Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 1. maí 1984 Á baráttudegi alþýðunnar 1984 er ekki úr vegi að rifja upp punkta úr sögu alþýðunnar og aðdraganda stofnunar lands- samtaka verkalýðshreyfingar- innar 1916. Þróun íslensks auð- valdsþjóðfélags fór seint af stað en í sveitum ríkti oft sárasta neyð. Fólk flykktist til þéttbýlis- staða og til Ameríku á síðari hluta 19. aldar og eiginleg verkalýðsstétt varð til um alda- mótin. Hér fylgja á eftir nokkrir punktar úr sögu alþýðunnar og verkalýðshreyfingar frá 1861 til þess er Alþýðusamband íslands var stofnað. 1861: Alþýða manna býr við af- leiðingar margvíslegra áfalla en þó einkum fjárkláða og aflatregðu. Útlend fiskiskip spilla fiskimiðum. Konungi send beiðni um lán til kornkaupa handa íbúum Iandsins. 1864: I áætlun um gjöld Reykja- vikurkaupstaðar er 1475 ríkisdöl- 1904: Verkalýðsfélagið Fram á Seyðisfirði stofnað á ný. 1904: Verkalýðs- og sjómanna- félagið Bjarmi stofnað á Stokks- eyri. Þá var einnig stofnað Sjó- mannafélagið Báran á Eyrarbakka. 1905: Hundruðir bænda ríða suður til að mótmæla nýja ritsím- anum. 1906: Verkamannafélagið Dags- brún stofnað í Reykjavík. Mark- miðið m.a. að styðja og efla atvinnu félagsmanna, að koma á fót betra skipulagi að því er alla daglauna- vinnu snertir, að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum, að auka menningu og bróðurlegan samhug innan félagsins og að styrkja þá félagsmenn eftir megni, er verða fyrir slysum eða öðrum ó- höppum. 1906: Fyrsta verkamannablaðið gefið út og nefndist Alþýðublaðið. Ritstjóri þess var Pétur G. Guð- mundsson. 1906: Hið íslenska bókbindara- félag stofnað. 1906: Alþýðumenn stofna Pönt- unarfélag Reykjavíkur í því skyni „Að halda niðri kaupinu og jafnvel lækka það“ um og 32 skildinguro varið til fram- færis sveitarómaga og styrks handa þurfamönnum. Var það rúmlega 41% af gjöldum. 1867: Útlendum ferðamönnum þykir athyglisvert að konur í Reykjavík vinna margvíslega erfið- isvinnu, en karlmenn lifa hcglífi... 1869: Úr þjóðólfi: Voðaleg mat- arekla er nú orðin almenn hér um sveitir og eigi annað fyrir að sjá en dauðans neyð, áður en lýkur; en auk þess er lífsframdráttur sumra orðinn í því horfi, að þeir ganga á þær fáu bjargræðisskepnur, sem settar voru á í vetur“. 1872: Sakir ills áferðis og erfiðrar afkomu alls almennings, bæði í sveit og við sjó, hafa sveitaþyngsli vaxið stórlega undanfarin ár... Beiningaferðir fátækra förumanna milli hreppa og héraða, sem mjög hafa tíðkast á Islandi hafa þó farið minnkandi vegna aðgerða til að draga úr slíku. 1872: Enski ferðamaðurinn Ric- hard Burton: íslendingar eru bláfá- tækir, drykkfelldir, blygðunarlaus- ir og féfíknir... 1873: Á þriðja hundrað íslend- inga flytjast til Ameríku og fjöldi manns albúinn að hverfa úr landi þegar tækifæri gefst. 1874: Þórarinn prestur Böðvars- son gefur út bókina Lestrarbók handa alþýðu á íslandi. 1875: 60—70 manns gerast stofn- félagar að Sjómannafélagi í Reykjavík, sem var einna helst „klúbbur" til menntunar og endur- næringar þá er sjómenn eru í landi. 1876: Á fjórtánda hundrað ís- lendinga flytjast alfarnir til Kanada. 1876:Úr bréfi til Þjóðólfs: „Ég er óvanur að sjá konur hafðar fyrir áburðarösnur og finnst það vera skrælingjalegt í mesta máta..“ 1877: Hallærisástand viða við Faxaflóa sakir eindæma aflaleysis tvö ár t röð... „Svo sem við var að búast, er lánstraust fátæklinga fyrir Iöngu þrotið, og hafa þó kaupmenn ýmsir reynst hjálplegir. Margir, sem áður voru taldir bjargálna og jafn- vel efnaðir, eru nú þrotnir að efn- um“. Fjölmörg heimili alveg bjarg- brota. Punktar úr sögu alþýðunnar og verkalýðshreyf- ingarinnar 1861- 1916 1878: Stofnaður i Flensborg al- þýðuskóli... 1881: Vinnumenn að Gröf í Hrunamannahreppi funda um kjör sín. Senda Alþingi ályktun. 1882: Fannkoma og nístingskuldi um hásumar, hallæri ríkir um land allt, fjöldi bænda allslaus. 1883: Björn Jónsson um þing- menn í þinglok (ísafold): „Höfðu kæft undir sér nýtilegan vísi til að hrinda af sér oki iðjulausra og óspilunarsamra þurfamanna, mál- ið um rétt hreppsnefnda i fátækra- málum". 1884: „Hagur manna er afar ískyggilegur í hvers þess manns aug- um, sem gætir þess, hvernig fram fer. Fátæklingunum fjölgar, hinir efnuðu kafna undir ofurþungum álögum..“ 1887: Prentarafélag stofnað i Reykjavík. 1887: Um 8000 manns hafa flutst til Vesturheims. 1887: Bjargleysi og vaxandi ör- birgð af völdum gífurlegs skepnu- fellis. Heimiii flosna upp og víða fyrir norðan hafði fólk ekki annað til að leggja sér til munns en hor- kjötið af skepnunum sem voru að horfalla... 1887: Yfir 150 manns fórust á sjó. 1891: íslendingum fækkaði um 1518 manns síðasta áratug. 1894: Holdsveiki er þrefalt tíðari sjúkdómur á íslandi en í öðrum ná- lægum löndum. 1894: Eftir að útgerðarmenn höfðu stofnað í Reykjavík félag til að vinna að hagsmunum sínum tóku sjómenn sig til og komu á samtök- um sín á milli, „enda munu þeir hafa fengið veður af því að tilgang- urinn með stofnun útgerðarmanna- félagsins væri m.a. sá að halda niðri kaupi sjómanna og jafnvel lækka það“. Félag sjómanna var nefnt Báran og var stofnað 14. nóvember. 1896: Þorsteinn Erlingsson stofnar blaðið Bjarki, er fylgdi sósíahsma og studdi upphaf verka- lýðshreyfingar á íslandi. 1897: Sívaxandi gremja almenn- ings vegna linnulausrar ásóknar enskra botnvörpunga á öll fiskimið í Faxaflóa og athafnaleysis danska varðskipsins. 1897: Hið íslenska prentarafélag stofnað. 1897: Verkamannafélagið Fram stofnaðá Seyðisfirði en var lagt nið- ur eftir aldamót. 1899: íslensk botnvörpuútgerð hefst með 40 sjómönnum á 5 skip- um. Fjöldi fólks ráðinn til fiskverk- unar hjá útgerð Thor Jensens. 1899: Trésmiðafélag Reykjavikur stofnað. 1901: Múr- og steinsmiðafélag Reykjavíkur stofnað. að útvega meðlimum sínum kaup- staðarvöru allskonar með lægra verði en kostur er hjá kaupmönn- um. 1906: Verkamannafélag ísfirð- inga stofnað. 1907: Verkamannasamband ís- lands (hið fyrra) stofnað. 1907: Kvenréttindafélag íslands stofnað. 1911: Verkamannafélag Husa- víkur stofnað. 1913: Kvenréttindafélagið fundar um kjör verkakvenna. Var sam- þykkt að senda atvinnurekendum bréf og óska eftir samningum um kjör og kaup verkakvenna. 1914: Verkakvennafélagið Fram- sókn stofnað í Reykjavík. 1915: Thor Jensen útgerðarjöfur biður presta og tvo menn kjörna af Dagsbrún að úthluta til bágstaddra heimila í Reykjavík nauðsynjavöru. Alls 177 bágstaddar fjölskyldur nutu góðs af. 1915: Togarasjómenn stofna Há- setafélag Reykjavíkur. 1915: Verkalýðsfélag Stykkis- hólms stofnað. 1916: Verkalýðsfélagið Baldur stofnað á ísafirði. 1916: Fyrsta verkfall togarasjó- manna og fá mikla hækkun á lifrar- verði. 1916: Alþýðusamband íslands stofnað, allsherjarsamtök verka- manna- og iðnaðarmannafélaga á landinu. Ottó N. Þorláksson fyrsti forseti. (Úr Öldinni okkar og fleiri heimildum, samantekt FÞG)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.