Tíminn - 19.03.1967, Síða 10

Tíminn - 19.03.1967, Síða 10
TÍMINN SUNNUDAGUR 19. marz 1967 K%. ■J#" 4 4 Siglið til móts við sumarið Nú er tækifærið til að láta óskadrauminn rætast og sigla með stóru og glæsilegu skemmtiferðaskipi til stórborga Norður-Evrópu á yndislegum og blómríkum árstíma þeg- ar veður er hlýtt en ekki of heitt. Farkosturinn er þýzka skemmtiferðaskipið Fritz Heckert á níunda þúsund smálestir að ^kerð, þar sem 190 manna áhöfn veitir 350 manns fullkœmna þjónustu. Á hverju kvöldi eru fjölbreyttar skemmtanir. f skipinu eru öll þægindi nýtízku skemmtiferðaskipa, danssalir, hljómsveit- ir margir barir, verzlanir með tollfrjálsan varnig, margar setustofur, spilastofur og bókasafn, tvær sundlaugar, hár- greiðslustofa og margt fleira. 15 daga skemmj-isigling méð Fritz Heckert. 18. apríl — 2. maí, verð frá kr. 11.800,00. Bergen—Osló—Kaupmannahöfn—Amsterdam—London. Stanzað 1—3 daga í hverri borg. Skipið sem hótel fyrir gestina á viðbomustöðunum. Fjölbreyttar skemmtanir um borð. Lengsta sigling án viðkomu London—Reykja- vík aðeins 68 klst. Siglt út — flogið heim 2__14. maí 12 dagar, verð frá kr. 8.400,00. Gautaborg—Kaupmannahöfn—(Hamborg). »Siglt út til Svíþjóðar með Frifz Heckert. utanlandsferð, sem veitir ótal tækifæri. þæginda og skemmtunar um borð í lúxusskemmtiferða- skipi, eyðið glöðum vordögum í Kaupmannahöfn og Hamborg og fáið fljóta og þægilega flugferð heim. Stutt ódýr Þér njótið 2__16. maí — 14 dagar. Verð frá kr. 8.800,00. Gautaborg—Kaupmannahöfn—Ilamborg—Amsterdam. f þessari ódýru ferð gefst tækifæri til að sigla til út- landa með glæsilegu skemmtiferðaskipi og njóta lífsins þar um borð. Aka skemmtilegar leiðir milli stórborg- anna, þar sem dvalið er nokkra daga. Þetta er róleg og fjölbreytt ferð. Þér njótið glaðværðar Kaupmanna- hafnar ævintýra, Hamborgar, blómaskrúðsins í Hollandi og getið gert hagkvæm inr.kaup í Amsterdam og fengið að lokum þægilega flugferð heim þaðan. 2__25. maí, 23 dagar. Verð kr. 14.200,00. Gautaborg—Kaupmannahöfn—Hamborg—Rínarlönd— París—Amsterdam. Þessi sérlega ódýra ferð býður upp á fjölbreytta ferða- möguleika. Þið siglið nokkra dýrðlega daga með glæsi- legu skemmtiferðaskipi il Svíþjóðar. Akið um mörg fegurstu héruð Evrópu og gistið ýmsar eftirsóttustu stórborgir álfunnar, án þes? að flýta ykkur um of, og njótið dýrðlegra daga ;i: giaðværum og sögufrægum Rínarbyggðum, auk Parísar Páskaferðin til Portúgal. Nú eru síðustu forvöð að tilkynna þátttöku í hinni ódýru 14 daga páskaferð okkar til Portúgal og London. Flogið með íslenzkri flugvél beint til Lissabon á skírdagsmorg- un, og flvalið 10 daga í hinni heimsfrægu skemmtana- og baðstrandarborg Estoril, við Lissabon. Þar hefir hit- inn komizt upp í 24 stig að undanförnu. Þrír dagar í London á heimleiðinni. Páskaferðin til Mallorca, Kanaríeyja og London Vegna forfalla losnuðu í gær tvö sæt í þessa vinsælu ferð. Flogið er næsta miðvikudagskvöld beint til Mall- orca. * Ferðaskrifstofan SUNNA Bankastræti 7. Símar: 16400 og 12070 Árnað heiila 70 ára verður í dag Stefán Stef- ánsson Vík í Mýrdal. Hann dvelur í dag á Holtsgötu 30, Ytri-Njarð- vík. PRESSUBALL Framhald af bls. 24 félaginu beztu árnaðaróskir frá forsetanum, er hann bauð alla viðstadda vglkomna með fáum en velvöldum orðum. Þá var matur framreiddur. Fyrst var fram borinn humar í skel, þá kom uxahalasúpa, með viðeigandi svínamörbráð og að lokum báru þjónar fram ís, en höfðu áður farið blysför um rökkvaðan salinn. Heiðursgest urinn Edward Heath hélt ræðu undir borðum, og var hnyttinn vel og mælskur. Var máli heiðursgestsins mjög vel tekið, on hann kryddaði kafla ræðunnar með skemmtilegheit um. Bjarni Guðmundsson blaða fulltrúi var veizlustjóri. Fjórtán Fóstbræður skemmtu gestum með söng við góðar undirtektir að venju, en síðar tróð Ómar Ragnarsson upp með frumsam ið efni, sérstaklega ætlað þessu kvöldi, og var það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi Óm- ar staðið sig betur. Hann tvinnaði saman gamanyrðum á íslenzku og ensku, svo allir við staddir gætu notið þo.ss vel j sem fram fór. Að lokum var svo MINNING Ingimar M. F. 5.7. 1904. — D. 14.2. 1967 Kveðja frá ástvinum. Nú er brugðið birtu burt er vinur farinn. Geymir margar myndir minninganna arinn. Eins og leiftur logi lífið framlhjá streymir. Þótt að dagur dvíni Drottinn engum gleymir. Þegar sorgin sára svellur innst í barmi. Þá er trúartraustið tryggt, að létta harmi. Margt er þér að þakka, það ei túlkað getum. Þó til æfienda- elskum þig og metum. Vinur: Guð þig geymi. Góður faðir varstu, fórn og fyrinhyggju fram til gjafa barstu. Sár var sjúkdómsþrautin sem þú líða máttir. Þrek í reynslu og raunum ríkan mæli áttir. Kveðjustund er komin hvílurúmi yfir. Er það örugg vissa andinn glaður lifir. Vertu sæll að sinni, sigri fagna eigum. Öll í eilífðinni aftur hittast megum. F.K. dans fram eftir nóttu, með j takast ætti að sinna síauknum verkefnum, er hlóðust á bankann. Hinn nýi afgreiðslusalur, sem nú er tekinn í notkun, tekur yfir svo til alla fyrstu hæð hinnar nýju byggingar, sem er um 250 ferm. að flatarmáli. Efri hæðir eru um 350 ferm. hver, nema u.sta hæðin, sem er nokkru uúnni. Öll myndar byggingin, bæði eldri og nýrri hluti, eina heild að tliti og innra skipulagi. Á fyrstu hæð hússins eru af- greiðslusalir. í eldri sal munu eft irleiðis fara fram allar almennar afgreiðslur, er lúta að viðskiptum við útlönd, en í nýrri sal allar inn lendar afgreiðslur, svo sem spari- jsjóðs- og hlaupareikningsviðskipti, stiginn ; víxlar og verðbréfavarzla. annarri hæð hússins fer undirleik og söng Ragnars £ram hluti af starfsemi útibúsins Bjarnasonar og félaga. LANDSBANKINN Framhald af bls. 24 baníkaþjónustu i pessum borgarinnar. Með stækkun Austurbæjarútibús var ráð fyrir því gert, að létta myndi til muna á störfum aðal- bankans og auka mætti þjónustu við viðskiptamenn. Jafnframt var ákveðið að gera útibúið þannig úr garði, að það veitti alhliða bankaþjónustu og gæti tekið við nýjum verkefnum. Sú varð og raunin á, enda jókst starfsemi útibúsins það ört, að eftir nokkur ár voru húsalcvnni afgreiðslunnar þar orðin of lítil og þvi sýnt, að ekki yrði hjá því komizt, að auka húsakynnin, ef sjálfs auk bókhalds fyrir önnur ! útibú bankans í Reykjavík og ná- igrenni. Þar er ennfremur aðsetur i aðstoðarbankastjóra, útibússtjóra TIL SÖLU íbúð við Kleppsveg, 4ra herb. — Félagsmenn, sem vilja nota forkaupsrétt að íbúðinni, snúi ser til skrifstofunnar. Hevrfis- götn 39, fyrir 24. marz n.k. K.S.S.R. ; hluta og skipulagsstjóra Landsbankans. Veðdeild Landsbanikans er á þriðju hæð. Þar er og Rafreikni- deild bankans í þann veginn að h«fja starf sitt. Á þriðju hæð er gjaldeyrisdeild bankanna og Atvinnujöfnunarsjóð- ur. Auk þess eru þar sem leigj- endur, Húsnæðismálastofnun rík- isins, sem hefur um 350 fermatra. Á fimmtu hæð hússins er eld- hús, matsalur og setustofa. Félag starfsmanna Landsbankans mun fá þar aðsetur. í kjallara hússins eru öflugar peninga- og verðbréfageymslur og geymsluhólf. Byggingu þessa að Laugavegi 77 og innréttingar hefur Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt teiknað. í hinum nýja afgreiðslusal hefur verið komið fyrir málverki eftir Jón Engilberts listmálara. Umsjónarmaður með síðari hluta verksins hefur verið Jón Berg- steinsson, múrarameistari, en Sig urbjörn Sigtryggsson hefur haft með höndum stjórn framkvæmda af hálfu bankans. Útibússtj óri Austurbæjarútibús er Jóhann Ágústsson, skrifstofu stjóri Þorkell Magnússon og yfir gjaldkeri Sigurður Eiríksson. SKÁKÞINO KÚPAVOGS Á skákþingi Kópavogs hafa verið tefldar 6 umferðir. Þrír keppend ur, Guðmundur Þórðarson, Björn Sigurjónsson og Þorkell Guð- mundsson eru efstir og jafnir með 5 vinninga hver. Einnig er teflt í unglingaflokki og eru þeir Róbert Eyjólfsson og Helgi Sigurðsson efstir með 6V2 vinning hvor. 7.—8. umferð verður tefld á þriðjudagskvöldið og hefst fyrri umferð kl. 20,00. Teflt er í Gagnfræðaskólanum við Digranesveg. TAKA BÁTA Á LEIGU HS-Stokkseyri, laugardag. Allir Stokkseyrarbátar eru nú ósjófærir og ^lítur illa út með vetrarvertíð. Ákveðið hefur verið að taka tvo báta á leigu, annan frá Þingeyri og hinn frá Hafnar- firði. Tveir af fjórum bátum Stokks- eyringa eru ónýtir og tveir þurfa að fara í viðgerð eftir brimrótið í fyrrinótt. COLFTEPPI WILTON TEPPADREGLAP ■ M f ly Dhl A ífl TEPPALACNIR Ul U2il EFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Simi 11822.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.