Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðiö \ Þriöjudagur 1. maí 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. 'Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Kar[ Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis: • • Oryggi og friður Á hátíðar- og baráttudegi verkalýðsins fylkja verkamenn liði. Um heim allan finna laun- þegar samhljóm þeirra hugsjóna, sem framsækin öfl verkalýðs- hreyfingarinnar hafa borið í brjósti. Kröfur verkafólks um betri heim, réttlátara þjóðfélag, hafa birst í mörgum myndum. Langan- ir og þrár hins óbreytta alþýðu- manns eru alltaf eins. Lönd, landamæri, tungutak og hefðir skipta þar ekki máli. Þessar þrár má rita í örfáum setningum. Mörg orð þarf ekki til þeirrar tjáningar. Þetta eru óskir um öryggi og frið. Efnahagslegt öryggi Þrátt fyrir sameiginleg mark- mið er heimurinn Iogandi af tor- tryggni og heift. Þessi staðreynd grundvallast á misrétti og þrot- lausri baráttu þeirra snauðu fyrir betra lífi, afkomuöryggi. Krafan um öryggi lýtur að af- komunni. Hver einasti einstak- lingur sem lifir í frjálsu samfélagi krefst þess að hafa í sig og á. Krefst þess að hafa möguleika á að sjá sér og fjölskyldu sinni far- boða. Við íslendingar höfum ekki enn þolað það fjöldaatvinnuleysi, sem nágrannar okkar á Norður- löndum og víðar glíma nú við. Þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti njótum við enn meira öryggis í þessum efnum en aðrar þjóðir. Hversu lengi það ástand varir skal ekki fullyrt. Það má vera Ijóst, að verkalýði'nreyfingin lítur á það sem grundvallarmann- réttindi að hver vinnufús hönd hafi fulla atvinnu. Það vekur hins vegar óhug sú samdráttar- og skömmtunarstefna, sem stjórn- völd hafa í hávegum. Efnahags- erfiðleikar sem óráðvandir stjórn- málamenn hafa skapað á undan- förnum árum, sem birst hafa í óðaverðbólgu, erlendri skulda- söfnun og óstöðugleika hafa svipt ráðamenn virðingunni fyrir rétt- indum launafólks. Nýir valdhafar eiga þau ráð ein að ráðast á lífskjör verkafólks. Þeir ríku verða ríkari, þeir fátæku fátækari. Allar efnahagsaðgerðir eru nú gerðar á kostnað launa- fólks. Fyrirtækjum er hins vegar sýnd sérstök tillitssemi. Hjá þeim eru skattar lækkaðir. Hjá verka- fólki eru skattar hækkaðir. Nú leitast stjórnvöld við að brjóta niður það velferðarkerfi, sem verkalýðshreyfingin hefur lagt höfuðáherslu á að festa í sessi. Andi útlendra frjálshyggju- postula svífur yfir vötnunum. Fé- lagslegt og efnahagslegt öryggi er á undanhaldi. Barátta framundan? Verkalýðshreyfingin hefur mjög hvatt til baráttu gegn verð- bólgu. Launþegum er mjög annt um að verðbólgu verði haldið niðri. Það ber að fagna þeim ár- angri, sem náðst hefur í barátt- unni við höfuðóvin efnahagskerf- isins. Það er hins vegar óþolandi að ekkert skuli gert annað en að skerða lífskjörin. Það er rangt að laun verkafólks sé orsök Verð- bólgunnar. Verkafólk hefur mátt þola stórfellda kjaraskerðingu. Þeir mest sem minnst hafa úr að spila. Nú verða launþegar að bú- ast til sóknar. Fylkja verður liði til baráttu fyrir betri afkomu. Hindra verður að hornsteinar vel- ferðarkerfisins verði brotnir nið- ur. Á vinnustöðum, félagsfund- um, á heimilunum verða launþeg- ar að leita leiða sem duga í barátt- unni. Sú barátta verður að mark- ast af bjartsýni og trú á þeirri hug- sjón að íslenskur þjóðarauður sé ekki aðeins fyrir efnafólk heldur einnig og ekki síður fyrir hinn al- menna verkamann. Frið 1. maí mun verkafólk um heim allan krefjast friðar. Hvers yegna? Höfum við ekki búið við frið? Jú, í okkar heimshluta hefur haldist friður. Villimennska styrjaldar er mönnum þó enn í fersku minni. Ógnarverk, ofsóknir og grimmi- legar styrjaldir viðgangast um víða veröld. Einræði og kúgun er víðast hvar í heiminum. Lýðræði og frelsi ríkir einungis í fáum löndum. Okkur íslendingum þykir eðli- Iegt og sjálfsagt að iáta í ljós and- úð okkar á vígbúnaðarkapp- hlaupi stórveldanna. En víðast hvar, einkum í ríkjum kommúnis- mans, er bannað að hafa aðrar skoðanir á friðarmálum en stjórnvöldum er þóknanlegt. íslensk verkalýðshreyfing styð- ur þá friðarbaráttu sem nú á sér stað um allan heim. Sú friðarbar- átta byggist á nagandi ótta. Það er ógnvekjandi staðreynd, að á mín- útu hverri er varið 30 milljónum króna til vígbúnaðar. Á sama tíma búa milljónir manna við hungur og skort. Ótti fólks mark- ast af þeirri staðreynd, að stór- veldin keppast við að koma fyrir gereyðingarvopnum sem tortímt geta öllu mannkyni. Mannkyns- sagan segir okkur að menn smíða ekki endalaust vopn. Sá tími hef- ur alitaf komið, að handhafar vopna noti þau. Risaveldin beita þeim rökum að ógnarjafnvægið eða gagnkvæm fæling sé besta vörnin. Efasemdir um gildi þessara raka fara vax- andi. Nú vita allir að óhapp eða taugaveiklun augnabliksins í meðferð þessara vopna geta tor- tímt öllu lífi á jörðinni. Barátta gegn vígbúnaðarkapphlaupinu, gegn gereyðingarvopnum, er eina leiðin til að koma vitinu fyrir stór- veldin í þessum efnum. Það er hins vegar barnaskapur að ætla einu stórveldi að afvopnast en öðru ekki. Gagnkvæm afvopnun undir eftirliti er fær leið til árang- urs. Friðarbaráttan verður að beinast að öllum þeim, sem hafa þessi vopn undir höndum. Hreyfiafl framfara Frjáls verkalýðshreyfing er hreyfiafl framfara um allan heim. Verkafólk verður að standa fast að baki hreyfingarinnar. Sigrar vinnast ekki án baráttu. Aldrei hefur verið eins mikil nauðsyn að fylkja liði til baráttu fyrir réttlát- ara þjóðfélagi, baráttu fyrir til- veru mannkynsins. Bestu ham- ingjuóskir í tilefni dagsins. Karl Steinar Guðnason Bjórhestar“ peningavaldsins senda fólkinu kaldar kveðjur Verkalýðshreyfingunni bárust heldur kaldar kveðjur frá ríkis- stjórninni í gær, daginn fyrir bar- áttudag verkalýðsins. Þá var á- kveðið í stjórnarráðinu undir for- ystu Steingríms Hermannssonar, (sem oft talar fjálglega um sam- vinnu og félagshyggju), að skerða til muna félagslega þjónustu og þyngja enn þann skuldabagga, sem æsku þessa lands hefur verið bundinn. Ekki er að sjá, að ríkisstjórnin hafi greint neina möguleika aðra en þá, að þrengja hag launafólks. Hátekjuhóparnir og milliliðirnir hafa allt sitt á hreinu; þar er engu haggað. Og það er þrengt að Iaunafólkinu á sama tíma og birt- ar eru rannsóknir, sem sýna, að ísland er komið í hóp láglauna- landa. Það er fyllsta ástæða að spyrja núverandi ríkisstjórn nokkurra spurninga. í fyrsta lagi: Hafa ráð- herrar enga grein gert sér fyrir því ' gífurlega tekjumisrétti, sem nú er að skipta íslenskri þjóð í tvær stéttir, ríka og fátæka? í öðru lagi: Hafa ráðherrar enga vitneskju um afkomu og kjör þess fólks, sem nú hefur ekki annað en dagvinnu- laun í tekjur? í þriðja lagi: Hafa ráðherrar engar spurnir af þeim þjóðfélagshópum, sem aldrei þurfa að breyta lífsmunstri sínu hversu alvarlegar sem efnahags- þrengingarnar verða? í fjórða lagi: Vita ráðherrarnir ekki, að hér á landi hefur orðið til stétt manna, sem getur skammtað sér laun og skatt að vild? í fimmta lagi: Er réttlætiskennd ráðherr- anna bundin við skiptingu fjár- magnsins á milli þeirra hópa, sem þeir eru fulltrúar fyrir í núverandi ríkisstjórn? Það bætir svo ekki úr skák, að ýmsir ráðgjafar ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum, eru gjörsam- Iega slitnir úr tengslum við það líf, sem lifað er í landinu. Sumir þeirra eru eins og „bjórhestar" einblína aðeins á þá þætti efna- hagsmálanna, sem snerta þeirra stofnanir sérstaklega. í þennan hóp bætast síðan ráðamenn ým- issa opinberra stofnana, sem reknar eru fyrir fjármuni hins vinnandi manns. Þeir hafa skap- að sér eigin veröld, þar sern þeir ráðskast með fjármuni almenn- ings að vild, efna til stórfelidra fjárfestinga, án nokkurs tillits til þess hvernig efnahag almennings er háttað. Ríkisstjórnin og stjórnmála- menn almennt virðast ekki hafa neina löngun til að brjóta upp það samtryggingarkerfi peningavalds og fjármunafyrirgreiðslu, sem kemur í veg fyrir eðlilega þróun I atvinnulífsins. „Hálfguðir“ pen- ingalífsins hafa lagt biessun sína yfir sukk og sóun í nafni byggða- | stefnu, sem er röng í veigamiklum grundvallaratriðum. Þeir hafa engar athugasemdir fram að færa, þegar byrjað er að selja víxla með afföllum í nafni ríkis- sjóðs og bankar hefja stjórnlaust uppboð á vöxtum. Þá sitja þessir herramenn í fílabeinsturnum sín- um og huga að einhverri æðri fjármálapólitík, sem aðeins stuðl- ar að því að gera hina ríku ríkari og fátæku fátækari. Núverandi ríkisstjórn og fjár- málaspekúlantarnir láta sér í léttu rúmi liggja stöðugt rýrnandi kjör launafólksins. Ráðvilltur hugur þeirra og þjónkun við milliliði og heimskulega fjárfestingapólitík, kemur í veg fyrir, að þeir geti stuðlað að öflugri og raunhæfri atvinnuuppbyggingu, sem nú er eina færa leiðin til að bæta kjör launafólks í landinu. Steingrímur Hermannsson og Albert Guð- mundsson haldast hönd í hönd í trúlofunarstandi sínu, en „litli maðurinn“ stendur álengdar og trúir vart daglegum uppákomum, sem stöðugt fækka krónunum í buddu hans. Honum hefur nefni- lega verið sagt, að þessi ríkisstjórn beri hag láglaunafólksins fyrir brjósti. Þær bera það með sér kveðjur ríkisstjórnarinnar 1. maí! — ÁG —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.