Tíminn - 07.03.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1967, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÞIUÐJUDAGUR 7. marz 1967 MINNING Pálfríður Áskelsdóttir ÞÓR GUÐJÓNSSON: í dag ihefði orðið sjötug Pálfríð ur Áskelsdóttir, fyrrum húsfreyja á Bólstað í Steingrímsfirði, og siðar á Hólmavík. Engan hefði grunað, þegar hún fór frá heim- i'i sínu á Hólmavík ásamt eftir lifandi manni sínum, Lofti Bjarna syni, til stuttrar dvalar hjá börnum og kunningjum í Reykjavík, að hún ætti ekki afturkvæmt. Andað ist hún þar, 13. nóvember, eftir stutta legu. Pálfriður heitin hafði lengi kennt sér meins, en aldrei látið bugast. Vann hún oft meira, en hún mátti á sig leggja. Auk almennrar vinnu lagði hún mikið a-5 sér í starfi hjá kvenfélaginu Glæður. Ennfremur var hún for maður safnaðarnefndar og hafði af því mikið starf ásamt kirkju- byggingarmálum á Hólmavík. Hún hafði hugsað sér, ef henni hefði enzt aldur til, að halda þennan dag hátíðlegan með því að ná saman börnum sinum, kunningjum og sam starfsfólki. Voru það hennar mestu ánægjustundir þegar hún hafði sem flest af afkomendi'm sínum ; í kringum sig, og mér er óhætt að segja að hún hafi verið aðalhlekk urinn í þeirri keðju, sem tengdi svo traustlega saman hennar stóru en dreifðu fjölskyldu. En við sem nutum ástríkis hennar og glaðværðar, skulum minnast þess að samheldni og félagslíf fjölskyld unnar, eftirleiðis sem hingað til, er það, sem hún hefði helst kosið. Blessuð sé minning hennar. 6. marz 1967. Tengdasonur. BÆNDUR HLUNNFARNIR & Elín Hólmgeirsdóttir Fædd 7.3. 1907. - Dáin 25.1. 1967. Minningarkveðja á 60 ára fæðingar afmæli hennar Það verður nú sem fyrr elsku lega systir að hugur minn leitar til þín á þessum degi. Eftir að leiðir okkar skildu, greip ég stund- um penna og skrifaði þér línu á afmælisdaginn þinn. Stundum gerðist það, að hugsunin um þig vakti hjá mér manndóm og lífsdug til einhverra jákvæðra athafna í þjónustu þess, sem við vildum helst helga krafta okkar Rg störf. En alltaf, á hverju sem gekk, komst þú á sérstakan hátt í hug mér þennan dag, og þannig held ég það verði framvegis, þótt þú starfir nú ekki lengur hér í heimi. Svo samofin lífi mínu varð persónu gerð þín, skaphöfn og vermandi kærleikur sem ég yngri og veik- byggðari, naut og studdist við mína bernsku - og æskudaga, innan vé- banda foreldraheimilis og félags skapar okkar æskusveitar. Þar var svo ótal margt sem við áttum og nutum saman og hefir æfilangt enzt okkur báðum. Þá fannst mér oft að væri sem — „við undum ætíð, á einni hjartarót tvær“ eins og ,,Hulda“ orðar það. Bernsku stöðvar okkar nutu starfa þinna, þar voru þínar rætur, þar voru þinir ástvinir og þar voru þér fengin viðfangsefni og vandamál lífsins, til úrlausnar og afgreiðslu. Þótt þú værir oftast önnum hlað in, frá degi til dags, áttirðu samt alltaf nokkra „sýn út yfir hring inn þrönga". — Þó varðst þú sízt sökuð um að víkja af verðin- um, né vanrækja skyldustörf. Um þetta vitna gleggst bréfin, sem af og til báru mér 1 fjarlæga sveit, nokkurn andblæ úr æskubyggðinni ásamt brotum af hugsunum þin- um og áh'.gamálum, Eg held þú hafir miðlað öllum sem með þér voru, nokkru af jákvæðri lífssýn þinni, kærleika og trúmennsku . ásamt heilbrigðum lífsdug, sem stundum gat orðið beinlínis smit rndi. Gildi félagslífs og félags- starfa fyrir líf og þroska einstakl ingsins var þér svo vel ljóst að í þágu þeirra mála, gaztu innt af hendi næstum hvað sem var, ef þú aðeins taldir það til bóta fyrir sveitina og samfélag manna' þar. Eftir því sem á æfina líður, skilst okkur betur og betur, hvað haldlaus og litasnauð hún yrði, lífsvoðin okkar, án þeirra þátta : sem með eru lagðir og íofnir af samferðafólki og vinum. Því er þag stundum, að við brottför þeirra sem mikið gáfu okkur, fer okkur líkt og Stefáni frá Hvítadal þegar hann við andlát vinar, tjáir hug sinn í þessum snilldarljóð- línum: — „er hel í fangi minn hollvin ber, ég sakna einhvers af sjálfum mér“ — Já við söknum einhvers af okkur sjálfum. Slíkir eru leyniþræðir lífsins — Og þá verður mér með samúð pg alveg á sérstakan hátt hugsað til barna þinna og eiginmannsins, sem þú ung gafst ást þína alla, svo hik- laus og djörf, sem þinn var háttur í allri lífsbreytni. Þessir ástvin ir þínir verða mér iVá enn nástæð ari en fyrr. Við systkini þín öll stöndum nú ásamt þeim hljóð og — „hlýðum drottins dórni" — en við gerum meira, við sameinumst þeim í þökk fyrir þá gjöf sem hann gaf okkur öllum með lifi þínu og starfi, og við biðjum af alhug að nú megi þér veitast friður og hvíld Við setningu Búnaðailþings hinn 20 febrúar s. 1., flutti formaður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson, ræðu, þar sem hann vék að veiðimálum. í ræðunni taldi hann, að frumvarp til breyt inga á lögum um lax- og silungs veiði, sem nú liggur fyrir Alþingi til afgreiðslu, sé „mjög neikvætt í garð bænda“. Ennfremur segir hann: .Virðist að því stefnt að draga yfirráð þessara dýrmætu hlunninda úr höndum bænda yfir í hendur sport- og peningamanna þéttbýlisins." Við athugun á frumvarpinu verð ur ag mínum dómi, ekki séð, að það gefi tilefni til slíkra ummæla. Eru þau líkleg til að skapa tor- tryggni og óróa um málið, sem gæti skaðað meðferg þess, þar sem svo margir hafa ekki tök á því að setja sig inn í það. Að sjálf- sögðu líta menn hlutina mismun- andi augum. Sumir sjá hættur alls staðar, þar sem aðrir eygja aðeins möguleika á hættum. Því er ekki fyrir að synja, að bak vig fróm ar tillögur geti leynzt möguleikar á að fara í kringum atriði í lögum, en fyrir slíkt verður að girða eins og frekast er unnt. Annars eru ummælin svo óljós, að það er ekki auðvelt að sjá, hvað formaður hafði sérstaklega í huga, þegar hann hafði þau yfir. Þykir mér sennilegast, að þau eigi við breytingar á atkvæðagreiðslum í fiskræktarfélögum og veiðifélög um, og ef til vill það atriði, að stangarveiðimenn fái fulltrúa í Veiðimálanefnd. Frumvarpið til breytinga á lax veiðilögunum, var undirbúið af Landbúnaðarráðuneytinu, að* fengnum tillögum Veiðimálanefnd ar og veiðimálastjóra. Áður en endurskoðun laganna hófst var veiðifélögum, fiskræktarfélögum, stangaveiðifélögum og fleiri aðil- um skrifað, og þeir beðnir um tillögur um breytingar á lögunum. Tillögur bárust frá nokkrum að- ilum, og voru þær hafðar til hlið isjónar við samningu breytingartil ; lagnanna. Þar komu m. a. fram til- j j lögur frá veiðibændum um að j breyta atkvæðagreiðslum í veiði ! félögum þannig, að láta atkvæða ; fjölda á lögbýli fara eftir stærð ^ eignarhluta þess í heildarveiðinni í stað þess, að nú hefur hvert lög- býli eitt atkvæði. Þá þótti ósann gjarnt, að ábúandi eða eigandi, sem á fleiri en eina jörð, gæti j ekki farið með fleiri en eitt at-! kvæði. Ennfremur var lagt til, að , komið verði í veg fyrir, að jörðum ! verði skipt í fleiri lögbýli til þess að auka áhrifavald þeirra í veiði- félagi. 1 frumvarpinu gengur Landbún ( aðarráðuneytið að nokkru til móts við ofangreind sjónarmið veiði- bænda, þar sem í því er ákvæðið, að ábúandi eða eigandi, sem býr á eða á fleiri en eitt lögbýli, geti farið með atkvæði fyrir hvert þeirra í veiðifélagi. Þá er atkvæða réttur miðaður við fasteignamat 1942 eða eldra mat til þess að koma í veg fyrir skiptingu lögbýla með það fyrir augum, að öðlast fleiri atkvæði. isjnnj f , . I í frumvarpinu er fjölgað nefnd : armönnum í Veiðimálanefnd og er þá gert ráð fyrir, að stangarveiði mönnum verði heimilað að til- i nefna einn mann í nefndina. Aðrir nefndarmenn verði tilnefndir af Búnaðarfélagi íslands, Hafrann- sóknarstofnuninni og Landssam- bandi veiðifélaga, en ráðherra skipi forrpanninn án tilnefningar. Það þekkist, að neytendur fái fulltrúa í opinbera nefnd saman ber Sexmannanefndin, en telja má stangarveiðimenn neytendur í þessu sambandi, þar sem flestar ár landsins og mörg stöðuvötn eru leigð til stangarveiði. Stangar- veiðimenn ættu þannig einn nefnd armann af fimm í Veiðimála- nefnd, og myndi hann fylgjast með afgreiðslu mála í nefndinni og haft um þau atkvæði. Veiðimálin eru í örum vexti og löggjöf okkar um veiðimál nýleg og að miklu leyti frumsmíð. Er því eðlilegt, að hún sé tekin til endurskoðunar á nokkurra ára fresti. Eru hóglegar umræður hlut aðeigandi aðila um löggjöfina og breytingartillögur við hana mjög gagnlegar, og er æskilegt fyrir Alþingi að fá rökstuddar athuga semdir við frumvörp, sem fram koma um breytingar á löggjöfinni eins og það, sem nú liggur fyrir- Af þessari ástæðu sendi Land- búnaðarnefnd Neðri deildar Al- þingis umrætt frumvarp til margra aðila til athugunar og umsagnar. Er ekki við því að búast, að allir verði sammála um hinar nýju til- lögur í frumvarpinu og munu væntanlega koma fram athuga- semdir við það, sem svo Alþingi mun styðjast við, þegar ’málið verður afgreitt. Óhætt er að full- yrða, að þeir, sem lögðu .. fram vinnu við undirbúning frumvarps ins viðurkenna það mikilvæga sjónarmið, sem laxveiðilöggjöfin byggir á, að veiðihlunnindi fylgi jörðunum og að ábúendur á þeim njóti þeirra. Kristján Eysteinsson Fimmtudaginn 16. febrúar síð- astliðin lézt á Landsspítalanum í Reykjavík, Kristján Eysteinsson, bóndi frá Hjarðarbóli í Ölfusi eft- ir langvinna baráttu við sjúkleika, eftir baráttu og þjáningu. Því að sannarlega ertu vel að hvíldinni , komin, svo hetjulega stóðstu, með- ; an stætt var. Við sem enn höfum ; ekki lokið okkar göngu í skóla jarðlífsins, skulum vera þess minn ! ug, að ekkert var þér fjær skapi, en uppgjöf og megi því minning in um þig verða okkur leiðbeining og hvatning til sóknar og starfa í sólarátt. — „Svo skal hver við sín örlög una, og ástvin horfinn þakka og muna“. Líkamsleifar þínar eru nú huld ar moldu við hlið ættmenna í heimasveitinni okkar, þar sem fjöllin standa vörð, jafn traust og tigin í sorg sem gleði. í gömlu bréfi lýsir þú fyrir mér sólarupprás og hvernig gull inn bjarmi breiðist yfir fannhvítar fjallabrúnir, sem ber við blgan himin. Það er augljóst við lestur þess bréfs, að þessi sólarsýn til hreinna og himingnæfandi háfjall- anna, hefur þig yfir önn og þreytu, hún verður þér nýr orkugjafi við átök og störf. Megi sá guð sem í jarðlífinu veitti þér kærleika sinn og styrk, einnig nú lofa þér að gleðjast og styrkjast við nýja sólarsýn. yfir þau svið sem við taka handan við gröf og dauða. I Þ. H. sem hann átti við að stríða síðustu ár ævi sinnar. Minningin um Kristján er hugljúf og kær, og stendur óafmáanleg í huga þeirra sem hann þekktu. Kristján var fæddur 29. júlí 1910 að Litla Langadal á Skóg- arströnd, sonur hjónanna Eysteins Finnssonar og Jóhönnu Oddsdótt- ur. Þau hjónin eignuðust 13 börn o.g eru 6 þeirra á lífi. Á öðru ári fluttist Kristján til fósturforeldra sinna Bjöms Finnssonar og Kristínar Jónsdóttur að Tungu í Hörðudal og þar dvaldi hann hjá þeim fram að tvítugsaldri, er hann fluttist til Reykjavíkur. Þar stundaði Kristján alla venjulega verkamannavinnu, vann þó lengst af hjá fyrirtækinu Kol og Salt. Þar kynntist hann lífsförunaut sín um og eftirlifandi konu sinni. Hall dóru Þórðardóttir. En hún flutt- ist einnig á unga aldri til Reykja- víkur frá Öskjuholti í Borgarfirði en þar er hún fædd 10. júní 1918. Þau hjónin reistu sér hús að Skipasundi 47 í Reykjavík og gaman hefði mér fundist ef ég hefði þekkt hann Kristján á þeim árum, rætt við hann og deilt með honum stundum við vinnu eins og ég gerði síðustu æviár hans. Að Skipasundi 47 bjuggu þau hjón- ' in í 7 ár eða þar til þau flutt- ust austur í Ölfus og byggðu þar upp af grunm nýbýlið Hjarðarból. Að þessum byggingum öllum vann Kristián að mestu sjálfur og leysti vel af hendi eins og flest það, sem i hann tók sér fyrir hendur. Þau hjónin eignuðust 6 börn. Björn: kvæntur Sigríði Svöfu Gunnarsdótt ur Kristín, Ásgtir, kvæntur Sig- ríði Magnúsdóttur. Loffveig, Gest og Friðrik. Tvö síðustu ár ævi sinnar vann Kristján á trésmíða- verkstæði mínu, enda þá fyrir nokkru búinn að láta frá sér bú- pening allan sökum vanheilsu. Verklagni og hyggindi í starfi samfara samvizkusemi og rólegrj íhugun voru meginkostir Kristjáns. Eg sendi eftirlifandi konu hans frú Halldóru Þórðardóttur os börnum hennar mínar innilegustt samúðarkveðjur. Kærar þakkir. Sigurður Sólmundarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.