Tíminn - 22.04.1967, Side 7

Tíminn - 22.04.1967, Side 7
7 LAUGARDAGUR 22. apríl 1967. TÍMINN Hið glæsilega þinghús í Helsinki. Norðurlandaráð eyddi tíma sín um um of til að ræða ýmis aukaatriði og formsatriði, sem emibættismenn stjórnanna ættu að geta leyst á fundum sínum. f staðinn ættu þingfulltrúamir, stjórnmálamennirnir, að snúa sér að því að ræða stærstu mál in, sem hugsanlegt væri að ná samvinnu um á milli landanna. Auk þessa létu fulltrúar ein- stakra landa í ljósi álit sitt á vandamálinu, sem upp hafði komið á fundi Norðurlandaráðs varðandi Færeyjar, og lét ég í Ijósi, að þar vildu íslendingar ákveðið standa með Færeying um og Dönum. Auk þess drap ég sérstaklega á nauðsyn þess fyrir okkur fslendinga að nor- ræn samvinna um sjónvarpsmál ykist. Daginn eftir kom svo grein í Huvudstadsbladet með mynd af þremur yngri mann anna á þessum fundi, og voru þar ýmis ummæli okkar til- færð. Traustvekjandi þjóð í hópi Norðurlandaþjóða hafa Finnar talsverða sérstöðu, eink um vegna tungumálsins, en íinnskan er gjörsamlega óskyld öðrum tungumálum sem við þekkjum, eins og kunnugt er, og Finnum reynist mjög erfitt að læra germönsk mál. Raunar segja þeir, að séu þeir búnir að læra t. d. sænsku, sé sáralítill vandi að læra ensku og þýzlcu til viðbótar, því að þau mál séu svo lík. Mikil stéttaskipt i.ng er i Finnlandi, líklega meiri en á nokkru hinna Norður- landanna og allavega miklu meiri en hér, og lægri stéttir, t. d. leigubílstjórar og þjónar, hafa yfirleitt ekki fengið neina teljandi menntun í öðrum mál Riistjóri: Björn Teitsson um. Táknrænt dæmi um mála kunnáttu Finna er forsætisráð herrann, Rafael Paasio, sem að- eins getur talað finnsku, enda tók hann aldrei til máls á fund unum. Sænskumælandi Finnum fækkar stöðugt hlutfallslega og eru nú ekki meira en 7% þjóðar innar. Finnar eru að ýmsu leyti líkir fsiendingum, fremur þungir við fyrstu kynni, en síðan mjög tyaustir. Þeir taka mjög vel á móti íslendingum og vita mikið um ísland, enda teija þeir sig lrafa um margt líka aðstöðu gagnvart Rússum og fslending ar hafi gagnvart Bandaríkja- mönnum. Yfirleitt eru Finnar því hinir beztu heim að sækja, og á norrænni samvinnu hafa þeir hinn mesta áhuga, ' tala jafnvel um að stofna eigi eitt sa.Tibandsríki úr Norðurlöndun um, þótt slíkar raddir heyrist kannski ekki opinberlega. Beízkjan er aS hverfa Frá samtökum ungra mið- flnitksmanna í Finnlandi, en sá flokkur þar er að mörgu leyti sambærilegur við Framsóknar- tiokkinn, sat umrætt seminar Erkki Himanen, sem er fonmað ur samtaka ungra miðflokks- manna í Nyiandshéraði, en það er Helsinki og umhverfi borg- annnar. Hann er ættaðúr frá stab um 100 km. norður af borg inni. Hann tók því vel að svara ráeinum spurningum varðandi iand sitt og þjóð, og ekki sízt sinn eigin flokk, tii fróðleiks fyrir lesendur Tímans. — Gætir ekki enn beizkj- unar frá borgarastyrjöldinni 1917—18 hér í Finnlandi? — Þessi styrjöld var auðvit- að grimmileg og fólk hennar lengi minnugt, eins og yfirleitt á vib um borgarastyrjaldir. Þið sáuð nú hér í Svenska Teater í Helsinki leikritið eftir sögu Váinö Linna, Upp tralar (* Áfram, kúgaða stétt), og þar eru ógnir styrjaldarinnar ailvel dregnar fram, þó að leik- ;-itið sé tvímælalaust mun betra í hínni upphaflegu finnsku gerð en 1 sænsku þýðingunni. Óhætt ætti að vera að segja, að Finn- ar séu nú farnir að gera sér hh'tlægari hugmyndir um eðli þessarar styrjaldar en á^ir var, er skemmra var liðið frá henni. Sagnfræðingar okkar hafa auð- vitað mikii rannsóknarefni á pessu sviði, og þeir eru að vinna úr þeim. Fimmtíu ára sjálfstæðisafmælis okkar er minnzt á þessu ári, og verða hátíðahöld um land allt. Rétt er að benda á, að varðandi styrjöldina 1917—18 eru enn skiptar skoðanir að því leyti m.a., að vinstri menn kalla hana borgarastyrjöld, en hægri menn tala um frelsisstríð. Þrátt fyrir þetta er þó beizkjan vegna þess ara atburða mjög að hverfa einmitt nú, og varðar það auð- rítað mestu. — Svo að vikið sé að öðru, hvað viltu segja um kjaramál almennt í Finnlandi? — Nú er 40 tíma vinnuvika að komast á. Venjulegt verka- mannakaup er um þrjú mörk a klst. (eitt mark = kr. 13,42), en i.d. hér ' Helsinki er mikið um yfirborganir. Bændur hafa þó lægri laun og einnig t.d. þeir sem vinna við skógarhögg. Mikið atvinnuleysi — Mér skilst, að víða sé mikið atvinnuleysi, þegar norð ar dregur? — Á veturna er nú staðbund- ið atvinnuieysi í Austur- og Norður-Finnlandi. Gallinn er sá að okkur vantar mjög faglærða menn og alls konar sérfræð- inga, en stöðugt er unnið að úrbótum á þessu sviði, og ég hef trú á því, að eftir 5—10 ár verði atvinnuleysið úr sög- unni og gæti jafnvel búizt við, að þá myndi vanta menn á sumum sviðum. — Hvert fara atvinnuleys- ingjarnir? — Þeir fara mjög margir til Svíþjóðar, og er þar raunar um nokkurt vandamál að ræða, m.a. vegna málsins. Á það hefur verið bent, að undir lok ára- tugsins eða um 1970 kunni Finn a-- : Svíþjóð að verða upp undir hálf milljón, eða svo segði Uusi Suomi nú í yikunni (Uusi Suomi er eitt stærsta dagblaðið 1 Helsinki, fremur hægri sinn- að) Ég held samt, segir Erkki Himanen, að þetta hafi verið of djöpt tekið í árinni en nú eru 100—200 þúsund finnskumæi- andi manna 1 Svíþjóð, og Finn- ar telja, ao úr því að Svíar taka við þessu fólki, eigi þeir að sjá börnunum fyrir finnsku mæiandi skólum. Svo mun ekki hafc verið gert í teljandi mæli til þessa, en hlýtur auðvitað að verða nauösynlegt á næstunni. Til samanburðar má geta þess, að í Finnlandi eru ca. 360 þús. manns sænskumælandi, og þeir hafa að sjálfsögðu sænskumæl andi skóla. Flekkurinn skipti um nafn — Hvað er langt síðan Bændaflokkurinn hér í Finn- Jandi skipti um nafn? — Miðflokkurinn, sem ég til- hejrri, hét Bændaflokkur þar til fyrir tveimur árum. Sukse- laiuen, sem þá var flokksformað ur og hefur tvisvar verið for- sætisráðherra, var á móti nafn breytingunn,, og er nú formað- ur þ-ingflokksins, en Virolainen tók við ílokksformennskunni. Hann hefur oft verið ráðherra, t.d. var hann forsætisráðherra sFramhald a bls. 12 Sókn og sigrar SA'GA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Ég undlrritaður óska eftir að gerast kaupandi að SÓKN OG SIGRUM, sógu Framsóknarflokksins, fyrra Oindi. Verð kr. 500,00. NAFN x ' •L ................. HEIMILI .......................... Sendist til Skrifstofu F*amsóknarflokksins, Hringbraut 30, Reykjavik. LÖGTAKSÚRSKURDUR Samkvæmt ósk bæjaivitarans í Kópavogi, úr- skurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum fyrir- framgreiðslum útsvara 1967, til Bæjarsjóðs Kópa- vogs, sem fallin eru 1 gjaiddaga samkvæmt 47. gr. iaga nr. 51 ’64. Fari lögtök fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 10. apríl 1967. FERMINGARSKEYTI SUMARSTARFSINS Hin íallegu litprentuCo fermingarskeyti Sumar- búðanna í Vatnaskógi og' Vindáshlíð, fást á morgun á eftirtöldum stöðum, milii kl. 10 og 12 og 1—5: Amtmannsstíg 2 b, — Melaskólanum, — Drafnar- borg, — ísaksskólanum — Kirkjuteigi 33, — Fé- lagsheimilinu við Holtaveg, — Langagerði 1. — Upplýsingar í símum 17536 og 23310. VATNASKÓGUR — VINDÁSHLÍÐ, Kjorskra til alþingiskosninga í Reykjavík, sem fram eiga að fara 11. júní 1967, liggur frammi almenningi til sýnis í Manntalsskrifstofunni, Pósthússtræti 9, 5. hæð, aila virka daga frá 25. apríl til 20. maí n.k. frá kl. 9—17, nem-« iaugardaga frá kl. 9—12. Kærur yfir kjörskránní skulu komnar til skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en 20. maí n.k. 21. aprli 1967. BORGARSTJÓRiNN í RÉYKJAVÍK TRÉSMIÐUR ÚSKAST til vinnu í sumar. Upplýsingar í síma 34383.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.