Tíminn - 22.02.1967, Qupperneq 1
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
ÁkveSinn maSur grvnaður um þjófnaðinn á Seyðisfirði:
Á tvidálka myndinni sést Mao
Tse-tung, formaSur, heilsa RauS-
um varðliðum, en að bakl honum
gengur Lin Plao, varnarmálaráð-
herra, sem nú hefur endanlega
fallið í skugga. Hindálka myndln
er af Chou En-lal, forsætisráð-
herra, sem virðist nú hafa tekið
málin í sínar hendur í Kína.
GEKK HANN YFIR FJARÐAR-
HEIÐITIL AÐ SÆKJA ÞÝFID?
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
f morgun kom maður nokkur
hrakinn og blautur í hótelið á
Seyðisfirði baðst gistingar og bar
sig hálf illa. Maður þessi mun
hafa gengið yfir Fjarðarheiði í
nótt, og er talið að þama hafi
verið á ferðinni sá sem brauzt
inn í skrifstofu sildarverksmiðj-
anna í janúar. Fór maðurinn aft
ur suður í dag, og átti að
færa hann til yfirheyrslu. Hann
komst undan f fyrstu, en síðar
náði lögreglan tali af manninum.
Maðurinn sem hér um ræðir
tók sér far með flugvél austur
að Egilsstöðum í gær, og fór
ekki með öðrum farþegum niður
á Seyðisfjörð- í morgun nokkru
fyrir klukkan átta kemur hann
svo og biðst gistingiar á hótelinu,
en allt var fullt. Maðurinn var
blautur og hrakinn, og hitti fyrir
mann sem hann kannaðist við
er bjó á hótelinu. Þrábað hann
mannninn að fá leggja sig í her-
bergi hans, hvað maðurinn leyfði
honum- Sá blauti og hrakti var
með litla tösku með sér, og sagðist
vera á bát, sem komið hefði til
Seyðisfjarðar og vegna meinsemd
ar í auga þyrfti hann strax suður
til Reykjavíkur. Segir ekki frek
ar af honum, en hann fær að
leggja sig í herberginu og þurrk-
ar þar föt sín, en fer svo á stjá
um hádegið, og þá til að fá sér far
til Reykjavíkur- Maðurinn hefur
samband við Flugfélagsafgreiðsl-
una á Seyðisfirði, en er þar tjáð
að engar ferðir séu í veg fyrir
Framhald á bls. 14.
Chou En-lai tekinn við
stjórnartaumum í Kína?
NTR—Peking, þriðjuðag.
Kínverjar hafa nú byrjað stöðv-
unaraðgerðir í menningarbylting
unni svonefndu, þjóðfélagsbylting
unni miklu, þar sem stuðnings-
menn Maos, Rauðu varðliðamir,
hafa tekið við flokks- og stjómar-
Flutt inn sjón-
vörp fyrir um
55 millj. sl. ár
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Innflutningur sjónva.psvið-
tækja á síðastliðnu ári var geysi-
mikill, eins og við mátti búast.
Verðmæti innfluttra viðt.^vja
reyndist vera 55 milljónir og 181
þúsund krónur CIF-verð, þ. e.
með tryggingargjöldum og flutn-
ingskostnaði.
Þetta er rúmlega helmingi
meira en árið á undan, en þá voru
flutt inn1 sjónvarpsviðtæki fyrir
25.366.000 krónur CIF-verð.
Hér er um að ræða öll sjón-
varpsviðtæki, sem inn voru flutt
— þ. e. líka tæki, sem eru sam-
byggð með útvarpi og/eða plötu-
spilara.
Skýrslur ern ekki til yfir fjölda
tækjanna.
völdum um allt land. Má segja,
að í dag hafi nýr þáttur hafizt
í byltingunni, sem fólginn er í
„leiðréttingum“ á hinum ýmsu
mistökum, sem öfgamenn, svo-
nefndir „byltingar-uppreisnar-
menn/‘, hafa gerzt sekir um á með-
an á menningarbyltingunni hefur
staðið.
Þessi nýi þáttur, sem Dagblað
alþýðunnar boðaði í ritstjórnar-
grein i dag, kemur vel heim við
þá staðreynd, að Lin Piao, varnar-
málaráðherra hefur alveg horfið
af opinberum vettvangi, og hefur
varla sést síðustu þrjá mánuði..
Svo virðist, sem leiðtogi þessn
nýja þáttar sé forsætisráðherrann
Clhou-En-lai, er sýnist láta sig
meiru skipta að koma á styrkri
stjórn í Kína, heldur en fjalla um
stjórnarfarshugmyndir.
Aðalatriðin, sem fram komu í
ritstjórnargrein Dagblaðs alþýð-
unnar eru, að herinn hafi nú
stöðugt meiri völd og hafi ásamt
lögreglunni náð tökum á menn-j
ingarbyltingunni og embættis-
menn, er sviptir voru völdum í upp
hafi menningarbyltingarinnar fáij
þau nú aftur, um leið og reynslu-|
iitlir menn. sem störfunum hafa
gegnt. hverfi úr þeim.
Dagblað alþýðunnar lagði alla
forsíðuna undir að skýra frá „leið
réttingaa-aðgerðum“ í borginni,
Tsing Tao, og er hún tekin sem!
dæmi um bær aðgerðir. Þar
höfðu „byltingaruppreisnarmenn“,
náð völdum, en gegn þeim er nú
hart barizt, og í öllum blöðum lögð
áherzla á, að óstjórnaröfl verði
upprætt, svo sem minni háttar bylt
ingarhópar, sem setji sig gegn sér
hverjum samskiptum við hina
gömlu stjórn landsins.
Samkvæmt frásögnum á vegg-
spjöldum í Peking í dag á Ohou
En-lai að hafa sagt, að Li Hsuen
Feng, sem tók við stöðu borgar-
stjóra Peking af Peng Cheng, en
var síðan aftur settur af, taki við
störfum aðalritara miðstjórnar
flokksins í norður hluta landsins.
Wu The, sem var eftirmaður Feng
tekur nú við stöðu aðalritara 1
Framhald á bls. 14.
Breytingar á skráningar-
aðferðum í S-Afríku:
Var skráð þel-
dökk - nú hvít!
NTB-Jóhannesarborg,
þriðjudag.
Sandra Laing ellefu ára
gamla suður-afríkanska telp-
an, sem í apríl í fyrra var
skráð þeldökk, mun að öll-
um líkindum verða sJ - aft-
ur á þjóðskrána i Suður-
Afríku sem „hvít“, eftir
nokkra mánuði.
Stjórnarblaðið Dagbreek
skýrir frá því í dag, að
stjórnin í Jöhahnesarborg
hafi í hyggju að breyta
s'kráningarlöggjöfinni að því
er varðar skráningu eftir
kynþáttum, og muni breyt-
ingarnar sennilega hafa aft
urvirk áhrif. Ein fyrirhuguð
breyting er þess efnis, að
hér eftir skuli ætt en ekki
útlit ráða úrslitum um pað,
hvort maður verður talinn af
svörfcum eða hvítum kvn-
stofni.
í Suður-Afríku er algengt,
að \>örn hvítra foreldra hafi
sterk einkenni „þeldökkra"
að því er talið er vegna
þess, að fyrr í ættinni hafi
orðið blóðblöndun hvítra og
svartra manna.
Mál Sandra Laing vakti
heimsafchygli á sínum tíma,
en í apríl í fyrra var hún
'Skráð svört vegna litarhátt-
Framhald a Dis 14.
Fulbright senator
kemur í dag
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Fulbrightstofnunin á nú 10
ára afmæli, og í tilefni af því
kemur hingað til lands á morg
un, miðvikudag J. W. Fulbrigjit
öldungadeildarþingmaður en
það var einmitt liann, sem beitti
sér aðallega fyrir lagasetningu
þeirri í Bandaríkjunum, sem vatð
til þess að Fulbright-stofnunin
hér á landi, og í öðrum löndum.
var sett á stofn.
Fulbrigíht og kona hans koma
hingað til lands kl. 9:30 1 fyrra
málið, og munu bandarisku sendi
herrahjónin taka á móti þeim
á Keflavíkurflugvelli, auk þess
frú Winston Hannessun, for-
maður Fulbright-stofnunarinnar
hér á landi.
Klukkan 2:30 á morgun mun
Fulbright ganga á fund dr. Bjarna
Benediktssonar forsætisráðherra
og Emils Jónssonar luatirikisráð
herra, en klukkan 4 verður fund
ur með blaðamönnum Þá minn-
ist Fulbright-stoifnunin afmæJis
síns með sérstakri athöfn í hátíða
sal Háskólans á morgun kl. 5:15
og verður öldungadeildarþingmað
urinn aðal ræðumaður. Heiðurs
gestir auk hans og konu hans
eru Penfield' sendiherra, dr. tíylfi
Þ. Gíslason menntamálaráðlherra
sem mun taka til máls, Ármann
Framhald á bls. 14.
Fulbright