Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. maí 1984 5 1. maí ávarp Húsnœðissamvinnufélagsins Búseta: Alþýðufólk langþreytt á aðgerðaleysi í húsnœðismálum Húsnæðissamvinnufélagið Búseti í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í 1. maí aðgerðum verkalýðs- félaganna og fylkja sér undir kröfur félagsins. í tilefni baráttudags verkalýðs- ins minnir Búseti á þá höfuðkröfu íslenskrar alþýðu að öllum þjóð- félagsþegnum sé gert kleift að eiga kost á öruggu húsnæði. Meginþorri félaga í Búseta eru verkafólk sem eftir kjaraskerðing- ar undangenginna missera hefur enga möguleika á því að eignast húsnæði með þeim hætti sem ríkjandi húsnæðismálastefna ger- ir kröfu um. Húsnæðissamvinnufélagið Búseti er stofnað af þeim sökum að alþýðufólk í Reykjavík er orðið langþreytt á aðgerðarleysi ráðandi afla í húsnæðismálum. Um þetta vitnar sömuleiðis ör útbreiðsla Búsetahreyfingarinnar um allt landi, en félagatala húsnæðissam- vinnufélaganna er nú um 2700 manns á öllu landinu og fjölgar enn ört. Á baráttudegi verkalýðsins 1. maí minnir Húsnæðissamvinnu- félagið Búseti á eftirtaldar kröfur er snerta úrbætur í húsnæðismál- um: 1. Alþingi tryggi ótvíræðan rétt húsnæðissamvinnufélaganna rétt til lána úr hinum félagslega byggingarsjóði. 2. Lán til íbúða í verkamanna- bústöðum, leiguíbúða sveitar- félaga og leiguíbúða með bú- seturétti á vegum húsnæðis- samvinnufélaga nemi a.m.k. 90% af byggingarkostnaði til a.m.k. 43 ára. 3. Nú þegar verði tryggt nægilegt fjármagn til félagslegra íbúða- bygginga þannig að hið allra fyrsta verði náð því yfirlýsta markmiði húsnæðislöggjafar- innar að a.m.k. þriðjungur allra íbúðabygginga í landinu skuli vera á félagslegum grund- velli. 1. maí ávarp Sjálfsbjargar:_ Manngildi allra er jafnt Úr yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Fatlaðir eiga rétt á fjárhags- legu og félagslegu öryggi og mannsæmandi lífskjörum. Þeir eiga rétt á, eftir því sem hæfileikar þeirra leyfa, að fá atvinnu og halda henni eða taka þátt í nyt- samlegu, frjóu og arðgefandi starfi og ganga í verkalýðsfélag. Fatlaðir eiga kröfu á að tekið verði tillit til sérþarfa þeirra á öll- um stigum fjárhagslegrar og félagslegrar skipulagningar.“ Yfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra er okkar krafa. Á hátíðisdegi verkalýðsins fylkjum við liði og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi með verkalýðshreyfingunni undir kröfum um vinnuvernd, jafnrétti til náms og starfs. Við bendum á réttindamál sem við berjumst fyr- ir og viljum skýra fyrir almenn- ingi. Okkar kröfur eru: Við Ieggjum áherslu á að fatl- aðir eigi kost á vinnu á almennum vinnumarkaði og/eða starfi á vernduðum vinnustað í sinni heimabyggð. Við krefjumst þess að allt fatlað fólk, sem vinnur á vernduðum vinnustöðum og á almennum vinnumarkaði njóti þess lagaréttar að eiga í raun aðild að verkalýðsfélögum með fullum félagsskyldum og réttindum. Við krefjumst þess að veitt verði lán og /eða styrkur til að breyta almennum vinnustöðum, sem jafni aðstöðu fatlaðra á vinnumarkaðinum. Við leggjum áherslu á að aukin verði endurhæfing og vinnu- miðlun. Við krefjumst, að fötluðu fólki sé gert kleift að eignast og reka bifreið. Við krefju'mst þess að þeir, sem dveljast lengur en einn mánuð á stofnun, þar sem sjúkratrygging- ar greiða dvalarkostnað þeirra, fái sjálfir greitt 50% iágmarksbóta. Við krefjumst þess, að fatlaðir njóti mannsæmandi lífeyris. Við hvetjum verkalýðsfélög til að vera vakandi fyrir rétti fatlaðra. Manngildiallraer jafnt. Félags- legur jöfnuður er markmið okkar allra. ytur launafólki um land allt báráttukveöjur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.