Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 15. maí 1986 ÆTUJM AD GERA FÓLKIKL Bjarni P. Magnússon, fyrsti maður á lista Al- þýðuflokksins í Reykja- vík í borgarstjórnarkosn- ingunum, er enginn ný- grœðingur í pólitík, þótt hann hafi ekki verið fremstur í víglínunni fyrr en nú. A undanförnum áratug hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyr- ir jafnaðarmenn og verið beinn þátttakandi í sum- um stœrstu sigrum Al- þýðuflokksins sem og í krappasta mótbyr. Þann- ig var Bjarni kosninga- stjóri Alþýðuflokksins 1978 þegar flokkurinn vann stœrsta sigur sinn fyrr og síðar og nánasti samverkamaður Vil- mundar heitins Gylfason- ar um langt skeið. Fyrir flokkinn hefur hann ver- ið yfirskoðunarmaður ríkisreikninga og hann hefur átt sœti í bankaráði Landsbankans. I borgar- stjórn hefur hann setið í stjórn Bæjarútgerðarinn- ar og í stjórn veitustofn- ana borgarinnar svo að ekki er hann ókunnugur borgarmálum. Bjarni var einn af upp- hafsmönnum Helgar- póstsins, einnig formaður blaðstjórnar Alþýðu- blaðsins og fékk síðar að reyna það eins og fleiri að afskipti af útgáfumál- um flokksblaða eru lík- lega með því áhœttusam- asta sem maður með pólitískan metnað getur hœtt sér út í. En ólíkt svo mörgum slíkum hef- ur Bjarni ekki aðeins reynsluna af því að falla í ónáð af þessum sökum heldur líka reynsluna af því að vera endurreistur. Öðruvísi vœri hann ekki kominn í fyrsta sœtið á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Uppalinn í verkamanna- bústöðum „Nei, ég er ekki fæðingarkrati" segir Bjarni í byrjun samtalsins. „Fólkið mitt er af Vestfjörðum. Ömmusystir mín var t. d. Karitas á ísafirði sem kölluð var kommún- istafrúin af því að hún barðist fyrir því að verkakonurnar í fiskvinn- unni fengju skýli til að hafa eitt- hvert afdrep. Móðurfólkið mitt er hins vegar allt rammasta íhald af Ströndum. Ég verð ekki krati fyrr en ég kem frá námi í Svíþjóð og það er síðan fyrir atbeina Benedikts Gröndal að ég fer að starfa innan flokksinsý — Sjálfur ertu fæddur og uppal- inn í Reykjavík, ekki satt? „Jú, alinn upp í verkamannabú- stöðum við Bústaðaveginn lengst af, í stórum systkinahópi, því að við vorum alls sex. Amma mín var einnig hjá okkur, svo að það var bú- ið þröngt eins og nærri má geta — en okkur leið vel saman. Það mynd- aðist einhver samheldni milli okkar systkinanna sem hefur heldist 'allt fram á þennan dag. Peningaráðin voru kannski ekki mikil en við lið- um engan skort. Pabbi var upphaf- lega sjómaður og var meðal annars kyndari á togurum sem sigldu til Bretlands á stríðsárunum en þegar ég fór að muna eftir mér var hann kominn í land og orðinn húsvörður í leikfimihúsi Háskólans. Kannski var það þessi snerting sem pabbi komst í við umheiminn meðan hann var sjómaður, sem varð þess valdandi að hann hvatti okkur öll systkinin óspart til að fara út og mennta okkur. Pabbi og mamma lögðu líka mikið á sig til að svo mætti verða, enda höfum við flest- öll hlotið menntun erlendis. Hall- grímur bróðir minn er svæfinga- læknir, Sigríður Ella óperusöng- kona, og Sigrún er að ljúka meist- aragráðu í Bandaríkjunum í hótel- rekstri. Sigurbjörg, sem er elst okk- ar og hálfsystir, er framreiðslumað- ur að mennt og mikill dugnaðar- forkur en einn bróður misstum við síðan á unga aldri. Sjálfur sigldi ég til Svíþjóðar og lagði þar stund á hagfræði og alþjóðastjórnmál" — En þú féllst ekki heldur fyrir kratismanum í Svíþjóð? „Nei, ég hafði sannast sagna eng- in afskipti af stjórnmálum meðan ég var við nám þarna úti í Lundi. Það var reyndar miklu frekar að ég yrði fyrir vonbrigðum með sænsku kratana, því að í það eina skipti sem ég lét eitthvað til mín taka þarna úti að ráði, þá brugðust þeir mér. Það stóð þannig á því að í landhelgis- stríðinu upp úr 1974 töldum við námsmennirnir þarna úti nauðsyn- legt að efna til aðgerða til að mót- mæla framferði Breta gegn okkur og vildum fá til þess stuöning sænskra stjórnmálaflokka. En þeg- ar til átti að taka héldu sænsku jafnaðarmennirnir mikið til að sér höndum og okkar tryggustu banda- menn reyndust annars vegar vera Andres Kúng, Eistlendingurinn landflótta, og mikill íslandsvinur og siðan sænskir kommúnistar. Andres og Jörn Svenson, sem er nú- verandi formaður kommanna, töl- uðu hjá okkur á útifundinum i Lundi meðan G. P. Hermansson, fyrrum formaður kommanna, var aðalræðumaðurinn á fundinum í Stokkhólmi. Nei, minn kratismi er því ekki innfluttur frá Svíþjóð. Ég held hins vegar að hugsjón jafnaðarmennsk- unnar hafi blundað í mér frá unga aldri. Kannski hófst innrætingin strax um 10 ára aldurinn og næstu sumur þar á eftir. Þá var ég við byggingarvinnu á háskólasvæðinu en pabbi var þá við garðyrkjustörf á lóðinni. Við urðum alltaf sam- ferða í vinnuna á morgnana og heim aftur á kvöldin. Við fórum með strætó milli Bústaðavegar og Njarðargötunnar og löbbuðum saman yfir Vatnsmýrina milli há- skólasvæðisins og biðstöðvarinnar við Njarðargötu. Á leiðinni rædd- um við feðgar um heima og geima og ég hef það á tilfinningunni að þessar dýrmætu stundir með föður mínum á gangi yfir Vatnsmýrina (ffl AUGiysiNGAÞJÓNUSTAN / SlA Það stendur allt og fellur með heimilisbuddunni. Hún er undirstaðan. Ef eitthvað er í henni, - þá er gaman. Sé hún tóm þá er ekki eins gaman. Þess vegna verður að gæta buddunnar, - gæta sparnaðar í hvívetna. Til dæmis í heimilisinnkaupunum, þar er eflaust hægt að spara. Hér er gott ráð: Kauptu inn þar sem vörurnar eru ódýrar, en láttu það umfram allt ekki koma niður á vörugæðunum. Slíkt er ekki sparnaður. Hafðu það hugfast, að heimilisbuddan þolir ekki hvað sem er. Veiöið er engin spurning -gœðinekki heldur /VIIKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LlTIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.