brauð. Þar er þeirra framtíð. í staðinn fyrir að leita til annara heimsálfa og gjörast þar land- nemar, setjast þessir menn að í sínu eigin föðurlandi og hefja þar nýtt landnám. Fyrir orku þeirra, strit og þraut- segju byggðist iand vort að nýju; þeir sóttu út á hafið og báru gullið að landi; þar varð það aftur að vinnu og skapaði afkomumögu- leika fyrir nýjar stéttir manna, sem uxu upp og lifðu á verðmæt- um þeim, er numin voru úr skauti Ægis. Fyrir orku og vinnu þessarar stéttar hefir allt orðið til, sem gert hefir verið til framfara og bóta hér á landi á síðari tímum; þeir hafa lagt vegina, byggt brýrnar, reist húsin, smíðað skip og báta, hafn- armannvirki, lagt götur o.fl., o.fl. En hvað hefir verkalýðurinn sjálfur borið úr býtum. Hefir fall- ið í hans skaut arður af striti hans í réttu hlutfalli við afköst hans og þau verðmæti, sem hann hefir skapað? Þegar verkamaðurinn eða bóndinn flytur á mölina, hefir hann ekkert til að lifa af nema vinnu sína; hann varð að selja vinnuafl sitt atvinnurekandanum á staðnum, sem í mörgum tilfell- um var kaupmaðurinn eða sel- stöðuverzlunin í því þorpi, er hann tók sér bólfestu í. Hann varð að vera upp á atvinnurekandans náð og miskunn kominn að Öllu leyti; honum var skammtað kaup- ið eftir geðþótta þess er vinnuna veitti og vinnutíminn sömu leiðis; allt varð hann að taka út í reikning hjá kaupmanninum og borga svo með vinnu hjá honum eða afla hlut sinn úr sjó. Honum var skammtað verðið fyrir sinn fisk eftir geðþótta kaupmannsins, og hann gat þar engu um þokað. Honum var talin trú um, að at- vinnurekandinn væri hans guð- lega forsjón, sem með föðurlegri umhyggju væri vakinn og sofinn að hugsa um hag þeirra, er hjá honum ynnu, og fyrir þá væri hann að ráðast í allskonar fram- kvæmdir, sem ekkert gerðu annað en leggja afkomu hans og at- vinnurekstur í rústir. Það má segja um íslenzkan verkalýð hið fornkveðna, að „neyðin kennir naktri konu að spinna". — Neyðin kenndi honum það, sem hún var búin að kenna verkalýð í öðrum löndum löngu áður, að út úr þrældómshúsinu var aðeins ein leið, sú, að taka höndum saman, og með samtök- um og samheldni að vinna að kjarabótum fyrir sig og sína stétt. — Verkamennirnir stofnuðu því með sér sín verkalýðsfélög. Þar sáu þeir fyrst, að þó að hver einn einstakur þeirra væri vanmátta og lítils megnugur, væru þeir allir sameinaðir stór kraftur, sem gátu miklu til leiðar komið. Þeir hófu baráttuna og lögðu grundvöllinn undir þær kjarabætur, sem al- þýða þessa lands hefir nú þegar FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN OPIÐ HÚS í dag 1. maí kl. 16:00 verður fyrsta skóflu- stungan tekin að byggingu söluíbúða fyr- ir aldraða félagsmenn Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur. Athöfnin fer fram á lóð væntanlegrar byggingarað Hvassaleiti 56-58 í nýjamið- bænum. Aðkeyrsla er frá Hvassaleiti. Að lokinni athöfninni verður opið hús á skrifstofu félagsins í Húsi verzlunarinnar og þareröllum félagsmönnum boðið upp á kaffiveitingar. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Reykvísk Alþýða Mætum öll I kröfugöngu í dag. Safnast verður á Hlemmtorgi kl. 13.30 og lagt af staö kl. 14. 1. maínefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaga í Reykjavík. hlotið. Oft hefir baráttan verið erfið og brautin grýtt, en þrátt fyrir allskonar örðugleika hefir sú von og fullvissa fylgt allri baráttu verkalýðsins, að hann væri að berjast fyrir háleitum og göfug- um hugsjónum, að aldagamlar skoðanir og sannindi væru að hrynja í rústir og til einskis nýt framar, að hlutverk alþýðunnar væri, að byggja sér sjálf sitt eigið skipulag, nýtt og betra en það, sem á undan er gengið. Alþýðunni er það vel Ijóst, að jafnframt og hún gegnum sín félagslegu sam- tök skapar sér betri lífskjör í hækkuðu kaupi og bættum vinnuskilyrðum, lærir hún að vinna saman og lyfta með sam- eiginlegu átaki þeim Grettistök- um, sem hverjum einum er um megn að ráða við. Þetta er höfuð- atriði í allri okkar baráttu, að þroska félaga vora í þeim skiln- ingi, að samstarfið og samheldnin sé fyrir öllu, að einstaklingurinn sé því aðeins sterkur, að hann sé tengdur öðrum einstaklingum, og hver fái stuðning og orku frá öðr- um, að koma fram í skipulagðri og sterkri fylkingu, í staðinn fyrir að vera dreifðir og máttlausir. Verkamaðurinn og verkakon- an, hvar sem er á landinu verða að gera sér ljósa grein fyrir þeim sannindum, að hún eða hann eru hlekkir í þeirri miklu keðju, sem tengir saman verkalýðsstétt vora. Því betur sem þau vinna að mál- efnum alþýðunar, því sterkari verður þessi keðja. Því meiri alúð og ástundun, sem þau leggja við sitt stéttarfélag og reyna eftir megni að gera þau sterk og áhrifa- rík hvert í sínu byggðarlagi, hvar sem er á þessu landi, því sterkara og voldugra verður félag félag- anna, Alþýðusamband íslands. Það er okkar höfuðvígi til sóknar og varnar fyrir málefnum vorum. Án þess væri hvert stéttarfélag út af fyrir sig máttvana og gæti ekki innt af hendi þær skyldur, sem því eru ætlaðar, eins og hver einstakl- ingur er máttlaus, án stéttarfélags. Nú er 1. mai, dagur alþýðunnar — dagurinn, sem hún raðar sér undir fána sína og sýnir samtaka- mátt sinn og baráttuvilja. Ennþá er íslenzk alþýða ekki búin að skilja til hlýtar þýðingu þessa dags fyrir hana og samtök hennar. Ennþá er henni ekki fyllilega ljóst, að þennan dag á hún sjálft, og þá á hún óskipt og með fullri alvöru að fylkja sé undir merki þeirra félaga, sem hún sjálf hefir byggt upp og heldur uppi. Þau eru hold af hennar holdi og sköpuð í hennar eigin mynd. Það er hin eina og sanna samfylking, sam- fylking, sem verkalýðurinn er fyr- ir löngu búinn að koma auga á; þessa samfylkingu hefir verkalýð- urinn verið að byggja uþp frá því fyrsta að augu hans opnuðust fyr- ir samtökunum og þýðingu þeirra. Hver sá verkamaður, sem ekki fylkir sér undir merki alþýð- unnar þennan dag, er liðhlaupi og svikari við sína stétt og sitt félag. Hann hjáipar óvinum vorum að rífa niður það mikla starf, sem unnið hefir verið í þágu verkalýðs- hreyfingarinnar á liðnum árum. Það er trú mín, að enginn karl eða kona úr alþýðustétt vilji bera heit- ið verkalýðssvikari. Því, félagar, söfnumst við öll sem einn maður I. maí út á götuna undir merki AI- þýðusambands íslands. Þar er okkar rétti staður, þar eigum við að berjast og sigra. Z. Jónsson t Öryggisins vegnal <D I Nú eru fyrirliggjandi Bridgestone radial og diagonal sumar- Q) | hjólbarðar. f Óbreytt verð frá í fyrrasumar! BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.