Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. júlí 1985 9 l Þorbergur Guðmundsson, sölustjórí Sveins Egilssonar hf og Úlfar Hinriksson, auglýsingastjóri fyrirtœkisins, í sýningarsalnum í Skeifunni. Þorbergur sigraði í sparaksturskeppni BÍKR á Suzuki, í flokki bíla undir 1000 cc. _____________Sveinn Egilsson hf:____ r Urval sparneytinna bíla á hagstæðu verði Rœtt við Þorberg Guðmundsson, sölustjóra hjá Sveini Egilssyni hf. Hjá Sveini Egilssyni hf. hittum við sölustjórann Þorberg Guð- mundsson og spurðum hann hvað væri efst á baugi hjá þeim í bílamál- um. Þorbergur sagði áberandi aukn- ingu i eftirspurn á sparneytnum bíl- um og færi markaðshlutdeild þess- ara bíla sífellt vaxandi hér á landi. Hjá þeim í Sveini Egilssyni kæmi þetta fram í mikilli eftirspurn Suzugi bifreiða ásamt smærri gerð- um af Ford bílum t.d Ford Fiesta og Ford Escort Laser. Sá síðast nefndi hefði náð fjögurra og hálfs lítra eyðslu í sparaksturskeppninni um daginn, eða 4,55 1 á 100 km akstur og Suzuki hefði náð 3,82 lítrum á 100 km akstur í keppninni. Miðað var við venjulegan sunnudagaakst- ur með þrjá í bílnum og var meðal- hraði rétt innan við 60 km á klst. Þá seldist mjög mikið af Suzugi Fox jeppunum, bæði 45 hestafla og 4 gíra útgáfunni, sem og 63 hestafla og 5 gíra útgáfunni. Einnig væri Pick-up gerð til af Foxinum og væri hún 57 cm lengri en jeppinn. Væri hægt að útvega mjög skemmtileg trefjaplasthús á þá frá Þýskalandi. Ford Sierra seldist grimmt hjá þeim um þessar mundir og væru um sextíu bílar seldir á árinu en aðal sölubíllinn væri þó Ford Escort sem fengist í mörgum gerðum og verðið allt niður í 344 þúsund. Framleið- endur Escortsins hefðu náð því tak- marki að sameina notagildi og styrkleika án þess að bíllinn yrði dýrari. Þetta lýsti sér best i feikna vinsældum bílsins út um allan heim en Escortinn hefði verið söluhæsti bíll í heimi undanfarin 4 til 5 ár. Þá má nefna Ford Fiesta. Fiest- ann hefði verið framleidd frá árinu 1977 en breyttist talsvert árið 1984. Hún væri ein af mest seldu smærri bílum í Evrópu og væri framhjóla- drifinn eins og Escortinn. Endur- söluverð Fiestunnar hefði haldið sér sérstaklega vel hér á landi. Þorbergur sagði að lokum að þeir hjá Sveini Egilssyni legðu mikla áherslu á varahluta — og við- gerðarþjónustuna. Verkstæðið þeirra væri einmitt í sama húsi og verslunin og skrifstofurnar í Skeif- unni. Sérstaklega vildi hann koma því á framfæri við bílaeigendur að reglubundið viðhald á bílunum skilaði sér margfalt í lægri við- haldskostnaði og auknu aksturs- öryggi. Vatnsd*W;'84 goI,\1?600 '77^ Gal*nerl600'77' Lan t Rover ■ ■ • pange RO .... Min' • Bens,nd®'|l1300 SSS-.......... '82 '82 r f: Kert': 44 Kr- platínur: 80 Kr 80- Gof* 44' 80- jetta • •" 44' 80- passa* ■ 44' 80- Col* 44' 80- uancer • •■• Galan* ■ 44' Ver & •tr“ 890 1.25° •" 1.250 ''' 2-69° " 380 Ve ró kr- ■ 750 " " 750 " " 890 ,IK|ulok: 150' 150' 150' 150' 150' ; SAMA VERÐ UM LAND ALLT! RANGE ROVER HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Stefán Kristjánsson, með Ford Escort, sigurvegari í sparaksturskeppni BÍKR, í flokki bíla 1000 cc til 1300 cc.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.