Tíminn - 01.04.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.04.1967, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. aprfl 1967. TÍMINN MINNING SVERRIR GISLASON HVAMMI íeiðurssætið. Hann var sannur amvinnumaður. Kaupfélag Borg- irðinga átti þar traustan forystu nann, er ávallt var reiðubúinn að eita því lið og verja það árásum. 'iárnaði honum stundum tómlæti nargra um málefni félagsins og kilningsleysi á gildi þess fyrir af comu og velferð héraðsbúa. Hann á og skildi manna bezt, að af- coma fólksins í þessu stóra hér iði valt á afkomu kaupfélagsins >g samvinnuanda, er hafipn væri ■fir smáborgaraleg dægurmál. Öll pákaupmennska og ímyndaðir íundarhagsmunir í verzlunarmál- im er ekki leiðin til betri lífskjara íeldur traust samtök fólfcsins, þar em hver styður annan í lífsbar- i.ttunni. Þannig var viðhorf Sverr s í samvinmimálum. Margur gæti ályktað, að Sverrir Hvammi hefði lítið getað sinnt ►úskapnum með öllum þeim nörgu störfum, er honum voru álin á hendur. Samt var hann ;óður búmaður, ræktunarmaður nikill og brautryðjandi á því sviði, nda margfaldaðist heyfengur í Ivammi í búskapartí" hans. Þá ar hann í röð fremstu fjárrækta- nanna landsins, enda átti hann af- mrðagott og vel ræktað sauðfé, öur en mæðiveikin heltók sauð éð á þessum sióðum. Ilar.n hús ði og jörð sína af miiklum mynd- trbrag. Hvammur er landmifcil jörð og fögur, sauðfjárhagar njög góðir og engjalönd mikil. ín oft vorar seint í Norðurárdal, >g þá er betra að vera fyrirlhyggju :amur um fóðuröflun. Sverrir lafði ávallt gnægð fóðurs handa >úfénaði sínum, þótt margur væri, >g góðar afurðir af búi sínu. Hvammsiheimilið var í tíð Sverr s og Sigurlaugar annað heimili \Torödælinga. Þangað áttum við tllir erindi í sambandi við mál- ifni sveitarinnar, og þangað átti nargui leið til viðræðna við hús >óndann, fræðast af honum, og oft >urfti að bera undir hann vanda öm mál. Frá Hvammi fóru allir tnægðir. Þeim hjónum varð sex barna íuðið, sem öll eru á lífi ,en þau 5ru: Guðmundur, hreppstjóri og oóndi í Hvammi, kvæntur Sigríði Stefánsdóttur. Andrés, bifreiða- stjóri, búsettur í Kópavogi, kvænt ar Ernu Þórðardóttur. Vigdís, bú sett á Seltjarnarnesi, gift Jóni Sigbjörnssyni, starfsmanni við Ríkisútvarpið. Ólafur, kaupfélags stjóri á Blönduósi, kvæntur Önnu ingadóttur. Einar, viðskiptafræð- ingur, starfsmaður í stjórnarráð- inu, kvæntur Vilborgu Þorgeirs- ióttur, búsett í Reykjavík, og Ásgeir, tónlistarmaður í Reykjav. Þau systkini tru mörg lands- kunn, greindar- og dugnaðarfólk. Við sveitungar þínir, Sverrir í Hvammi, höfum þér mifcið að þakka við leiðarlok, — og þó mest fyrir það, að þú yfirgafst ekki sveit ina okkar fögru á erfiðri stundu. Þér voru falin mörg og stór verk efni í þágu sveitar, sýslu og al- þjóðar. Öll störf ræktir þú með þeim dugnaði og þeirri forsjá, sem alþjóð viðurkennir. Og þrátt fyr- ir öll störfin, sem þú vannst utan sveitar þinnar, gleymdir þú samt aldrei sveitinni þinni og fólkinu, sem þar býr. „Römm er sú taug, er rekka dregur föður túna til.“ Ungur að árum batzt þú tryggð við þessa sveit. Þér stóðu margar dyr opnar til hægari starfa en að vera bóndi á erfiðri fjallajörð. Þú hafnaðir sliku. Bóndastaðan var þér helgur dómur. Og Hvammur, með grundunum fögru meðfram Norðurá og skógivöxnum hlíðum, þar sem kjarngóð ilmgrös vaxa, var þinn paradísarheimur. Ég votta þér, Sigurlaug og börnum ykfcar, samúð mína — og þakkir fyrir allt. Daníel Kristjánsson, Hreðavatni- t í dag er kvaddur hinztu kveðju Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi í Norðurárdal. Sverrir lézt í sjúkrahúsi á Akra | nesi aðfaranótt föstudagsins 24. i marz s. 1. rúmlega 81 árs að aldri. | • Það þurfti framsýni, dugnað og' kjark fyrir unga og efnalitla bænda ! syni að stofna heimili og hefja búskap á síðari árum fyrir heim styrjaldarinnar á óræktuðum og erfiðum fjallajörðum, því ekki var um neina styrki að ræða fyr- ir efnalitla bændur í þá daga, en þeim kostum var Sverrir búinn að hann lagði ótrauður út í slíkt. Ekki blés byrlega fyrir Sverri fyrstu búsfcaparárin, því að þá rak hvert óþurrh. • og grasleysis sum arið annað og frostaveturinn 1918 | og snjóaveturinn 1920, sem varð mörgum bóndanum það þungur í j skauti, að sumir gátu aldrei rétt við aftur sökum skuldabyrða, vegna fóðurkaupa þá vetur, en Sverrir stóðst þá raun af sinni al- kunnu snilld að láta aldrei bug- ast. Framsýni Sverris var mikil og réðst hann í stórstígar fram- kvæmdir að yrkja jörðina til þess að vera betur undir það búinn að mœta slíkri óárann. Það fyrsta var að fá sér plóg til að bylta jörðinni með stærri og fljótvirkari aðferð, en að vera með ristuspaða og skóflu, því ekki var véltæknin komin til sögunnar þá, næsta skref var að fá verkfræðing til að mæla uppistöðu fyrir áveitu, í þriðja lagi að byggja súrheysgryfju og síðast en ekki sízt að kaupa út- lendan áburð til að fá meiri ' og betri grassprettu, og var hann þar með brautryðjandi í sinni sveit, þetta dæmi sýnir glöggt víðsýni hans á þessum sviðum, serri öðr- . um. Sverirr tók virkan þáít í þjóð ; félags- og félagsmálum alménnt, það hlóðst á hann hvert trúnaðar- starfið af öðru, enda sýnir sig það traust, sem til hans var borið, að bændur úr öllum landsfjórðung um kusu hann fyrsta formann Stéttasambands bænda. Ég, sem þessar fátæklegu línur skrifa, dvaldi á heimili hans, sem vikapiltur i tæpan áratug og var það mér dýrmætur skóli, fyrir fákunnandi og umkomulausan ungling, að fá að njóta leiðsagn- ar hans og leiðbeininga, eru mér það ávallt hugljúfar minningar. Sverrir vildi hvers manns vanda leysa, bóngóður og ákaflega fljót ur til hjálpar, drengur hinn bezti. Honum var það mjög i mun að ég sem? drengur eignaðist eittiivað meðan ég dvaldist hjá honum, og sýnir það glöggt hans drengíyndi, enda fór ég með álitlegan fjár- hóp, er ég fór frá honumi Giftur var Sverrir eftirlifandi bonu sinni Sigurlaugu Guðmunds- dóttur frá Lundum í Stafholtstung um, hinni mestu sæmdarkonu og varð þeim 6 barna auðið, en þau eru Guðmundur bóndi í Hvammi, Andrés bifreiðarstjóri búsettur í Kópavogi, Einar og Ásgeir, skrif- stofumenn báðir búsettir í Reyfcja vík, Vigdís gift Jóni Sigurtojöms- syni magnaraverði, búsett á Sel- tjarnarnesi, hjá henni hefur frú Sigurlaug dvalist hin síðari ár sökum heilsubrests og notið góðr ar umihyggju þeirra hjóna, svo og Ólafur búsettur á Blönduósi, virtur af héraðsbúum í Húnaþingi sem framtaksamur kaupfélags- stjóri. Ég votta frú Sigurlaugu, börn unum og systkinum, svo og öllum vandamönnum hins látna mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Emil Helgason. Nú á útfarardegi bændahöfðingj ans alkunna, Sverris Gíslasonar að Hvammi í Norðurárdal, finn ég löngun hjá mér til þess að leggja lítið laufblað að stórum minninga- sveig hans- Fyrir kemur í lífinu, guði sé lof, að maður lifir kannske eina litla stund, sem síðan aldrei líður úr minni. Atvikin þurfa e. t. v. ekki að vera „stór“ — og þó; hversu oft á ekki við að spyrja líkt og skáldið: hvað er hér smátt og hvað er stórt? Eina slíka stund var ég svo lánsamur að eiga með Sverri í Hvammi. Það er nú langt á annan ára- tug síðan fundur á vegum SÍS og Kaupfélags Borgfirðinga var haldinn í gamla, litla þinghúsinu við vegamótin í Dalsmynni. Fund urinn var vel sóttur af ungum og öldnum úr sveitinni, og hann gekk að flestu leyti fyrir sig á lík an hátt og víða annars staðar á þessum árum, að öðru leyti en því, að þarna höfðum við hljóðfæri og organista til þess að leiða söng okkar. Sá organleikari var Sverrir í Hvammi. Svo vildi til um þetta leyti, að mjög víða um land sýndi ég í lok slikra funda samvinnumanna kvik myndina TOSCANINI, þar sem þessi mikli meistari í ríki hljóma og tóna stiórnaði í eigin útsetn- ingu, i tilefni af friðardegi síðari heimsstyrjaldarinnar, „Lofsöng þjóðanna" eftir Verdi, auk hljóm sveitarleiksins með tilkomumiklu ívafi voldugs kórsöngs og ein- söngs, hvar m.a. var að finna þjóð söngvs allra landa bandamanna. Þetta var stórfengleg hljómkviða, sem marga hreif, þótt fæstir segðu nokkuð. En Sverrir í Hvammi fékk þarna ekíki orða bundizt. Hann hafði, eins og að líkum lætur, fyrr á fundinum tekið til máls og tal að um samvinnumál. En nú flutti hann eftir sýninguna stutta tæki- færisræðu, sem ég hefi aldrei gleymt. Hann hóf sig í auðmýkt yfir allt veraldarvafstrið — var upphafinn, i hárri og sannri merkingu þess orðs, og andi hans sveif ofar skýjum. Ég man einlæg og hríf-andi orð hans um áhrif myndarinnar, og ég sé hann enn þann dag i dag ljóslifandi fyrir mér með „társtirnda brá“ í eigin hrifningu, sem hlýtur að hafa náð til fleiri hjartna en míns. Sið an hefi ég ekki gleymt Sverri í Hvammi. Mér fannst hann hækka, þessi lágvaxni maður, og hann varð í vitund minni svo stór, að ég hefi fáa menn hitt á lífsleiðinni, sem mér hefir fundizt meira til um. Ég faefi verið Sverri í Hvammi þakklátur æ síðan, er enn og verð framvegis; — þabklátur honum og skaparanum fyrir „eitt augna- blik helgað af himinsins náð“ . . . „Guð huggi þá, sem hryggðin slær“ — nú og ævinlega. Baldvin Þ. Kristjánsson. t Sverrir Gdslason, bóndi og hrepp stjóri í Hivammi, er lagður til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum þar, sunnan undir skjólsælli brebk unni, þar sem hann bjó, lifði og starfaði svo að segja alla ævi sína. Hann gerði garð sinn frægan, ekki eingöngu með búskap sínum, sem jafnan var góður og gagnlegur, en 'þó enn frekar með hinu mikla og fjölþætta félagsmálastanfi sínu í þágu íslenzkra bænda. Fyrir það varð Sverrir í Hvamn.i stórt nafn og þjóðkunnugt. Eyrstu kynni mín af Sverri Gíslasyni eru frá Hvanneyrarárum miínum. Hann var þá fyrir sbömmu eða 1910 búinn að ljúka námi fró Hvanneyrarskóla, kominn hátt á þrítugsaldur, góðum gáfum gædd- ur, skýr í hugsun í bezta lagi og gerði sér glögga grein fyrir höfuð- atriðum hvers máls. Hann var um þessar mundir starfsmaður Bún- aðarsambands Borgarfjarðar og naut mikils álits. Það fór eikki milli mála, að Sverrir fór fyrir öðrum ungum mönnm, ekki ein- ungis innan héraðs, heldur lífca þó lengra væri leitað. Annar ung- ur maður gekk þó einnig fram fyrir skjöldu, samhliða Sverri, Guðmundur Jónsson, síðar bóndi á Hvítárbakka, sem hélt því stað- arnafni mjög til vegs, með sinni glæsilegu félagsmálaforustu og fyrirsvari margra menningarmála i héraði. Þetta gerðist eftir að hin merka skólastarfsemi fluttist fr., Hvítárbakka. Við Hvanneyrar- sveinar, sem vorum nokfcrum ár- um seinna á lífsleiðinni, litum mjög upp til þessara ungu manna og ekki að ástæðulausu. Þeir stóðu okkur framar að þekfcingu og þroska og sáu lengra fram á leið á athafna og umbótasviði. Þeir áttu lika áræði og vilja til að koma miklu góðu til leiðar. Þeir gerðu bú sín austan og vestan Hvítár og tóku höndum saman yf- ir hina ljósu elfi, til að vinna að rr.enningarmálum héraðsins. Um þessar mundir, sem endra- nær, var mikil gróska í búskap og menningarlífi Borgarfjarðar. Þar voru stórar ættir og kynsterkar og margir stórbændur. Líklega var óvíða á landinu jafn stórmannlega húsað þá, eins og í þessu héraði. í augum okkar aðkomudrengjanna bar héraðið mikinn rausnarsvip. En þótt vel hafði verið að verki staðið undanfarið, var mikil starf framundan og verkefnin óteljandi. Það vissi Sverrir manna bezt. Fyr- ir margra hluta sakir átti hann ýmissa kosta .völ, hvað lífsstarf snerti. Svo er jafnan um þá, sera fyrir öðrum fara. Menn vonuðu, að hann festi ráð sitt í héraði og yrði einn af höfðingjum þess. Úr þessu fékkst fljótlega skorið. Hið fagra, fyrrverandi prestsetur og góða bújörð, Hvammur í Norður- árdal, bexnsku- og æskustöðvar Sverris, stóð til boða. Og hamingj- an brosti við Sverri Gíslasy.ii og hann flutti í Hvamm vorið 1916. með eina glæsilegustu heimasætu Borgarfjarðarhéraðs sér við hlið. Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Lundum, Ólafssonar, en Guðmund- ur var langa stund einn af bænda höfðingjum héraðsins. Það kom vitanlega engum á óvart, að Sverrir í Hvammi veld- ist til margháttaðra trúnaðarstarfa og forustu, bæði í sveit sinni og héraði. Mig brestur kunnugleik á að greina frá öllum þeim mörgu opinberu störfum, sem Sverrir Gíslason hafði á hendi. Get þó ekki annað en minnzt lauslega á nokkur þau helztu, eins og það, að hann var lengi hreppstjóri, í hreppsnefnd og sýslunefndar mað ur um. Langan aldur formaður búnaðarfélags sveitar sinnar og í stjórn Búnaðarsambands Borgar- fjarðar. í stjórn Kaupfélags Borg- arfjarðar og formaður þess í seinni tíð, í stjóm Sparisjóðs Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og á annan áratug í stjórn mjólkur- samsölunnar. Myndi mörgum finn ast, að hér væri um ærin störf að ræða með venjulegum bústörfum og er þó margt ótalið. En þó fór það svo, að um sextugsaldur, er hann kvaddur til að takast á hend ur og ryðja braut nýium félags- skap og marka stefnu hans, með því að gerast formaður stjórnar Stéttarsambands bænda. Eftir þau átök, sem urðu í verðlagsmálum landtoúnaðarins haustið 1944, mátti segja að stéttarlegur glímuskjálfti færi um bændur landsins. Fyrstu orðin til þess máls komu þó fram á Búnaðanþingi 1941, er Dalamenn vildu að Búnaðarfélag fslands tæki upp stéttarlega baráttu samhliða leiðbeiningaþjónustunni. Var þetta mál þá afgreitt á þann hátt, að samþykkt var að vinna að því að gera Búnaðarfél. fslands að alliliða málsvara bænda. Sennilega má rekja það til þessarar samþykktar Búnaðarþings, að sumir forustu- menn bænda, vildu koma þessari nýju stéttarfélagshreyfingu undir Búnaðarfélagið. Annað varð þó ofan á eins og kunnugt er, og sennilega verið rétt ráðið. En þeg ar ákveðið var, að þessi nýi félags skapur skjddi renna í sjálfstæðum farvegi, með upptök sín þó í bún aðarfélagsskapnum, þá var öllum ljóst, að mikill vandi var að fá réttan mann til forsvars fyrir fé- lagsskapinn. Þeir sem bezr þekktu mannval meðal bænda, munu fljótlega hafa beint sjónum sínum til bændahöfðingjans í Hvammi og mun varla ofmælt, að bændur hafi verið sammála um, að beir menn, sem fengu Sverri í Hvammi til að taka að sér vandann, hafi ekki missýnzt. Fáir forustumenn bænda, munu nokkru sinni hafa getað fagnað slíkum einhug og trausti bænda sér tfl handa, eins og Sverrir Gíslason í Hvammi, sem formaður Séttarsambands bænda. Þegar litið er til baka á æviferil og starf Sverris í Hvammi, þá má segja, að ævi hans hafi verið yfir- lætislaus, samfelld sigurganga, vegna eigin verðleika, til hagsbóta fyrir íslenzika bændur. Með þessu heillastarfi hefur hann skipað sér veglegt sæti í íslenzkri búnaðar- sögu. Persónulega þakka ég Sverri langa og góða kynningu allt frá .æskudögum. Þó að við ættum ekki mikið félagslegt samstarf, vissum alltaf til hvors annars ferða. Síð- ustu 12 árin má þó segja að við stæðum hlið við hlið til forsvars fyrir hina tvo félagslegu meiði landbúnaðarins. Sárt var honum um sinn meið, vildi verja hann áföllum, að ekki væri gengið á hans rétt til að vaxa og verða laufrikur, og að enginn skuggi á Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.