Alþýðublaðið - 24.10.1985, Page 11
Fimmtudagur 24. október 1985
11
Bílvangur
Opelinn
rennur út
Kadett að verða uppseldur
Hjá Bílvangi sf. hittum við Árna
Omar Bentson, sölustjóra nýrra
bíla, og inntum hann eftir því helsta
frá þeim í bílainnflutningnum.
Árni sagði söluna núna í Opel-
bifreiðum mjög mikla enda væri
verðið mjög hagstætt. Núna væri til
dæmis sérstakur afsláttur á Opel-
bílunum til þess að rýma fyrir nýrri
árgerð, sem væri að koma. Afslátt-
urinn gilti til 10. nóvember nk. og
vildi Árni koma því á framfæri, að
þeir sem væru að huga að nýjum
Opel núna, hefðu samband við þá
sem fyrst því sumir bílarnir væru að
verða uppseldir, t. d. hinn sívinsæli
Opel Kadett.
Sala á Opel Ascona og Opel
Corsa gengi einnig mjög vel, enda
væri boðin sérstaklega hagstæð
lánakjör á þessum bílum.
Árni sagði Opel Kadett núna með
vinsælustu bílum i Evrópu og hefðu
verksmiðjurnar í Þýskalandi vart
undan að framleiða hann. T. d.
væri langur biðlisti eftir nýjum
Árni Ómar Bentsson sölustjóri á skrifstofu sinni.
Kadett á Norðurlöndunum og sjálf-
sagt yrði einnig svo hér á Iandi á
næsta ári.
Opel Rekord væri sívinsæll bíll til
leigubílstjóra en undanfarið hefðu
vinsældir hans sem einkabíls stór-
aukist.
Þá væri eftir að nefna flaggskip-
ið í Opel-flotanum en það væri
„límósínan" Opel Senator. Hann
hefði fyrst komið á markaðinn hér
á landi í vor og hefðu viðtökurnar
hér verið mjög góðar, — en Sena-
torinn væri algjör lúxusbill, — í
flokki þeirra bestu í Evrópu.
T. d. hefði hann komið mjög vel
út úr rannsókn bílablaðsins Auto-
sport en þar var hann borin saman
við Benz, Audi og BMW.
Almennt taldi Árni að hin stór-
aukna sala hjá Bílvangi væri að
þakka mikilli markaðsherferð hjá
þeirn til þess að kynna kosti Opel-
bifreiðanna fyrir íslendingum og
nú streymdu pantanirnar inn hjá
þeim, einnig fyrir 1986-árgerðun-
um.
Bílvangur væri einnig með lsuzu-
Troper jeppa og hefði salan einnig
farið ört vaxandi á þeim. Það væri
nokkur sérstakt að Bílvangur gæti
núna afgreitt 1986-árgerðirnar
Framh. á bls. 2
Saumaðu ekki að
pyngjunni
SINGER
Enn einu sinni spori framar
Hvers vegna að sattma að pyngjunni þegar þú
getur verið að sauma á Singer Magic sem er létt
og þægileg, ótrúlega einföld í notkun og mun
ódýrari en sambærilegar vélar.
Singer hefur alltaf verið spori framar og jafnhliða
tækninýjungum hafa þeir þróað saumavélar sem
auðvelt er að læra á og eru einfaldari í notkun en
flestar vélar.
E Tæknilegar upplýsingar
• Ff jáls armur • Zikk-zakk • Overlock
• Rafeinda fótstiq • Blindfaldur • Vötflusaumur
• Lárétt spóla •Stunqu-zikk-zakk • Tvöfalt overlock
• Sjálfvirk hnappagötun •Styrktarsaumur • Fjöldi nytja oq
• Beinn saumur • Teygjusaumur skrautsauma
Singer Magic og þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af saumaskapnum
útborgun og greiðsluskilmála
— og komumst örugglega að samkomulagi.
MIMfl
IU ww
$ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-81266