Alþýðublaðið - 22.08.1984, Side 23

Alþýðublaðið - 22.08.1984, Side 23
Miövikudagur 22. ágúst 1984 23 Fanny og Alexander Framhald af bls. 11 verk er að ræða. T.d. er Harriet Andersson ógleymanleg í hlutverki þjónustustúlku á biskupssetrinu. Það er einna helst að börnin séu ekki mjög tilþrifaleg í túlkun sinni, enda er þeim ekki ætlað að vera það því myndin Iýsir heimi fullorðinna einsog börnin upplifa hann. Hvað kvikmyndatökunni viðvík- ur þá er hún í höndum Sven Ny- kvist, og sem við var að búast skilar hann öruggu og hárnákvæmu handverki. Búningar og umhverfi eru stórkostleg. Manni ofbýður kannski íburðurinn á heimili Ek- dahlfjölskyldunnar, en þó hann sé mikill þá er hann aldrei yfirþyrm- andi. Andstæðan er svo gerilsneytt umhverfið á biskupssetrinu. Ekki má heldur gleyma þvi hvernig Berg- man notar litina. í eldri myndum sínum hafði hann meistaraleg tök á svart/hvítu ræmunni og voru fáir jafnokar hans í samspili ljóss og skugga. í Fanny og Alexander sýnir hann að hann er líka meistari lit- anna. Það er endalaust hægt að grafa sig ofan í þessa síðustu kvikmynd Bergmans og rekast þar á ný og gömul sannindi. Þetta er kvikmynd um hinar miklu andstæður, gott og illt, ást og hatur, líf og dauða. En kannski eru þetta ekki svo miklar andstæður þegar allt kemur til alls. Hinir dauðu hverfa ekki og biskup- inn segir mömmu barnanna, sem þá er nýorðin kona hans: að hann sé ekki einsog þau sem hafi margar grímur, til að bregða upp við mis- munandi tækifæri, hann sé bara með eina grímu og hún er samvaxin holdi hans. Bergman hefur lýst því yfir að þetta sé siðasta kvikmynd hans. Ef svo er hefur hann flutt okkur ótrú- lega hrífandi svanasöng. Undirrit- aður rakst þó á grein í sænsku dag- blaði þar sem sagt var að Bergman væri alls ekki sestur í helgan stein og hygðist nú ráðast í kvikmyndun Sumarferð Alþýðuflokksfólks á laugardag Sumarferð jafnaðarmanna á suðvesturhorni landsins verður nœstkomandi laugardag, 25. ágúst, eins og sjá má í auglýsingu annars staðar í blaðinu. Ferðast verður um Suðurnesin. Alþýðublaðið hvetur alla Alþýðuflokksmenn, unga sem aldna, tilþátttöku íferðinni. Upplýsingar má fá í síma 81866. Til upprifjunar látum við hér fylgja myndir frá ferðalagi Alþýðuflokksfólks fyrir allmörgum árum. Þar má sjá mörg kunnugleg andlit. á einni af sögum Astrid Lindgren. Ekki fylgdi sögunni hvaða bók Lindgren það væri. En eigi frétt þessi við einhver rök að styðjast, verður það að teljast eðlilegt áfram- hald hjá Bergman, því í Fanny og Alexander hefur hann sett sig í spor barnanna og lýst veröldinni út frá sjónarhóli þeirra. Að lokum smá aðfinnsla. Loks- ins þegar þetta listaverk, sem alls- staðar hefur hlotið mjög góða að- sókn, og að söng sýningarstjórans í Regnboganum, mun betri aðsókn en þeir þorðu að vonast eftir, er sýnt hér á landi, hefur kvikmyndahúsið ekki tímt að láta setja íslenskan texta við myndina, heldur sýnir hana með dönskum skýringartexta. Sáf. Endurskoða þarf..... Framhald af bls. 4 galdrastafinn. Ríkið segir, það eru svona margir nemendur í sveitarfélaginu og þeim ber að skipta í svona margar deildir. Þessi skipting er gerð á vorin og alveg án tillits til aldursdreifingar í sveitarfélaginu hvað þá að horft sé á hvar í sveitarfélaginu nem- endurnir búa. Þannig getur í sumum aldurshópum verið um að ræða mjög fjölmenna bekki og aðra fámenna. Á höfuðborgarsvæðinu er mjög mikill flutningur á fólki, og oft á tíðum hefur orðið veruleg fjölg- un frá vori til hausts og bókstaf- lega sprengt þann ramma sem gerður var um vorið. Allt að einu, ríkið hefur ákveðið þennan deildarfjölda og mun greiða samkvæmt því, en ef nauðsyn- legt reynist að fjölga deildum, þá kemur allur sá kostnaður á sveit- arfélagið. Hér getur oft verið um verulegar fjárhæðir að ræða. Það er alveg augljóst, af þeim dæmum sem hér hafa verið tekin, að mikil þörf er á að endurskoða alla tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Allt samkrull eins og nú er í þessum málum veldur ein- ungis ruglingi og leiða sem auðveld- lega mætt komast hjá með breyttri skipan. Ég er raunar þeirrar skoð- unar, að sveitarfélögin ættu að fá miklu fleiri verkefni alfarið heim í hérað, en þá verður að sjálfsögðu að tryggja þeim meiri tekjustofna. Hvað er til ráða? Alþýðuflokkurinn hefur um ára- bil barist fyrir skýrari línum í þess- um málum og hefur bent á ýmis atriði sem betur mættu fara, þó eru það einkum þrjú grundvallaratriði sem Alþýðuflokksmenn hafa lagt höfuðáhersluna á: 1. Auka sjálfsforræði sveitarfélaga og virka valddreifingu á öllum sviðum. 2. Endurskoða tekjur- og verkefna- skiptingu ríkis og sveitarfélaga með það m.a. að markmiði að færa fleiri verkefni ásamt fjár- munum og ábyrgð frá ríki til sveitarfélaga. 3. Aukinn umráðarétt sveitarfélaga yfir gjaldskrám þjónustustofn- ana sinna. Eins og málum er háttað í dag hafa sveitarfélögin afar takmarkað- ar heimildir til að ákveða sínar tekj- ur því ríkisvaldið tekur fyrst sinn skatt af þegnunum og segir síðan við sveitarfélögin: Nú megið þið. ■_■_■_ *_■_■! _■_■_ ii OTRÚLEGT en SATT stendur til BOÐA I IJ þessarar AUGLÝSINGAR íí vorulofxjð SIGTÚNI 3 ■ ■ RÍKISSKIP Sírni:28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: Alla fimmtudaga austur, alla þriðjudaga vestur og norður, annan hvern laugardag vestur og norður.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.