Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1967, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. apríl 1967 TÍMINN í SPEGLITIMANS Bobby Kennedy yngri, sem er 13 ára gamall og næstelzti sonur Roiberts Kennedys er ásamt Midhael bróður sínum, sem er 8 ára að skrifa bók um grimmd mannanna við dýr in. Bókin á að heita „Slátrun in mikla". Japanska ríkið gerir ýmislegt til þess að fá Japani til þess að ferðast með járnbrautalest- um. Nú hefur verið komið á fót svokallaðri hveitibrauðshrað- lest, sem fer á milli Kyoto til hins vinsæla baðstaðar Beppu. Er þessi lest útbúin öllum þæg indum og allt gert til þess að þóknast brúðhjónum, sem með henni fara. Er þetta uppátaeki þegar orðið mjög vinsælt og upppantað marga mánuði fyrir fram. Það slys varð á fjöileikasýn- ingu í Syracuse í New York fylki fyrir nokkrum dögum, að rifilskot lenti í auga ungrar konu, sem var aðstoðankona eiginmanns sins í skotsýning- aratriði. 'betta eru þekktir skemmtikraftar á sínu sviði, kallaðir „The Great Gaudhos," og voru hundruð áhorfenda vitni að afiburðinum, þegar hinn 58 ára gamli Fredrick Gray hleypti af riffli sínum en ■jc geigaði illilega með fyrrgreind - um afleiðingum. Kona hans, Elaine, sem er 31 árs að aldri, var þegar flutt á sjúkrahús í Syracuse mjög hættulega særð. Á myndinni til vinstri sj'ást hjónin á æifingu og var hún tekin fyxr sama dag og slysið varð, en á myndiimi til hægri er hjúknunarmaður með hina særðu konu á börum á leið tii sjúkrahússins. Brezka flugfélagið, British European Airways, hefur kom izt að þeirri niðurstöðu, að flugfreyjum þess hafi gengið í búningum sínum allt of lengi. Þess vegna hefur það farið þess á leit við Hardy Aimes, tisku teiknara Elísabetar drottningar að gera tillögur að nýjum bún ingi. Núverandi búningur BEA hefur verið í notkun síðan 1960 og hinar 1500 flugfreyjur fé- lagsins hafa hug á að sjá eitt- hvað nýtt. Hinn nýi búningur verður tekin í notkun á næsta ári. Félgaið hefur spurzt fyrir meðal flugfreyjanna til að fá hugmyndir að útliti búningsins og þá kom í ljós, að flestum stúlkunum fannst að pilsins, sem nú eru í noktun væru of síð. Nú á að fara að gera kvik- mynd um ævi frönsku söng- konunnar frægu Edith Piaf og á,myndin að heita Life with no End. Verður kvikmyndin tekin á Ítalíu og hefur eigin- maður Edith, Theo Sarapo, sem var tuttugu árum yngri en hún, verið á Ítalíu og valið þar fólk til þess að leika í kvikmyndinni. Aðalleikendurn- ir tveir verða ítalskir og eru það hvort tveggja óþekktir leik arar. Marias Solinas á að leika Edith o'i' Armando Stula leik- ur Theo. Þykir það undravert hve Armando og Theo eru líkir hvor öðrum í sjón. Gina Lollobrigida var við- stödd frumsýninguna á Shakes- pearebvikmynd þeirra Richards Burton og Elizabeth Taylor í London. Kom hún til sýning- arinnar í vernd tveggja iög- regluþjóna og þótti það nokkr- um tíðindum sæta að hún skyldi þurfa lögregluvemd. Oharlie CJhaplin er ekki á því að gefast upp þótt hann hafi ekki fengið góða dóma fyr- ir síðustu kvikmynd sína, Greifafrúin í Hongkong. Hefur hann sagt, að hann ætli að gera nýja mynd í Englandi og skrifa sjólfur handritið að henni, en hann hefur fram að þessu neit- að að segja frá því um hvað myndin fjallar. Brezka dægurlagasöngkonan Sandie Shaw, hefur bland- azt inn í hjónaskilnaðarmál í London. Var hún skelfingu lost in, þegar hún var kölluð fyrir rétt í London fyrir skemmstu vegna hjónaskilnaðar sjónvarps starfsmannsins Duncan Mur- doch. Sagðist hún hafa haldið alit væri gleymt og grafið, þar sem hún hafi ekki séð mann- inn í tvö ár. Höfðu þau kynnzt þegar hún var 17 ára og hún ekki vitað að hann væri gift- ur, en nú væri allur hennar á- hugi á manninum horfinn. Víst er það spennandi að vera brúðarmær! Maður fær fínan kjól, blóm í hárið hvíta hanzka og fleira. En sennilega kemur að því augnabliki að brúðarmærin verður ósköp srfjuð og þá er stundum erfitt að leyna geyspa-num. Hér sjá- um við Nicola, sem var brúð- armær ensku dansmærinnar Fortine Ohimus og hún virð- ist ekki hafa getað leynt geysp- anum. Á VÍÐAVANGI Velur sér hlutverk Það er ekki „hugmyndalaus ieiðarahöfundur" sem skrifar pistla' Austra i Þjóðviljann. Hann hefur nú valið sér hlut- verk við leikarahæfi sitt eftir kosningar, enda mur hann nú íelja, að hann megi djarft úr flokki tala, þar sem skipað hafi verið í aðalhlutverk. Hann segir í gær: „Fái Alþýðubandalagið þá tylgisaukningu, sem það verð- skuidai, munu Bjarni Bene- diktsson og Eysteinn Jónsson keppast um það, hvor fyrri verði til að bregða sér í biðils- buxurnar og berja upp á hjá Alþýðubandalaginu. Hins vegar verða það málefni, sem skera úr um það, hvorum eljaranna kann að vegna betur". Austri þykist því báðum fót- um í pilsum standa og eiga uægra kosta völ — eftir kosn- ingar — og hugsar gott til glóðarinnar — að geta valið úr „eljurum", og koma allir tii greina. Og um eftirspurnina efast Austri ekki. Nú leikur lífið við hann, og hann er ekki í vafa um í hverju gervi hann á að vera, þegar „eljararnir“ þvrpast að. Orsökin: Almennur húsnæðisskortur. Það vekur nokkra athygli manna, að þessa dagana, þegar allir tala um íbúðaverðið eftir upplýsingar Vísis um hinar sérlega ódýru íbúðir Bygginga féiags verkamanna og sjó- manna, stritar Moggi við að þegja sem fastast. Þessu máli vill hann aiis ekki hreyfa, þó að öll önnur blöð ræði málið. Bitur sök sekan? Vísir ræðir við fasteignasala í gær og leitar skýringa á hinu háa íbúðaverði á markaði. Þar segir: „Einn fasieignasalinn taldi íbúðaverðið allt of hátt miðað við raunverulega getu manna. Fólk, sem er að kaupa íbúðir í fyrsta sinn, verður að leggja mjög hart að sér. Menn leggja sig alla fran og verða að fá aðsioð ættingja og vina. Þetta er óeðlilegt, *sagði hann. Hann var þeirrar skoðunar, að hið háa íbúðaverð ætti rætur sínar að rekja til almenns skorts á húsnæði. Einn taldi, að fast- eignasalar gætu mjög oft haft það í hendi sér, hvort íbúð yrði 100 þús. kr. dýrari eða ódýr- ari“ o.s.frv. Fasteignasalar, sem hnútum eru kunnugir, vita því vel — og segja það meira að segja f Vísi — að meginovsök upp- sprengiverðsins á íb V'um og nýbyggingum er einmitt sú, að ríkisstjórn og borgarstjórn lækkuðu íbúðabyggingar úr 810 að meðaltali á ári á vinstri stjórnarárunum niður i 630 íbúðir á „viðreisnar“-árunum 1960—’66 og bjuggu þannig til íbúðaskort me« því að láta vanta a.m.>.. 300 íbúðir á ári til þess að þörfin um húsnæðis viðbót væri fullnægt. 267 nauðunaaruppboð Vmsir voru að velta því fyrir sér fyrir þremur dögum, hver væii orsök þess, að Morgun- blaðið sá ástæðu til þess að birti upphafinn leiðara um það, hve einstaklingar og fyrirtæki væru vel á végi stödd eftir ágætisstjórn „viðreisnar“ í sjö Framhald á bls. 11. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.