Alþýðublaðið - 22.08.1984, Síða 20
20
Miðvikudagur 22. ágúst 1984
Einstaklingar/lndividuals
Annaö/Others
Opinberir aóilar/Public institutions
Sjávarútvegur/Fisheries and Processing
41%
lónaóur/lndustry
%
12%
Verslun/Commerce
4J3
12%
¥
10%
Landbúnaóur/Agriculture
Á meðfylgjandi töflu má sjá skiptingu útlána í stœrsta bankanum, Landsbankanum. Einstaklingar fá 11% í sinn hlut af heildarútlánum.
banki, Alþýðubanki, Samvinnu-
banki. Allar þessar bankastofnanir
hafa síðan mismunandi fjölda úti-
búa um allt land. Þess utan er til
staðar álitlegur fjöldi sparisjóða
víðs vegar um landið. Þeir stærstu í
þeirra hópi, eru Sparisjóðurinn í
Keflavík, Sparisjóðurinn í Hafnar-
firði, Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis og Sparisjóður vélstjóra.
Það er því alveg ljóst að nægilega
eru bankastofnanir i landinu marg-
ar til að tryggja megi eðlilega sam-
keppni þeirra á milli — samkeppni
um fjármagnið. Hinu verður þó að
fylgjast vel með að samtryggingin
ráði ekki ríkjum þar sem vaxtafrels-
ið er annars vegar. Svo er það
spurningin hvort stofnanir af þessu
tagi séu ekki óþarflega margar hér á
landi miðað við íbúafjölda — hvort
ekki sé verið að gera einföld mál
flókin með of miklum fjölda pen-
ingastofnana. Það er hins vegar
önnur saga, sem ekki verður farið
út í á þessum vettvangi.
Til glöggvunar verður hér farið
nokkrum orðum um vaxtaákvörð-
un einstakra banka.
Landsbankinn
í Landsbankanum eru vextir af
þriggja mánaða sparireikningum
19%; það þýðir árs ávöxtun upp á
19,9%. Svokölluð Landsbanka-
skírteini bera hæstu innlánsvexti í
bankanum, 24,3% miðað við heilt
ár. Venjulegar sparisjóðsbækur
bera 17% vexti, en verðtryggðir
sparireikningar með þriggja mán-
aða bindingu bera 4% vexti um-
fram verðbólgu og 6,5% ef reikn-
ingarnir eru bundnir til sex mán-
aða. Vextir af ávísana- og hlaupa-
reikningum eru 9%.
Hvað útlánin varðar, þá eru for-
vextir af víxlum í Landsbankanum
24,86% á ári, vextir almennra
skuldabréfalána eru 24%, sem þýð-
ir ársvexti upp á 25,44%. Verð-
tryggð lán miðuð við lánskjaravísi-
tölu hafa 7% vexti, en þeir vextir
hækka upp í 9% ef lánað er til
lengri tíma en 2 og /2 ár.
Verslunarbankinn
í Verslunarbankanum eru vextir
af almennum sparisjóðsbókum
17% eins og raunar í öllum banka-
Aukið frelsi viðskiptabankanna
til vaxtaákvarðana liefur leitt til
þess, að bæði innláns- og útláns-
vextir eru allnokkuð mismunandi
eftir lánaflokk og einstökum pen-
ingastofnunum. Bankarnir hafa
flestir hverjir auglýst rækilega þá
vexti er þeir bjóða upp á og i þessu
tölublaði Alþýðublaðsins má sjá til-
kynningar þess efnis frá, Búnaðar-
bankanum, Alþýðubankanum,
Iðnaðarbankanum og Landsbank-
anum. Nauðsynlegt er að lántak-
endur og sparifjáreigendur geri sér
glögga grein fyrir stöðu þessara
mála: það hefur orðið veruleg
breyting á þessum málum síðustu
misseri, eða frá því að vextir voru
þeir sömu í öllu bankakerfinu og
það lá tiltölulega Ijóst fyrir hvernig
sparifjáreigendur gætu best ávaxt-
að sitt pund.
Hér á eftir verður farið nokkrum
orðum um þessa nýskipan vaxta-
mála og nokkrir fróðleiksmolar um
skipan mála hjá einstökum pen-
ingastofnunum látnir fljóta með.
Ýmsir hafa spáð því að ekki líði að
löngu þar til ákveðin samræming
komist á innan bankakerfisins þrátt
fyrir frelsi einstakra stofnana til
ákvarðana, þannig að bankarnir
laðist hver að öðrum í sínum vaxta-
ákvörðunum og ekki verði teljandi
munur þar á. Vel má það vera, en
engu að síður hefur vaxtafrelsið
þau áhrif, að viðskiptavinir bank-
anna verða í ríkari mæli en fyrr að
fylgjast með hræringum í þessum
efnum. Breytingar á vöxtum geta
orðið fyrirvaralítið og kúnnarnir
verða því að bregðast snöggt við
breyttum aðstæðum, ef þeir ætla að
njóta þeirra bestu kjara sem boðið
er hverju sinni.
Fyrirséð er að', samkeppni milli
bankanna mun aukast til muna
með tilkomu vaxtafrelsisins. Þó er
vert að geta þess, að frelsið er þeim
takmörkunum háð, að Seðlabank-
inn hefur stöðvunarvald í þessum
efnum. Hann þarf að gefa grænt
ljós á vaxtaákvarðanir einstakra
bankastofnana. Þessu neitunar-
valdi beitti Seðlabankinn ekki í
neinu tilfelli við þær ákvarðanir
sem bankarnir tóku um og eftir síð-
ustu helgi.
Samkeppni
Samkeppni um sparifé lands-
manna hefur aukist hjá bönkum og
sparisjóðum. Eins og kunnugt er
voru innlánsvextir á ákveðnum nýj-
um innlánsformum hækkaðir all-
verulega fyrir nokkrum mánuðum.
Þá reið Landsbankinn á vaðið, en
aðrir bankar fylgdu á eftir og buðu
samsvarandi kjör fyrir,sparifjáreig-
endur. Sennilegt má telja að með tíð
og tíma fjölgi þeim sparnaðarform-
um sem til staðar eru í bönkum og
sparisjóðum og að möguleikar við-
skiptavina til sparnaðar verði fleiri.
Það verður því aldrei nægilega vel
undirstrikað að sparifjáreigendur
fylgist náið með þróun þessara
mála og þeim möguleikum sem
kunna að opnast til betri ávöxtunar
sparifjár.
Það er hins vegar ekkert laun-
ungarmál að vaxtaákvörðun bank-
anna hefur leitt til þess að bilið milli
innlána- og útlána hefur aukist. Út-
lánsvextir hækkuðu yfir línuna
meira en innlánsvextir. Það er þessi
munur sem grundvallar í aðalatfið-
um rekstur og afkomu bankastofn-
ana.
Bankafjöldi
I landinu er að finna talsverðan
fjölda banka — of marga að ýmissa
áliti. Þeir eru: Landsbanki, Útvegs-
banki, Iðnaðarbanki, Verslunar'-
Nýskipan vaxtamála
kallar á aukna athygli
lántakenda og sparifjáreigenda