Tíminn - 01.04.1967, Side 16

Tíminn - 01.04.1967, Side 16
FæV 73. tbl. — Laugardagur 1. apríl 1967. — 51. árg. Jóni G. Maríassyni þakkað á ársfundi Seðlabanka íslands IGÞ, Reykjavík, föstudag. Seðlabanki fslands bauð í dag til árlegs hádegisverðar, þar sem blaðamenn hlýddu m.a. á ræðu dr. Jóhannesar Nordals, banka- stjóra og fengu árskýrslu bankans í hendur. Er ræðunnar og skýrsl- unnar getið á öðrum stað í blað- inu. Tilkynnt var á þessum fundi, að Jón G. Maríusson, bankastjóri, hefði sagt starfi sínu Iausu frá 1. ágúst n.k. Jón G. Maríasson. Á ársfundi bankans í dag stað- festi dr. Gylfi Þ. Gíslason reikn- inga bankans. Á fundinum var til- kynnt að bankastjórnin hefði kosið dr. Jóhannes Nordal formann bankastjórnarinnar næstu þrjú ár. Ársfundinuum stjórnaði Birgir Kjaran, formaður bankaráðsins. Við hádegisverðinn skýrði Birgir frá fyrrgreindri ákvörðun Jóns G. Maríarsonar að hætta störfum I. ágúst. Sagði hann í því sam- bandi, að Jón hefði manna lengst stundað bankastarfsemi eða í hart nær hálfa öld. Sagði hann að þann II. janúar 1916 hefði Jón hafið sin fyrstu bankaviðskipti með því að leggja peninga í sparisjóð á ísafirði og ætti hann þennan banka reikning enn í dag. Jón hóf svo störf við Landsbankann á ísafirði árið 1919. Ellefu árum síðar tók hann við störfum við aðalbankann í Reykjavík. Árið 1934 varð hann aðalbókari bankans og bankastjóri árið 1945. Bankastjóri Seðlabank- ans varð hann árið 1957. Sagði Birgir að innistjórn Landsbankans hefði einkum hvílt á herðum hans meða.i hann var þar bankastjóri. Þakkaði Birgir honum gott sam- starf, og persónulega þakkaði hann Framhald á bls. 15. Skýrt frá rannsókn á rækjuveiðum í Arnarfirði og ísafjarðardjúpú Verða rækjuveiðar þar alveg bannaðar „BERFÆTT ORD' Ný AB-bók eftir Jón Dan komin út Komin er á markaðinn ný bók eftir Jón Dan, og nefnist hún BERI’ÆTT ORÐ. Er þetta þriðja bókin, sem Almenna bókafélagið gefur út eftir þennan vinsæla höfund, en jafnframt er það fyrsta ljóðasafnið, sem hann sendir frá sér. Jón Dan hóf snemma að iðka skáldskap, einkum sagnagerð, en hefur alla tíð gert sér meira far um vandvirkni en afköst. Hann vakti fyrst á sér athygli fyrir smá sögur, sem birtusrt í tímaritum og höfði sumar hverjar aflað honum verðlauna. Þótti hann þá strax Jón Dan auðkenndur af persónulegum stíl og sérstæðu efnisvali, og þegar fyrsta bók hans, smásagnasafnið Þytur um nótt, kom út árið 1956 voru ntdómendur á einu máli um það, að sumar sagnanna, er þar birtust, væru meðal hins fremsta í þeirri grein íslenzkrar skáldlist- ar. Seinna hefur hann færzt meira d fang og aukið hróður sinn að sama skapi. Skáldsagan Sjávarföll, 1958 og Tvær bandingjasögur 1960 leiddu ótvírætt í ljós, að þar var á ferðinni vandlátur og vaxandil höfundur. Berfætt orð hafa að geyma þr já- tíu os fimm kvæði og skiptir höf- undurinn þeim í fimm kafla, sem heita í gömlu liúsi, Vegfcrð um nótt, Orðaljóð og Barnaleg ljóð. Auðsæjasta einkenni þessara kvæða er sennilega það, hve þau eru strax skemmtileg aflestrar og er slíkt. að sjálfsögðu mikill kost- ur, svo framarlega sem það leiðir menn ekki frá því að skyggnast undir sjálft yfirborðið. En við nánari kynni af þessum kvæðum mun lesendum einmitt verða tjóst, að þau eru bersýnilega til orðin fyrir djúpa ihygli og reynslu, sem skilar sér vel í hnitmiðun hins hljóðláta ljóðforms. En menningar leg hófsemi er einmitt eitt af ein- kennum bessa geðfellda höfundar, sem virðist nægilega óbundinn af hefð og tízku til að styðjast við hvort tveggja sér til ávinnings. EJ—Reykjavík, föstudag. „Að mínu áliti er tímabært að stöðva rækjuvciðar í ísafjarðar- djúpi og Arnarfirði nú þegar“. Þetta er niðurstaða athugana á rækjuveiðum á þessu svæði, og birtast í tímaritinu Ægi, en þar skrifar Unnur Skúladóttir, fiski- fræðingur, grein um þetta mál. í grein þessari segir m. a.: — „Fyrir Arnarfjörð verður heildar aflinn mestur um 201 smálest við um 2100 togtíma meðalsókn á ári. Fyrir ísafjarðardjúp er heild araflinn mestur um 724 smálestir við 5.500 togtíma meðalsókn á ári. Þess skal getið að sé reiknað með meðalsókn 4 ára þá verður hápunkturinn við um 5000 tog- tíma með heildarafla um 787 smá- lestir. Má því fullyrða að meðal sóknin í rækjustrfninn í ísafjarð ardjúpi eigi ekki að vera meiri en 5.500 togtímar á ári. Ef reikn að er með sömu sókn 1966 og 1967, má reikna með að stofninn gefi af sér um 195 smálestir í Arnarfirði og 147 smálestir í ísa fjarðardjúpi á ári. Sé sóknin auk in verður aflinn ef til vill meiri fyrst í stað, en fer síðan síminnk- andi. Þess skal getið, að 8. marz 1967 var meðalsóknin í Arnarfirði orðin um 2090 togtímar. Má reikna með að meðalsóknin þar aukist um a. m. k. 37 togtíma á viku eftir þetta. Er því ráðlegt að hætta veið um þar sem fyrst. í ísafjarðardjúpi er meðalsókn 1. marz 1967 um 6980 togtímar. Má hór reikna með að í það minnsta 167 togtímar bætist við meðalsóknina með hverri viku. í lok marzmánaðar verður meðal- sóknin þá orðin a.m.k. 7650 tog- tímar og svarar það til heildar- afla á milli 500 og 600 smálesta á ári. Er ástandið þá orðið mjög svipað og það var árin 1962 og 1963. Á það skal bent að stækkun rækjuvarpna og um leið aukin veiðihæfni veldur einnig aukinni sókn. Enda þótt meiri afli á tog tíma fáist með því móti, er það ek'ki nein vísbending um aukna stofnstærð rækjunnar. Sú aukning á heildarafla sem þannig mundi fást er því ekki varanleg. Tekið skal fram að höfundur lagði til að veiðar yrðu takmarkað ar í ísafjarðardjúpi, þannig að inn- djúpinu og fjörðunum yrði lokað í byrjun febrúar þetta ár. Var þetta gert í samræmi við þær niður stöður, sem hér er um ritað og eimfremur til að hvetja rækju- skipstjóra til að veiða fremur stærri rækju og jafnframt reyna á nýjum svæðum. Um þetta varð nokkur samstaða hjá rækjusjó- mönnum um tíma og harma ég að af þessu hefur enn ekki orðið. Er það oft svo að erfitt reynist að hætta meðan leikurinn stendur sem hæst. Raddir hafa heyrzt um að öllum takmörkunum á þessum veiðum verði aflétt. Af því sem hór hefur verið sagt má sjá að slíkt er mjög óráðlegt, nema menn vilji enn einu sinni treysta á kraftaverk og hætta á þriggja ára lægð í veiðum“. Ekki œunu allir sammála þess um aðvörunarorðum. Hafa sumir, máli sínu til stuðnings, bent blað inu á ummæli norska fiskifræð- ingsins B. Rasmussen, er birtust í Ægi 1965, en þar segir m. a. að „rannsóknir á líffræði rækjunnar hafa sýnt, að staðbundin friðun á veiðisvæði, hvort sem það er úti á hafi eða inni í firði, hefur lítil eða engin áhrif á rækjustofninn á viðkomandi svæði“ og síðar „líf fræði rækjunnar er í algerri mót- sögn við allt tal um ofveiði, jafn- vel þótt veiðarnar séu sóttar af kappi“. Fjallar þessi grein um rækjuveiðar við Noreg, og kröfur sem þar höfðu fram komið um að LEIT ÁRANGURSLAUS EJ-Reykjavík, föstudag. Leitin að gúmmbátnum, sem fjórir af áhöfn færeyska bátsins Nolsoyar Páli fóru um borð í fyrir viku, hélt áfram í dag, en án árangurs. Verður leitinni haldið áfram á morgun. í fréttatilkynningu frá banda rísku upplýsingaþjónustunni segir, að ca. 67 fermílna svæði hafi verið kannað af skipurn og t'lugvélum, en leitin engan ár- angur borið. lugvélar af Kefla- víkurflugvelli, ásamt flugvélum íra íslandi, Skotlandi og banda rísJcum vélum frá Þýzkalandi, tóku þátt í leitinni, ásamt skip- urn frá mörgum ríkjum. Leitar veður hefur verið gott frá því á miðvikudag. Áætlanir mikils- vert hjálpartæki Ráðstefnu Sambands íslenzkra sveitarfélaga um framkvæmdaáætl anir sveitarfélaga, lauk í Reykja- vík i dag. Ráðstefnan hófst í morg un með framsöguerindi Torfa Ás- gcirssonar, skrifstofustjóra í Efna hagsstofnuninni, um fræðsluáætl- anir, og urðu umræður um skóla- mál frarn að hádegi. Ráðstefnunni AI \/„r Fran.j rfélag Akraness lield ur skemmtisamkomu í félagsheim- ili simi Sunnubraut 21, sunnu- dagskvöldið 2. apríl n.k. kl. 8,30 síðdegis. Til skemmtunar: Fram- sóknarvist og kvikmvndasvning Öllum deimilt af^’angur meðan lnísrúm ieyfir. lauk síðari hluta dags og í slita- ræðu sinni sagði Páll Líndal, for- maður sambandsins, frá því, að sambandið hefði haldið fjórar ráð- stefnur á tveimur árum, og hefðu tekið þátt í þeim rúmlega 300 Við lok ráðstefnunnar var sam- þykki svofelld ályktun: „Ráð- stefna um framkvæmdaáætlanir sveitaríélaga haldin í Reykjavík dagana 29.—3C. marz 1967, að til- hlutan Sambands ísl. sveitarfólaga, hvetur sveitarstjórnir til að at- huga möguleika á gerð fram- kvæmdaáætlnana til nokkurra ára í setin þar sem ráðstefnan telur, ið -lík áætluanrgerð sé mikils- erl .valpartæki við stjórn sveitar i félaí,a". vernda þyrfti rækjumiðin á einn eða annan hátt. Rækjuveiði hefur verið góð þessa síðustu dagana. Fréttaritari blaðsins á Bíldudal símar, að 5 bátar stundi þar rækjuveiðar og hafi komið með á fjórða tonn að landi á hverjum degi nú síðustu dagana, en þeim sé leyfilegt að koma með 3,5 tonn samtals á hverjum degi. Veiðist rækjan víðs vegar um Arnarfjörð. Þá er rækjuveiði ágæt í ísafjarð ardjúpi, og rækjan stór að sögn fréttaritara blaðsins þar. Hafa veiðarnar batnað mjög síðustu dag ana, hver sem framtíðin verður. „ORATOR“ EJ-Reykjavík, fimmtudag. Úlfljótur, tímarit Orators, fé- lags laganema við Háskóla íslands, 3. tbl. 1966, er kominn út. í blað- inu er m .a. grein eftir prófessor Ólaf Jóhannesson, er hann nefnir „Umboðsmenn þjóðþinga á Norð- urlöndum“. Jakob R. Möller ritar um 15. mót norrænna laganema og ungra lögfræðinga, sem haldið var í Upp sölum s. 1. sumar. Þorsteinn Skúla son, stud. jur. ritar um Oodex — félag sænsikumælandi laganema í Helsingfors — 25 ára. Ýmislegt annað efni er í blað- inu, svo sem yfirlit yfir embættis- próf í lögfræði í maí 1966. UNGLINGA- KLÚBBUR FUF Unglingaklúbbur FUF í Reykja- vík og Kópavogi heldur skemmt- un í Glaumbæ næstkomandi mið- vikudagskvöld, 5. apríl, og hefst skemmtunin kl. 8,30. Hin vin sæla hljómsveit hússins leikur fy ir dansi, Jón Gunnlaugsson skemmtir me’i eftirhermum og gamanvisnasnög Jón Fleiri skemmti atriði verða auglýst síðar. Allir unglingar í Reykjavík og Kópavogi eru velkomnir á þessa skemmtun meðan húsrúm leyfir. — Miðar verða afhentir á miðvikudag að Tjarnrrgötu 26 og við inngang- inn. — Stjórn Unglingaklúbbsins. Forseti Israel hingað í júní Forseti íslands hefur nýlega boðið forseta ísraei, herra Zalman Shazar að koma í opinbera helm- sókn tii íslands í sumar. Hr.fut forseti ísraels þegið boð- ið og eru heimsóknardagarnir á- kveðnir 4.—7. júní n.k. Aðalfundur B.í. Aðaifundur Blaðamannafélags íslaiids verður haldinn sunnudag- inn s aprí) n.k. og hcfst kl. 2. Fundarstaðui nánar auglýstur síð- ar Oagskrá: ' enjulcg aðalfundar stört. Önnur mál. — Stjórnin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.