Alþýðublaðið - 22.08.1984, Page 4
4
Miðvikudagur 22. ágúst 1984
Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi í Kopavógi:
Endurskoða þarf tekju-
og yerkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga
Þegar ég fékk skattseðilinn minn
núna um daginn, fór ég að velta því
fyrir mér, hvort allur þessi skatta-
fjöldi, sem mér er gert að greiða sé
virkilega nauðsynlegur. Mer sýnist
að ekki hallist á milli rikis og sveit-
arfélags hvað varðar skattafjölda,
en hins vegar er ríkið sýnu heimtu-
frekari ef litið er til krónutölunnar.
Þannig borgar fjölskylda sem býr í
eigin húsnæði samtals 12 skatta,
sem að sönnu eru afskaplega mis-
munandi þungir.
Til gamans skulum við líta á
hvaða skattar það eru sem almennir
Iaunþegar þurfa að greiða og hvern-
ig þeir skiptast milli ríkis og sveitar-
félagsins.
Til sveitarfélagsins:
Útsvar
Fasteignaskattur
Vatnsskattur
Holræsagjald
Lóðarleiga
Sorpgjald
Til ríkisins:
Tekjuskattur
Sumarferð
jafnaðarmanna 25. ágúst
Sumarferð jafnaðarmanna verður laugardaginn 25.
ágúst n.k.
Laqt verður af stað frá skrifstofu Alþýðuflokksins,
' Hverfisgötu 8, Reykjavík, kl. 8.30 árdegis.
Farþegar veröa teknir upp á flokksskrifstofunum í Kópavogi og í
Hafnarfirði.
Fariö veröur út á Garöskaga, ekið þaöan aö Reykjanesvita og
áfram til Grindavíkur. Frá Grindavík verður fariö aö Svartsengi
og ferðalangar geta skolaö af sér ferðarykið í Bláa lóninu.
Á Svartsengi veröur grillaö og nærst. Er ætlast til þess aö fólk
komi sjálft meö mat til að skella á grillið.
Klæðist eftir veóri.
Þátttökugjald er 300 fyrir fullorðna, ekkert fyrir börn.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 81866.
Flokksfólk er hvatt til aö fjölmenna.
Eignaskattur
Kirkjugarðsgjald
Sóknargjald
Sjúkratryggingargjald
Gjald í frkvsjóð aldraðra
Maður á erfitt að gera sér grein
fyrir nauðsyn allra þessara skatta,
og þá kannski ekki síst þeim sem
Guðmundur Oddsson.
hvort verka- og tekjuskipting ríkis
og sveitarfélaga væri nógu skýr, og
komst þá að því, að þessi mál eru í
slíkum ólestri að engu tali tekur.
Mér sýnist, að ríki og sveitarfélög
séu víða á sömu miðum í Ieit að
tekjum og ef litið er til verkaskipt-
ingar þá eru þau svo óljós, að
ógerningur er fyrir Ieikmann að
átta sig á þeim frumskógi.
Fræðslumálin
Víða i hinu fræga kerfi er samspil
ríkis og sveitarfélaga svo furðuleg
og flókin að erfitt er að skilja rökin
sem að baki liggja. Vafalaust má í
flestum málaflokkum finna þessari
fullyrðingu stað en lítum aðeins á
fræðslumálin.
1. Ríki og sveitarfélög byggja í sam-
einingu skólahús fyrir grunn-
skólann. Samkvæmt lögum bera
þau kostnaðinn að jöfnu, en
munurinn er bara sá, að framlag
ríkisins fer eftir duttlungum fjár-
veitingavaldsins, sem alls ekki
þarf að fara saman við þörf sveit-
arfélagsins á húsnæðinu. Þannig
verður sveitarfélagið yfirleitt að
leggja fram fjármagnið í fyrstu
Það er álitamál sem mikið hefur verið rœtt ígegnum árin hvernig staðið
skuli að verkaskiptingu og tekjuskiptingu milli ríkis og sveitafélaga. Skatt-
ar af fasteignum koma í hlut sveitafélaga.
eru lagði á af báðum aðilum en
heita þó mismunandi nöfnum.
Tökum dæmi.
Sveitarfélag innheimtir fast-
eignaskatt af húsnæði, en hjá rík-
inu heitir þessi skattur eignarskatt-
ur. Nú hafa flestir húseigendur
eignast sitt húsnæði með mikilli
vinnu, sem þegar hefur verið skatt-
lögð. Mikil vinna þýðir meiri tekjur,
en miklar tekjur þýða hærri skattar.
Þannig er stöðugt verið að skatt-
leggja sömu tekjurnar ár eftir ár. Er
ekki eitthvað galið í þessu kerfi?
Hvers vegna þurfa bæði ríki og
sveitarfélag að skattleggja sama
hlutinn?
Út frá þessum vangaveltum mín-
um um skattana fór ég að hugleiða
en fær síðan ríkisframlagið eftir
dúk og disk.
2. Eftir að húsnæðið er komið í
gagnið hefst nýr þáttur. Nú á
sveitarfélagið að sjá um rekstur
og viðhald húsnæðisins, en ríkið
greiðir kennurunum launin, en
það er þó engan veginn einhlítt.
Kennarar vinna oft á tíðum ýmis
störf sem tengjast kennslu og al-
mennu skólahaldi, samkvæmt
ákvæðum grunnskólalaganna,
en ríkið neitar að greiða fyrir og
kemur þá enn til kasta sveitarfé-
lagsins.
3. Tökum dæmi um sveitarfélag
þar sem eru fleiri en eitt skóla-
hús. Nú finnum við enn einn
Framhald á bls. 23
Matvara
Fatnaður
• Gjafavara
Búsáhöíd
LL
AJITAFIIFIÐTNN!
MmML
VERSWNARMIDSTÖÐ HAFNARFLRÐI