Alþýðublaðið - 22.08.1984, Síða 7

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Síða 7
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 7 heiðri og virðingu einstaklings og dreifa lyguin um fólk“. Pavlov fer einnig nokkrum orð- um um stöðu Bandaríkjamanna varðandi mannréttindamálin, en við látum þau samanburðarfræði liggja á milli hluta í þessari umfjöll- un. En spurningu Alþýðublaðsins varðandi ferðafrelsi Sovétmanna svarar Pavlov á eftirfarandi hátt: „Hvað varðar spurningu yðar um „erfiðleika“ þá er sovéskir borgarar eiga i við að ferðast til útlanda kem ég með eftirfarandi dæmi sem rök- semdafærslu: Á árinu 1983 ferðuð- ust 4.5 milljónir sovéskra borgara til utlanda". Svo mörg voru orð Igor Pavlov sagnfræðings varðandi stöðu mannréttindamála i Sovétríkjun- um. Orðin tóm Er það furða þótt menn verði nánast kjaftstopp við lesturinn? Af orðum sovéska sérfræðings- ins má ráða, að frelsi almennings til orðs og æðis sé jafntryggt og sólar- uppkoman á degi hverjum. Það skiptir nákvæmlega engu málijiversu margar lagagreinar eru til staðar í Sovétríkjunum sem tryggja eiga lágmarksmannréttindi almennings, ef þessi sömu lög eru svo daglega virt að vettugi og ekki eftir þeim farið-. Málfrelsi. Hafa almennir borgar- ar í Sovétríkjunum heimild til að gagnrýna t.a.m. Chernenko opin- berlega í blöðum? Hvað yrði sagt ef verkamaður í Moskvu stigi fram á sjónarsviðið og segði þar sína skoð- un að Chernenko ætti að fara frá; hann væri ekki starfinu vaxinn. Það þarf ekki að fara neina graf- götur um það, að þessi sami sovéski verkamaður yrði settur á svartan lista og flokkaður með andófs- mönnum — aðilum hættulegum öryggi Sovétríkjanna. Hann fengi fyrir ferðina fyrr en síðar. Nema kannski að sovéski verkamaðurinn, sem leyfði sér að mæla foringjan- um mót, fengi dóm „fyrir að traðka á heiðri og virðingu einstaklings og dreifa Iygum um fólk“. Skyldi það kannski vera tilbúinn áróður í hinni vestrænu pressu, að sovéskir andófsmenn, þeir sem á einhvern hátt hafa lýst andstöðu sinni við hið sovéska stjórnskipu- lag, séu ofsóttir af valdhöfum og útsendurum þeirra? Skyldi KGB kannski vera hugarfóstur vest- rænna fjölmiðla? Eru geðveikra- hælin í Sovét, sem margir andófs- menn hafa mátt gista, kannski ekki til? Fundafrelsið — hvar? Hvar er þetta fundafrelsi í Sovét- ríkjunum falið, sem Pavlov frétta- skýrandi Sovétmanna tilgreinir? Það er kannski bara að finna í stjórnarskrá landsins — eitt atriði af tuttugu. Ekki verður þess a.m.k. vart að þeim aðilum sem eru ósáttir við ákvarðanir og gjörðir sovéskra stjórnvalda hafi fengið frið til að koma mótmælum sínum á fram- færi með opnum fundahöldum. Nema það sé einhver ímyndun hjá ferðamönnum, sem hafa orðið vitni að því þegar sovéskir hermenn hafa ráðist gegn fólki sem hefur viljað á friðsaman hátt mótmæla einu eða öðru með því að standa þögult og friðsamlegt á Rauða torginu með mótmælaspjöld sín? Og svo er það ferðafrelsið. So- véski sérfræðingurinn upplýsir að um 4.5 milljónir Sovétmanna hafi ferðast til útlanda á síðasta ári. Fróðlegt væri að fá nákvæmari töl- ur í þessu sambandi. Hve margir af þessurn 4.5 milljónum ferðuðust til „sósíalísku bræðraþjóðanna“ — ríkja Varsjárbandalagsins? Og hve margir voru þeir sem leyfi fengu til að fara vestur fyrir járntjaldið? Skákmeistarinn Kortsnoj átti eigin- konu sem vildi flytjast frá Sovét vestur á bóginn. Það tók nokkur ár og mikinn þrýsting víðs vegar að til að fá ferðaleyfi fyrir hana. Shakarov fær sig hvergi að hræra. Og hvað með hinn stóra hóp Gyðinga í Sovétríkjunum sem hyggja á brottflutning en er haldið nauðugum innan landamæra So- vétríkjanna? Hvernig skyldi standa á því að stór hópur listamanna, íþrótta- manna og annarra verður að flýja í skjóli nætur og biðja um skjól á Vesturlöndum — biðja um vernd sem pólitískur flóttamaður? Ekki verður fundin nein haldbær skýring á því hvers vegna sovéskir borgarar þurfi bókstaflega að flýja ættjörð sína, ef ferðafrelsi er algert í Sovét- ríkjunum og fólk geti farið utan, flutt búferlum ef það óskar svo. Mörgum fleiri orðum má fara um hið makalausa svar Igor Pavlov við spurningum Alþýðublaðsins um al- menn mannréttindi í Sovétríkjun- um. Hversu margar sem greinarnar eru í stjórnarskrá landa um mann- réttindi þegnanna, þá skiptir fram- kvæmdin öllu. Og tuttugu greinar í stjórnarskrá Sovétríkjanna sem eiga að tryggja hin ýmsu mannrétt- indi sovéskra þegna, eru ágætar út af fyrir sig. Þær eru hins vegar til einskis ef ekki er eftir þeim farið, ef réttindi fólks eru ekki tryggð í raun — í framkvæmd. í spurningum Aiþýðublaðsins til hins sovéska sérfræðings var komið inn á fleiri mál, s.s. eins og kjarn- orkuvopnalaus svæði, það mark- mið kommúnista að stefna að kommúnískri alheimsbyltingu og einnig hvort og þá hvenær Sovét- menn hyggist láta af þeirri kúgunar- stefnu sinni gagnvart íbúum ann- arra ríkja Austur-Evrópu. Hvað síðastnefnda atriðið varðar, þá svaraði Igor Pavlov því til að Sovét- ríkin beittu lönd hins sósíalíska samfélags hvorki hernaðarlegum né efnahagslegum þvingununt. Hann sagði einnig í svari sínu, að í þessum vinsamlegu samskiptum sósíalísku ríkjanna austan járntjalds giltu reglur um jafnrétti, gagnkvæma virðingu, afskiptaleysi af innanrík- ismálefnum og virðingu fyrir full- veldi. „Alþýðublaðið spyr aðeins: Hvar var sú „virðing Sovétmanna" fyrir fullveldi, og afskiptaleysi af innan- ríkismálefnum, sem orsakaði inn- rás, hervald, pólitíska fjarstýringu og efnahagslegar þvinganir í Ung- verjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Póllandi fyrir nokkrum ár- um? — GÁS PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Nokkrir nemendur veröa teknir í PÓSTNÁM nú í haust. Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eöa hliðstæðu prófi og er þá námstími tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi, stúdentsprófi eða hafi hliðstæða menntun er námstíminn eitt ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Landssimahússins við Austurvöll og póst- og símstöðvum utan Reykjavíkur. Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavott- orði og prófskírteini eða staðfestu afriti af því, skulu berast fyrir 10. september 1984. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000. & y/ DflMUR 0G HERRAR ATH. Bjóðum upp á nýjustu tískuklippingar, permanent, lokkalitanir og fl. Erum með hinar vinsælu „Kerastase" vörur í miklu úrvali, einnig mikið úrval af hársnyrtivörum. Opið mánud.-föstud. kl. 9-18. Ath. opið laugard. í sumar frá kl. 9-13. Pantið i síma 21732. Úrval af skrifborðum, bókahillum og skrifborðs* stólum fyrir skólafólk. Joker skrifborðið kostar aðeins kr. 3.850.- með yfirhillu. Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum. Verð frá kr. 1.590.- Húsgögn °fl^Suðurlandsbraut 18 innrettmgar simi 6-86-900 Við veitum fullkomna bankaþiónustu ______um allt lana Samvinnubankinn er ávallt skammt undan Samvinnubankinn starfrækir 19 afgreiðslustaði um land allt, sem tryggja viðskiptavinum fjölþætta þjónustu. Auk almennra bankaviðskipta annast Samvinnubankinn gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn og námsmenn í flestum útibúum sínum. Einnig er hægt að opna innlenda gjaldeyrisreikninga í sömu afgreiðslum. Samvinnubankinn afgreiðir einnig VISA-greiðslukort, en þau eru útbreidd um allan heim. Samvinnubankinn Ieggur áherslu á persónuleg samskipti í heimilislegu umhverfi. Samvinnubankinn Útibú í öllum landsfjórðungum

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.