Tíminn - 27.06.1967, Side 1

Tíminn - 27.06.1967, Side 1
Auglýsing í TlMANUM keanttr dagtega fyrir amgu 80—1-00 þúsund lesenda. Hl. tbl. — ÞriSjodagttr 27. jwm' 1967 — 51. árg. Gerist ás'krifendur að TÍMANUM Hringið í síma 12323 Landamerkjamál Skagfirðinga og Eyfirðinga dæmt. SKAGFIRÐINGAR UNNU! Austurdal, í Skagafjarðarsýslu, er þess krafizt, að þau verði sett með dómi á þann hátt, sem þeim er lýst hér. Eigendur Abæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli í Austurdal í Akrahreppi í Skaga- fjarðarsýslu eru varnaraðilar í miáli þessu og eru kröfur þeirra svohljóðandi: „Að landamerki fyrr greindra jarða (þ.e. Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli) og þar með talin sýslumörk Skaga- fjarðarsýslu á þessu svæði sfu að austan vatnaskil á hálendinu og að endamarki við Hofsjökul sé fjallið Klakkur." Báðir aðilar kröfðust málskostn aðar, svo sem málið væri ekki gjafaivarnarmál, en báðir aðilar fengu gjafsóknarleyfi í máli þessu með bréfum frá Dóms- og kirkju málaráðuneytinu í júM 1966. Sama ráðuneyti gaf úr skipunár- bréf í máí 1965 yil handa Magnúsi Thoroddsen til að fara með og dæma mál þetta og var málið tek ið fyrir Landamerkjadómi Eyja- fjarðarsýslu. Dómurinn hljóðar upp á fimm- tíu vélritaðar síður og er þar fyrst rakinn aðdragandi máls þessa, sem er eins og áður segir stöfnun Upprekstrarfélags Saurbæjar- hrepps í Eyjafirði., en gróður- tilraunir hóf félagið á landsvæði því, sem deilt er um, vorið 1964, og tilkynnir þessa fyrirætlun sína í bréfi til hreppsnefndar Akra- hrepps. Hreppsnefnd Akratorepps mótmæiir tilkalli Upprekstrarfé- lagsins til Landsiv’æðisins og gerir tilkall til eignar á Austurdal aust an Jökulsár eystri og svæðisins Framnald á bls 14 Fundir Johnsons og Kosygins gagnlegir NTB-Moskva, Wiashington, mánud. Tass fréttastofan sagði í dag, að samræður Johnsons Bandaríkja forseta og Kosygins forsætisráð- herra Sovétríkjanna hefðn verið mjög gagnlegar, en jafnframt hafi komið í ljós, að þessi ríki líti mjög ólíkum augum á stríðið í Vietnam og mörg önnur heiius- vandamál. Þeir Jolinson og Kosy- gin útskýrðu jafnframt sjónarmið sín varðandi ástandið í Austurlönd um nær, og einnig voru þeir sam mála um, að nauðsyn bæri til að ná sem allra fyrst einingu um stöðvun á tilraunum. með, og sprengingum á kjarnorkuvopnum. Fundir þeirra hafa gefið báðum aðilum tækifæri til að koma sjón armiðum sínum á framfæri varð andi þessi mál, og eru þeir sam- mála um, að viðræðurnar hafi ver ið mjög gagnlegar. Þetta var fyrsta tilkynning frá sovézkri hálfu um síðari fund þeirra Kosygins og Johnsons, en stuttar tilkymningar birtust um fyrri fund þeirra í blöðum og sjónvarpi. í síðdegisútgáfum Moskvublaðaniia var ítarlega skýrt frá fundi Kosygins með blaðamönn um efltir fund hians með Johnson, en hins vegar var aðeins lauslega greint frá ummælum Johnsons eftir fundinn og einkum lögð áherzla á þau ummæli hans, að eng in lausn á vandamálunum í Víet- Nam eða Austurlöndum nær virt- ist vera sjáanleg framundian. Stjórnmáliasérfiræðingar í Wash ington líta svo á, að Bandaríkin og Sovétríkin hafi ekki nálgazt skoð anir hvors annars að því er varð ar styrjöldina í Víetnam eða ástiand mála í Austurlöndum nær við umræður þeirra Kosygins og Johnsons. Johnson forseti lét hins vegar í ljós þá skoðun sína á blaðamannafundi á sunnudags- kvöldið, að hann vomaði, að sam ræðurnar hefðu gert veröldina Framhald á bis. 14. Á myndinni (t. h.) eru merkt með brotinni línu landamerkin eins og Skagfirðingar kröfðust að þau yrðu, en vinstra megin er svört lína er sýnir landamerkin eins og Eyfirðingar kröfðust að þau yrðu. Smá- vegis frávik urðu á brotnu línunni í niðurstöðu dómsins, en að öðru leyti afmarkar hún það landsvæði sem Skagfirðimgum var dæmt í undirrétti. KJ-Reykjavík, mánudag. Á mánudaginn í sl. víku var kveðiim npp dómur í hlnu mikla landamerkjamáli, sem staðið hef- ur milli Eyifirðinga og Skagfírð- inga, og lyktaði máUrni í undir- rétti með því að krölfugerð vam araðito í málinu , þ.e. Skagfirð- inga var tekin til greina, með ör- litluin breytingum. Dómsfor- seti var Magnús Thoroddsen, borgardómari, en meðdómendur Guðmundur Jónsson borgardóm- ari og Þórhallur Vilmundarson, prófessor. Upphaf máls þessa er, að í maí 1963 var stofnað Upprekstrar- félag Saurbæjiarhrepps í Eyja- firði og samkvæmt lögum þess er tilgangurinn sá „að hlutast til um, að landsvæðið austan Jökuls ár í Austurdal (í Skagafirði) frá Fossá að norðan suður að Fjórð- ungskvísl verði grætt upp og not að til sumarbeitar fyrir sauðfé félagsmanna“. Telur sóknaraðili í málinu (Eyfirðingar) að land- svæði þetta tilheyri Hólum og MöðruvöMum í Eyjafirði frá fornu fari, og gerðu þess vegna samninga við eigendur jarðanna um lanasvæðið. Gerði sóknaraðili kröfur til þess, „að landamerki fyrir umráðasvæði félagsins að vestan gagnvart löndum Skag- firðinga á hálendinu vestan og sunnan Eyjafjarðardala, verði ákveðin þannig: Nyrzt ráði merkj- um Fossá frá upptöikum nyrðri kvíslar til ármóta hennar og Jök- ulsár eystri, síðan ráði Jökulsá eystri merkjuim suður að ármót- um hennar og Strangalækjar, það an ráði bein lína suður í Mikla- fell í Hoifsjökli. Verði eigi sam- komulag, um þessi merki við eig- endur Ábæjar og Nýjabæjar í WILLY BRANDT, UTANR.RÁÐH. V-ÞÝZKALANDS, UM EFNAHAGSBANDALAGSMÁLIN: ÍSLENDINCAR BlDI ÁTEKTA Ég skil vel, að íslendingar geta ekki gengizt undir ákvæði Rómarsáttmálans og vestur- þýzka stjórnin mun beita áhrifum sínum til að íslendingar fái viðunandi samninga um tolla- og viðskiptamál við Efnahagsmandalagið þegar þar að kemur. > TK-Reykjavík, mánudag. Á fundi, sem Willy Brandt, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýzkalands hélt með blaðamönnuin á laugar- dag, sagðist hann skilja vel, að íslendingar gætu ekki gengið und- ir þau ákvæði Rómarsáttmálans að ‘eyfður yrði frjáls flutningur fjár magns og vinnuafl til fslands. — íslendingar yrðu að bíða átekta, og reyna að fá þá samninga þegar bar að kæmi. sem tryggðu hags- muni þeirra innan Efnahags- bandalagsins en fullnægðu jafn- framt þeim fyrirvörum, sein þeir1 teldu sér nauðsynlega. Sagði Willy Brandt, að ríkisstjórn Vest- ur-Þýzkalands myndi beita áhrif- | um sinum eftir mætti til að koma i í veg fyrir að viðskiptahagsmunir íslendinga yrðu fyrir borð bornir 'nnai) EBE. Willy Brandt, utanríkisraðheiTa V-Þýzkalands, hélt fund méð blaða mönnum Sendiráði Þýzkalands við Túngötu, kl. hálf sex á laugar- dag. Stóð fundurinn í 40 mín. Brandt sagði í upphafi fundar- ins. -ið fljóMega eftir að hann Framhald a bls 14 NTB-fréttastofan í Osló hefur það eftir Willy Brandt í gær, að íslendingar muni tæplega geta orðið aðilar að EBE. Segir Brandt, að íslendingar myndu glata þjóðerni sínu, ef þeir yrðu að fara að ákvæðum bandalagsins um frjálsan flutning fjármagns og vinnu- afls. Willy Brant á fundi með blaðamönnum í þýzka scndiráðinu á laugardaginn. (Tímamynd Kári>

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.