Tíminn - 01.04.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.04.1967, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 1. aprfl 1967. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTIIR 13 Sigrar íslenzka landsliðið Dani í 4. sinn í röð? Alf-Reykjavík. — Annað kvöld, sunnudagskvöld, leika fslendingar sinn 19. landsleik í körfuknatt- leik. Mótherjamir eru Danir og verður þetta í sjötta sinn, sem þjóðimar mætast í landsleik. í ^®Jaí>ííÍííi'!vA.W./AV.-W.-.V/.-.v«A..v./ Stökkmynd frá landsmótinu Þessa skemmtilegu mynd að of- an tók Jónas Ragnarsson frá stökkkeppninni á landsmóti skíða- manna 'á Siglufirði. Þarna „siglir“ Geir Sigurjónsson, Siglufirði í loftinu, en neðst fylgjast starfs- menn mótsins með. tvö fyrstu skiptin sigmðu Danir, en í 3 síðustu skiptin hefur fs- land sigrað og spumingin er, hvort ísland vinnur í 4. sinn í röð annað kvöld. Leikurinn annað kvöld fer fram í Laugardalsfhöllinni og verður þetta í fyrsta skipti, sem íslenzka landsliðið mætir Dönum á hekna- velli. Fyrsti leikur íslands og Dan- medkur fór fram í Kaupmanna- höfn 1959 og sigruðu Danir 41:38. Annar leifcur landanna fór einnig fram í Kaupmannalhöfn og sigr- uðu Danir 60:56. Þriðji leikurinn fór fram í Stokkhólmi 1962 og sigraði ísland 60:41. Fjórði leik- urinn fór frarn í Helsinki 1964 og laulk þeim leik með eins stigs sigri fslands, 56:55. Og á síðasta ári mættust löndin í 5. sinn og vann ísland aftur með einu stigi, 68:67. Eins og af þessum tölum má sjó, hafa leikirnir flestir ver- ið mjög jafnir og að sama skapi spennandi. Elkki er að efa, að swo verður einnig um leikinn annað kvöld. íslenzka landsliðið hefur verið birt og er það mestmegnis skip- að sterkustu leikmönnum KR og ÍR, sem I þetta skipti snúa bök- um saman. Fyrirliðið liðsins er Kolbeinn Pálsson, KR. Upplýsing- ar hafa borizt um danska lands- liðið og eru flestir leikmanna þess „góðkunningjar“ íslenzku leik mannanna. Bezti maður ' danska liðsins er Arne Petersen, sem jafnframt er talinn vera einn af beztu körfuknattleiksmönnum Norðurlanda. Þá má nefna Flemming Wich, sem leikur í sama liði og Þorsteinn Hallgrámsson, SISU, en það lið vann nýverið P anmerkurkeppnina. Báðir þess- ir leikmenn 'hafa 29 landsleiki að baki. í íslenzka landsliðinu hefur Birgir Birgis, Ármanni, flesta landsleiki að baki, eða 18 talsins. Isl. stúlkurnar gerðu jafntefli við Noreg — en íslenzku piltarnir töpuðu illa fyrir Svíum Norðurlandamót unglinga í hand knattleik hófst í gærkvöldi. í keppni stúlkna, sem fram fcr í Edsvall x Noregi, mættu fsL stúlk- urnar Norugi í fjnrsta leik. í fyrri hálfleik náði ísland 5:1 forustu, en missti forskotið niður í síðari hálfleik, 5:5. fsi. stúlkunum tókst þó að ná forustu aftur 6:5, en háifri mín. fyrir leiksiok jafnaði Noregur 6:6 og lauk ieiknum þann og Björg Guðmundsdóttir 1. I öðrum leik sigruðu dönsku stúlk- urnar þær sænsku 6:2. í Vanersborg í Svíþjóð lék ísl. liðið gegn Svíum í fyrsta leik og gekk mjög illa, tapaði 6:16, en í hálfleik var staðan 6:2. Koma þessi úrslit mjög á óvart, þvi reiknað var með íslenzka liðinu sterkara en raun hefur orðið á. f öðrum leik sigraði Danmörk Noreg 22:11 ig. Merk fslands skoruðu: Sigrún | — Keppninni verður haldið áfram Guðm. 3, Ragnheiður Blöndal 2' í dag. Kolbeinn Pálsson, KR, fyrirliði íslenzka landsliðsins. Agnar Friðriksson ÍR, hefur leik- ið 12 landsleiki og Einar Bolla- son og Gunnar Gunnarsson, báðir Framhald á bls. 15. PHILIPS TAFÐIST, EN KEPPIR í DAG Bandaríski stangarstökkvar- með, tafðist og var ekki vænt- inn Dennis Philips gat ekki anleg fyrr en seint í gærkvöldi. keppt á meistaramótinu í frjáis Keppnin heldur áfram í dag íþróttum í gærkvöldi, eins og og mun Philips þá keppa. ráðgert hafði verið. Loftleiða- Keppnin í dag hefst klukkan vélin sem hann átti að koma 15.30. Stefánsmótið háð um helgina: Skozku keppendurnir eru frá Glasgow og Dundee Alf-Reykjavík. — Stefánsmótið á skíðum verður háð um helgina í Skálafelli og hefst keppnin í Unglingamót í badminton í dag Ungiingamcistaramót í badmin ton verður háð í KR-húsinu í dag. Hefst keppnin klukkan 1. Þátt- taka er góð. Áhugi unglinga á badminton hefur aukizt mikið og verður örugglega gaman að fylgj ast með keppni unglinganna í dag. dag með keppni í stórsvigi. Tveir skozkir skíðamenn verða meðal þátttaikenda. Eru það Ian Stevens frá Dundee og Brian PitOhers frá Glasgow. Ellen Sighvatsson, fyrrv. formaður Skíðaróðs Reyikjavdkur, tók á móti hinum erlendu gestum og búa þeir á heimili hennar. Búizt er við mjög góðri þátt- töku í mótinu og munu margir af dkkar snjöllustu Skdðamönnum, taka þátt d þvd. Keppnin í dag hefst klukkan 16. Á morgun verð- ur keppt í svigi og verður þá keppt bæði fyrir og eftir hádegi. Ferðir frá Reykjavík eru frá Um- ferðamiðstöðinni. Hinrik Hermannsson, KR einn af keppcndum á Stefánsmótinu Aukin samskiptí vii erlenda knattspyrnumenn fífttu fyrir stofnun Knattspyrnusmbandsins Eins og áður liefur komið fram í fréttum, er Knattspyrnu samband íslands 20 ára um þessar mundir. Og í dag mun stjórn KSÍ taka á móti gestum í Sigtúni í tiiefni afmælisins. Knattspymusamband íslands er í dag voldugusta sérsam- bandið innan vébanda ÍSÍ, enda er knattspyrnan sú íþrótt, sem mestri útbreiðslu hefur náð. Hér á eftir verður rakið hver vom tildrögin að stofnun KSÍ, en stofnun sambandsins hafði verið í bígerð í mörg ár áður en það var stofnað 1947. Má segja, að aukin samskipti við erlenda knattspyrnumenn hafi flýtt fyrir stofnuninni, cn fyrsti landsleikurinn var 'eikinn árið 1946 við Dani. Þegar íþróttasamband ís- lands var stofnað árið 1912, var það knattspyrna/ sem var vin- sælasta íþróttagreinin hérlend is, en knattspyrna barst til landsins nokkru fyrir síðustu aldamót. Stjórn Í.S.Í. mætti þessum mikla áhuga á knatt- spyrnu af skilningi, og sá strax nauðsyn á að fræða almenning sem bezt um þessa íþrótt. Árið 1916 gaf Í.S.Í. í fyrsta sinn út knattspyrnulögin og stuttú sið- ar voru _ gefnar út almennar reglur Í.S.Í. um knattspyrnu- mót. Með þessari'útgáfu má segja að lagður hafi verið varanlegur grundvöllur að viðgangi knatt- spyrnunnar á íslandi. Stjórn Í.S.Í. hafði ennfrem- ur á þessum árum forgöngu um, að fá erlenda knattspyrnu menn til keppni hér á landi, og voru knattspymumenn úr Akademisk Boldklub frá Kaup mannahöfn fyrstu erlendu knattspyrnumennimir, er heim- sóttu ísland árið 1919. Þessi fyrsta erlenda heim- sókn, svo og mikill áhugi hér á landi á knattspyrnuíþrótt inni, opnaði augu manna fyrir þeirri nauðsyn að fela stjórn knattspyrnumálanna einum að- ila, sem eingöngu beitti sér fyrir útbreiðslu og eflingu þess arar íþróttagreinar. Stjórn í. S.í. var þetta ljóst, og á fundi hinn 29. maí 1919 var skipuð nefnd, er nefndist „Knatt- spyrnunefnd Reykjavíkur“ og var starfssvið hennar að hafa forystu um knattspyrnumál í höfuðstaðnum. Nefndin var þannig skipuð: Egill Jakobsen (frá Í.S.Í.) Pétur _ Sigurðsson (Fram) Erlendur Ó. Pétursson (K.R.) Magnús Guðbrandsson (Valur) Axel Andrésson (Vík- ingur). Nefndarmönnum var það strax ljóst, að nauðsynlegt væri ef reglulegur árangur ætti að fást af störfum þeirra, að starfs svið nefndarinnar næði yfir stærra svæði en Rvik, og lögðu þeir því til við stjórn Í.S.Í. að starfssvið þeirra_ næði til alls landsins. Stjórn Í.S.Í. féllst á þessa tillögu, og var nafni nefndarinnar breytt, og nefnd- ist hún „Knattspyrnuráð ís- lands“. Hélzt þessi skipan til ársins 1923, en þá er stanfs- sviðið aftur eingöngu bundið við Reykjavík, og nafninu breytt í „Knattspyrnuráð Reykjavíkur“. Höfðu þá verið stofnuð samtök knattspyrnu- manna annars staðar á land- inu. Segja má, að nieð stofnun essarar nefndar hafi stjórn S.í. á vissan hátt stofnað fyrsta sérsambandið, og að þetta hafi verið fyrsti vísirinn að Knattspyrnusambandi ís lands. Á næstu áratugum koma oft fram tillögur að stofnun Knatt spyrnusambandi íslands, en all ar tilraunir í þá átt strönduðu ýmissa orsaka vegna. Knattspyrnuráð Reykjavikur ákvað árið 1946 að beita sér alvadega fyrir stofnun sérsam bands knattspyrnumanna og var ástæðan fyrst og fremst aukin samsikipti við útlönd, og sáu fórystumenn knattspurnu- mála nauðsyn þess, að einhver aðili hér á landi kæmi fram fyrir hönd ailra knattspyrnu- manna á íslands. Stjórn K.R.R. var þannig skipuð: „ Jón Þórðarson, fbrmaður Ólafur Jónsson, Sveinn Zoega, Sigurjón Jónsson, Lúðvik Þor- geirsson. Ritaði stjóm K.R.R. bréf til féiaga og bandalaga úti á landi og barst síðan beiðni frá 6 sér- Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.