Alþýðublaðið - 22.08.1984, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Qupperneq 14
14 Miðvikudagur 22. ágúst 1984 Tillögur Framhald af bls. 10 sterkt áfengi á vínveitinga- stöðum fyrir kl. 18. g) Á vegum hins opinbera (rík- is, sveitarfélaga og opinberra stofnana) verði einvörðungu veitt létt vín. h) Innflutningur á bjór til ferðamanna verði stöðvaður og bjórsala á Keflavikurflug- velli verði aflögð. 2. Stórhert viðurlög gegn ólöglegri áfengissölu. a) Þyngri refsiákvæði en nú eru gegn leynivínsölu. b) Strangari ákvæði verði sett um sölu til ófullveðja fólks en um leynivinsölu. 3. Verðlagning áfengis: a) Hækkun útsöluverðs til sam- ræmis við verðlagsþróun fimm síðustu ára og síðan fylgi verð á áfengi verðlags- hækkunum, auk þess sem sterkt áfengi verði hækkað tvöfalt meira en verðlag á næstu tveimur árum. b) Ofan á útsöluverð áfengis verði bætt 2% er renni til heilsugæslu-, fræðslu- og annars forvarnarstarfs eftir nánari tillögum nefndarinn- ar. c) Sérstakur áfengisskattur verði settur á vínveitingahús til þess að draga úr neyslu sterks áfengis. Skattur þessi skal vera 10% á útsöluverð sterks áfengis, þ.e.a.s. 21% og yfir að vínandamagni, og skal hann renna til þjálfunar starfsmanna heilsugæslunnar til að sinna lögboðinni heilsuvernd á þessu sviði, sbr. nánar 19. gr. laga nr. 59/1983 um heilbrigðisþjón- ustu. Ágóði vínveitingahúsa hækki ekki. 4. Bannaður verði innflutningur á efnum og tækjum sem bersýni- lega er ætluð til öl- og víngerð- ar. 5. Umboðsmannakerfið. Kerfið verði lagt niður og unnið að umboðsöflun fyrir ríkið þannig að umboðslaun rynnu í gæsluvistarsjóð óskert. Verði ofangreindu ekki viðkom- ið er eftirfarandi lagt til: a) Sérstakt skráningargjald á áfengistegundir. b) Árlegt leyfisgjald af umboðs- leyfi. c) 20% umboðslauna renni í gæsluvistarsjóð. 6. Fræðsla um áfengi og önnur vímuefni. a) Ráðinn verði sérstakur fræðslufulltrúi í mennta- málaráðuneytið til þess að skipuleggja og fylgja eftir fræðslustarfi í skólum, þ.á m. við þjálfun kennara til að geta sinnt þeirri lögboþnu fræðslu. Skal hann starfa í nánu sambandi við Áfengis- varnaráð og heilbrigðisyfir- völd. NÝIANDSBANMSKÍRTEIM með 7 !/2% vaxtaálagi ENN BESEAÁVÖXTUN SPARIFjÁR! Sparifjáreigendum gefst nú kostur á nýjum Landsbankaskírteinum. Öllný skírteini, sem stofnað er til 20. ágúst eða síðar, bera 7V2% vaxtaálag á ári umfram almenna sparisjóðsvexti sem nú eru 17%. Þannig gefa nýju Landsbankaskírteinin 26% ársávöxtun. Hagkvæmari ávöxtun sparifjár er ekki að finna í öðrum bönkum eða sparisjóðum. STARFSFÓLK LANDSBANKANS AÐSTOÐAR. Allt starfsfólk í sparisjóðsdeildum Landsbankans er þaulkunnugt kjörum á skírteinunum semogöðrum innláns- formum. Þú getur því snúið þér til einhvers þeirra og rætt mál þín í trúnaði. HUGIÐ AÐ FJÁRMÁLUM YKKAR. TRYGGIÐ YKKUR LANDSBANKA- SKÍRTEINI. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir b) Komið verði á mjög aukinni fræðslu fyrir ökumenn og þá, sem hyggjast endur- heimta ökuskírteini sín. 7. a) Verð á óáfengum drykkjum á veitingastöðum verði lækk- að, þannig að hámarksverð fari ekki fram úr tvöföldu innkaupsverði. b) Vínveitingaleyfi dansstaða verði háð því, að handhafar þess haldi áfengislausa dans- leiki samkvæmt nánari regl- um. 8. Viðurlög við ölvunarakstri verði stórhert. a) Við fyrsta brot komi ökuleyf- issvipting í eitt ár, varðhald og/eða sekt. Nánari reglur verði settar hvenær varðhaldi verði beitt. Hyggist hinn seki afla sér ökuleyfis að nýju, beri honum skilyrðislaust að ganga í ökuskóla. b) Við ítrekuð brot komi til skil- yrðislaust varðhald, sekt og ævilöng ökuleyfissvipting. Málum verði skipað þannig að ekki verði hægt að breyta varðhaldi í sekt með náðun. Skal hinum seka heimilt að sækja um ökuleyfi eftir 3 ár eftir þátttöku í áfengis- fræðslu á vegum heilsugæsl- unnar og geti hann sýnt fram á, að hann hafi þá ekki gerst sekur um brot á áfengislög- gjöfinni í 2 ár. 9. Teknar verði til endurskoðunar þær reglur er gilda um tollfrjáls- an innflutning áfengis hjá far- mönnum og flugliðum. 10. Setja skal upp viðvörunarskilti í áfengisverslunum og vínveit- ingahúsum þar sem minnt er á: 1. Lög um ölvunarakstur og hversu lengi vínandi er í blóðinu sé hans neytt. 2. Viðurlög við útvegun áfengis til ófullveðja. 11. Kveðið verði nánar á um bann við áfengisauglýsingum og hvernig því skuli framfylgt. eru óæskilegar á akbrautum, sérstaklega á álagstímum i umferöinni. í sveitum er umferð dráttar- véla hluti daglegra starfa og ber vegfarendum að taka tillit til þess. Engu að síður eiga bændur að takmarka slíkan akstur þegar umferð er mest, og sjá til þess að vélarnarséu í lögmætu ástandi, s.s. meö glitmerki og ökuljós þegar ryk er á vegum, dimmviðri eða myrkur. ifæ UMFERÐAR lÐ Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bcekur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.