Tíminn - 07.03.1967, Page 2

Tíminn - 07.03.1967, Page 2
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 7. marz 1967 Að verja vondan málstað Athugasemd frá Þorsteini Hannessyni Fátt er jafn ömurlegt og það þegar- heiðarlegur maður er neyddur til að verja vondan málstað. Glöggt dæmi um þetta eru skrif formanns útvarpsráðs um útvarpsþáttinn ,,Þióðlíf“ í for- síðuleiðara i Alþýðublaðinu s.l. sunnudag. Formanninum verð- ur það líka á að velja þann kostinn, sem verstur verður að teljast. Hann sleppir gjörsam- lega að ræða það atriði, scm er mergur málsins, sem sé til- raun heilbrigðismálaráðherra til þess að leggja hömlur á frelsi útvarpsins af pólitískum ástæðum, og lætur það auk þess hcnda sig að fara rangt með staðreyndir. Það, að formaðurinn lciðir hjá sér að ræða ótilhlýðileg af- skipti heilbrigðismálaráðherra af dagskrá útvarpsins kemur engum á óvart. Það er alkunna að frelsi útvarpsins er honum það mikils virði, að ætti hann að taka upp hanzkann fyrir ráðherrann, yrði hann að tala þvert um hug sér. Hitt að formaðurinn skuli fara rangt með staðrcyndir er meira hryggðarefni. Honum er það vel kunnugt, að breyting sú, sem gerð var á þættinum ,,Þjóð Iíf“ frá því sem Útvarpsráð hafði ákveðið, var gerð með fullu samþykki dagskrárstjórn- ar útvarpsins. Þá er honum og vel kunnugt að Ólafi Ragnari Grímssyni var ekki veitt neins konar „áminning“ á fundi út- varpsráðs 21. febr. s.l., heldur var þar aðeins rætt um að vax- andi pólitískrar viðkvæmni gætti nú orðið gagnvart þátt- um slíkum sem ,,Þjóðlíf“, þar sem kosningar til Alþingis standa nú fyrir dyrum. Framkoma formanns útvarps- ráðs í máli þessu er honum ekki til sóma. En vafalaust verður hún þó fyrirgefin þar sem vitað er að velferð og ekki sízt frelsi Ríkisútvarpsins er honum mikis hjartans mál, þegar hann getur hagað orðum sínum og gjörðum eins og frjáls maður, en þarf ekki að taka tillit til pólitískra ofbeldis- seggja. Þorstcinn Hannesson, fulltrúi í útvarpsráði. Undirskriftasöfnun á Suðurnesjum gegn hægri GS-Keflavík, ,mánudag. Mikil óánægja er meðal bifreiða stjóra á Suðumesjum vegna fyrir hugaðar breytingar í hægri hand ar akstri. Hafa undirskriftarlistar Iegið víða frammi, og bifreiða- stjórar almennt skrifað undir. Undirskriftarlistarnir eru st.íl- aðir til allra þingmanna í Reykja . neskjördæmi, og hljóða ávarpsorð in svo: „Við undirritaðir bifreiðastjór- ar á Suðurnesjum mótmælum harðlega fyrirhugaðri breytingu ; á umferðalögum um að taka upp hægri handar akstur. Við krefj- umst þess, að Alþingi hlutist til um að þjóðaratkvæðagreiðsia verði látin fara fram um málið“. ISINN FJARLÆGIST Landhelgisgæzluflugvélin Sif fór í ískönnunarflug í gær og reyndist ísröndin vera 30 sjómílur norð-vestur af Horni, þar sem hjn er næst landinu. fsrek er út af Barða og norð-austur af Ströndum. — íshraflið hefur rekið nokkuð frá landinu og er lítil hætta á að ísinn nálgist ef sama vindátt helzt. Frá Búnaðarþingi: AUKIO VALFRELSI f £ I ABURDARKAUPUM í gær var haldinn 12. fundur á Búnaðarþingi. Sex mál voru til umræðu, þrjú þeirra voru af- greidd: Reikningar Búnaðarfélags ís- lands fyrir árið 1966 voru sam þykktir og afgreiddir. Þá var ályktun um áburðarmál afgreidd svohljóðandi: 1. Búnaðariþing leggur áherzlu á, að fyririhuguðum breytingum og stækkun Áburðarverksmiðjunn ar h. f. verði hraðað svo sem kostur er. Við þær framkvæmdir verði ákveðið að korna áburðinn og framleiða kalk — blandaðan á- Ætluðu um borð — fóru í höfnina KJ-Reykjavík, mánudag. í dag er maður og kona voru á leið um borð í Björgvin frá Dalvík sem lá í Akureyrarthöfn datt konan i höfnina, og rnaður inn skömmu á eftir. Skipverjurn á Björgvin tókst að /eiða fólkið upp úr höfninni, og héit að því loknu frá Akureyri. Lögreglan á Akureyri kom á staðinn um það bil sem Björgvin var a3 leggja frá og var sagt að manimum og konunni myndi verða hlýjað um borð, og við svo búið sigldi skipið úr höfninni. burð t. d. kalkammonsaltpétur á samt blönduðum alihliða áburði. 2. Búnaðarlþing krefst þess, að bændur fái aukið valfrelsi um áburðarkaup, enda safni verk- smiðjan áburðarpöntunum það tímanlega, að þær liggi fyrir hjá verksmiðjustjórn áður en ganga þarf frá framleiðsluáætlun og innkaupum. 3. Að áburður sömu tegunda verði verðjafnaður og seldur á sama verði á öllum verzlunarstöð um. 4. Áburðarverksmiðjan h.f. verði þjóðnýtt og í stað fulltrúa hlut- hafa, sem nú eru, komi í stjórn hennar tveir menn, annar tilnefnd ur af Búnaðarfélagi íslands og hinn af Stéttarsambandi bænda. Þingið felur stjórn Búnaðarfé- lags íslands að vinna að fram- gangi framanskráðra atriða. Verulegar umræður urðu um þessa ályktun og voru þingfull |trúar á eitt sáttir um að aukið valfrelsi í áburðarkaupum væri ! nauðsynlegt. j Ennfremur var afgreidd álykt un varðandi breytingu á iögum um tekju- og eignaskatt svohljóð andi: Búnaðarþing felur stjórn Bún aðarféllags íslands að vinna að jþví í samvinnu við stjórn Stéttar I sambands bænda, að Alþingi geri 1 eftirgreindar breytingar á iögum Framhald á bls. 14. ÞJÚÐDANSAFELAGID KYNNIR ÍSLENZKA DANSA OG LEIKI EJ-Reykjavík, mánudag. Elín Sigurvinsdóttir. Unnur Ey- Þjóðdansafélag Reykjavíkur fells og Guðmundur Guðbrands- 'l heldur kynningu Jslenzkra dansa son. Á eftir fyrsta þætti sér i og leikja í Þjóðleikhúsinn á morg Elsa Guðjónsson um kynningu ís un, þriðjudaginn 7. marz, kl. 20 lenzkra búninga. og langardaginn 11. marz kl. 15. Annar hlutinn kallast „Mars Stjórnandi er Sigríður^ Valgeirs- og ýmsir þættir úr Marsi“ en dóttir en Jón Gunnar Ásgeirsson þriðji hlutinn „þjóðlög, dansar hefur séð um tónlistina. og vikivakaleikir". Dagskráin er í þrem hlutum í 41 dansari kemur fram i dag fyrsta hlutanum eru sýndir viki-j skránni og 16 hljóðfasraleikarar, vakar og söngdansar, sem skráðirjen kór Kennaraskóla íslands að- eða varðveizt hafa í dansi. Ein stoðar. söngvarar eru Guðmundur Guð-, Þjóðleikhúsið annast alla þjón jónsson, Hjálmar Kjartansson.l ustu varðandi aðgöngumiða. ViS komuna til Reykjavíkur. F.v. Gunnar GuSjónsson,- flugmaSur; Magnús Jónsson, flugmaSur; Jóhann Erlendsson, flugvirki; Ingimar Sveinbjörnsson, flugstjóri; Jón R. Steindórsson, flugstjóri og Siguröur Ágústsson, flugvirki. — Á myndina vantar Halldór Sigurjónsson. (Tímamynd—GE.) Óvíst um björgun Glófaxa af ísnum K-JReykjavík, mánudag. Um klukkan fjögur á sunnu daginn lenti skíðaflugvélin Gljáfaxi á Reykjavíkurflugvelli og innanborðs voru meðal annarra áhöfnin af Glófaxa sem yfirgefin hefur verlð norð ur í Danmarkshavn á Græn landi, en mjög erfitt og kostn aðarsamt mun að bjarga þess arí Doglas DC 3 vél sem um tuttugu ára skeið hefur þjón- að íslendingum vel. Það voru skeggjaðir menn og vel klæddir, áhöfnin á Glófaxa sem kom út í blíðuna á Reykjavíkurflugvelli og voru þegar umkringdir frétta- mönnum frá blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Konur og börn urðu að láta sér nægja að bíða álengdar á meðan frétta menn spurðu áhöfnina sem var teppt í nyrstu byggð Græn- lands í 10 daga. Jóhann Erlendsson var flug- virki í þessari sögulegu fcrð Glófaxa — kannski þeirri síð ustu — og náði Tíminn tali af honum. — Við vorum að aka flug- vélinni að farangrinum sem við áttum að taka í Danmarks havn þegar óhappið heníi. Misfellur voru á ísnum, sem skafið hafði í og því erfilt að átta sig á þeim. Rakst /instra skíðið í eina misfelluna, með Framhald á bls 14. HjólaútbúnaSurinn sem laskaSist. Vængurinn liggur ofan á hjólinu, og sjá má hvernig skíSiS hefur rek- ist í misfelluna á isnum og brotnaS. (Ljósm. Jóhann Erlendsson).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.