Tíminn - 22.02.1967, Page 3
MIÐVIKUDAGUK 22. febrúar 1967
TÍMINN
í SPEGLITIMANS
Julie Andrews sést hér ásamt
Margrét prinsessa, ríkisarfi
Dana, kom til Parísar fyrir
skemmstu. Erindið var að
opna sendiráð Dana í nýrri
byggingu í París og auðvitað
að hitta væntanlegan eigin-
mann sinn. Kom prinsessan til
Parísar í flugvél frá SAS og
þegar til Parísar kom, flýtti
prinsessan sér svo mikið út úr
vélinni að hún rak hofuðið upp
undir í dyrunum. Við land-
ganginn beið Henri greifi með
blómvönd handa prinsessunni
og héldu þau síðan til sendi-
ráðsins þar sem prinsessa hélt
ræðu með miklum glæsibrag og
í hvert skipti sem hún nefndi
nafnið Henri, kom, að sögn,
sérstakur hljómur í rödd henn
ar. Hrærði þetta auðvitað
hjörtu hinna viðkvæmu kvenna
sem þar yoru viðstaddar og að
sögn var augnaháralitur farinn
að renna niður kinnarnar á
margi hefðarkonunni.
Undanfarna daga hafa rott-
ur gert innrás í sænska bæ-
inn Nynashamn, rétt austan
Stokkhólms. Hefur fjöldinn
allur af rottum drepizt við það,
að bílar hafa ekið yfir þær á
vegunum, sem liggja inn í bæ-
inn. Það voru ökumenn, sem
óku fram á hóp grárra rotta,
sem tilkynntu lögreglu o? heil-
brigðisyfirvöldum innrás þessa.
Ástæða þessarar innrásar er
/alin sú, að nú fyrir skemmstu
’ar hætt að nota ösku'haug fyr-
ír utan bæinn og misstu þá
"otturnar heimkynni sín.
Rock Hudson, sem afhenti
henni „Golden Globe“ veið-
launin sem beztu kvikmynda-
leikkona ársins 1966, að áliti
Sambands erlendra frétta-
manna í Hollywood.
Fyrir nokkru voru gefin sam
an í hjónaband í sjö alda gam-
alli kirkju í Englandi, Daily
Dimbleby og Ronald Travers.
Það, sem er sögulegt við þessa
hj'ónavígslu er, að brúðurin er
fimmtíu ára gömul ekkja, en
brúðguminn hins vegar aðeins
33 ára, og gamall vinur fyrri
eiginmanns brúðarinnar. Brúð-
urin mætti þrem mínútum of
seint til vígslunnar og leiddi
elzti sonur hennar, sem er 27
ára, hana upp að altarinu.
Kínverska menningarbylting
in breiðir sig nú sem cðast
út, og það virðist kveðsicapur
Maos Tse Tung einnig gera.
Fyrir skömmu gaf franska ut-
gá'fufyrirtækið Edition de
Seuil út safn tilvitnana og
skáldskapar Maos, og á einni
viku seldust hvorki fleiri né
færri en 30.000 eintök og verð-
ur prentsmiðja fyrirtækirins
nú að hafa sig alla við til þess
að anna eftirspurninni.
Kirkjumálaráðuneytið danska
hefur nú fyrir skömmu ákveð-
ið að halda fund þar sem rætt
verður um tónlist í kirkjum.
Verður aðallega rætt um það,
hvort einungis eigi að spila
kirkjutónlist í kirkjum eða
hvort leyfa eigi allar tegundir
tónlistar.
Sovézka stjórnarmáigagmð
Izvestia birti fyrir skemnistu
harða ádeilu á bandaríska gam
anleikarann Bob Hope. Fann
blaðið það honum helzt til for-
áttu að hann væri að fara til
Viet-Nam til þess að skemmta
bandaríiskum hermönnum, cn
að sögn blaðsins var það ein
ungis yfirskin. Hinn raunveru-
legi tilgangur ferða leikarans
væri að flytja áróður fyrir
bandaríska varnarmálaráðu-
neytið, (Pentagon) oa sr.r ðið
í Vietnam og kallaði blaðið
hann ,,Pentagonsfífl“. Og Penta
gonsfíflinu er ekkert heilagt.
Hann myndi jafnvel gera grín
að sinni eigin móður, ef hann
fengi borgað fyrir það,“ sagði
blaðið.
11=
Hassan II konungur r Mar-
okko er um þessar mundir í
New York. Meðal þeirra, sem
hann heimsótti þar í Dorg var
Jacqueline Kennedy og dvald-
ist hann á heimili hennar í
rúma klukkustund.
Tveir þjófar í London töldu
sig heldur betur 'hafa borið eiít-
hvað úr býtum, þegar þeir
höfðu stolið vörubíl fullum af
skóm og það án þess að nokk-
ur sæi. Þe'gar þeir fóru hins
vegar að skoða feng sinn, kom-
ust þeir að því, þeim til mik-
illar gremju, að skórnir, sem á
bílnum voru, voru allir vinstri
fótar skór, og skildu þeir því
eftir feng sinn. Við nánari
athugun kom í ljós, að skófyr-
irtæ'ki það, sem átti skóna
hafði gert þær varúðarráðstaf-
anir að senda einn vörubíl
með vin I rifótar skó og annan
með hægri fótar skó. — Á
þennan hátt verður tapið
minna, segir eigandinn, og lét
það fylgja með að þjófarnir
hefðu getað grætt um það bil
eina milljón ef þeir hefðu fund
ið nógu marga einfætta við-
skiptamenn.
Og Golden Globe verðlaun- McQueen, sem sést hér ásamt honum verðlaunin.
in í karlhlutverki fékk Steve Natqlie Wood, sem aíhenti
Á VÍÐÁVANGI
Nato og herinn
f ræðu, sem Bjarni Benedikts
son, forsætisráðherra, flutti á
Alþingi í fyrri viku, fór hann
háðulegum orðum um tillögur
ungra Framsóknarmanna í
varnarmálum jafnframt því,
sem hann tók undir með komm
únistum um það að dvöl liers
ins liér og aðild íslands að
Nato yrðu að skoðast í sam-
hengi, þótt hann viðurkenndi,
að aðild íslands að Nato og
varnarsamningurinn við Banda
ríkin væru sitt hvort málið. For
sætisráðherrann sagði: „Það er
út af fyrir sig rétt, að Atlants
hafsbandalagið og varnarsamn-
ingurinn við Bandaríkin eru að
nokkru leyti sitt hvort málið-
En eins og hv. þm. tók fram
(Einar Olgeirsson) verða þau
að skoðast í samhengi og verð
ur ekki hjá því komizt að svo
sé gert.“
Þá lagði Bjarni Ben. áherzlu
á það, að bandaríska herliðið
væri hér tii að verja íslanjd
fyrst og fremst, og má af því
álykta, að hann leggi þá minna
nú upp úr því, að ísland er
hlekkur í vamarkeðju Nato og
þá fyrst og fremst þáttur í að-
vörunarkerfinu. Ráðherrann
sagði:
„Það, sem við verðum að
gera okkur ljóst er: Viijum við
hafa vamir? Teljum við, að
varnir séu nauðsynlegar, ekki
vegna annarra, heldur vegna
okkar sjálfra?"
Ar.nað hljóð í
strokknum
f Reykjavíkurbréfi, sem
Bjami Benediktsson skrifaði í
Morgunhlaðið í júní 1965 svar
ar hann þessari spurningu, sem
hann leggur fyrir sjálfan sig,
þ. e. er herinn hér okkar
sjálfra vegna, nokkuð á aðra
leið, enda hefur ráðherrann þá
nokkuð önnur sjónarmið í huga,
og ekki að deila við uppáhalds
andstæðing sinn Einar Olgeirs
son, heldur svara íslenzkum fyr
irlesara, sem haldið hafði fyrir
lestur meðal íslendinga vestan
hafs og látið að því iiggja, að
fslendingar hefðu mikinn efna-
hagslegan ávinning af því að
hafa hér amerískan her og gætu
þeir ekki haldið uppi blóm
legu menningarþjóðfélagi án
hjálpar Bandaríkjamanna. Um
þetta sagði forsætisráðherrann:
„Verra er samt, að hinn unei
fyrirlesari segir frá því, að fs
leniingar njóti styrks frá
Bandaríkjunum. Þessi fullyrð-
ing hvílir á algerum misskiln-
ingi. Nú eru liðin allmörg ár
frá því, að Bandaríkjamenn
veittu okkur siíka aðstoð. Út-
gjöld þeirra vegna varna lands
ins verða ekki í þessu sambandi
talinn styrkur við okkur þegar
af því, að Bandaríkjamcnn
inna þau af hendi vegna síns
eigin jiryggis.“
Landhelgisgæzia og
ísl sérfræðingar
Þama dró forsætisráðherrann
fram merg málsins. Nú vili
hann vísa þessari skoðun á
bug. Jafnframt heldur hann
því fram, að sérfræðingar sem
rækju ratsjárstöðvar hér á
iandi hlytu að verða hermenn,
hvað sem hver segði, og vísar
tillögum ungra Framsóknar-
manna í varnarmálum á bug á
þeirri forsendu, að með þeim
Pram-ftaio a dis lo