Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 1. maí 1984 Alþýðuhreyfingin og menntamennirnir Hér kemur gömul grein eftir Stefán Jóhann Stefánsson, fyrr- um formann Alþýðuflokksins og forsætisráðherra. Hér fjallar hann um alþýðuhreyfinguna og menntamennina: „Um öll lönd hefir alþýðuhreyf- ingunni bætzt stuðningur úr hópi menntamanna. Þetta er næsta eðlilegt. Þeir, sem hafa aðstöðu til að áfla sér menntunar, og um leið geta losað sig við marga hleypi- dóma og úrelt sjónarmið, hljóta að fá augun opin fyrir rangsleitni þess þjóðfélags, þar sem tiltölu- lega fáir menn, með umráðum yf- ir fjármagninu, halda fjöldanum í viðjum skorts og allsleysis, þar sem hóflaus eyðsla og allsnægtir annarsvegar og skortur brýnustu nauðsynja hinsvegar draga þrótt og þrek úr mönnum, þar sem for- réttindi fárra manna er fjötur um fót alls almennings. Þeir menn, sem sérstaklega á ungum aldri, eiga þess kost við góðar mennta- stofnanir, að fá fulla vitneskju um ástand þjóðfélagsins, þróun þess og ummyndun og þau öfl, er á- standið skapa, geta vart hjá því komizt, að sjá og skilja, að það er þörf gagngerðra breytinga á þjóð- félagsháttum, og að alþýðan á vissulega fulla heimtingu á því, að hlutur hennar í þjóðfélagsmálefn- um sé réttur. - En þegar menntunin hefur fært mönnum heim sanninn um þessar staðreyndir, hljóta allir þeir, sem unna réttlætinu, að athuga, hvert stefna skuli til þess að ráða bót á meinsemdunum. Og þá verður það jafnaðarstefnan, sem ber uppi alþýðuhreyfinguna í öllum löndum, er bendir slikum mönn- um á leiðina. Það er haft eftir einum úr hópi þeirra fyrstu manna íslenzkra er lagði stund á hagfræðinám, að það væri ekki unnt að iðka þá fræðigrein án þess að verða jafn- aðarmaður. í þessum opinskáu ummælum felast djúp sannindi. Þeir, sem Ieggja stund á að kynn- ast nákvæmlega og með fullkom- inni fræðslu, reglum og lögmál- um athafna- og fjármálalífsins, komast ekki framhjá þeim sann- indum, að jafnaðarstefnan bendir með skýrum og ótvíræðum rök- um á úrlausnir vandamálanna i Félagsmálefnum manna. Engir ættu að hafa betri að- stöðu til þess en þeir, sem eru sannir menntamenn, að skilja sannindi jafnaðarstefnunnar og nauðsyn sterkrar og vaxandi al- þýðuhreyfingar. Og því verður ekki neitað, að islenzka alþýðu- hreyfingin hafi, einkum á síðari árum, fengið stuðning margra menntamanna, þó enn skorti mik- ið á, að sá stuðningur sé nógu al- mennur. En í fylkingu alþýðu- hreyfingarinnar, eiga mennta- mennirnir heima, undir rauða fánanum eiga þeir að sigrast á ó- réttlætinu“. Verkalýðshreyfingar Evrópu knýja á um styttingu vinnutímans: Krafan um 35 stunda yinnuviku Þegar verkalýðshreyfingar Evrópu voru í mótun á seinni hluta 19. aldarinnar þótti það tíðindum sæta að sett var fram af þeirra hendi sú hugmynd og krafa að launafólk þyrfti ekki að vinna meir en 8 tíma hvern dag. „8 tíma vinna, 8 tíma frítími, 8 tíma svefn“, var það kallað og þótti all róttækt, enda algengt að verka- fólk ynni hálfan sólarhringinn, 6 daga vikunnar eða yfir 70 stundir. Síðan þá hafa kröfurnar um vinnu- tímann gengið í gegn hver á fætur annarri, 60 stundir, 48 stundir, 40 stundir á hverri viku í dagvinnu. Nú er 40 stunda dagvinna víðast lög- bundin, þó víðast sé hins vegar meir unnið, eins og við íslendlngar vitum svo vel. En ekki verður látið staðar num- ið við 40 stundirnar. Með vaxandi atvinnuleysi og örri tækniþróun verður krafan um enn meiri stytt- ingu vinnuvikunnar æ háværari um alla Evrópu. Nú hafa verkalýðs- hreyfingar Evrópu sameinast um kröfuna um 35 stunda vinnuviku og bera ýmis rök fyrir sig. Ekki hvað síst er talið að stytting vinnuvikunnar losi um stöður sem auðvitað er mikilvægt í vaxandi at- vinnuleysi. í Ijósi örrar tækniþró- unar er mikilvægt að öll atvinnu- uppbygging verði endurskoðuð frá grunni. Vélar taka við æ fleiri störf- um manna og mikilvægt er að tryggja að það leiði frekar til bless- unar en bölvunar. Telja má víst að þegar árið 2000 hefur heilsað okkur hafi þróast slík vélmenni að verka- fólk geti losnað við erfiðustu og ómannúðlegustu störfin og þá er eins gott að hafa undirbúið jarðveg- inn áður, þannig að þessi þróun Ieiði ekki til atvinnuleysis í stórum stíl, heldur til styttingu vinnutím- ans. Án þess þó að markmiðið um að dagvinna nægi fyrir nauðþurft- um raskist, enda ljóst að vélar og vélmenni framtíðarinnar munu minnka allan framleiðslukostnað fyrirtækjanna, spara efnisnotkun og færa þannig aukinn hagnað. Verkalýðshreyfingin í Evrópu leggur þannig jafna áherslu á stytt- ingu vinnutímans og fulla atvinnu og telur að til þurfi að koma sam- ræmd stefna stjórnvalda allra ríkj- anna með þessi markmið í huga. Á íslandi verður verkalýðshreyfingin að vera vakandi og berjast fyrir hagsmunum sínum gagnvart tækni- þróuninni um leið og styttri vinnu- tíma er mætt með að byggja upp öflugt félagsstarf þannig að aukinn frítími nýtist sem best. _ í samningum síðustu ára hefur Vinnuveitendasambandið ekki reynst tilbúið að taka tæknimálin sérstaklega fyrir í því skyni að skapa samræmda stefnu með hags- muni verkafólks í huga. Línan þar er sú að um slíkt þurfi að semja á hverjum vinnustað fyrir sig. Vinnu- veitendur vilja með þessu dreifa kröftum verkalýðshreyfingarinnar. Um leið og verkalýðshreyfingin býr sig undir að ná upp kaupmætti sín- um eftir kjaraskerðingar síðustu ára þarf hún að undirbúa sókn til lengri tíma og tryggja hlut sinn í tæknibyltingu tölvualdarinnar. Útlitið í dag Stundum er sagt, að sagan endurtaki sig. í tæplega 50 ára gömlu 1. maí riti Alþýðuflokksins fundum við þetta kvæði. Það hefði getað verið ort í gær, svo vel kemur það heim og saman við ástand mála í dag. — Kvæðið er eftir Aðalstein Halldórsson frá Litlu-Skógum: Loftið er þrungið af ógnum og eldi, ófriðarblikurnar stíga hátt. Morðtólin skipa í vélanna veldi veglegast sceti, á morgni og kveldi, drápsmagnið þróast dag og nótt. Vísindin mótuð af hervaldsins höndum, heimskunni þjóna i flestum löndum. Friðarins drottinn er fjötraður böndum. Fjörtjóns má vœnta úr hverri átt. Einvaldir harðstjórar heimskingjum lyfta, úr hásœti menningu bera’ á eld, friðarins unnendur frelsinu svipta. Fífldjarftr morðingjar samningum rifta. Ljónið er klaett í lambsins feld. Leikur sér örninn að bágstöddu barni. Byltir sér œska í fasismans skarni. Glæddur er hatursins eldur á arni. Sem ambátt er vorboðans hugsjón seld. Kynþátta byltingar. Byssurnar spenna blóðþyrstir morðingjar, vaða jörð. Verðmœtum eyðandi, œskunni kenna eldsprengjur handleika, drepa og brenna. Fallstykkjum hlaða í fjallaskörð. Menningin riðar á fallandi fótum. Frelsið er kúgun með mannablótum. Kynkvíslir berast á banaspjótum, blóðugan hníga á jarðarsvörð. Lausar kennarastöður Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavik eru lausartil umsóknar kennarastöður í íslensku, erlendum tungu- málum, bókfærslu, vélritun, eðlisfræði, efnafræði, líf- fræði, staerðfræði og sérgreinum í rafiðna- og tréiðna- brautum. í einstaka greinum er ekki um fulla stöðu að ræða og þurfa umsækjendur þá að geta kennt fleira en eina grein. Við Fjölbrautaskóla Akraness eru lausar kennarastöð- ur í stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Við Vélskóla íslands er laus staða stærðfræðikennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal sendatil Menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík fyrir 26. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Lausar kennarastöður Við Bændaskólann á Hólum eru lausar til umsóknar nú þegar eftirtaldar kennarastöður: 1. Stáöa kennara í almennum greinum. 2. Staða kennara i véla- og verkfærafræði. Auk kennslu þarf kennarinn að sjá um viðhaldsvinnu við búvélar á staðnum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir20. maí n.k. Landbúnaðarráðuneytið Utboð Tilboð óskast f eftirtaldar bifreiðarog vinnuvélarvegna Vélamiðstöðvar Reykjavlkurborgar. 1. Hino vörubifreið KB með vökvakrana árg. 1978 2. Volkswagen sendibifreiö árg. 1974 3. Mazda pickup árg. 1978 4. Mazda pickup árg. 1977 5. Mazda station árg. 1976 6. Simca fólksbifreiö árg. 1978 7. Simca sendibifreið árg. 1978 8. Simca sendibifreiö árg. 1978 9. Simca pickup árg. 1979 10. Simca pickup árg. 1979 11. Simca pickup árg. 1979 12. Chevrolet Sububarn 4x4 árg. 1974, einnig notaðar garðsláttuvélar. Ofangreindarbifreiöarog vinnuvélareru til sýnis I porti Vélamiðstöövar á Skúlatúni 1. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3 Reykjavfk fimmtudaginn 3. maf kl. 14. e.h. Réttur er áskilin til að taka hvaða tilboöi sem er f hvert útboðsnúmer eða að hafna öllum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.