Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. júlí 1985 15 Ámi J. Sigurðsson, verslunarstjóri i 'lbrginu. Torgið við Austurstrœti Góða veðrið eykur söluna Rœtt við Árna J. Sigurðsson verslunarstjóra Hjá versluninni Torgið í Austur- stræti, hittum við verslunarstjór- ann, Arna J. Sigurðsson og spurð- um hvaða litir væru helstu tískulit- irnir í ár. „Pastellitirnir verða helstu tísku- litirnir í ár, þ.e. hvítt, fölgult, föl- grænt (mint) og fölbleikt. Einnig verður rósamynstur vinsælt í sum- ar, einkum í skyrtum. Þetta eru þeir litir sem eru vinsælastir í svokall- aðri „high fashion” eða sem kalla mætti tísku unga fólksins. Fyrir fólkið á miðjum aldri er varningurinn frekar hefðbundinn eins og vant er, t.d. verða ekki mikl- ar litasveiflur í karlmannatískunni. Þar eru t.d. vinsælustu litirnir föl- grátt og föl„beis”. Fyrir kvenfólk á þessum góða aldri taka litirnir meira mið af „high fashion” tísk- unni en sniðin eru þó klassískari en fyrir unga fólkið. „Stretch” buxurnar munu halda velli í sumar í hinum ýmsu efnum. T.d. í klórþvegnum galla og bómull- arefnum eins og t.d. „jogging”-göIl- um. Rósamynstrið vinsæla mun jafnvel sjást í drögtum. Síðastliðið sumar varð mörgum tískuverslunum þungt í skauti, vegna þess hve rigningasamt það var. Nú virðist verða breyting á því t.d. maímánuður hjá okkur hérna í Torginu hefur reynst mjög söluhár. Enda hefur veðrið verið mjög gott og við höfum lagt okkur fram að eiga nóg af góðum vörum. Við erum t.d. með vörur frá stór- verslununum bresku Marks og Spenser og mér sýnist að þær ætli aftur að ná mikilli fótfestu á ís- lenska markaðinum. Þeir hafa líka mjög yngt upp línuna hjá sér og við hér'hjá Torginu höfum gert átak í því að velja frá þeim vörur sem henta best hér á íslandi” Að lokum sagðist Árni spá því, að þetta yrði gott sumar fyrir tísku- verslunina, svo fremi að veðrið yrði gott. Veðrið hefði fúrðanlega mikil áhrif á verslunarlöngun fólks á sumrin. Jafnvel skuldugustu menn gleymdu bara skuldunum og versl- uðu sér alklæðnað út á kreditkort, þegar sólin skyni dag eftir dag. Nýja tískan. f í eigiii húsi uni Evrópu í Dusseldorf býður Amarflug upp á sérlega skemmtilega húsbíla Ferðin um fögur héruð Rínar- dalsins hefst í Dusseldorf og jaaðan er líka greið leið um alla Evrópu. Ferðin verður sérstak- lega þægileg og eftirminnileg ef þú tekur einn af húsbílunum sem Arnarflug hefur á boðstól- um. Bílarnir eru af ýmsum stærðum, allt upp í að vera hreinar lúxusvillur á hjólum. Einn húsbílanna flytur meira að segja með sér opinn tveggja manna smábíl sem er hentugur í innkaupaferðir og í stuttar skoðunarferðir út frá áningar- stað. Dusseldorf sjálf er falleg borg og gestir hafa sérstak- lega gaman af að heimsækja gamla bæinn. Hann er innan við ferkílómetra að stærð en þar eru veitlngahús og versl- anir svo hundruðum skiptir. Arnarflug flýgur vikulega til Dusseldorf. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs. p&ó ARNARFLUG Lágmúla 7 Simi 84477

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.