Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 11. júlí 1985
Stjórnstöð ígeimstöð? Nei, þetta er stjórnstöð í nýtísku steypuverksmiðju. Eins og sjá má eru það tölvur sem
stjórna verkinu og tölvuskjáir og prentarar eru á fullu við að þjónusta viðskiptavininn. Það er steypustjórinn
Guðni Vignir Jónsson, sem situr við símann og matar tölvuna jafnharðan en markaðsstjórinn Kristján Guðjóns-
son fylgist spenntur meá
Verslunin
Torgið
lífgar uppá
bæjarbraginn
Það lifnaði heldur betur yfir
miðbænum um daginn, þegar
Verslunin Torgið við Austurstræti
hélt tískusýningu við Austurstræti.
Diskótónlistin ómaði um bæinn og
múgur og margmenni flykktist að
til þess að horfa á hið eldhressa sýn-
ingarfólk og tískuvarninginn sem
það sýndi. Bílar þeyttu flautur sínar
og fólkið klappaði og síðan fengu
allir kaffi inní versluninni. Undir
lokin stillti sýningarfólkið sér upp
fyrir Alþýðublaðið. Eins og sést á
myndinni er fatnaðurinn við allra
hæfi dömur og herra, að ógleymdri
yngri kynslóðinni.
Ferðablaðið
Land komið út
Ferðablaðið LAND er nú komið
út öðru sinni og mega Iandsmenn
eiga von á að fá það inn um bréfa-
lúgur sínar á næstu dögum. LAND
er án efa útbreiddasta tímarit sem
gefið er út á íslandi, en það er
prentað í 80.000 eintökum og dreift
ókeypis á hvert einasta heimili á
Iandinu.
Ferðablaðið LAND er 180 bls. að
stærð og komið í tímaritsbrot í stað
dagblaðabrotsins í fyrra. Ritið hef-
ur að geyma mikið magn upplýs-
inga er að gagni mega koma þeim
íslendingum sem hyggjast ferðast
innanlands í sumaríeyfinu. Útgef-
andi er E. THORSTEINSSON HF.
Ferðablaðið LAND er ársrit sem
hóf göngu sína í fyrra og mæltist þá
þegar vel fyrir. Hefur efni blaðsins
nú verið aukið að mun, þótt enn
skorti því miður nokkuð á að alls
staðar sé um tæmandi upplýsingar
að ræða.
í blaðinu er fjallað ítarlega um
hvern landshluta fyrir sig og fjöl-
mörg sveitarfélög eru kynnt og rak-
in sú þjónusta sem þau bjóða ferða-
mönnum. Þá er og fjallað um all-
mörg fyrirtæki sem ferðamálum
sinna og rætt við fjölda einstakl-
inga sem starfa í þessari ungu en ört
vaxandi atvinnugrein.
Ferðablaðið LAND hefur einnig
að geyma aragrúa uppflettiatriða.
Þar er að finna tímatöflur fyrir
áætlunarferðir á landi, sjó og í lofti;
sömuleiðis opnunartíma ýmissa
safna, sundstaða o.s.frv. LAND er
þannig að mörgu leyti eins konar
ferðahandbók og getur áreiðanlega
í mörgum tilvikum komið í stað
slíkra.
Matthías Bjarnason, samgöngu-
ráðherra, fylgir blaðinu úr hlaði
með ávarpi og segir þar m.a. að
veruleg breyting hafi að undan-
förnu orðið á afstöðu bæði almenn-
ings og ráðamanna til ferðamála
sem atvinnugreinar.
Síðast en ekki síst má geta þess að
LAND er prýtt miklum fjölda fag-
urra litmynda víðs vegar að af land-
inu og eru þær flestar teknar af
Mats Wibe Lund.
HÚSNÆÐIS
REIKNINGUR
Landsbankinn býður nú nýja sparireikninga fyrir verðandi húsráðendur.
REGLUBUNDINN SPARNAÐUR
MEÐ SKATIAFRÁDRÆXn
HÁRRI ÁVÖXTUN OG LÁNTÖKURÉTTI
Skattafrádráttur.
Fjórðungur árlegs sparnaðar er frádráttarbær frá
tekjuskatti.
Reglubundinn sparnaður.
Samið er um sparnaðarupphæð til eins árs í senn. Hún
þarf að vera á bilinu 3 til 30 þúsund krónur ársfjórðungs-
lega.
Há ávöxtun.
Ávallt er boðin besta ávöxtun sem Landsbankinn veitir
á almennum innlánsformum. Innstæður eru verð-
tryggðar og vextir þeir sömu og á 6 mánaða verðtryggð-
um reikningum. Áuk þess er reiknuð vaxtauppbót ef
ávöxtun annarra almennra innlánsforma reynist betri.
Lántökuréttur.
Lántökuréttur í lok 3ja til 10 ára sparnaðartíma er
tvöfaldur til fjórfaldur sparnaðurinn.
Hámark 400 þúsund til ein milljón krónur.
Úttekt.
Hægt er að taka út af Húsnæðisreikningi eftir 3 til 10 ár.
Upplýsingabæklingur.
Kynnið ykkur frekar þennan nýja sparireikning
Landsbankans í upplýsinga -
bæklingi sem liggur frammi
í afgreiðslum bankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir
HUSNÆÐIS
REIKNINGUR