Alþýðublaðið - 22.08.1984, Page 8

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Page 8
8 Miðvikudagur 22. ágúst 1984 TVIFARINN Þar sem ástandið er óþolandi, hef ég ákveðið að gera skurk í mál- inu. Svo ég hef hannað lifandi eftir- mynd, Tvífarann, gerðan úr jap- anskri plasthúðlíkingu, hári, nögl- úm og svo framvegis. Fyrir réttlátt endurgjald innréttaði kunningi minn, sem er raftæknifræðingur, gangverk í Tvífarann: hann getur talað, étið, unnið, gengið og haft kynmök. Ég leigði þekktan lista- mann af gamla raunsæisskólanum til að sjá um útlitsmálninguna; ég þurfti að sitja tólf sinnum fyrir svo andlitið yrði nákvæm eftirmynd míns. Hann hefur flata nefið mitt, skolleita hárið og hrukkurnar kringum munninn. Ég gæti ekki sjálfur skilið á milli mín og Tvífar- ans ef ég hefði ekki þá sérstöðu sem ég hef, því það er augljóst mál að hann er hann og ég er ég. Nú er bara að staðsetja Tvífarann í miðpunkt tilveru minnar. Hann mun fara í vinnuna í stað mín og taka við uppörvunum og skömm- um yfirmanns míns. Hann mun bugta sig, karpa og vera iðinn. Það eina sem ég fer fram á er að hann færi mér launin annan hvern mið- vikudag; ég læt hann hafa ferða- og matarpeninga, en ekkert fram yfir það. Ég borga húsaleiguna og aðrar nauðsynjar en afgangnum sting ég í eigin vasa. Tvífarinn verður líka sá sem er giftur konu minni. Hann mun hafa samfarir við hana á þriðjudags- og föstudagskvöldum, horfa á sjónvarpið með henni sér- hvert kvöld, borða holla kvöldverð- inn sem hún lagar, rífast við hana um barnauppeldi. (Konan mín vinnur úti og sér um að borga reikn- ingana hjá kaupmanninum.) Ég mun lika sjá til þess að Tvífarinn fari í keiluspil með skrifstofuliðinu á mánudagskvöldum, heimsæki mömmu á föstudagskvöldum, lesi dagblöðin sérhvern morgun og kaupi kannski fötin min (tvenn pör, ein handa sjálfum sér, hin handa mér). Ég set honum fyrir önnur verkefni þegar að því kemur að ég vil losna undan þeim. Sjálfur ætla ég bara að njóta þess sem ég hef ein- hverja ánægju af. Metnaðarfull fyrirætlan, segið þið? Og hvers vegna ekki? Vanda- mál þessa heims verða bara leyst á tvo vegu: Með útrýmingu eða marg- földun. Forfeður okkar höfðu bara fyrri kostinn. En ég sé ekkert því til fyrirstöðu að notfæra sér undur nú- tímatækni til frelsunar sjálfs sín. Mitt er að velja. Og, þar sem ég er ekki sú manngerð sem gengur með sjálfsmorðsóra, hef ég ákveðið að margfalda sjálfan mig. Notalegan mánudagsmorgun trekki ég Tvífarann upp og sleppi honum Iausum eftir að hafa gengið úr skugga um að hann viti til hvers af honum er ætlast, það er að segja, að hann viti hvernig ég bregst við undir öllum þekktum kringum- stæðum. Klukkan hringir. Hann byltir sér í rúminu og ýtir við konu minni, sem drattast fram úr hjóna- rúminu og slekkur á vekjaraklukk- unni. Hún fer í inniskó og slopp og staulast svo inn á snyrtingu. Þegar hún kemur aftur fram og stefnir á eldhúsið, fer hann fram úr og tekur við af henni á klósettinu. Hann pissar, burstar tennur, rakar sig, fer inn í svefnherbergi og nær í fötin í kommóðuna og skápinn, aftur inn á snyrtingu, klæðir sig og fer svo fram til konu minnar í eldhúsinu. Börnin mín eru þegar sest til borðs. Yngri dóttirin lauk ekki heimaverk- efninu í gærkvöldi og konan mín er að skrifa afsökunarbréf til kennar- ans. Eldri dóttirin bryður þóttafull kalda brauðsneið. — Góðan dag pabbi, segja þær við Tvífarann. Tví- farinn endurgeldur kveðjuna með því að narta í kinnar þeirra. Ég tek eftir því að morgunverðurinn líður án þess að nokkuð alvarlegt gerist og mér léttir. Börnin fara út. Þau tóku ekki eftir neinu óeðlilegu. Ég fer að verða öruggur með að fyrir- ætlun mín takist og skil þá, vegna spennunnar, að ég óttaðist að hún myndi mistakast, að einhversstaðar leyndist tæknilegur galli, að Tvífar- inn skildi ekki til hvers væri ætlast af honum. En nei, allt gengur eftir áætlun, hann flettir meira að segja Mogganum rétt; hann gefur sér sama tíma og ég í erlendu fréttirnar og er j afn lengi og ég að lesa íþrótta- síðurnar. Tvífarinn kyssir konu mína, hann hverfur út um dyrnar, hann fer inn í lyftuna. (Ég velti því fyrir mér hvort vélar þekkist.) Niður i and- dyri, út um hurðina, niður götuna á mátulegum hraða — Tvífarinn lagði tímanlega af stað og þarf því ekki að flýta sér — hverfur ofan í neðanjarðarlestina. Öruggur, af- slappaður, hreinn (ég þreif hann sjálfur á sunnudagskvöldið), sjálfs- öruggur leysir hann verkefni sín af hendi. Hann mun vera hamingju- samur svo lengi sem ég er ánægður með hann. Og það sama gildir um mig, sama hvað hann gerir, svo lengi sem aðrir eru ánægðir með hann. Á skrifstofunni tekur heldur eng- inn eftir neinu óvenjulegu. Einka- ritarinn segir halló, hann brosir til hennar einsog ég er vanur, síðan fer hann i básinn minn, hengir upp frakkann og sest við borðið mitt. Einkaritarinn kemur með póstinn minn. Eftir að hafa lesið bréfin, biður hann hana að skrifa niður- nokkur bréf sem hann les henni fyr- ir. Næst þarf hann að leysa haug af óloknum erindum frá síðastiiðnum föstudegi. Hann hringir nokkur- símtöl, ákveður stefnumót í hádeg- inu með viðskiptavini utan af landi. Ég verð bara var við eitt frávik: Tví- farinn reykir bara sjö sígarettur um morguninn; sjálfur er ég vanur að svæla milli tíu dg fimmtán. En ég kenni því um að hann er nýr í hett- unni og hefur ekki unnist tími til að venjast taugastressinu sem þjakar mig eftir sex ár á skrifstofunni. Ég býst ekki við því að hann fái sér tvo Martíní í hádeginu einsog ég er van- ur, heldur láti sér nægja einn og ég hef rétt fyrir mér. En þetta eru smá- atriði og munu koma Tvífaranum til góða, ef einhver tekur eftir þeim, sem ég býst ekki við. Það er ekkert út á framkomu hans við viðskipta- vininn utan af landi að setja, kannski sýndi hann honum aðeins of mikla virðingu, en það skrifaði ég líka á reikning reynsluleysisins. Guði sé lof að engin smáatriði koma upp um hann. Borðsiðir hans eru einsog best verður á kosið. Hann potar ekki í matinn sinn, heldur borðar með góðri lyst. Og hann hefur vit á að skrifa ávísun í stað þess að draga fram kreditkort- ið, fyrirtækið er í reikning hjá þessu vertshúsi. Síðdegis er söluráðstefna. Að- stoðarframkvæmdastjórinn kynnir nýja sóknarherferð í Miðvesturríkj- unum. Tvífarinn kemur með uppá- stungu. Yfirmaðurinn kinkar kolli. Tvífarinn slær blýantinum i langa maghonýborðið og lítur út fyrir að vera hugsi. Ég tek eftir því að hann keðjureykir. Ætli hann sé strax far- inn að finna álagið? Líf mitt er sannarlega enginn dans á rósum. Eftir tæpan dag virðist meira að segja Tvífarinn uppgefinn og út- taugaður. Það sem eftir er dagsins gerist ekkert markvert. Tvífarinn fer heim til konu minnar og barna, borðar kvöldmatinn minn með góðri lyst, spilar Matador í kiukku- tíma við börnin, horfir á kúreka- mynd í sjónvarpinu með konu minni, fer í bað, smyr sér skinku- samloku og leggst svo fyrir. Ég veit ekki hvað hann dreymir, en vona að draumarnir séu ánægjulegir. Ef ánægja mín með hann hefur í för með sér rósaman svefn, þá sefur hann vel. Ég er fullkomlega ánægð- ur með sköpun mína. Tvífarinn er búinn að vera í vinn- unni í nokkra mánuði. Hvað get ég skráð í skýrslu mína? Framför í hlutverkinu? En það gengur ekki. Það var ekkert út á hann að setja strax fyrsta daginn. Hann gæti ekki Iíkst mér meira en í byrjun. Hann þarf ekki að taka framförum í vinn- unni, bara stunda hana, án mót- mæla og án tæknilegra bilana. Konan mín er ánægð með hann — að minnsta kosti er hún ekkert óá- nægðari en þegar hún hafði mig. Börnin mín kalla hann pabba og biðja hann um vasapeninga. Vinnu- félagarnir og yfirmaðurinn minn treysta honum enn fyrir starfi mínu. Nylega, í síðustu viku nánar til- tekið, hef ég orðið var við smáræði sem veldur mér áhyggjum. Það er hversu mikla athygli Tvífarinn veitir nýja einkaritaranum, ungfrú Ástu (ég vona að það sé ekki nafnið sem æsi upp einhverjar leyndar hvatir djúpt í flóknu vélakerfi hans; ég býst við að vélar geti verið bók- menntalega sinnaðar). Hann hægir á sér þegar hann kemur að borði hennar á morgnana, hinkrar við þegar hún segir halló; þegar ég — og hann þartil nýlega — vorum van- ir að ganga beint af augum framhjá borði hennar án þess að hægja á okkur. Og hann virðist lesa henni fyrir fleiri bréf. Gæti það verið vegna aukinnar ábyrgðar sem fyrir- tækið hefur lagt á herðar honum? Ég minnist þess nú að hann talaði á söluráðstefnunni fyrsta daginn. Eða ætli það sé löngunin í að vera I nálægð ungfrú Ástu? Eru þessi bréf nauðsynleg? Ég er sannfærður um að hann álítur það. En hinsvegar á ég erfitt með að átta mig á hvað ger- ist á bak við sviplausa Tvífaraand- litið hans. Ég þori ekki að spyrja hann. Er það vegna þess að ég óttast það versta? Eða að ég óttast að hann reiðist þessari innrás minni í einkalíf hans. Hvað sem öllu líður hef ég ákveðið að bíða þar til hann trúir mér sjálfur fyrir þessu. Það kom að því að hann tilkynnti mér fréttina, sem ég óttaðist, Klukkan átta að morgni króar Tví- farinn mig af í sturtukróknum, þar sem ég hef njósnað um hann á með- an hann rakar sig og dáðst að því að hann man stundum eftir að skera sig einsog ég gerði. Hann leysir frá skjóðunni. Ég verð hlessa á því hversu sárt það tekur hann, undr- andi og dálitið öfundsjúkur. Aldrei datt mér í hug að Tvífarinn gæti haft svona sterkar tilfinningar, að ég ætti eftir að sjá Tvífarann gráta. Eg reyni að þagga niður í honum. Ég vara hann við, síðan reyni ég að hugga hann. En allt kemur fyrir ekki. Tár hans verða að ekkasog- um. Hann, eða öllu heldur ástríða hans, sem ég botnaði ekkert í, gerði uppreisn gegn mér. Ég óttast að kona mín og börn verði vör hans, æði inn á snyrtinguna og finni þennan berserk, sem nú er óhæfur að bregðast við á eðlilegan hátt. (Þau gætu rekist á okkur báða hér á klósettinu. Það er hugsanlegur möguleiki.) Ég skrúfa frá sturtunni, opna niðurfallið og sturta niður á klósettinu til að yfirgnæfa sárs- aukafull óhljóðin frá honum. Allt þetta út af ást. Allt þetta vegna ást- ar hans á ungfrú Ástu. Hann hefur varla talað við hana, nema um við- skipti. Öruggt er að hann hefur ekki sofið hjá henni, ég er ekki í neinum vafa um það. En samt er hann óður, já vitskertur af ást. Hann vill skilja við konu mína. Ég útskýri fyrir honum að það gangi ekki. í fyrsta lagi hafi hann skyldum að gegna og beri ábyrgð á þeim. Að hann sé eig- inmaður og faðir, konu minnar og barna. Þau treysti á hann, líf þeirra myndi hrynja saman, ef hann kæmi fram af slíkri sjálfselsku. Og í öðru ' lagi, hvað veit hann eiginlega um ungfrú Ástu? Hún er að minnsta kosti tíu árum yngri en hann og hef- ur ekki sýnt honum minnsta áhuga og á sennilega kærasta á eigin aldri, sem hún ætlar að giftast í fyllingu tímans. Tvífarinn neitar að hlusta á mig. Hann vill eignast ungfrú Ástu eða — með ógnvekjandi látbragði sýnir hann hvernig — hann eyðileggur sjálfan sig. Hann muni berja hausnum í vegginn, eða hoppa út um gluggann, mola dásamlega gangverkið sitt mélinu smærra. Nu er mér brugðið. Ég sé hvernig þessi stórkostlega áætlun mín, sem hefur fríað mig frá öllum skyldum og fyllt líf mitt yndislegu jafnvægi síðast- liðna mánuði, er nú í hættu. Ég sé sjálfan mig fyrir mér í vinnunni, aftur í kynmökum með konu minni, að berjast um pláss í neðan- jarðarlestinni á annatíma, horfa á sjónvarpið, rassskella börnin. Ef líf mitt var óþolandi áður liggur það í hlutarins eðli að það er óhugsandi nú. Hversvegna, ef þið vissuð bara hvernig ég hef lifað undanfarna mánuði, á meðan Tvífarinn ráðsk- aðist með Iíf mitt. Ég tilheyri nú dreggjum þessa heims. Ég sef hvar sem er: í húsum sem er verið að rífa, í neðanjarðarlestinni (en þar er ég bara seint á kvöldin), í portum og anddyrum. Ég nenni ekki einusinni að taka við launum mínum af Tví- faranum, því mig langar ekki í neitt. Ég raka mig sjaldan. Föt mín eru snjáð og slitin. Hljómar þetta hræðilega? Það er það ekki, það er það ekki. Auðvitað hafði ég stórkostlegar áætlanir um að lifa annarra lífi þegar Tvífarinn losaði mig við mitt eigið líf. Mig langaði til að gerast heimskauta- könnuður, konsertpíanisti, yfir- stéttarhóra, ráðamaður í heimspóli- tíkinni. Ég reyndi að vera Alexand- er mikli, síðan Mozart, þá Bis- marck, svo Greta Garbo, að lokum Elvis Presley — í ímynduninni auð- vitað. Ég ímyndaði mér að væri ég einhver þessara í Iengri tíma myndi ég bara njóta góðu hliða lífs þeirra, ekki sársaukans, því ég gæti stungið af, umbreytt sjálfum ntér þegar ég vildi. En tilraunin mistókst vegna áhúgaleysis, magnleysis, það skiptir ekki máli hvað þið kallið það. Ég uppgötvaði að ég var þreyttur á að vera einhver. Ekki bara þreyttur á sjálfum mér heldur á því að vera einhver. Mér finnst gaman að fylgj- ast með fólki en leiðist að tala við það, eiga samskipti við það, gera það ánægt eða móðga það. Mér leiðist meira að segja að tala við Tví- farann. Ég er þreyttur. Ég vildi vera fjall, tré eða steinn. Ef ég á að halda áfram sem manneskja er lífið í ræs- inu það eina þolanlega. Svo það var augljóst að ég gat ekki leyft Tvífar- anum að eyðileggja sig og þurfa sjálfur að hlaupa í skarðið fyrir hann og lifa gamla lífinu mínu aft- ur. Ég reyni að koma vitinu fyrir- hann. Ég fæ hann til að þurrka burt tárin og fara fram og setjast við morgunverðarborðið með fjöl- skyldunni, með því að lofa að ræða betur við hann á skrifstofunni eftir að hann hefur lesið ungfrú Ástu fyrir bréfaslatta. Hann féllst á að reyna það og mætir dálítið of seint og rauðeygður við borðið. „Kvefað- ur elskan?“ spyr konan mín. Hann roðnar og muldrar eitthvað. Ég bið til Guðs að hann flýti sér. Ég óttast að hann missi stjórn á sér. Ég verð óttasleginn þegar ég tek eftir því að hann snertir varla matinn og skilur kaffibollann eftir hálffullan. Tvífarinn yfirgefur húsið sorg- mæddur á svip og skilur konu mína eftir undrandi og áhyggjufulla. Ég sé að hann veifar leigubí! í staðinn fyrir að stefna á neðanjarðarlest- ina. Ég ligg á hleri á skrifstofunni á meðan hann les fyrir bréfin sín og stynur á eftir sérhverri setningu. Ungfrú Ásta tekur líka eftir því. „Hversvegna. Hvað er að?“ spyr hún uppörvandi. Það er löng þögn. Ég kíki út úr skápnum og hvað haldiði að blasi við mér! Tvífarinn og ungfrú Ásta í áköfum faðmlög- um. Hann þuklar brjóst hennar, hún lygnir aftur augunum, þau serða hvort annað með munnunum. Tvífarinn verður var við að ég stari á þau úr skápgáttinni. Ég gef hon- um merki og reyni að koma honum í skilning um að ég verði að tala við hann, að ég sé á hans bandi og vilji hjálpa. „í kvöld“ hvíslar Tvífarinn og losar um ákafar hendur ungfrú Astu. „Ég er óð i þig“ hvíslar hún. „Ég er óður í þig“ segir Tvífarinn lágt og „ég verða að hitta þig“. „I kvöld“, hvíslar hún til baka. Smásaga eftir Susan Sontag

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.