Tíminn - 27.06.1967, Side 3
ÞRHMUD-ACFCR 27. júm' »67
TÍMINN________________________3
ÞOTUOLD A ISLANDI
Gífurlegur mannfjöldi fagnaði
fyrstu þotunni íslenzku er hún
lenti á Reykjavíkurflugvelli á laug
ardaginn, og sýnir efsta myndin
hér á síðunni nokkum hluta þess
mikla fjölda er fagnaði þotuimi
,,Gullfaxa“. Hér til hliðar er mynd
sem tekin var er Öm O. Jolinson
forstjóri Flugfélagsins óskar
Jóhannesi Snorrasyni yfirflug-
stjóra til hamingju með heimferð
ina, og á milli þeirra er Birgir
Kjaran stjómarformaður Flugfé-
lagsins, þá má greina Margréti
Johnson á skautbúningi er gaf þot
unni nafn og lengst til hægri er
Sigurður Jónsson forstöðumaður
ioftferðaeftirlitsins. Myndin hér
að neðan var svo tekin er þotan
lenti á laugardaginn. f gær var
Gullfaxi sýndur aimenningi, og
urðu margir til að nota sér það
að skoða þotuna að innan. Hún er
í ljósum litum að innan, þrjú
sæti hvom megin við ganginn, en
alls eru þau 108 í vélinni.
1
ei
mmm
Á VÍÐAVANGI
Ofsóknarbrjálse^l?
Sigurður Bjarnason frá Vigur
segir svo í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins í gær:
.,Það hlýtur að hafa verið
mikið áfal' fyrir Framsóknar-
menn og kommúnista að sjálfur
framkvæmdastjóri Viðreisnar-
sjóðsins skyldi leggja það á sig
að heimsækja fsland og þá sér
stikJeca tfan^ .....
sjóður hans hefur stutt m"ð
myndarlegum lánveitingum. Þi
hlýtur það cnnfremur að valda
forráðamönnum stjórnarand-
stöðuflokkanna áframhaldan'M
hugarangr5 að heyra um mögu-
leika á því að sjóðurinn kunni
að vilja veita frekari aðstoð
við byggðauppbyggingu á ís-
landi".
Ja, fyrr má nú vera ofstækið.
Sigurður Bjarnason þarf ekki að
vera að væna stjórnarandst.
um andstöðu gegn lánveitingum
til uppbyggingar á Vestfjörð-
um, því fyrir því hafa þeir
barizt árum saman og þessi
vísir af Vestfjarðaáætlun, sem
til er, er meðal annars árangur
af þeirri jákvæðu baráttu. En
eitthvað angrar samvizku Sig-
urðar í sambandi við þetta mál.
Hvað ætla það geti verið?
Höfundar áætlunarinn
ar og örlög þeirra
Hcrmann Jónasson og Sigur-
vin Einarsson fluttu um það
tillögur og frumvörp árum sam
an að tckið yrði erlent lán til
vegagerðar á Vestfjörðum. Það
var fellt eða svæft þing eftir
þing á sama tíma og ráðlierrar
og blöð þeirra gumuðu af hinu
mikla lánstrausti, sem endur-
reist hefði verið erlendis. í
framhaldi af þessari baráttu
þeirra Hermanns og Sigurvins
taka þáverandi þingmenn Vest-
fjarðakjördæmis fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, Gísli Jónsson og
Kjartan J. Jóhannsson, upp mál
ið og flytja þingsályktun um
athugun á að gerð yrði áætlun
um uppbyggingu á Vestfjörð-
um.Svo kom ÞorvaWur Garðar
Kristjánsson á næsta kjörtíma
bili og beitti áhrifum sínum að
tekið yrði lán úr Flóttamanna
sjóði Evrópu til Vestfjarðaáætl
unar. Vissir ráðherrar í ríkis-
stjórninni voru mjög andvígir
þessari lántöku m.a. að þeim
fannst háðulegt að taka lán úr
Flóttamannasjóði. Samkomulag
náðist þó um þessa lántöku með
því að þýðingin á nafni sjóðs-
ins Refugee Fund of Eurooe,
yrði Viðreisnarsjóður Evrópu!!
Engin hefur hætt meira þessa
lántöku í persónulegum viðtöl-
um við menn vestra en Matthías
Bjarnason. Auðvitað er það
ekke^t aðaJatriði, hvaðan fjár
magnið kemur, aðalatriðið er að
það fáist þvi þess er brýn þörf
á Vestfjörðum.
Nú, ef tala má um höfunda
Vestfjarðaráætlunar í þessu
sambandi, þá eru þeir Gísli
Jónsson, Kjartan Jóhannsson og
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
Hver urðu nú örlög þessara
manna. Gísli Jónsson var gabb
aður til að láta af þing-
mennsku. Kjartani Jóhannssyni
var bolað ineð ofbeldi frá
framboði og síðasta fórnardýrið
var Þorvaldur Garðar. Þeir,
sem nú eigna sér Vestfjarða-
áætlun og láta birta af sér
myndir eru Matthías Bjarna-
son og Sigurður frá Vigur.
Hitt er svo önnur saga, að
þessi Vestfjarðaáætlun er ekki
Framhald a bls. if